Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 41
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 41
Uppeldi er í raun tækifæri til að
„endurreisa“ sjálfan sig, alast upp
aftur, en til þess þarf vissulega þol-
inmæði, það kemur ekki í sviphend-
ingu. Verk Jean Clarke og Connie
Dawson er heil aðferðafræði í því að
alast upp aftur, og eru þær mjög
virtar í Bandaríkjunum fyrir fram-
lag sitt til uppeldismála. Bók þeirra
fjallar m.a. um milda þáttinn í um-
hyggju, óbifanlega þáttinn í umönn-
un, ofdekur, afneitun, upplifanir
fyrir og við fæðingu, enduruppeldi
og ættleiðingu barna í fjölskyldur.
Þær byggja efnið bæði á rannsókn-
um og víðtækri reynslu af því að
vinna með fullorðnum og börnum.
Foreldrar geta veitt viðurkenn-
ingu og örvun ýmist á gagnlegan
eða gagnlausan hátt. Í bókinni birta
höfundar næringartöflu yfir þetta
og sýnir hún sex gerðir af
tengslum: misnotkun/slæm með-
ferð, skilyrt umönnun, ákveðni-
umönnun, ofdekur, stuðnings-
umönnun og vanræksla. Blaðamað-
ur spurði Jean I. Clarke nánar um
þessar sex næringargerðir, og einn-
ig í beinu framhaldi um aðrar sex
formgerðir sem mikið er lagt upp
úr.
Sex gerðir næringar
1. „Misnokun er harðneskjulegt
samband og í henni býr sárs-
aukafull reynsla eins og niður-
læging, kynferðislegar dylgjur,
sársauki gerður að aðhlátursefni,
hótanir um skaða og skammir
fyrir að finna til,“ segir hún og að
jafnvel þótt misnotkunarathyglin
sé harðneskjuleg muni börn nýta
hana til að halda lífi þegar ekki
er neina aðra viðurkenningu að
fá. Dæmi: „Hættu að snökta ell-
egar ég skal sjá til að þú fáir eitt-
hvað til að gráta yfir.“ (Dæmin
eru um skólabarn sem er með illa
hruflaðan handlegg.)
2. Clarke vísar í bókina, bls. 25–30,
en þar stendur að skilyrt umönn-
un eigi sér aðeins stað þegar
barnið hefur unnið fyrir henni.
Skilyrt umönnun bindur ást við
hegðun. Dæmi: „Hættu að gráta
eða ég set engar umbúðir á hand-
legginn.“
3. Ákveðniumönnun sinnir þörfum
fólks á beinan hátt. Sá sem veitir
umönnina gerir það án þess að
biðja viðtakandann um leyfi, því
hann er sá sem dæmir um hvort
umönnunin sé nauðsynleg og við-
eigandi fyrir þroska barnsins.
Dæmi: „Mér þykir leitt að þú
skulir vera með hruflaðan hand-
legg,“ segir foreldrið og svo gerir
það að sárinu á ástríkan hátt.
4. Stuðningsumönnun er ástrík
nærvera einstaklings sem býður
fram aðstoð. Dæmi: „Ég sé að þú
hefur hruflað á þér handlegginn.
Er það sárt? Viltu annast þetta
sjálfur eða viltu að ég hjálpi þér,“
spyr foreldri og býður faðmlag.
5. „Ofdekur (og undanlátssemi) er
yfirlætisleg, klístrug ást, tjáð
með því að gefa of mikið, of fljótt
eða of lengi. Hún þjónar fyrst og
fremst hagsmunum gefandans og
vanmetur getu viðtakandans.“
(bls. 26). Dæmi: „Ó, sjáðu hand-
legginn á þér. Aumingja þú!
Þetta svíður voðalega. Ég skal
binda um þetta. Farðu og leggðu
þig inn við sjónvarp …“
6. Vanræksla lýsir umönnun þar
sem þörfum er ekki sinnt eða
ekki eftir þeim tekið, þar eð for-
eldrarnir eru of uppteknir af eig-
in þörfum eða hafa of mikið að
gera. Þeir geta einnig verið til-
finningalega fjarstaddir. Dæmi:
Barnið kemur með hruflaðan
handlegg til móður eða föður,
sem leiðir það hjá sér og segir í
mesta lagi: „Ekki trufla mig.“
Næringin þarf form
Jean Clark segir að þessi atriði
eigi bæði við um eigin uppvöxt for-
eldra og þeirra eigið foreldrahlut-
verk. „Heima hjá sér, í skólanum og
í umhverfinu upplifa börn samsetn-
ingu allra sex tegunda af umönn-
un,“ segir hún, og að foreldrar noti
fleiri en eina aðferð í uppeldinu.
