Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARBERT www.forval.is NÝTT NÝTT MARBERT eru sérfæðingar í farða, og hefur nú rannsóknarstofu MARBERT tekist að búa til nýja tegund farða sem sameinar kosti allra annarra farða sem þú hefur áður kynnst. Það er blautt viðkomu líkt og kökufarði en matt líkt og púðurfarði. Anti-age Compact Powder Foundation er fyrir allar húðgerðir. Þökk sé þeirra sérstöku vítamínbættu og kremkenndu, en þó 100% olíulausu formúlu, mattar það feita og blandaða húð og nærir þurra. Það endist vel á húðinni og jafnar út misfellur. Áhrifin eru einstök. Silkimött en jafnframt geislandi áferð og húðin verður mjúk og vel varin. Þessi einstaka nýjung frá MARBERT inniheldur vörn 15. Líttu við á næsta MARBERT útsölustað og prófaðu! Á DÖGUNUM féll dómur í máli sem Alþýðusamband Íslands höfðaði á hendur LÍÚ. Í stuttu máli var verið að knýja fram staðfestingu álits ASÍ á því að þær kjarabætur, sem um hafði sam- ist við stjórnvöld og tengdust svoköll- uðum rauðum strikum, giltu einnig hvað varðaði Sjómannasamband Ís- lands. Það er skemmst frá því að segja að Alþýðusambandið vann mál- ið og þar með var komið á hreint að LÍÚ ber að greiða undirmönnum sem nemur 1% af kauptryggingu í séreignasparnað. Þetta ákvæði á ein- göngu við um þá sjómenn sem ekki hafa til þessa nýtt sér ákvæði um sér- eignasparnað. Eins og menn muna sömdu vél- stjórar við útvegsmenn á sínum tíma og í framhaldinu voru sett all hef- bundin lög á hina aðila kjaradeilunn- ar og skipaður kjaradómur til að leiða málið til lykta. Niðurstaða kjaradóms var síðan að flestu leyti í takt við samning vélstjóra. Eitt af ákvæðum í samningi vélstjóra og LÍÚ felur í sér að ef aðrir sjómenn nái fram kjara- bótum á gildistíma samningsins þá skuli vélstjórum sjálfkrafa falla það sama í skaut. Ekki er hægt að sjá að nokkru máli skipti hvers eðlis sú kjarabót er eða hvernig hún er til komin. ASÍ fór í mál við SA til að fá á hreint að Sjómannasamband Íslands nyti sömu réttinda og önnur stéttar- félög innan ASÍ. Það hlýtur því að teljast fremur langsótt að útvegsmenn túlki málin á þann hátt, að þar sem Sjómanna- smband Íslands er fullgildur aðili að Alþýðusambandinu beri þeim að greiða vélstjórum 1%. Í öllu falli er staða málsins nú þannig að allir sjó- menn á íslenskum skipum sem ekki eru í séreignsparnaði fá þessa kjara- bót. Þ.e.a.s. allir nema skipstjórnar- menn. M.ö.o. þeir sömu menn og hlustað hafa á sína útgerðarmenn lýsa því fjálglega yfir að skipstjórn- armennirnir séu fulltrúar útgerðar- innar um borð og sé sú stétt sem mest ríður á að standi sína plikt. Þann 4. desember var haldinn stjórnarfundur í Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna. Meðal þess sem þar var tekið fyrir var ósk FFSÍ í þá veru að allir áhafnarmeðlimir nytu sömu réttinda hvað varðar séreigna- sparnað. Þankagangur stjórnarmanna LÍÚ reyndist ekki rishærri en svo að þeir ákváðu að hafna beiðni FFSÍ. Þetta segir undirrituðum ekkert annað en að þessir höfðingjar bera mjög tak- markaða virðinu fyrir þeirri stétt sem þeir þó eiga allt sitt undir. Það er engu líkara en þeir kunni hvergi við sig nema í skotgröfunum. Ég skora hér með eindregið á alla sjómenn sem ekki hafa nú þegar hafið séreigna- sparnað að vinda að því bráðan bug nú þegar. Með því móti tvöfalda þeir útgjöld LÍÚ og stuðla um leið að því að útgerðarmenn hitti sjálfa sig fyrir með þessari fordæmalausu ákvörðun. Að auki er það einfaldlega löngu tímabært fyrir alla sjómenn að nýta til hins ýtrasta það sem í samningum er hvað varðar séreignalífeyrissparn- að. Það er í raun ekki burðugt miðað við aðra launþega þar sem atvinnu- rekendur greiða af heildarlaunum á meðan útgerðarmenn greiða ein- göngu af kauptryggingu sjómanna. Samtök atvinnulífsins vísa þessa dag- ana óspart í jafnræðisregluna og kvarta yfir mismunun af hálfu hins opinbera þar sem stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja hagdeild ASÍ án sambærilegs framlags til SA. Ekki er ólíklegt að Ari Edvald hafi talsvert til síns máls hvað þetta varðar. Fróðlegt væri að fá túlkun hans á þeirri mis- munun sem felst í ákvörðun útgerð- armanna varðandi mismunandi rétt sjómanna til séreignasparnaðar og þann „friðarboðskap“ sem þar býr að baki. Listin að rækta sambandið Eftir Árna Bjarnason Höfundur er formaður FFSÍ. „Þessir höfðingjar virðast kunna hvergi við sig nema í skotgröf- unum.