Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#$# BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIKLAR umræður hafa spunnist
undanfarna daga vegna ummæla
sem Árni Magnússon, formaður
bæjarráðs
Hveragerðisbæj-
ar, lét falla í við-
tali er birtist í
Morgunblaðinu
8. desember. Í
umræddu viðtali
kastar Árni fram
þeirri hugmynd
hvort ekki væri
skynsamlegt að
sameina Hvera-
gerðisbæ, Sveit-
arfélagið Ölfus og Grindavík og fer
fögrum orðum um þá möguleika
sem felast í slíkri sameiningu. Eitt
er að oddviti framsóknarmanna
viðri sínar persónulegu skoðanir í
landsfjölmiðlum, allt annað og al-
varlegra er ef opinberu stjórnvaldi
Hveragerðisbæjar eru gerðar upp
skoðanir í fjölmiðlum í kjölfarið. Á
fréttavef Morgunblaðsins má nú
lesa að bæjarráð Hveragerðisbæjar
íhugi sameiningu við Grindavík.
Slíkt er eins fjarri sanni og hugsast
getur. Þetta mál hefur aldrei komið
til umræðu hvorki í bæjarráði né
bæjarstjórn og aðrir meirihluta-
menn hafa komið af fjöllum þegar
þessi sameiningaráform hafa verið
borin undir þá. Í Fréttablaðinu í
dag 9. desember er aftur viðtal við
Árna og þar segist hann aðspurður
bíða viðbragða bæjarstjórnarmanna
í nágrannasveitarfélögunum. En
hvað með viðbrögð bæjarstjórnar
Hveragerðisbæjar? Eða eru Fram-
sóknarmenn svo einráðir í bæjar-
stjórn að þeir þurfa ekki að ræða
jafn stórt mál og þetta í hópi kjör-
inna bæjarstjórnarmanna? Á með-
an Árni bíður viðbragða úr ná-
grannabyggðum bíðum við
bæjarstjórnarmenn í Hveragerði
eftir skýringum og umræðum í okk-
ar eigin ranni.
ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR,
oddviti Sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.
Sameining við Grinda-
vík hvergi verið rædd
Frá Aldísi Hafsteinsdóttur:
Aldís
Hafsteinsdóttir.
SONUR minn á unglingsaldri fór í
mælingu hjá stoðtækjafyrirtæki sl.
vor. Hann var farinn að kvarta um
bakverki. Kom í ljós að beinabygg-
ing hans var farin að skekkjast
sem orsakaði mikið misræmi á
lengd leggja hans. Fékk hann þá
innlegg í skóna með tilheyrandi
upphækkun.
Hálfum mánuði eftir skoðun hjá
stoðtækjafyrirtækinu fór ég með
drenginn til höfuðbeina- og spjald-
hryggsmeðferðaraðila sem sérhæf-
ir sig í réttingu stoðgrindar. Þann
aðila fann í auglýsingu í blaði
Heilsuhringsins. Eftir eitt skipti
réttist drengurinn og sannreyndi
ég það með annarri heimsókn til
stoðtækjafyrirtækisins 6 mánuðum
síðar. Innleggin höfðu aldrei verið
notuð, enda óþörf þar sem skekkj-
an hafði leiðrést stuttu eftir að
hann fékk þau og upphækkun
óþörf. Ég spurði stoðtækjafræð-
inginn hvers vegna hann hefði ekki
fyrst bent mér á þessa aðferð, höf-
uðbeina- og spjaldhryggsmeðferð
til að sannreyna hvort skekkjuna
mætti laga. „Við vitum ekki hvert
við eigum að senda fólk.“ Þetta var
þunnt svar í upplýsingasamfélagi
okkar.
Nú hef ég fylgst með höfuð-
beina-og spjaldhryggsaðferðinni
frá því að hún var fyrst kynnt hér
á Íslandi 1994. Í þeirri kynningu
var sýnt myndband af 14 ára ung-
lingi sem hafði verið spastískur frá
fæðingu. Eftir ca 30 meðferðir stóð
drengurinn sjálfur uppi á sviði fyr-
ir framan leika og lærða og tjáði
reynslu sína. Þessi drengur hafði
hvorki getað haldið saur né þvagi
eða borðað sjálfur sína stuttu ævi.
Nú gekk hann alheill að sjá inn á
sviðið og sagði frá eigin reynslu
með myndbandi af sjálfum sér,
fyrir meðferð og stigvaxandi bata.
Það sem er aðalatriði greinar
minnar er hin fyrirbyggjandi með-
ferð sem ég fékk fyrir son minn.
Með aðstoð höfuðbeina- og spjald-
hryggsmeðferð fyrirbyggi ég ótal
krankleika í líkama hans. Ég fyr-
irbyggi gigt, kannski brjósklos,
e.t.v. sjúkdóma á innri líffærum
þar sem mörg líffæri eru miðstýrð
frá mænunni. Ég fyrirbyggi til-
heyrandi læknis- og lyfjakostnað
hans sem fullorðins einstaklings og
heilbrigðiskerfisins í framtíðinni.
Börn leika sér og eiga að leika sér.
Þau detta, fá högg hér og þar,
skera sig, jafnvel brjóta. Þetta er
partur af uppvextinum því ekki
getum við lokað þau inni í dún-
sæng. En hvert högg og hver bylta
getur haft varanlegar afleiðingar í
framtíð barnsins án þess að við vit-
um það. Höfuðbeina- og spjald-
hryggsmeðferð leiðréttir skakka-
föllin þeirra, líkamlegu og andlegu,
því hver höfuðbeina- og spjald-
hryggsmeðferðaraðili hefur sitt
sérsvið og náð, allt frá því að rétta
við skekkju í stoðgrind til andlegra
áfalla. Fæðing til lífsins er jú áfall
hverju barni og svo koll af kolli þar
til þunglyndis- og verkjalyfin taka
völdin á fullorðins árum. Ég hvet
alla foreldra til að fara reglulega
með börn sín í höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferð einu sinni til
tvisvar á ári.
SIGFRÍÐ ÞÓRISDÓTTIR,
Nökkvavogi 17.
Eru bein
barnsins farin
að skekkjast?
Frá Sigfríð Þórisdóttur: