Morgunblaðið - 12.12.2002, Side 48

Morgunblaðið - 12.12.2002, Side 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÚ var tíð hér á landi að einn maður hélt uppi stórum hópi rit- höfunda og listmálara með fram- lögum úr eigin vasa. Þessi maður hét Ragnar í Smára. Ástæðan fyrir því að hann gat styrkt listamenn svo myndarlega var sú að hann átti smjörlíkisverksmiðju. Stór hluti af hagnaði smjörlíkissölunnar rann til manna sem Ragnari fannst skipta máli fyrir menningu þjóðarinnar. Hann var semsagt hugsjónamaður sem notaði peninga til að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. En nú reka hugsjónalausir pen- ingamenn stórmarkaði og borga niður nýútkomnar bækur til þess fólkið streymi inn í búðirnar að kaupa sér smjörlíki. Á þessu má sjá að nútíma bissnessmenn á Ís- landi lesa líklega ekki bækur, að minnsta kosti ekki íslenskar skáld- sögur, því ef svo væri mætti reikna með að þeir bæru örlítið meiri virðingu fyrir hugverkum íslenskra rithöfunda. En trúlega eru þeir ekki læsir á neitt nema Excel- skjölin sín. Og fólkið streymir inn til að fá nýjar skáldsögur á spott- prís. Það kemur líka til af því að fólk les ekki lengur bækur; það gefur þær. Það má vera að við höf- um einhvern tímann verið bók- menntaþjóð en í dag erum við bókahilluþjóð. Bækur eru gjafa- vara sem á sér langa hefð en sú hefð að gefa bók er orðin að inni- haldslausu hringli sem á ekkert skylt við skáldskap eða þá ánægju sem felst í því að gefa eða þiggja góða bók. Nú snýst allt um að redda flottri gjöf á spottprís. Á meðan kaupmenn rembast við að selja smjörlíkið sitt með því að borga niður bækurnar á brettun- um rembast bókmenntafræðingar við að setja fram eina hnitmiðaða setningu sem lýsir heilu skáld- verki. Það eru nú orðin örlög þess- arar stéttar háskólagenginna fræðimanna að smíða auglýsinga- texta fyrir bókaforlögin. En hvers vegna þegja rithöfundarnir? Eftir áralangt strit og endurskriftir handrita er bók þeirra fleygt í kæliborðið í Bónus með þremur appelsínugulum merkimiðum sem sýna hversu verðið hefur lækkað. Þetta er náttúrulega fullkomlega óviðunandi, hvernig sem á það er litið. Þetta er hrein svívirðing við allt það sem þessi stétt manna ætti að standa fyrir í þjóðfélaginu. Rit- höfundar eiga að vera hugsuðir og heimspekingar, listamenn orðsins, skaparar nýrra hugtaka, nýrrar sýnar, nýs skilnings okkar á lífinu og tilverunni. Og það er semsagt með þessum hætti sem komið er fram við þá og verk þeirra og eng- inn segir orð – enda orðið dýrt. En ef til vill er ástæðan sú í raun og veru að rithöfundar á Íslandi í dag eru alls ekkert af þessu sem ég taldi upp. Þeir eru bara textafram- leiðendur sem beina framleiðslu sinni í ólíka farvegi einsog glæpa- sögur, ástarsögur, ævisögur og sögur af skrýtnu fólki, þ.e. sögur sem þykjast vera listrænar skáld- sögur. Og kannski er þetta ekkert öðruvísi en smjörlíkisframleiðsla, þegar á allt er litið, og í raun minni munur á bókaskápum og kæliskápum landsmanna en virðist við fyrstu sýn. Ef svo er þá er allt rétt og gott og þá eiga nýút- komnar bækur hvergi betur heima en einmitt í hugsjónalausa kæl- inum í stórmarkaðnum. Bækur og smjörlíki Eftir Friðrik Erlingsson „Í raun er minni munur á bókaskáp- um og kæli- skápum landsmanna en virðist við fyrstu sýn.