“ Í UMRÆÐUM um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar kvartar Björn Bjarnason sáran yfir því að áætlunin hafi verið lögð fram til fyrri umræðu án B-hluta. Orkuveitan er B-hluta fyrirtæki sem og önnur sem eiga það sammerkt að vera ekki rekin fyrir skattfé. Björn Bjarnason hefur klag- að þessa málsmeðferð til félagsmála- ráðuneytisins. Honum hefði áður ver- ið í lófa lagið að leita ráða hjá bæjarstjóranum í Garðabæ og vin- konu sinni Ásdísi Höllu Bragadóttur. Bæjarstjórn Garðabæjar sam- þykkti fjárhagsáætlun næsta árs í síð- ustu viku eftir tvær umræður. Ásdís Halla hafði sama háttinn á og R-list- inn í Reykjavík því B-hluti áætlunar- innar var ekki tilbúinn við fyrri um- ræðu. Reyndar var málið öllu verra því B-hlutinn lenti í miklu tímahraki og bæjarfulltrúar höfðu ekki nema sólarhring til að berja hann augum áður en herlegheitin voru afgreidd endanlega. Sá sem þetta skrifar hefði vissulega getað gert málsmeðferðina að aðalatriði, jafnvel staðið í bréfa- skriftum við félagsmálaráðuneytið. Það var ekki gert. Þess í stað var kröftum og athygli beint að innihaldi áætlunarinnar. Hlutum eins og skattprósentu, gjaldskrám, þjónustu- stigi og framkvæmdum næsta árs. Í sveitarstjórnum gegnir minni- hlutinn veigamiklu hlutverki. Björn Bjarnason velur sér þann stíl að gera formið og umbúðirnar að aðalatriði í umfjöllun sinni um fjármál Reykja- víkurborgar. Sú spurning er hins veg- ar áleitin hvort sú baráttuaðferð sé best til þess fallin að skila áherslu- málum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík inn í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2003. Umbúðavæðing Björns Bjarnasonar Eftir Einar Sveinbjörnsson Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ. „Björn Bjarnason velur sér þann stíl að gera formið og umbúðirnar að aðal- atriði.“ ÞAÐ þarf ekki að fylgjast lengi eða náið með fjölmiðlum til að sjá hversu áttavilltir sumir af leiðtogum landsins eru í mörgum mikilvægum málefnum. Eitt þeirra er það sem hér verður skoðað, hvað veldur háu matvöruverði á Íslandi. Stjórnmála- menn hafa verið duglegir við að benda í allar áttir í leit að blóra- böggli. Enginn af þeim hefur hins vegar kjark til að benda á hina ofur einföldu ástæðu sem er jafnframt rót vandans: innflutningshöft og ríkis- styrktan landbúnað. Í dag eyðum við, fólkið í landinu, hátt í 10 milljörðum á ári hverju í að halda uppi landbúnaðarkerfinu. Það segir hins vegar aðeins hálfa söguna, því á sama tíma og við borgum með landbúnaðarvörum í gegnum skatt- ana okkar eru hér mikil innflutnings- höft. Hver vinnandi einstaklingur á Ís- landi þarf því ekki aðeins að greiða rúmlega 60 þúsund krónur á hverju einasta ári til að halda landbúnaðin- um uppi heldur er verðlagning á framleiðslu greinarinnar mun hærri en ef markaðurinn veitti henni nauð- synlegt aðhald með afnámi styrkja og hafta. En hver er kostnaður okk- ar vegna landbúnaðarins í saman- burði við aðra samneyslu? Hann kostar okkur hálft deCode-lán á ári, meira en rekstrarkostnað allra fram- haldsskóla Íslands samanlagt á ári, rúmlega þrisvar sinnum meira en rekstrarkostnað LÍN á ári og rúm- lega tvisvar sinnum meira en ríkið eyðir í heilsugæslu landsins á ári! Sagan hefur sýnt að ríkisstyrkir drepa niður bæði alla skapandi hugs- un og frumkvæði. Þeir halda á lífi