Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Það byrjaði að snjóa, elsku afi minn, þegar þú dóst. Eftir milt og vætusamt en smám saman kólnandi haust gengum við börnin, tengda- börnin og barnabörnin þín dofin út í mjúka snjókomu eftir að hafa kvatt þig í síðasta skipti. Það var kalt en líka friðsælt og gott. Það átti reynd- ar eftir að stytta upp aftur mjög fljótlega en ég man að mér fannst að svona væri þetta kannski líka fyrir þig; að það að deyja væri kannski eins og að ganga út í fyrstu snjó- komu haustsins eftir sumar þar sem skipst hefðu á skin og skúrir, að það væri eins og að draga djúpt andann og finna hreint og kalt vetrarloftið fylla lungun og nóttina breiða yfir allt frið sinn og ró. Ég var svo lánsöm að fá að búa hjá þér á Sólvallagötunni síðustu árin og þannig fékk ég tækifæri til að kynn- ast þér mun betur en ég hefði ella átt kost á. Ég held að það verði ekki annað sagt en að þessi sambúð okkar hafi verið bæði átakalítil og harla góð. Kynslóðabilið var vissulega til staðar en þú brúaðir það vel. Þú þóttist aldrei í krafti aldurs vita bet- ur, skiptir þér aldrei af mér um of, sagðir mér aldrei fyrir verkum eða gerðir hina minnstu tilraun til að ala mig upp en ég fann alltaf að þér var ekki sama. Þú fylgdist vel með mér og sýndir áhuga öllu sem ég tók mér fyrir hendur og það var ekki nokkur vafi á því að þú vildir veg minn sem mestan og bestan. Kannski fannst þér gott að geta leyft mér að búa hjá þér og styðja þannig við bakið á mér þar sem þú hafðir ekki haft tækifæri til að fylgjast mikið með þínum eigin börnum vaxa úr grasi. Ég ætla ekki að halda því fram að það hafi aldrei gustað á milli okkar en hvorki var það oft né mikið. Þú hafðir þínar skoðanir og venjur og ég mínar. Þú þinn smekk og ég minn. Við fundum það fljótt og virtum það bæði. Ef þig langaði í hrogn og lifur í matinn þá borðaði ég bara fiskinn – eða keypti mér pizzu. Og svo var ekki búið til neitt vandamál úr því frekar en öðru. Þú varst mikið snyrtimenni, gekkst afar vel um og hafðir alltaf allt í röð og reglu án þess þó að það kæmi þér úr jafnvægi þó að allt væri ekki alltaf eftir uppskriftinni. Ég efast satt best að segja um að ég eigi nokkurn tím- ann eftir að búa með nokkrum ein- staklingi á jafn átakalausan hátt. Ég bjó reyndar líka hjá ykkur Laugu einn vetur fyrir nokkrum ár- um, áður en hún fór á dvalarheimilið í Borgarnesi. Þið tókuð mig upp á ykkar arma, auralítinn og húsnæðis- lausan háskólastúdent nýkominn frá útlöndum og rýmduð til fyrir mér og mínu hafurtaski eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þannig voruð þið bæði, gerðuð allt fyrir alla og aldrei vesen úr neinu. Greiðasemin, góðsemin og tillitssemin voru reyndar ekki bara hafðar að leiðarljósi í samskiptum ykkar við mig og annað fólk heldur ávallt og ætíð í því sem ykkur fór á milli. Það var hrein unun að fylgjast með áratuga langri vináttu að verki í öllu sem þið gerðuð saman, hvort sem það voru reglulegar sundferðir í laugina úti á Nesi, búðarferðir eða boð til vina og vandamanna annars hvors ykkar. Heima spiluðuð þið ÁRNI GUÐJÓNSSON ✝ Árni Guðjónssontrésmíðameistari frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum fæddist 12. mars 1923. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 25. nóvem- ber. gjarnan kasínu – stundum upp á peninga til að auka aðeins við spennuna – og hélduð nákvæmt bókhald þannig að sigurvegar- inn gæti strítt þeim sem tapaði. Húmorinn og glaðværðina áttuð þið nefnilega sameigin- lega alla tíð og alltaf var létt yfir ykkur. Það hlýtur að teljast ykkur báðum til mikils happs að örlögin höguðu því þannig að þú komst á Sólvallagötuna og leigðir hjá Laugu því að upp úr því þróaðist vinátta sem var engri lík. Þið funduð ykkur sambúðarform sem ekkert eitt orð lýsir nógu vel en sem allir sem til þekktu sáu að var byggt á jafnræði, virðingu, um- hyggju og djúpstæðri vináttu. Þann- ig gáfuð þið hvort öðru stuðning og styrk í um hálfa öld. Þú giftist aldrei, það fórst ein- hvern veginn fyrir, eins og þú sagðir sjálfur, en eignaðist þrjú börn, tengdabörn og í allt átta barnabörn. Öll höfum við misst mikið. Þú varst ekki