Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 53
✝ Ásgrímur Sig-urðsson fæddist á
Miðlandi í Öxnadal 5.
febrúar 1953. Hann
lést 4. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Jónína Ás-
grímsdóttir, f. 7.
febrúar 1929, og Sig-
urður Jónasson, f. 11.
maí 1923, búsett á
Efstalandi í Öxnadal.
Systkini Ásgríms
eru: Elín, f. 6. júlí
1949, Kristján, f. 27.
október 1959, og
Bjarni, f. 27. ágúst
1966. Hinn 17. júlí 1993 kvæntist
Ásgrímur Snjólaugu Kristínu
Helgadóttur, f. 17. júlí 1958. Hún
er dóttir hjónanna
Helga Sigfússonar,
f. 18. nóvember
1931, og Álfheiður
Magnúsdóttur, f. 27.
júlí 1939, d. 16. des-
ember 1994. Börn
Ásgríms og Snjó-
laugar eru: Árný
Elva, f. 7. febrúar
1980, Jónína Íris, f.
27. júlí 1986, Andri
Heiðar, f. 7. maí
1988, Eva Hafdís, f.
7. nóvember 1990,
og Arna Sif, f. 12.
ágúst 1992.
Útför Ásgríms verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi minn. Það glymur
enn í hausnum á mér, þegar að
morgni miðvikudagsins 4. desember
leikskólastjórinn kallaði mig inn á
skrifstofu til sín og sagði mér að
pabbi minn hefði verið að deyja.
Mér rann kalt vatn milli skinns og
hörunds. En samt trúi ég því ekki.
Mér finnst eins og að þú farir alveg
bráðum að koma heim. Eins og
flestir sjómenn gera, koma heim
rétt fyrir jólasteikina. Ég skil það
ekki nú og fæ það líklega aldrei skil-
ið hversvegna þú varst tekinn frá
okkur. Svona hraustur, heilsuríkur,
góður og ótrúlega myndarlegur
maður.
Þú varst alltaf svo orðheppinn.
Ég man þegar við systkinin fengum
peninga og maður vildi fara og
kaupa sér eitthvað strax. Þá sagðir
þú oft: „Ja sko peningarnir skemm-
ast ekkert þótt þú geymir þá að-
eins“. Líka eins og þegar var eitt-
hvað óhollt í matinn. Þá sagðir þú
„Já nú ganga skoltarnir“. Og já,
þegar þú heyrðir eitthvert skemmti-
legt lag í útvarpinu og fórst að tjútta
við mann. Það var yndislegt. Svona
get ég talið endalaust upp. Það var
líka yndislega gaman að sitja með
þér á kvöldin og rifja upp fyndnar
sögur frá yngri árum okkar beggja.
Þú hafðir alltaf frá svo mörgu að
segja. Ég vildi óska þess að við gæt-
um átt fleiri svona stundir saman.
En ég skil samt ekki pabbi, þú varst
aldrei veikur á einn eða annan hátt.
Veistu það pabbi minn að þetta er
svo skrítið og óréttlátt. Þín verður
sko sárt saknað, en með ótrúlega
hlýjum og ástríkum hug. Þú sagðir
alltaf „Það er gott að eiga fáa vini,
en góða vini“. En þú átt svo ótrúlega
marga vini að því fær enginn lýst.
Og það sem þú gerðir alltaf fyrir
mann. Það var alveg sama hvað það
var, þú stökkst alltaf til fyrir mann.
Og vildir allt fyrir alla gera. Þú ert
jafn fallegur að innan sem og utan.
Ég elska þig, pabbi minn, af öllu
hjarta. Megi Guð og englar hans
ætíð geyma þig. Þín dóttir
Árný Elva Ásgrímsdóttir.