fyrirtækjum sem eru rekin á bæði óskynsamlegan og ósamkeppnishæf- an hátt og ættu með réttu að vera farin að snúa sér að öðru. Ríkis- styrktar greinar hafa einnig til- hneigingu til að firra sig allri ábyrgð á eigin rekstri. Ef á móti blæs er ekki hagrætt, eins og öllum heil- brigðum fyrirtækjum ber, heldur er hlaupið beint í vasa ríkisvaldsins eft- ir meira fé. Er þetta eðlilegt? Margir velta því eflaust fyrir sér hvort bændur færu ekki langflestir á haus- inn ef höft og styrkir yrðu með öllu afnumin? Það þarf ekki að vera svo ef rétt er að málum staðið. Það væri með öllu ómannúðlegt að fara í að- gerðir sem þessar án þess að koma til móts við bændur og reyna að lág- marka tjón þeirra. Margar lausnir liggja fyrir. Sú sem undirritaður hallast fyrst og fremst undir er að- lögunartími fyrir bændur í formi út- gáfu ríkisins á skuldabréfum. Skuldabréfin gætu verið að sömu upphæð og samanlagðir styrkir rík- isins til bænda í 5–10 ár. Bændur gætu því valið hvort þeir seldu bréfin strax eða héldu sig við að fá fastar greiðslur af þeim að sömu upphæð og þeir fengu áður. Með þessu fá bændur tækifæri til að hætta búskap með dágóða summu til að koma und- ir sig fótunum á öðrum vettvangi eða, ef þeir kysu að halda áfram bú- skap, mikið svigrúm til að markaðs- væða reksturinn hjá sér. Að þessum 5–10 árum liðnum (sem við gáfum okkur sem aðlögunartíma) myndi ríkissjóður hafa rúmlega 10 millj- arða króna afgang sem hann gæti notað til að veita öllum vinnandi ein- staklingum rúmlega 60 þúsund krón- ur á ári í auknar ráðstöfunartekjur. Til styttri tíma litið verður senni- lega ekki komið í veg fyrir að þjóð- arframleiðsla minnki við afnám land- búnaðarins úr súrefniskassa ríkisins. Þjóðarframleiðslan á hins vegar til lengri tíma litið eftir að aukast gíf- urlega, ekki aðeins vegna margföld- unaráhrifa milljarðanna sem fólkið í landinu fær í auknar ráðstöfunar- tekjur heldur einnig vegna markaðs- aflanna. Hið sjálfvirka aðhald hins frjálsa markaðar gerir það að verk- um að þeir bændur sem halda áfram búskap verða að fara í stórfellda hagræðingu og nútímavæða rekstur sinn. Með þessu geta bændur fram- leitt fleiri landbúnaðareiningar fyrir minni pening en áður. Vinnuafl þeirra bænda sem hætta búskap nýt- ist mun betur, á nýjum vettvangi markaðarins geta þeir fyrir hverja unna klukkustund keypt mun fleiri landbúnaðarvörur en þeir voru áður sjálfir færir um að framleiða. Svo þjóðarframleiðsla allra þeirra ein- staklinga sem nú starfa í landbúnaði á eftir að aukast, sama hvort þeir halda áfram búskap eður ei. Ef við horfum aðeins lengra en á áhrifin á okkar litla frón og lítum á heiminn í heild kemur svolítið merki- legt í ljós. Kannanir hafa sýnt að vestræn ríki eyða sex sinnum meira í stuðning við landbúnað innanlands en í þróunaraðstoð! Flest vitum við að landbúnaðarvörur eru einar af þeim fáu vörum sem þróunarlöndin geta framleitt á samkeppnishæfan hátt við okkur í vestri. Með innflutn- ingshöftum og ríkisstyrkjum eru vestræn ríki því að gera þessum fá- tækustu löndum heims með öllu ókleift að flytja vörur sínar út og taka þátt í hinum frjálsa markaði sem er þeirra eina von út úr sulti og fátækt. Hér leynist því dulin þróun- araðstoð sem gerir þessum löndum mun betra en styrkir eða lán. Ef allt ofantalið er rétt spyr fólk sig þá ekki af hverju ráðamenn benda sífellt í aðrar áttir við að leysa vanda matvöruverðs? Þessari spurn- ingu er best svarað með tilvitnun í al- þýðuskáldið Megas: „Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað að svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.“ Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti! Eftir Guðmund Arnar Guðmundsson „Ríkisstyrk- ir drepa nið- ur alla skap- andi hugsun og frum- kvæði.“ Höfundur er hag- og viðskipta- fræðinemi í Kanada. Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.