Morgunblaðið - 12.12.2002, Side 42
KIRKJUSTARF
42 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á
fimmtudögum milli kl. 14–17 í neðri safn-
aðarsal kirkjunnar.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj-
argötu 14a.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Léttur málsverður í safnaðarheimili
að stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20.
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa
Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefáns-
syni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Kl. 18
tónleikar Kórskólans (ókeypis). Kl. 20.30
útgáfutónleikar Kammerkórs Langholts-
kirkju (ókeypis).
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel
milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og
altarisgöngu lokinni er léttur hádegisverð-
ur í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og
innihaldsríkt. Samvera eldri borgara kl.
14. Samveran hefst í kirkjuskipi þar sem
Gunnar Gunnarsson leikur á hið nývígða
orgel kirkjunnar og kynnir hljóðfærið stutt-
lega. Reynir Traustason rithöfundur les úr
bók sinni Sonja. Ungmenni frá Tónskóla
Sigursveins leika tónlist og sr. Bjarni
Karlsson flytur guðs orð og bæn. Þjón-
ustuhópur kirkjunnar annast kaffiveiting-
ar í safnaðarheimilinu ásamt Sigríði Finn-
bogadóttur kirkjuverði. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi.)
Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Nes-
kirkju laugardaginn 14. des. kl. 15. Ath.
breyttan tíma. Farið á sýninguna „Skreyt-
ingar barnabóka“ í Gerðubergi. Jólaljósin
í borginni skoðuð. Veitingar í Gerðubergi.
Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli
kl. 10–13 til föstudags. Allir velkomnir.
Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó – ung-
lingaklúbbur 9. bekkur og eldri kl. 17., 8.
bekkur kl. 19.30. Munda og Hans.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu-
dag kl. 10–12. Jólastund.
Digraneskirkja. Fjölskyldumorgunn kl.
10–12. Bænastund kl. 12.10. (Sjá nánar
www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf
fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Allt-
af heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í
dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu
Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum
og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og
ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn-
arefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af
prestum og djákna. Boðið er upp á mola-
sopa og djús að lokinni stundinni í kirkj-
unni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl.
13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman í
notalegu umhverfi og eiga skemmtilega
samverustund. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn í dag kl. 17.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 16.30–18.
Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju
er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör,
mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–
12 ára velkomnir.
Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðs-
starfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar
er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frá-
bær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10.
bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking í
dag kl. 13–16. Jólaundirbúningsfundur.
Baldur Rafn Sigurðsson.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10
mömmumorgunn – pabbamorgunn. Jóla-
samvera. Samanburður á jólasmákökum.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Aðaldeild KFUM. Aðventukvöld KFUM og
KFUK hefst kl. 20. Hr. Sigurbjörn Einars-
son biskup talar. Hermann Þorsteinsson
flytur upphafsorð. Ástríður Haraldsdóttir
og Arnhildur Valgarðsdóttir leika fjórhent
á píanó. Kaffiveitingar. Allir velkomnir,
bæði karlar og konur.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Jólasam-
vera eldri borgara í dag kl. 15. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á
vægu verði í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÚ BLÁSUM við til hinnar ár-
legu jólasamveru eldri borgara
í Laugarneskirkju fimmtudag-
inn 12. desember kl. 14. Að
venju er margt á döfinni við
það tækifæri. Nemendur úr
Tónskóla Sigursveins munu
koma fram með tónlist, Reynir
Traustason rithöfundur mun
lesa úr verki sínu um Sonju og
Gunnar Gunnarsson organisti
kirkjunnar leikur á hið nýja
orgel kirkjunnar og kynnir
gagn þess og gæði. Sókn-
arpresturinn Bjarni Karlsson
mun stýra samkomunni ásamt
þjónustuhópi safnaðarins sem
auk þess annast kaffiveitingar í
samvinnu við Sigríði Finn-
bogadóttur kirkjuvörð.
Nú er tækifæri jafnt fyrir
gamla félaga sem annað áhuga-
samt fólk, að koma og eiga
skemmtilega stund í Laug-
arneskirkju.
Jólasamvera
eldri borgara í
Laugarnes-
kirkju
UMRÆÐAN
NÝMÆLI er að finna í fjár-
hagsáætlun borgarstjórnar
Reykjavíkur, þegar gert er ráð
fyrir því að verja 11,3 milljónum
króna til sérfræðiaðstoðar við þá
stjórnmálaflokka, sem eiga sæti í
borgarstjórn. Þegar þessi fjárhæð
var kynnt í borgarráði svaraði
borgarstjóri spurningu fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins á þann veg, að
með þessu væri verið að feta í fót-
spor Alþingis.