“ Höfundur fæst við ritstörf. NOKKUR sýning var í fjölmiðl- um fyrir ekki mörgum dögum vegna þess að ríkisstjórnin var að hækka greiðslur til gamalmenna og ör- yrkja. Reyndar var upphæðin ekki í neinu samræmi við það sem eðlilegt má teljast miðað við hversu allt er í góðu standi hér á landi og hvað þetta fólk hefur orðið útundan. Fá- einum dögum síðar kom þó í ljós, því miður, að ekki var innistæða fyrir lofuðum greiðslum og því þurfti að skrapa saman pening til þess að hægt væri að standa við loforðin. Góð áhrif Hugmyndaauðgi ríkisstjórnar- innar í fjáröflun kom svo í ljós með hækkunum á tóbaki og brennivíni. Reyndar verða það reykingamenn þessa lands sem munu taka á sig hækkunina að mestu leyti. Og eng- inn segir neitt því þeir sem reykja eru hvort sem er annars flokks fólk þannig að það er allt í lagi að seilast ofan í vasa þeirra fyrir þessum milljarði og hundrað milljónum að auki. Þetta er mjög mikil hækkun á fjölskyldur þar sem bæði hjónin reykja enn (við skulum vona allra hluta vegna að öll hjón sem reykja hætti sem fyrst), og algerlega úr öll- um takti við „stöðugleika“ ríkis- stjórnarinnar, sem telur þetta þó hafa góð áhrif á greiðslugetu rík- issjóðs. Önnur áhrif Hækkunin á tóbaki og brennivíni hefur einnig önnur áhrif. Mjög slæm áhrif (eins og brennivín og tóbak hafa líka á flesta). Þessi áhrif eru á þær skuldir heimilanna sem tengdar eru verðbótum. Við það að hækka tóbakið og brennivínið svona mikið þá hækkuðu skuldir á verð- bættum lánum um næstum því tvö þúsund milljónir. Þetta á líka við um þær hækkanir sem borgin og önnur sveitarfélög eru að demba yfir þegna þessa lands svona í skammdeginu síðustu dag- ana fyrir jól. Það er ekki nóg með að almenningi blæði beint vegna allra þessara hækkana, heldur verða blæðingarnar líka innvortis þar sem þær hækka skuldirnar að auki. Allt í einu hækkar höfuðstóll skuldanna um hundruð og jafnvel þúsundir milljóna vegna dynta valdhafanna. Við skulum vera þakklát meðan þær fáu matvöruverslanir sem eftir eru eiga í nokkurri samkeppni. Og við skulum vona að Jóhannes í Bón- us haldi verðinu áfram niðri á vör- unum því nokkrar hækkanir hjá honum geta hækkað skuldir landans um milljarða. Slæm áhrif Verðbótaþáttur lána er mjög vafasamur, svo vafasamur að mörg stórfyrirtæki forðast að taka slík lán og skipta frekar við útlenda banka en íslenska, sé þess nokkur kostur. Almenningur getur hins vegar ekki gert neitt í málinu, nema skipt við íslensku bankana sem eru varla í nokkurri samkeppni frekar en olíu- félögin, tryggingarfélögin eða skipafélögin. Ríkisstjórn sem sífellt gumar af efnahagslegum stöðug- leika er ekki trúverðug þegar hún verður að hafa sérstök lög um verð- bætur og getur ekki einu sinni beitt sér fyrir því að afnema breytilega vexti á verðbætt lán. Það skyldi þó ekki vera að válynd veður séu fram- undan og að hækkunin á tóbaki og brennivíni sé illur fyriboði um hætt- ur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Sé svo mun það hafa slæm áhrif á alla. Áhrif vafasamra verðbóta Eftir Karl V. Matthíasson „Það er ekki nóg með að almenningi blæði beint vegna allra þessara hækkana, held- ur verða blæðingarnar líka innvortis þar sem þær hækka skuldirnar að auki.