Hún segir að heillavænlegustu að-
ferðirnar séu þessar í miðjunni eða
ákveðniumönnun og stuðningsu-
mönnun. „Þær eru heilbrigðastar í
gerð sinni.“
Hún fjallar svo ýtarlega um
þessa næringu en víkur svo að
forminu eða þær ytri reglur og
mörk sem skapa öryggi. Foreldrum
getur fundist þeir vera ráðvilltir
gagnvart því hvernig þeir eigi að
skap ytra formið, því nú á dögum
eru sjaldan skýr, viðtekin og al-
menn viðmið fyrir hlutverkið. En
málið er að börn læra að vera örugg
með því að fara eftir og hlýða
nokkrum ófrávíkjanlegum reglum.
Jean Clarke og Connie Dawson
röðuðu formunum niður í sex flokka
og hönnuðu töflu. Hér verður að
lokum sagt frá þessum formum og
nokkur dæmi tekin sem eiga við 13
ára ungling sem drakk áfengi. Tvö
af formunum, ófrávíkjanlegar regl-
ur og sveigjanlegar reglur, eru háð-
ar aldri barnsins.
Formgerðirnar sex
1. Kreddufesta er stífasta gerðin,
en þar verður reglan mikilvægari
en barnið og henni beitt án tillits
til þess. Dæmi: „Ef þú snertir
áfengi aftur, skaltu ekki hafa fyr-
ir því að koma heim.“
2. Aðfinnslur geta verið sveigjan-
legri en kreddufestan, en falið í
sér að skopast er að einstaklingn-
um, hann uppnefndur. Dæmi:
„Þú ert alltaf að gera eitthvað
heimskulegt. Nú ertu að drekka.
Þú ert alveg eins og pabbi þinn.“
3. Ófrávíkjanlegar reglur segja
börnum hvað eigi að gera til að
vera öruggur og njóta velgengni.
Þær kenna börnum að hlýða en
ekki hvernig þau eigi að hugsa.
Dæmi: „Þú mátt ekki drekka
áfengi fyrr en þú hefur náð lög-
legum aldri. Við væntum þess að
þú virðir þessa reglu. Gerir þú
það ekki verða afleiðingarnar
mjög alvarlegar.“
4. Sveigjanlegar reglur kenna börn-
um hvernig á að hugsa og vera
ábyrgur. Ferlið sýnir þeim hvað
þau þurfa að vera meðvituð um
þegar þau setja sín eigin mörk,
byggja upp innri form. Dæmi:
„Til eru krakkar sem setja
drykkju í fyrsta sæti. Hvenær
heldurðu að það sé í lagi að vera
með krökkum sem drekka?
Hvernig geturðu fundið krakka
sem ekki drekka, svo þú verjir
ekki öllum frítíma þínum með
þeim sem drekka?“
5. Sykurhúðun tjáir yfirlæti eða það
að kröfum barnsins er framfylgt.
Hún kennir barninu að það þurfi
ekki að fara eftir reglum né til-
einka sér kunnáttu og getu.
Dæmi: „Þú ert of ungur til að
drekka og keyra, svo þú getur
fengið bjór hérna heima.“
6.Fráhvarf kemur til þegar full-
orðna fólkið býr hvorki til né
styrkir reglur sem vernda börn-
in. Þá bregst það líka því að
skapa tækifæri svo þau geti lært
verkþætti sem tilheyra aldri
þeirra. Dæmi: Foreldri segir:
„Ég vil ekki tala um það.“ Það er
ekki viðlátið eða til viðræðu um
drykkju barnsins.
Hér er látið staðar numið en Jean
Clarke segir að þeir sem ólust upp
án þess að fá stuðning geti núna
endurbyggt innri formin sín um leið
og þeir taka til við að ala upp eigin
börn af fullri alvöru. „Við getum al-
ist upp aftur á hvaða aldri sem vera
skal,“ segir hún að lokum.