Leiðir okkar Ásgríms lágu fyrst
saman í landsprófi í Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri. Hann var rólegur,
yfirvegaður og góður námsmaður og
það segir sína sögu að Ásgrímur var
þá einu ári á undan jafnöldrum sín-
um í skóla og fór létt með. Við fórum
síðan báðir í Menntaskólann á Ak-
ureyri og útskrifuðumst þaðan árið
1973. Mér er næst að halda að hann
hafi mætt í alla tíma öll þau fjögur
ár sem hann sótti menntaskólann og
aldrei komið of seint. Þannig maður
var Ásgrímur Sigurðsson – traustur
og samviskusamur.
Ásgrímur hafði allar forsendur til
þess að fara í frekara nám og líklega
hefði hann víða getað borið niður.
Gáfurnar voru fjölþættar og áhuga-
sviðin mörg. Mál æxluðust hins veg-
ar þannig að hann fór til sjós hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa og síðan
var hann ráðinn í fyrstu áhöfn Ak-
ureyrinnar EA-10 þegar Samherji
hf. hóf að gera hana út árið 1983. Ás-
grímur var einn af kjarnamönnun-
um sem ruddi brautina. Útgerð
frystiskipa var þá óþekkt hér á landi
og sjómennirnir urðu að tileinka sér
ný vinnubrögð og voru stöðugt að
læra. Ásgrímur setti sig vel inn í
málin og ásamt félögum sínum voru
þau vandamál sem upp komu leyst.
Við leituðum jafnan til Ásgríms
varðandi framleiðslu- og gæðamál,
enda vissum við að ráðleggingar
hans í þeim efnum voru settar fram
að vel athuguðu máli og honum var
annt um að þau mál væru í góðum
farvegi.
Ásgrímur var einn af þeim sjó-
mönnum Samherja hf. sem kom
reglulega á skrifstofu félagsins til
þess að fá upplýsingar hjá söludeild-
arfólki um markaðina og ræða málin
yfir kaffibolla. Starfsfólk skrifstof-
unnar á Akureyri minnist þessara
heimsókna með hlýju og söknuði.
Ásgrímur var í fyrstu áhöfn Bald-
vins Þorsteinssonar þegar hann
kom til landsins árið 1992. Og
ákveðið var að hann yrði í áhöfn hins
nýja Baldvins Þorsteinssonar
EA-10, sem væntanlegur er til
heimahafnar í lok þessarar viku.
Þrátt fyrir hæversku og rólyndi
var Ásgrímur með ríka kímnigáfu
og sú hlið sást vel á honum á árshá-
tíðum sem áhöfnin á Akureyrinni
stóð alltaf fyrir. Það kom í hlut hans
að flytja pistil í léttum dúr um lífið
um borð og eins og vera ber var í
leiðinni skotið létt á okkur stjórn-
endur Samherja. Textinn var jafnt í
óbundnu máli sem bundnu, enda var
Ásgrímur góður hagyrðingur, en fór
fínt með þá gáfu eins og margt ann-
að sem hann hafði til brunns að
bera. Það kom enn betur í ljós síðar,
þegar Ásgrímur var valinn til for-
ystu í Sjómannadagsráði Akureyr-
ar, hversu vel hann var ritfær og
flutti mál sitt af yfirvegun.
Ásgrímur Sigurðsson var einn af
vandaðri mönnum sem ég hef
kynnst. Að leiðarlokum þakkar
Samherji hf. fyrir vel unnin störf og
trúmennsku. Innilegar samúðar-
kveðjur til Snjólaugar Kristínar
Helgadóttur, eftirlifandi eiginkonu
hans, barna þeirra og annarra að-
standenda.
Þorsteinn Már Baldvinsson.
Það var sem niðamyrkur færðist
yfir þegar við fregnuðum í síðustu
viku að Ásgrímur Sigurðsson sjó-
maður hefði orðið bráðkvaddur um
borð í Akureyrinni EA. Í blóma lífs-
ins hafði Ásgrímur mætt örlögum
sínum.
