Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 61
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 61
Ferðaskrifstofan Bjarmaland heldur
kynningu á ferðum til Moskvu og
Pétursborgar í salarkynnum MÍR
(Menningartengsla Íslands og
Rússlands) Vatnsstíg 10, Reykjavík,
laugardaginn 14. desember kl. 16:00.
Farnar verða tvær 14 daga ferðir,
sú fyrri miðsumars og hin í byrjum
september 2003.
Aðalfararstjóri sem fyrr er Haukur
Hauksson sem dvalið hefur á þessum slóðum frá því
Sovétveldið var og hét. Hann þekkir þar allar aðstæður
og talar að sjálfsögðu mál heimamanna.
Áhersla er lögð á menningu og sögu í ferðunum en allir
finna eitthvað við sitt hæfi í þessum merku borgum.
Nánari upplýsingar í símum 848 4429 og 554 0666,
einnig á netinu www.austur.com
Kaffiveitingar.
Rússlandsferðir 2003
Sjálfstæðismenn í
Reykjavík -
Föstudaginn 13. desember nk. efna sjálf-
stæðisfélögin í Reykjavík til hinnar árlegu
jólateiti í Valhöll frá kl. 17 til 19.
Davíð Oddsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, flytur hugvekju,
auk þess hlýðum við á tónlistaratriði og
þiggjum léttar veitingar.
Allir hjartanlega velkomnir
Stjórn Varðar - Fulltrúaráðsins.
Jólateiti
Unglinganámskeið
– lokamót
Undanfarnar vikur hafa nokkrir
unglingar á aldrinum 11-14 ára sótt
bridsnámskeið hjá Ljósbrá Baldurs-
dóttur. Í námskeiðslok var spilaður
einmenningur og svo hart var barist
um efstu sætin að tveir voru efstir og
jafnir og í næsta sæti voru þrír jafnir
að stigum. Það voru því 5 sem hlutu
verðlaunagripi fyrir þrjú efstu sæt-
in.
Lokastaðan:
1. Geir Guðbrandsson
1. Hrafnhildur Matthíasdóttir
3. Ylfa Garpsdóttir
3. Pétur Orri Ragnarsson
3. Vífill Atlason
Verðlaunahafarnir á unglinganámskeiðinu. Talið frá vinstri: Hrafnhildur
Matthíasdóttir, Geir Guðbrandsson, Ylfa Garpsdóttir, Pétur Orri Ragn-
arsson og Vífill Atlason.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Það mættu 20 pör til keppni
þriðjudaginn 3. des. sl. og urðu úrslit
eftirfarandi í N/S:
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 260
Ernst Bachman - Garðar Sigurðsson 257
Einar Markússon - Steindór Árnason 252
Hæsta skorin í A/V:
Ingibj. Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 254
Jóhanna Gunnlaugsd. - Ingiríður Jónsd. 245
Ólafu Ingvarss. - Þórarinn Árnason 243
Sl. föstudag mættu svo 22 pör og
þá urðu úrslitin þessi í N/S:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 256
Ernst Bachman - Garðar Sigurðss. 255
Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 249
Hæsta skorin í A/V:
Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 250
Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 237
Anna Jónsd. - Sigurrós Sigurðard. 229
Meðalskor báða dagana var 216.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tólf borðum
mánudaginn 9. des. sl. Miðlungur
220. Beztum árangri náðu:
NS
Heiður Gestsdóttir og Unnur Jónsdóttir 274
Einar Markúss. og Sverrir Gunnarss. 271
Haukur Ísaksson og Hannes Alfonsson 238
AV
Bragi Bjarnason og Haukur Guðm. 269
Karl Gunnarsson og Ernst Backman 249
Páll Guðmundsson og Filip Höskuldsson 246
Tvímenningur verður spilaður
fimmtudaginn 12.12. Stuttur tví-
menningur verður spilaður á síðasta
spiladegi fyrir jól, mánudeginum
16.12. Mæting kl. 12.45 á hádegi.
Brids í Borgarfirði
Mánudaginn 9. desember var spil-
aður einskvöldstvímenningur með
þátttöku 15 para. Flemming og Guð-
mundur hafa sýnilega notað vikuna
vel því eftir ófarir síðasta mánudag
urðu þeir vel efstir með rúm 67%
skor. Þá er von um ánægjulega end-
urnýjun í félaginu því ungu stelpurn-
ar Sigrún, 15 ára, og Hrefna, 14 ára,
drógu makkera sína í 3. og 5. sæti.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Guðmundur Þorst. – Flemming Jessen 228
Haraldur Jóhannss. – Sveinn Hallgr. 218
Sveinbjörn Eyjólfss. – Sigrún Sveinbj. 184
Kristján Axelsson – Örn Einarsson 176
Lárus Pétursson – Hrefna Jónsdóttir 172
Meðaltal 168.