Að alast upp aftur. Jean Illsley Clarke &
Connie Dawson. ÓB Ráðgjöf ehf. 2002.
’ Við getum alistupp aftur á hvaða
aldri sem vera
skal. ‘
guhe@mbl.is
FIMMTA stig í því að alast upp
aftur samkvæmt Jean I. Clarke
og Conie Dawson nefnist form-
gerð og stendur frá sex ára
aldri til tólf ára. Stigin í endur-
uppeldinu er átta. Hér er veitt
innsýn í það fimmta, og er um
að ræða staðhæfingar foreldris
um formgerð barns (bls. 231: Að
alast upp aftur).
Þú getur hugsað áður en þú
segir já eða nei og lært af mis-
tökum þínum.
Þú getur treyst skynjun þinni
og innsæi til að hjálpa þér að
ákveða hvað gera skal.
Þú getur fundið aðferð til að
gera hlutina á þann hátt sem
gagnast þér.
Þú getur lært reglurnar sem
hjálpa þér til að búa með öðr-
um.
Þú getur lært hvenær er og
hvernig hægt að vera ósammála.
Þú getur hugsað fyrir sjálfa
(n) þig og fengið hjálp í staðinn
fyrir að vera í vandræðum.
Ég elska þig líka þegar við
erum ósátt. Ég elska að þrosk-
ast með þér.
Frá sex til tólf ára
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Verkamenn
Okkur vantar nú þegar vana byggingaverka-
menn.
Upplýsingar í síma 551 3499.
Stafnar ehf.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
Til leigu við Suðurlandsbraut 110 fm 3. hæð.
Hentar vel fyrir arkitekta, verkfræðinga,
bókhaldsstofu o.fl.
Upplýsingar í síma 568 9230 og 897 3047.
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
Félags sjálfstæðismanna
í Austurbæ-Norðurmýri
verður haldinn í Valhöll í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. desember,
kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Frjálsa flugmannafélagsins verður haldinn
laugardaginn 14. desember nk., í sal A, 2. hæð,
Radisson SAS, Hótel Sögu kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Kosning í trúnaðarmannaráð.
2. Kosning stjórnar.
3. Önnur mál. Stjórnin.
TIL SÖLU
Til sölu lítil heildverslun
Selur rekstrarvörur, áhöld og tæki fyrir snyrti-
stofur, fótaaðgerðarstofur og naglastofur.
Einnig förðunarlínu og förðunarbursta. Mjög
góð vörumerki. Kæmi til greina að selja hvert
merki og lager sér. Hentar vel í bílskúr eða við-
bót við annað. Til afhendingar strax.
Fyrirspurnir sendist á augl.deild Mbl. eða á box@-
mbl.is merktar: „S — 13104“, fyrir 17. des.
Til sölu
34% eign í Greiningarhúsinu ehf.
Til sölu er 34% hlutur þrotabús Markhússins-
Markaðsstofu ehf. í Greiningarhúsinu ehf.,
kt. 660201-2110.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Magnússon
hrl., skiptastjóri þrotabúsins, á skrifstofutíma
í síma 561 9505.
STYRKIR
Meistarafélag
húsasmiða
Styrktarsjóður
Meistarafélag húsasmiða auglýsir eftir
umsóknum til úthlutunar úr styrktarsjóði
félagsins.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
félagsins í Skipholti 70 og þurfa að
hafa borist fyrir 18. desember nk.
TILKYNNINGAR
Landbúnaðarráðuneytið
Tollkvótar vegna innflutn-
ings á ostum frá Noregi
Með vísan til 87 gr. laga nr. 99/1993 um fram-
leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með
síðari breytingum og með vísan til reglugerðar
dags 9. desember 2002, er hér með auglýst
eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutn-
ings á smurostum (0406.3000) framleiddum
í Noregi.
Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu-
neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00—
16:00.
Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað-
arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík,
fyrir kl. 15:00 mánudaginn 16. desember nk.
Landbúnaðarráðuneytinu,
10. desember 2002.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 11 18312128½ Jv.
EDDA 6002121220 III
Fræðslufundur kl. 20.15
Landsst. 6002121219 VII
Inns. Stm.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20.00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Prédikun: Ólafur Zophoniasson.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is