“ Höfundur er 2. þingmaður Vestfjarða. RUDOLF Augstein, aðalritstjóri og útgefandi þýska vikuritsins Der Spiegel, lést 7. nóvember síðastlið- inn 79 ára að aldri. Með honum er horfinn af sviðinu risi í manns- mynd, að vísu lágur vexti en þeim mun tilþrifameiri og öflugri á rit- velli. Árið 1946, aðeins hálfu öðru ári eftir lok hildarleiksins mikla, steig Augstein fram á ritvöllinn að- eins 23 ára gamall og lagði grunn- inn að útgáfu fyrsta fréttatímarits í sögu Þýskalands. Der Spiegel hefur nú lifað í hálfan sjötta áratug, bor- inn uppi af ótrúlega sterkri hefð og sett mark sitt á Þýskaland eftir- stríðsáranna. „Við erum frjálslynt vinstramálgagn, og ef vafi leikur á vinstrisinnað blað,“ sagði ritstjór- inn í upphafi. „Brjóstvörn lýðræð- isins“ var annað einkunnarorð þessa ódeiga baráttumanns gegn hvers kyns misbeitingu valds. Um Augstein segir Johannes Rau, for- seti Þýskalands, í eftirmælum, að með honum hafi stigið fram á sviðið sjálfsöruggur og orðfimur baráttu- maður, með sjálfstraust og sann- færingu um hlutverk sitt, fremur sískrifandi stjórnmálamaður en pólitískur blaðamaður. Der Spiegel hélt hins vegar í heiðri, hvað sem stjórnmálaskoðunum ritstjórans leið, þær reglur og viðmiðanir bestu blaðamennsku að upplýsa óhikað og lúta engu utanaðkomandi valdboði. Rudolf Augstein skrifaði yfir eitt þúsund ritstjórnargreinar á ferli sínum og lá aldrei á eigin skoð- unum. Hann var svarinn andstæð- ingur stefnu Adenauers kanslara í málefnum Þýskalands og háði sögu- legt einvígi við Franz Josef Strauss ráðherra og holdgerving kristilegra íhaldsmanna. Strauss lét haustið 1962 loka ritstjórnarskrifstofum Der Spiegel með lögregluvaldi og hélt Augstein í fangelsi í 103 daga. Fáir atburðir í sögu Vestur-Þýska- lands mörkuðu slík spor og sigur Augsteins og tímarits hans í þágu lýðræðis og málfrelsis var ótvíræð- ur. Síðar gerðist Augstein eindreg- inn stuðningsmaður stefnu Willys Brandts um opnun gagnvart Aust- ur-Evrópu. Í síðustu greinum sín- um í Der Spiegel skömmu fyrir andlátið gerði hann að umtalsefni stefnu Bandaríkjanna gagnvart Írak og á alþjóðavettvangi. Orð hans voru enn meitluð og hugurinn ómyrkur þótt heilsan væri að gefa sig. Ég minnist þess enn er ég keypti fyrsta eintakið af Der Spiegel árið 1952, þá rétt að byrja að stauta mig gegnum texta á þýsku. Í fimmtíu ár hefur þetta skemmtilega, skarpa og fræðandi tímarit verið hluti af dag- legu brauði. Ekkert tímarit hefur átt meiri þátt í að minna á þýska tungu og frjálslynda þýska hugsun eftir allar hörmungarnar og svart- nættið á fyrri hluta 20. aldar. Ekki aðeins Þjóðverjar heldur umheim- urinn allur stendur í þakkarskuld við Rudolf Augstein fyrir að lyfta því merki og standa vaktina í meira en hálfa öld. Óvæginn penni og bar- áttumaður Eftir Hjörleif Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður. „Rudolf Aug- stein skrif- aði yfir eitt þúsund rit- stjórn- argreinar á ferli sínum og lá aldrei á eigin skoðunum.“ fyrirtaeki.is segull Vorum að fá í einkasölu góða 65 fm rishæð undir súð í Háa-gerði. Gott svefnherb., eldhús með borðkrók, baðherb. m. sturtu og kari og falleg stofa undir kvisti. Úr stofu er gengið út á svalir í suður. Verð kr. 7,8 millj. Áhv. 4,0 millj. Ekkert greiðslumat. Háagerði - 108 Reykjavík Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 586 8080. Sími 585 8080 - Fax: 586 8081 - www.fastmos.is Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.