tilbúinn að fara, áttir margt eft- ir ógert, og vissulega vildum við hafa þig mun lengur en um það er víst ekki spurt. Það sem huggar og sefar er hins vegar minning um góðan og hlýjan pabba, tengdapabba og afa. Þú varst gjöfull maður í alla staði og með eindæmum örlátur við aðra þó að þú hafir verið ótrúlega nægju- samur varðandi allt sem sneri að þér sjálfum. Þakklátur varstu líka alltaf fyrir hinn minnsta greiða en vildir sjálfur helst ekki taka á móti þakk- læti fyrir allt sem þú gerðir fyrir fólkið í kringum þig. Þú vildir öllum vel og aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni. Þrátt fyrir hversu umburðarlyndur og ljúflyndur þú varst og góðorður í allra garð var þó fjarri því að þú værir skaplaus. Þú varst fastur fyrir og þó að þú værir ekkert alltaf að koma áliti þínu að eða ætlast til þess að allir væru sam- mála þér hafðir þú eindregnar skoð- anir á flestum hlutum enda fylgdist þú vel með öllu sem gerðist, bæði í þjóðfélaginu almennt og meðal þinna nánustu og kunningja og vina. Frétt- unum misstir þú ekki af, Moggann last þú alltaf og útvarpið var á frá morgni til kvölds – mér reyndar ekki alltaf til jafn mikillar ánægju! Þú varst líka einstakur dýravinur, ekki síður en mannvinur. Þér fannst alltaf svo gaman af að fá Bellu í heimsókn, stakkst alltaf upp í hana suðusúkku- laði og skemmtir þér yfir sögum af sérviskulegum uppátækjum hennar og prakkarastrikum. Fuglunum gafstu oft ef snjór var og kalt og mundir eftir vesturbæjarköttunum ef til voru fiskafgangar. Og alltaf var stutt í góðglettnislegt brosið. Allir sem þekktu þig held ég að geti verið sammála um að glaðværðin hafi ver- ið þér í blóð borin og að þú hafir tekið flestu af stillingu og ávallt séð spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Lífið var þó líklega ekki alltaf eins og þú hefðir helst kosið og þú hefur án efa reynt margt. En þú talaðir ekki um það. Þú barst aldrei tilfinningar þínar á torg, varst ekki margmáll um eigin hagi og persónulega reynslu, og það var því margt sem ég vissi ekki um þig. Þú hafðir auðvitað lifað lengi áður en ég fór að kynnast þér að ráði og ég ætlaði alltaf að spyrja þig betur út í fyrri tíma. Ég gerði samt ekki mikið af því. Kannski vegna þess að ég hélt, eða réttara sagt vonaði, að tækifærin væru ekki að hlaupa frá mér. Eða kannski var það vegna þess að innst inni þurfti ég ekki að vita allt í smáatriðum heldur nægði að muna þá mynd af þér sem hafði mótast á þeim tíma sem ég hafði þekkt þig sjálf. Og ég er sátt við þá mynd því að hún sýndi svo ekki varð um villst að þú varst góður maður. Það sem án efa hafði mótað þig hvað mest og gert þig að þeim manni sem ég þekkti voru uppvaxtarárin í Eyjum. Aðstæðurnar voru vissulega aðrar en nú en ætíð var til nóg að bíta og brenna þó að stóri systkina- hópurinn hafi ekki alltaf fengið allt sem hann vildi. „Og það var mikið hlegið,“ sagðir þú alltaf með mikilli hlýju í röddinni þegar þú talaðir um æsku- og unglingsárin þar sem grín og glens settu svip sinn á dagana þrátt fyrir að allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til hins mannmarga heimilis. Fjölskyldan var afar sam- heldin, þá og alla tíð síðan, og þú hélst góðu sambandi við hana eftir að þú fluttir frá Eyjum. Það veit ég að var þér mikils virði. Vestmannaey- ingur varstu því í húð og hár þó að Reykjavík hafi átt stóran part í þér líka, enda bjóstu hér flest þín fullorð- insár, þar af heil 48 ár á Sólvallagöt- unni með Sigurlaugu. Trésmíði lærðir þú ungur í Vest- mannaeyjum og vannst síðan upp frá því við að smíða allt frá húsgögnum og innréttingum til einbýlishúsa og háhýsa bæði hér fyrir sunnan og norður í Eyjafirði og Skagafirði. Þú varst fær verkmaður í þinni grein, að sögn þeirra sem dæmt geta um, og afskaplega duglegur enda vannst þú alla tíð mikið, bæði einn og í félagi við aðra. Þú kynntist mörgum á langri og afkastamikilli starfsævi og varst, ekki að ástæðulausu, vinmarg- ur maður. En þrátt fyrir að vera mikil félagsvera varstu samt afar sjálfstæður einstaklingur; þú vildir ekki vera öðrum háður um of heldur geta farið þínar eigin leiðir. Eftir að þú hættir að vinna fórstu