Undanfarin ár höfum við notið
þeirrar gæfu að starfa með Ásgrími
Sigurðssyni að útgáfu sjómanna-
dagsblaðsins Ölduróts. Sjómanna-
dagsráð Akureyrar gefur Öldurót
út, en Ásgrímur var um árabil for-
maður þess. Í hans hlut og félaga
hans í Sjómannadagsráði Akureyrar
kom að hafa yfirumsjón með hátíð-
arhöldum sjómannadagsins á Akur-
eyri. Það verkefni var oft og tíðum
erilsamt og í ófá skiptin kom Ás-
grímur við á skrifstofunni hjá okkur
til þess að setjast niður og ræða
málin.
Allar ákvarðanir tók Ásgrímur að
vel athuguðu máli, hann var skarp-
greindur, vel lesinn og einstaklega
yfirvegaður maður, hægur en húm-
orískur. Það sem Ásgrímur sagði,
stóð eins og stafur á bók. Með slík-
um mönnum er gott að starfa.
Við þökkum fyrir allar stundirnar
með Ásgrími Sigurðssyni. Þær
geymum við með okkur. Sjómenn
við Eyjafjörð hafa misst mætan for-
ystumann. Mestur er þó missir fjöl-
skyldunnar, eiginkonu og barna.
Þeim og öðrum aðstandendum vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Óskar Þór Halldórsson,
Jóhann Ólafur Halldórsson.
Ásgrímur hringdi í mig skömmu
áður en hann fór á sjóinn í sinn síð-
asta túr. Mér þótti vænt um að hann
skyldi hringja, hann sem hafði kennt
mér svo margt. Við áttum langt,
fróðlegt og ánægjulegt samtal eins
og ævinlega þegar Ásgrímur var
annars vegar. Við ákváðum að hitt-
ast yfir kaffibolla næst þegar hann
yrði í landi. Þegar tengdafaðir minn
hringdi til að færa mér þessa sorg-
legu frétt varð ég harmi sleginn, það
gat ekki verið Ásgrímur sem var
farinn, reglusamari og heilbrigðari
manni hafði ég varla kynnst.
Stutt var ævinlega í húmorinn
hvort heldur í orðaleikjum eða
bundnu máli, enda var Ásgrímur yf-
irleitt fenginn til að sjóða saman
annál og gera grín að sínum fé-
lögum. Þetta gerði enginn betur án
þess að vera meiðandi eða særandi.
Ásgrímur var góður maður. Ef
vinna þurfti vandasamt starf, eins
og gæðaeftirlit um borð í togara, var
hvergi hægt að fá betri mann en Ás-
grím. Maður las skýrslurnar hans
með virðingu, dáðist að fágaðri rit-
hönd og vönduðu málfari. Með því
að kalla Ásgrím til sín á besta aldri,
hlýtur Guð almáttugur að hafa göf-
ugt verkefni sem þarf að leysa af
mikilli nákvæmni.
Þú sem af yfirvegun miðlaðir okk-
ur svo gjarnan af reynslu þinni og
kunnáttu, hvort heldur var við fisk-
veiðar eða vinnslu. Ef þú sagðir eitt-
hvað lagði maður við hlustir, þú
hafðir sérstakt lag á að koma til
okkar skilaboðum á svo þægilegan,
skemmtilegan og skilmerkilegan
hátt.
Ég votta aðstandendum dýpstu
samúð mína.
Birgir Örn Arnarson.
Í dag kveðjum við vin okkar og fé-
laga, Ásgrím Sigurðsson. Við strák-
arnir í þriðja flokki Þórs í knatt-
spyrnu erum svo heppnir að Andri
Heiðar, sonur Ásgríms, er með okk-
ur í flokknum og höfum við því í rík-
um mæli notið athygli og dugnaðar
Ásgríms.
Ásgrímur var einstakur maður,
hann studdi börn sín sérstaklega vel
í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur.
Öll eru þau miklir íþróttamenn og
fylgdi Ásgrímur þeim vel eftir í
þeirra áhugamálum.
