Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 47 ÞAÐ er gaman í góðu veðri á að- ventunni að ganga um strætin og virða fyrir sér litríku jólaljósin sem lýsa upp skammdegið. Það er líka gaman að versla dálítið, kaupa jólagjafir, kaupa sér nýja flík til þess að fara ekki í jólaköttinn. Skreppa svo inn á kaffihús, fá sér hressingu og virða fyrir sér fjöl- breytt mannlífið. Margir fá vatn í munninn að hugsa um allar þær krásir sem við borðum um jólin og sumir taka forskot á sæluna, bregða sér á jólahlaðborð og út að skemmta sér. Til þess að hægt sé að veita sér eitthvað af þessu og leyfa sér að lyfta sér upp á stystu dögum ársins þegar myrkrið grúf- ir yfir, þarf maður að eiga pening. Það átti hann ekki öryrkinn sem hafði samband við mig um daginn. Hann leigir íbúð hjá Félagsbústöð- um hf og fyrir stuttu fékk hann til- kynningu um mikla hækkun leigu. Hann sagðist hafa ætlað að kaupa sér nýja skó en varð að hætta við það. Hann horfði vonsvikinn á gömlu skóræflana sína og hló bit- urt og sagði að þeir yrðu að duga enn um sinn. Hann sagði líka að hann hefði ekki efni á að kaupa í jólamatitnn. Hann hefði leitað til Félagsþjónustunnar sem vísaði honum til hjálparstofnana. Hann sagði að það hefði verið erfitt að þurfa að leita þangað en hann sagðist ekki fara út til að betla, fyrr skyldi hann dauður liggja. Þessi öryrki er ekki einn um að eiga erfitt fyrir jólin. Kona ein sagði að þessi sífellda neyð og kvíði um hvernig í ósköpunum hún gæti borgað reikninga sína og haft fyrir mat væri sér nógu erfitt, hún hefði ekki efni á því að halda jól. Hún sagði að hún hefði fengið hroll þegar hún fékk tilkynningu um hækkun á húsaleigu en hún leigir líka hjá Félagsbústöðum hf. Það er víða mikil neyð fyrir jólin og fer versnandi ár frá ári því sí- fellt fleiri verða fátæktinni að bráð. Ég fretti að R-listinn hefði lagt til að 11 milljónir færu í styrk til borgarfulltrúa vegna sérfræði- þjónustu. Er hægt að eyða í svona lagað meðan engin önnur leið er fær en að hækka húsleigu hjá leigutökum Félagsbústaða? Van- skil hafa verið veruleg hjá Fé- lagsbústöðum og hætt er við að þau geti aukist vegna þessa miklu hækkana. Ef fólk kemst í vanskil þá er engin miskunn og umsvifa- laust farið fram á útburð, þótt R- listinn beri ábyrgð á velferð þessa fólks samkvæmt lögum. Samtök gegn fátækt vöruðu formann fé- lagsmálaráðs við þessum hækkun- um og þeim afleiðingum sem þær gætu haft. Lítið var farið eftir þeim varnaðarorðum. Þessar hækkanir auka á erfiðleika og fá- tækt þessa fólks og þurfa jafnvel enn fleiri að leita til hjálparstofn- ana. Örlítill jólabónus er ölmusa sem breytir ósköp litlu. Það er spurning hvort kærleiksboðskapur jólanna sé bara ætlaður þeim sem eiga nóga peninga. Þeir sem stjórna hér ættu að hafa kærleik- ann að leiðarljósi og skapa okkar minnstu bræðrum og systrum mannsæmandi kjör svo þau fái líka að gleðjast um jólin og haldi sinni mannlegu reisn. Jólahrollvekja Eftir Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur „Þessar hækkanir auka á erf- iðleika og fátækt.“ Höfundur er formaður Samtaka gegn fátækt. ÁRIÐ 1994 kviknaði sú hug- mynd að halda svokallaða „Career days“ á Íslandi að erlendri fyr- irmynd. Dagarnir eru haldnir víða erlendis á vegum AIESEC og þótti mönnum tilvalið að prófa þetta hér á Íslandi m.a. með það að leiðarljósi að auka tengsl há- skólanáms við atvinnulífið. Umtal- að var að töluvert skorti á þessi tengsl og þess vegna þótti hug- myndin góð. Dögunum var valið nafnið Framadagar. Mikil og vönd- uð undirbúningsvinna hófst og grettistaki var lyft þegar fyrstu Framadagarnir voru haldnir í að- albyggingu Háskólans vorið 1995. Alls tóku 34 fyrirtæki þátt í fyrsta skiptið og þóttu Framadagar lofa góðu. Framadagar 1996 voru haldnir í Þjóðarbókhlöðunni sem þá hafði nýlega verið opnuð. Byggingin þótti táknræn fyrir framtakið og heppnuðust dagarnir frábærlega. Þátttökufyrirtækin urðu 43 og metaðsókn var á þá fyrirlestra sem haldnir voru í tengslum við dagana. Síðan þá hefur markvisst verið unnið að því að gera sem flestum nemendum á háskólastigi kleift að finna eitthvað á Frama- dögum sem hentar þeirra námi. Á sama hátt er verið að auðvelda fyrirtækjunum að nálgast nemend- ur í háskólanámi. Framadagar eru ekki vörukynn- ing. Fyrirtækin koma til að kynna starfsemi sína fyrir dugandi nem- endum sem hugsanlegu framtíð- arstarfsfólki. Kynningin gengur í raun út á að draga upp aðlaðandi mynd af fyr- irtækinu og sýna háskólanemum fram á að það sé eftirsóknarverður vinnustaður. Ákveðið hefur verið að aðaldag- urinn verði að þessu sinni í Vals- heimilinu þann 31. janúar 2003 frá kl. 10:00 – 16:00. Að öllum lík- indum verða dagarnir með ein- hverju öðru sniði en þar ber fyrst að nefna aðra staðsetningu en hef- ur verið undanfarin ár. Það var okkar mat að tími væri komin á breytingar, breytinganna vegna. Einnig hefur verið einstaklega erf- itt fyrir stúdenta úr öðrum skólum að fá bílastæði fyrir utan Háskóla- bíó á skólatíma. Þá er undirbún- ingsnefndin í viðræðum vegna fyr- irlestra um gerð starfsferilsskrár sem við höfum áhuga á að hafa í flestum skólum á háskólastigi. Reynt verður að hafa spennandi fyrirlestra og fyrirlesara á dag- skrá. Það er von okkar í nefndinni að öll fyrirtæki og allir nemendur sýni Framadögum áhuga og flestir verði með að þessu sinni. Framadagar 2003 Eftir Fjólu Hrafnkelsdóttur „Reynt verð- ur að hafa spennandi fyrirlestra og fyrirles- ara á dagskrá.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Framadaga 2003. fia› er gott a› hafa öruggt skjól í Tra›arkoti fyrir bílinn flegar flú átt erindi í mi›bæinn. Fyrsta klukkustundin kostar a›eins 80 kr. e›a 1,33kr. mínútan, sí›an grei›ir flú 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur sem flú notar. Fyrir flá sem starfa e›a búa í mi›borginni er í bo›i mána›arkort á a›eins 5.600 kr. *) fia› fæst varla ód‡rara skjól fyrir bílinn flinn. Tra›arkot vi› Hverfisgötu - gegnt fijó›leikhúsinu *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.