áfram dag- lega á verkstæðið til að hitta þar fé- laga og kunningja yfir kaffibolla – og kannski stundum einhverju sterk- ara. Þessar stundir gáfu þér mikið enda hélstu þeim til streitu eins lengi og þú mögulega gast þótt krabba- meinið hafi vitanlega gert þér erfitt um vik. En þú harkaðir af þér og kvartaðir aldrei. Þú hefðir án efa kunnað því illa að geta ekki farið ferða þinna óhindrað og að vera upp á aðra kominn þannig að það var lík- lega það besta, úr því sem komið var, að þú fengir að fara svona fljótt. Mér er sagt að þú hafir verið glað- beittur og lífsglaður á þínum yngri árum og af myndum að dæma hefur þú líka verið hinn mesti myndarmað- ur. Ekki fór hækkandi aldur heldur í skapið á þér og reffilegur varstu líka gráhærður, enda eltist þú vel og með reisn. Einmitt þess vegna var líka svo sárt að horfa á þig missa þrek og þrótt. Sterkar hendur voru þrotnar að afli en báru þó enn með sér aug- ljós merki áralangrar vinnu við að hefla tré og negla. Svipurinn var áfram sá sami, alltaf rór, en örlítið meira dofinn. Þó að þú hafir greini- lega verið orðinn lúinn undir það síð- asta var samt grunnt á gamansem- inni og aldrei langt í brosið sem færðist yfir andlitið þegar maður átti ekkert endilega von á því. Það síð- asta sem ég sá til þín áður en þú lok- aðir augunum og bjóst þig undir hvíldina löngu var enda snöggt bros og glettinn glampi úr gráum augum. Mátturinn var búinn og lífið að fjara út en þú kvaddir mig með þínu kímna brosi sem var jafn innilegt og hlýtt og alltaf. Þannig mun ég líka muna þig. Takk fyrir að leyfa mér að fylgja þér síðasta spölinn. Það eru forrétt- indi að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér svona vel og ég þykist viss um að ég eigi eftir að búa að því um ókomin ár. Hafðu það gott, hvar sem þú ert, og dreymi þig vel. Þín dótturdóttir Ingibjörg Helgadóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) HREINN PÁLSSON ✝ Hreinn Pálssonfæddist í Reykja- vík 12. desember 1957. Hann lést 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. júlí. „Þó að ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ók.) Elsku hjartans Hreinn. Eftir andlát þitt hefur það reynst okkur aðstandendum þínum erfitt að lifa eftir þessum orðum en við munum reyna það af fremsta megni. 12. desember var ferfaldur afmæl- isdagur í fjölskyldu okkar, þar sem Hákon, afi þinn, Hákon og Siggi bræður þínir, áttu afmæli þennan dag. Þú hefðir orðið 45 ára. Nú hvílir þú í Guðs náðar faðmi. Kærar kveðjur frá öllum aðstand- endum þínum. Í Guðs friði. Þín elskandi mamma. Ég var ekki orðin hár í vexti er ég kynntist söknuði fyrst. Nokk- urra ára gamall fann ég fyrir þeirri djúpu til- finningu í þinn garð er þú fluttir til Hornafjarðar, tár og mikill grátur fylgdu í kjölfarið, kannski vegna þess MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR ✝ Margrét Eyjólfs-dóttir fæddist á Melum í Fljótsdal 12. desember 1927. Hún andaðist á Hjúkrun- ardeild HSSA á Höfn 25. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Valþjófs- staðarkirkju í Fljóts- dal 2. september. að ég var ungur og óþroskaður drengur sem var að berjast við það að mikilvæg per- sóna væri horfinn úr annars ævintýraríku og hversdagslegu lífi mínu. En þrátt fyrir flutning- inn, þá varstu alltaf til staðar, hvort sem var símleiðis eða í sumar- heimsóknum mínum, sem allar eru geymdar sem góðar minningar. Fljótlega gleymist þessi tilfinning í amstri lífsins og aðrir hlutir taka við en 20 árum síðar átti ég ekki von á því að takast á við sömu tilfinn- inguna, með sömu persónunni, þér. Lífsreynsla og þroski komu ekki í veg fyrir táraflóð og grát við andlát þitt enda bar ég stórar tilfinningar í þinn garð og ber enn. Minningin er nú önn- ur í mínum huga en hún var fyrir 20 árum síðan. Myndir af þér , samtölin okkar, steinar sem við týndum, hvít- laukur og ullarsokkar eru minningar mínar um þig, og sú stund og það samtal er við áttum saman skömmu fyrir andlát þitt veitir mér styrk inn í lífið og hug til að takast á við framtíð- ina, það að varðveita mína fjölskyldu og líf. Takk fyrir allt. Axel Ó. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.