Ásgrímur studdi okkur strákana í
fótboltanum af miklum áhuga. Alltaf
þegar hann var í landi fylgdi hann
okkur á alla leiki og mætti einnig á
æfingar. Hann studdi okkur með
ráðum og dáð, að öðrum foreldrum
ólöstuðum er óhætt að segja að eng-
inn sýndi viðlíka dugnað og Ásgrím-
ur og Snjólaug. Á það jafnt við um
fjáraflanir, störf við leiki og mót og
akstur í leiki.
Það var ávallt gaman að ferðast
með Ásgrími, hann var alltaf róleg-
ur og hæglátur og þegar við ferð-
uðumst um sveitir landsins var hann
ötull við að segja okkur sögur úr
sveitinni og fór jafnvel með frum-
samin ljóð fyrir okkur.
Við strákarnir í þriðja flokki Þórs
eigum Ásgrími mikið að þakka og
við söknum hans sárt. Við sendum
Andra Heiðari og fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Missir þeirra er mikill.
Strákarnir í þriðja flokki
Þórs í knattspyrnu.
Það voru margar spurningar sem
flugu í gegn um hugann þegar ég
fékk þær hörmulegu fréttir að Ás-
grímur væri fallinn frá langt fyrir
aldur fram. En svör við þessum
spurningum eru vandfundin. Ég
kynntist þeim Ásgrími og Snjólaugu
fyrst í gegnum foreldra mína þar
sem þau eru mikið vinafólk. Það er
einhvern veginn þannig að ef þú ert
eitthvað tengdur íþróttafélaginu
Þór þá þekkirðu Ásgrím og Snjó-
laugu. Þau starfa fyrir fótboltann og
handboltann allan ársins hring, það
er alveg sama hvaða verkefni
skötuhjúin fengu, alltaf var hægt að
treysta að allt var gert eins vel og
kostur var. Sama hvað mikið var á
þau lagt, það voru aldrei nein vanda-
mál. Hin síðari ár hefur verið sífellt
erfiðara að fá fólk til starfa í deild-
unum innan íþróttafélaganna og er
því stórt skarð höggvið í raðir okkar
Þórsara. Þeir sem þekktu Ásgrím
vita að allt sem hann gerði snerist
um fjölskylduna. Efast ég stórlega
um að það séu margir leikir sem
eitthvað af börnum þeirra hafa spil-
að í gegn um tíðina, hafi farið fram
hjá þeim hjónakornum. Áhugamál
barna sinna gerðu þau hjónin að
sínu og hafa öll börnin verið í íþrótt-
um hjá Þór og mamma og pabbi
fylgdu þeim hvert á land sem er ef
þess var kostur, einfaldlega snýst
allt um að krakkarnir fái að njóta sín
hjá þeim hjónum. Erfiðir tímar eru
framundan hjá þessari samhentu
fjölskyldu en ég veit að hún er sterk
og stendur þétt saman. Elsku Snjó-
laug, Árný, Jonna, Andri, Eva, Arna
og aðrir aðstandendur, ykkur sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur,
megi minningin um góðan dreng
lifa.
Sigurpáll Árni
Aðalsteinsson þjálfari
handknattleiksliðs Þórs.
Góður vinur og gegnheill Þórsari
er fallinn frá, langt fyrir aldur fram.
Þegar maður eins og Ásgrímur
Sigurðsson er hrifinn á brott í blóma
lífsins, öllum á óvart, er ekki nema
von að menn setji hljóða. Hver er
tilgangurinn? Er ekki mannvalið
nóg í hinum hæstu hæðum himna-
ríkis?
Það sýnir okkur vel hve vistin hér
á jörðinni getur verið óútreiknanleg
og ósanngjörn að þetta einstaka
ljúfmenni; þessi hrausti maður, sem
aldrei hafði kennt sér meins; þessi
mikli barnavinur, skuli deyja frá
eiginkonu og fimm börnum.
Ég var formaður Íþróttafélagsins
Þórs þegar ég kynntist Ásgrími.