Í Morgunblaðinu 11. desember
kynnir Árni Þór Sigurðsson, for-
seti borgarstjórnar, tillöguna á
þann veg, að ætla mætti, að hún sé
gerð að frumkvæði okkar sjálf-
stæðismanna! Vísar hann þar til
bréfs, sem ég ritaði hinn 2. októ-
ber 2002 til Gunnars Eydals, skrif-
stofustjóra borgarstjórnar. Birti
ég bréfið hér að neðan en sleppi úr
því fjárhæðum:
„Borgarstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna hefur áhuga á að
sækja námskeið hjá Stjórnenda-
skóla Háskólans í Reykjavík. Um
er að ræða námskeið í greiningu
ársreiknings Reykjavíkurborgar
þar sem farið verður yfir fjárhag
borgarinnar, túlkun á lykiltölum
og hvernig nýta megi upplýsing-
arnar til að bæta árangur. Náms-
efnið tengist því starfi borgarfull-
trúa og varaborgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins með beinum
hætti. Lestur ársreikninga sveitar-
félaga og greiningar á lykiltölum
eru vandmeðfarið viðfangsefni og
ætti námskeiðið að leiðbeina
kjörnum fulltrúum til þess að þeir
geti sinnt lýðræðislegum skyldum
sínum betur. Meðfylgjandi er
námslýsing og tilboð frá Háskól-
anum í Reykjavík …
Tilgangurinn með þessu erindi
er að kanna hvort fyrir því séu
fordæmi að Reykjavíkurborg taki
þátt í kostnaði vegna fræðslu
borgarfulltrúa og ef svo er hvernig
að því er staðið.“
Ég fékk það svar frá Gunnari
Eydal, að R-listinn hefði fengið
styrki til einhverra fundaferða, en
engar reglur giltu um slíka styrki.
Féll þá málið niður af minni hálfu
og aldrei kom til þess, að borg-
arstjórnarflokkur sjálfstæðis-
manna óskaði eftir fjármunum úr
borgarsjóði.
Að þessi fyrirspurn mín hafi
getið af sér tillögu um 11,3 millj-
óna króna útgjöld úr borgarsjóði
kom mér í opna skjöldu, þegar ég
las ummæli forseta borgarstjórn-
ar. Skýring forseta borgarstjórnar
hlýtur einnig að vekja undrun
þeirra fjölmörgu, sem sækja um fé
úr borgarsjóði, án þess að fá
nokkra áheyrn. Á borgarráðsfundi
hinn 10. desember voru til dæmis
lagðar fram áskoranir frá um 350
eldri borgurum í Reykjavík um að
ekki verði dregið úr þjónustu við
þá til að spara 12 til 18 milljónir
króna árið 2003. Hvernig væri, að
forseti borgarstjórnar kynnti sér
þau bréf og brygðist við þeim?
Fokið í öll skjól
Eftir Björn
Bjarnason
„Aldrei kom
til þess, að
borgar-
stjórn-
arflokkur
sjálfstæðismanna ósk-
aði eftir fjármunum úr
borgarsjóði.“
Höfundur er borgarfulltrúi
og alþingismaður.
UM daginn fékk ég sendan heim
til mín gíróseðil frá Hjálparstarfi
kirkjunnar og lítinn pappakassa
með mynd af afrísku barni sem er
að deyja úr vatnsskorti. Þá hugsaði
ég einmitt með mér að ég var ein-
mitt í þessum aðstæðum fyrir rétt
tæpum mánuði í Angóla.
Ég fór sem sjálfboðaliði til Beng-
uela í Angóla sem er í Afríku, á
vesturströndinni fyrir norðan
Namibíu og við hliðina á Zambiu
og Zaire og starfaði þar í götu-
barnaskóla. Ég ferðaðist með alls
kyns fólki (sjálfboðaliðum) og lent-
um við á hermannaflugvelli í Cat-
umbela en við vissum ekkert hvar
við vorum. En þarna var engin að-
staða sem tók á móti okkur, við
vorum á hermannasvæði sem var
algjörlega yfirgefið. Aðeins her-
menn með AK-47 og skammbyssur
voru á svæðinu sem reyndar eru
alls staðar í kringum hvert sem þú
ferð í Angóla. Einhvern veginn
fengum við far í hermannatrukk á
eðal afrískum vegi, allt í holum og
sandi, en farið dugaði okkur út fyr-
ir svæðið en þar beið okkar maður
sem fór með okkur til Benguela.
Brúin sem var á milli þessa flug-
vallar og Benguela hafði hrunið 2
vikum áður vegna mikilla vatna-
vaxta í Cavaco-á. Eina brúin sem
hægt var að komast yfir var lest-
arbrúin og með allan þennan far-
angur þurfti minnst tvær ferðir, og
þar sem við komum að kvöldi til
fengum við stráka sem unnu þá við
að bera töskurnar yfir fyrir fólkið.