Bridsfélag Suðurnesja
Fjögurra kvölda hraðsveitakeppni
lauk síðastliðinn mánudag. Eins og
undanfarin ár er Sparisjóðurinn í
Keflavík skotheldur og átti sigur vís-
an fyrir síðasta leik.
Sparisjóðurinn í Keflavík 136
Sveit Kristjáns Kristjánss. 125
Sveit Karls Einarssonar 120
Fyrir Sparisjóðinn spiluðu: Jó-
hannes Sigurðsson, Gísli Torfason,
Arnór Ragnarsson, Svavar Jensen
og Þröstur Þorláksson.
Næsta mánudag spilum við
jólatvímenning eitt kvöld.
Gleðileg jól!
Bridsfélag Hreyfils
Daníel Halldórsson og Ragnar
Björnsson hafa tekið afgerandi for-
ystu í aðaltvímenningi vetrarins en
þeir eru með 61,5% skor eftir tvö
kvöld. Staða efstu para er annars
þessi:
Daníel - Ragnar 96
Arnar Arngrímss. - Valdimar Elíass. 56
Einar Gunnarss. - Ágúst Benediktss. 52
Flosi Ólafss. - Sigurður Ólafss. 46
Skafti Björnss - Jón Sigtryggss. 45
Næsta mánudag verður gert hlé á
aðaltvímenningnum og spiluð jóla-
rúberta en það er síðasta spilakvöld
fyrir jól. Að venju er spilað í Hreyf-
ilshúsinu og hefst spilamennskan kl.
19.30.
Sparisjóðurinn vann
Hraðsveitamótið á Akureyri
Þriðjudaginn 10. desember lauk
Hraðsveitamóti Sparisjóðs Norð-
lendinga. Eftir hörkuspennandi síð-
ustu lotu var það sveit Sparisjóðs
Norðlendinga sem stóð uppi sem sig-
urvegari. Staða efstu sveita var
þannig:
Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 839
Sveit Gylfa Pálssonar 802
Sveit Páls Pálssonar 794
Í sigursveit Sparisjóðs Norðlend-
inga voru:
Björn Þorláksson, Pétur Örn Guðjónsson,
Stefán Stefánsson, Jónas Róbertsson
og Sveinn Pálsson
Sunnudaginn 8. desember var að
venju spilaður sunnudagsbrids. Þar
var spilað á 5 borðum og urðu úrslit
efstu para sem hér segir:
Brynja Friðfinnsd. - Ólína Sigurbjörnsd. 138
Stefán Sveinbjörnss. - Una Sveinsd. 125
Björn Þorláksson - Jón Björnsson 123
Næstkomandi þriðjudag verður
spilaður eins kvölds jólatvímenning-
ur hjá Bridsfélagi Akureyrar og
hefst spilamennska stundvíslega kl.
19:30. Á sunnudaginn verður að
sjálfsögðu spilaður eins kvölds
sunnudagstvímenningur að venju og
hvetjum við alla til að mæta.
ÉG er atvinnulaus og eiginmaðurinn
láglaunamaður. Ég las um það að
hækka ætti leikskólagjöld og verð
ég að lýsa vanþóknun minni á því.
Ég er með tvö börn á leikskóla í dag,
og þó svo að afslátturinn sé góður
fyrir annað barnið þá er það ekki
nóg. Ég er í hjónabandi og þar með
þarf ég að borga fullt gjald fyrir
eldra barnið og samanlagt gerir
þetta 41.720 krónur. Það er sárt til
þess að vita að fólk getur ekki haft
börn sín á leikskóla einfaldlega af
því að það ræður ekki við greiðsl-
urnar. Síðan á að hækka þær enn
meira til þess að gera okkur enn erf-
iðara fyrir. Þetta þykir mér og mín-
um slæmt mál, sérstaklega þegar
það er enn í fersku minni að þing-
menn voru að tala um að það væri
góð hugmynd að skylda öll börn í
leikskóla líkt og aðra skóla. Þá spyr
ég: Hver á að borga fyrir blessuð
börnin? Það virðast ekki vera til
nægilegir peningar til að breyta
þessum lögum úr því að það þarf að
hækka gjöldin svona mikið.