Þau Snjólaug fluttu í nágrenni við
okkur Önnu Grétu og samgangurinn
varð fljótlega mikill. Heiðar Þór,
sonur okkar, og Andri Heiðar, sonur
Ásgríms og Snjólaugar urðu strax
miklir mátar og hafa orðið samstiga
allar götur síðan; skólabræður og
æfingafélagar bæði í handbolta og
fótbolta í Þór.
Gjarnan er haft á orði í minning-
argreinum hvern afbragðsmann
hinn látni hafði að geyma og það veit
sá sem allt veit að slíkt eru engar
ýkjur í þessu tilviki.
„Hann verður bara hjá okkur, við
erum svo mörg að við tökum ekki
eftir því þó fjölgi um einn!“ sagði
Ásgrímur gjarnan þegar við Anna
Gréta þurftum að fara eitthvert og
Heiðar Þór vildi ekki fara með. Allt-
af boðinn og búinn til að aðstoða vini
sína, að ég tali nú ekki um að starfa
fyrir Íþróttafélagið Þór.
Ásgrímur stundaði sjóinn um ára-
bil. Var lengi á togurum Samherja
en þegar hann var í landi, sem var
nokkrar vikur í senn, á um það bil
tveggja mánaða fresti, komst lítið
annað að en konan, börnin og Þór.
Snjólaug er í unglingaráði félagsins
bæði í handbolta og fótbolta og
segja má að dagurinn hjá henni fari í
að hugsa um börnin sín og að vinna
fyrir félagið. Og þegar Ásgrímur var
í landi sinntu þau þeim verkefnum
saman.
Börnin voru alltaf efst í huga Ás-
gríms. Öll æfa þau íþróttir og þegar
hann var í landi fylgdi hann þeim
hvert á land sem er til að horfa á þau
keppa. Ásgrímur átti að koma í land
á föstudegi og það lýsir honum vel
að hann skyldi hringja í eiginkonu
sína, á þriðjudagskvöldinu, aðeins
nokkrum klukkustundum áður en
hann lést, og hafa mestar áhyggjur
af því hvernig hann ætti að verja
sunnudeginum eftir að hann kæmi
heim. Sonur hans átti nefnilega að
keppa í fótbolta á Siglufirði þann
dag og tvær yngstu dæturnar í
sömu grein á Akureyri á sama tíma.
Síðasta samverustund okkar Ás-
gríms var skömmu áður en hann fór
í síðasta túrinn; hann kallaði þá á
mig til að sýna hvernig hann hafði
tekið hluta af geymslunni í einbýlis-
húsi þeirra hjóna og innréttað sem
herbergi handa einni dótturinni.
Ekki var annað að sjá en faglærður
maður í slíkum framkvæmdum hefði
verið að verki, enda var Ásgrímur
stoltur.
Allt var pottþétt sem hann gerði.
Það kom líka vel í ljós á Sjómanna-
deginum á Akureyri; Ásgrímur var
formaður Sjómannadagsráðs, tók
sér alltaf frí og var í landi í aðdrag-
anda þess hátíðisdags sjómanna.
Undirbjó hann af kostgæfni og
eyddi í það ómældum tíma.
Elsku Snjólaug, Árný, Jonna,
Eva, Arna og Andri. Missir okkar
allra er mikill en ykkar þó langmest-
ur. Við Anna Gréta og Heiðar Þór
óskum þess að góður Guð styrki
ykkur öll í mikilli sorg.
Aðalsteinn Sigurgeirsson.
ÁSGRÍMUR
SIGURÐSSON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Reynihólum,
síðast til heimilis
í Víðinesi,
lést þriðjudaginn 10. desember.
Gunnlaug Björk Þorláksdóttir,
Ólafur Þórðarson, Bjarney Gísladóttir,
Helga Þórðardóttir, Svavar Júlíusson,
Bergljót Þórðardóttir,
Katla Þórðardóttir,
Ingi Þór Jóhannesson,
Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Sigurður Georgsson,
barnabörn og barnabarnabörn.