Ég fékk einn og borgaði honum
einn dollar fyrir 20 kg tösku en
hann var 12 ára gamall. Að labba
yfir þessa brú (70–80 m) var auð-
vitað hættulegt því enginn vissi
hvort lest myndi koma.
Þetta er einhver smápartur af
því sem ég upplifði í Angóla og
þegar ég kom hafði einmitt verið
friður í Angóla í 3 vikur. Þetta var
alls ekki bara nýtt fyrir mér og
fólkinu sem var með í för, heldur
einnig fyrir heimafólk sem lifað
hefur í ótta síðastliðna áratugi.
Stríðið hefur haft alveg svakaleg
áhrif á Angóla. Það er talið vera
fjórða spilltasta ríkið í heiminum,
þar er flest limalaust fólk af öllum
löndum í heiminum, þar ríkir mikil
fátækt, allir hugsanlegir sjúkdóm-
ar ganga þar. Landið er eitt versta
land til að fæðast í að sögn SÞ,
inniheldur jarðsprengjur í millj-
ónatali og maður getur haldið
áfram endalaust.
En allt þetta sem ég nefndi hér
um landið er allt sem ég upplifði í
alvöru og í mörgum tilfellum upp á
líf og dauða. Þegar ég því las grein
Einars K. Haraldssonar í Um-
ræðunni í Morgunblaðinu um dag-
inn varð mér einhvern veginn hent
aftur í huganum með allar minn-
ingarnar um börnin og fólkið, deyj-
andi vegna mikils skorts á nánast
öllu. Skorturinn er ekki einungis á
vatni þó svo það sé ein mikilvæg-
asta náttúruauðlind sem fyrirfinnst
á jörðu. Grein hans byggðist á ein-
földum skýringum á skorti á vatns-
brunnum í vanþróuðum þorpum
sem hafa ekkert og vantar allt, en
það er einmitt slíkur skortur sem
ég upplifði nánast alls staðar í
Angóla. Allt vatn þarna er mjög
óhreint, á hverjum degi þurfti ég
að sjóða drykkjarvatn því við höfð-
um ekkert efni á að kaupa öruggt
flöskuvatn og fólkið þarna ekki
heldur.
Við bjuggum í svokölluðum Cav-
aco-dal og lítil þorp eins og Ass-
eque höfðu verið að byggja vatns-
brunna með styrk frá ýmsum
samtökum. Hins vegar tókst ekki
að ljúka við gerð þessara brunna
vegna þess að fólkið þarf að byggja
þetta. Þetta fólk þarf einnig að
vinna sér inn pening og fer því á
akrana þar sem ræktað er nánast
allt og fær sína peninga þar. Kaup-
ið er síðan svo lágt að þið getið
ekki ímyndað ykkur það, fólk sem
vinnur á svona plantekrum fær um
20–30 dollara á mánuði og eiga
flestir börn sem eru veik eða jafn-
vel að vinna líka til að hjálpa til
heima. En það er ekki bara fólk í
vanþróuðum þorpum sem vantar
vatn og hjálp heldur eru flótta-
mannabúðir eitthvað það hræðileg-
asta sem ég hef séð og upplifað.
Það er ekkert þessu líkt neins
staðar. Angóla er nú alls ekki eina
landið með svona flóttamannabúðir
en það er allavega eitt það versta
fyrir fólk að búa í og sá ég hluti
sem ég get vart nefnt í þessari
grein vegna sjálfs mín.
En með þessari grein vildi ég að-
allega nefna með þetta vatnið, það
er rosalega mikilvægt ef fólk lítur
á hvað við höfum það gott, eins og
að skrúfa frá krana og drekka
hreint vatn sem þú myndir aldrei
veikjast af. Það að þurfa að labba
um 200 metra eftir vatni hvern dag
er frekar erfitt en þó engu að síður
daglegt verk fólksins úti. Að borga
einn svona gíróseðil skiptir máli þó
svo að þið sjáið það ekki. Ég sé það
sem gjöf ykkar til þeirra sem
minna mega sín, þetta vatn er svo
stór gjöf sem hjálpar og auðveldar
líf fólks til muna og hver einasti
seðill skiptir miklu máli. Það er svo
mikið sem hægt er að gera til að
leggja þessum málstað lið en gott
er að taka eitthvað mikilvægt fyrir
og gera það vel með því að leggja
áherslu á það og halda svo áfram
að viðhalda einhverju sem þér
finnst skipta máli.
Ég kom frá Angóla í lok október
og hef ég verið með það í huganum
að hafa söfnun fyrir götubarnaskól-
anum sem mér þykir svo ofsalega
vænt um. Hann gengur vel núna
þótt svo margt sé í ólagi enn.
Upplifun í Angóla
Eftir Valgarð
Finnbogason
„Vatnið er
rosalega
mikilvægt.“
Höfundur er nemi og starfaði við
þróunarverkefni í Angóla.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111