Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 43

Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 43 FISKVEIÐIRÁÐGJÖF Hafrann- sóknastofnunar er fullkomlega sam- hljóða kenningum Alþjóðahafrann- sóknastofnunarinnar (ICES) sem hefur höfuðstöðvar í Kaupmanna- höfn. Þetta eru nákvæmlega þeirra ráð til að byggja upp fiskistofna. Ís- lensk stjórnvöld hafa farið eftir þessu í einu og öllu m.a. samþykktu þau fyrir rúmlega tíu árum að aldrei skuli veiða meira á ári hverju en 25% af þorskstofninum (4 ára fiskur og eldri) eins og Hafró ætlar stærð hans á hverjum tíma. Þetta þykir mörgum gríðarlega ábyrg stefna og eflaust er hún það ef menn á annað borð trúa þessum fræðum. En hvernig hefur þessi „samþykkti sannleikur“ reynst og hverjar eru þær staðreyndir sem við blasa? Um Kanada Kanadamenn fylgdu mjög fram hinni „ábyrgu“ stefnu um friðun og uppbyggingu þorskstofnanna. Á ní- unda áratug liðinnar aldar hældu for- ráðamenn fiskirannsókna á Íslandi Kanadamönnum mjög og töldu þá vera til fyrirmyndar öðrum þjóðum. Veiðiálagið á þorskstofnanna við Kanada var ekki 25% eins og hér á landi heldur aðeins 20%. Allir vita hvað gerðist. Árið 1991 byrjaði þorskstofninn að hrynja og árið 1993 voru þorskstofnarnir við Labrador og Nýfundnaland horfnir. Og það sem hryllilegra er, þeir hafa ekki ennþá fundist þrátt fyrir algert veiði- bann. Um þessar hamfarir hefur margt verið ritað og rætt og ráð- stefnur haldnar. Handhafar sann- leikans í fiskifræðinni segja hins veg- ar fátt Um Færeyjar Færeyingar eiga allt sitt undir sjávarfangi og vita það vel. Þótt þess- ir frændur okkar séu ósammála um margt þá ríkir þar einhuga um að trúa ekki þeirri speki sem að þeim var rétt um friðun og uppbyggingu þorskstofna. Hafrannsóknastofnunin í Færeyjum sem líkt og sú íslenska er undir yfirstjórn ICES hefur haft uppi sömu tillögur eins og allir af þessum skóla, friðun og aftur friðun, sérstaklega á smáfiski. Árið 2000 var aflaráðgjöfin 16 þúsund tonn, Fær- eyingar veiddu 21 þúsund tonn. Aft- ur árið 2001 var aflaráðgjöfin 16 þús- und tonn og Færeyingar veiddu 27 þúsund tonn. Árið 2002 var ráðgjöfin 14 þúsund tonn og talið er að veið- arnar fari yfir 30 þúsund tonn í ár. Þrátt fyrir þetta er hrygningarstofn- inn í ágætum vexti, hefur vaxið úr 40 þúsund tonnum í 53 þúsund tonn. Veiðarnar ganga vel og afli á sókn- areiningu fer vaxandi. Sömu söguna er að segja um ýsuna og ufsan. Um Barentshafið Rússar og Norðmenn skipta á milli sín veiðum í Barentshafinu. Þar hef- ur um langan aldur verið veitt miklu meira af þorski en sérfræðingar ICES hafa ráðlagt. Rússar hafa aldr- ei viðurkennt ICES í Kaupmanna- höfn og hafa ekkert viljað með ráð- leggingar þeirra gera. Sagt að þeim kæmi málið ekkert við. Árið 2001 ráðlagði ICES að veiðarnar í Bar- entshafi skyldu verða 180 þúsund tonn. Rússar og Norðmenn úthlut- uðu hins vegar 395 þúsund tonnum af þorski (hafa eflaust veitt meira í raun). Hið sama endurtók sig í ár, 2002, ICES ráðlagði 180 þúsund tonna afla en aftur var úthlutað 395 þúsund tonna afla. Veiðarnar hafa gengið vel í ár, afli á sóknareiningu hefur haldið áfram að vaxa. Hvað gerðist svo næst? Fyrir nokkrum vikum gerði ICES tillögur um þorsk- veiðar í Barentshafi 2003. Sam- kvæmt þeim tillögum yrði leyft að veiða 305 þúsund tonn á næsta ár!!! Hvað er nú að gerast, var ekki þor- stofninn að hruni kominn, eða hvað? Hafrannsóknastofnun hefur ráðið rannsóknum í fiskifræði á Íslandi í 30 ár. Haldið þar fram ákveðnum skóla sem hinum eina rétta sannleika og harðneitað að horfast í augu við það að hann hefur engum árangri skilað þótt yfirgnæfandi líkur séu á því að þeirra kenningar sé ekki einungis rangar heldur einnig lífshættulegar þorskstofninum og þar með efna- hagslífi og framtíð þjóðarinnar. Fiskifræði og rannsóknir á lífríki hafsins eru einhverjar þær mikil- vægust sem Íslendingar geta stund- að. Þess vegna er það svo áríðandi að menn hætti að umgangast þessi vís- indi eins og trúarbrögð og horfi með opnum augum á veröldina í kringum sig. Við verðum að leysa upp Haf- rannsóknastofnun, halda rannsókn- arþættinum alveg sér en tryggja jafnframt að úrvinnsla og túlkun gagnanna sé í höndum frjálsra vís- indastofnanna og þá fleiri en einnar sem hafa engan annan tilgang né metnað en að stunda rannsóknir sín- ar og fræði opnum huga. Ríkið hefur á umliðnum árum lagt til þessara rannsókna gríðarlega fjármuni og ekkert er sjálfsagðara en að hið op- inbera geri það áfram. En um leið verður að tryggja frjálsan aðgang og frjálsa hugsun allra. Hví skyldu há- skólarnir á Íslandi ekki byggja upp innan sinna vébanda öflugar stofn- anir sem gætu sinnt úrvinnslu gagn og túlkun á þeim af mikilli trú- mennsku og virðingu fyrir því að enginn er handhafi neins endanlegs sannleika um lífríki hafsins. Reynsla annarra Eftir Einar Odd Kristjánsson „Fiskifræði og rann- sóknir á líf- ríki hafsins eru ein- hverjar þær mikilvæg- ustu sem Íslendingar geta stundað.“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum. F  &# 45554554 . $$ !$$ >M!= K 9! <>=$ 9 M=$! B 3$$!  $ 46"555 69"555 4 48"555 69"555 (4 L5"555 6M"555 4   F 0 45554556 . $$ K 9! <>=$E,2) L7K"555 6N5"555 L7K"555 6N5"555 O L5K"555   Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík mbl.isFRÉTTIR Húfur - um jólin Brekka húfur frá 1.290 kr. Brekka vettlingar frá 1.490 kr. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 Kynnum OROBLU jólavörurnar í dag kl. 13-17 í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi, á morgun kl. 13-17 í Lyfju Lágmúla, laugardag kl. 13-17 í Lyfju Laugavegi. Glæsilegur kaupauki ef keypt er tvennt frá Oroblu. Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt. oroblu@islensk-erlenda.is www.lyfja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.