Ég tek undir það sem sagt hefur
verið um sumarlokanir. Það er
skelfileg tilhugsun og kemur ofan á
allt annað og skapar enn meiri vand-
ræði fyrir okkur foreldrana. Gæslu-
vellirnir eru ekki í stakk búnir til að
taka á móti stórum hópum barna,
hvað þá allan daginn. Þjónustan þar
er líka rándýr og starfsmennirnir
skipta ekki á börnum með bleiur.
Viljum við að börnin okkar séu jafn-
vel mikið brunnin eftir slíka vistun?
ÞÓRUNN BALDURSDÓTTIR,
Granaskjóli 34.
Leikskólamál
Frá Þórunni Baldursdóttur:
AÐ undanförnu hefur lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu verið með öfl-
ugt eftirlit vegna
hugsanlegs ölv-
unaraksturs –
enda hefur des-
ember oft reynst
sá mánuður árs-
ins sem mest er
um slík lögbrot í
umferðinni. Með
auknu umferðar-
eftirliti fjölgar
þeim sem kærðir
eru fyrir umferð-
arlagabrot – enda kemst oft upp um
athæfið, þegar lögreglan hefur bein
afskipti af ökumönnum.
Því hefði mátt búðast við mörgum
kærum vegna ölvunaraksturs í kjöl-
far þess að lögreglan stöðvaði
hundruð ökumanna til að kanna
ástand þeirra. Það kom því
skemmtilega á óvart hversu fáir
ökumenn reyndust undir áhrifum
áfengis af öllum þessum fjölda. Það
bendir til þess að fólk sé að verða
ábyrgara í umferðinni og sé auk
þess farið að átta sig á þeim alvar-
legu afleiðingum sem ölvunarakstur
getur haft í för með sér. Þá er það
von okkar, sem staðið höfum fyrir
sérstöku átaki gegn ölvunarakstri í
desember, að sú fræðsla og sá áróð-
ur sem viðhafður hefur verið, skili
sér á þennan jákvæða hátt. Aukið
eftirlit lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu er sannarlega virðingar-
vert framtak sem vonandi skilar sér
í færri mannlegum harmleikjum í
umferðinni þannig að sem flestir
eigi gleðilega jólahátið.
Nóg er nú samt – enda þegar
ljóst að fjölmörg sæti verða auð við
jólaborðin í ár.
Gleðilega, slysalausa jólahátíð.
RAGNHEIÐUR
DAVÍÐSDÓTTIR,
forvarnafulltrúi VÍS.
Gleðileg tíðindi
úr umferðinni
Frá Ragnheiði Davíðsdóttur:
Ragnheiður
Davíðsdóttir
FÉLAGSMÁLASTJÓRA hefir ver-
ið sent þetta bréf en hinsvegar þyk-
ir ástæða til að það komi fyrir sjón-
ir almennings.
Hér á Sléttuvegi 11-13 Rvk. bár-
ust okkur kaldar kveðjur í fjölmiðl-
um fyrir fám dögum. Þaðan fengum
við þær fregnir að loka ætti fé-
lagsstarfinu í þjónustuselinu okkar
vegna óútskýrðra breytinga sem
gætu þess vegna verið breyting-
anna vegna.
Bjartsýn og vonglöð keyptum við
hér íbúðir af byggingafélagi Sam-
taka aldraðra, er samið hafði við
Reykjavíkurborg um að eiga og
reka í húsinu þjónusturými þar sem
hægt væri að fá keyptan mat og
kaffi, njóta leiðsagnar við hand-
menntir og líkamsrækt til ánægju
og uppbyggingar, spila félagsvist,
sem er mjög eftirsótt sé hún í boði,
tefla, spila bingó o.fl. o.fl. Allt stuðl-
ar þetta að betri heilsu, meiri lífs-
fyllingu og eykur þar af leiðandi
möguleikana á því að fólk geti búið
lengur í heimahúsum, sem flestir
eru sammála um að sé æskilegt.
Okkur eigendum íbúðanna fannst
sem við hefðum eignast eftirsókn-
arvert athvarf og gott til skemmti-
legra samverustunda þegar árin
færðust yfir.
En Adam fékk ekki að vera ævi-
langt í Paradís. Hann hafði syndgað
og var því úthýst.– En höfum við þá
syndgað? Okkur er úthýst úr okkar
litlu paradís. Réttara væri kannske
að segja – tekið af okkur valfrelsið,
frelsið til að gera eitthvað sem við
viljum sjálf.
Og hvað tekur svo við? Jú, við
þurfum víst hvorki að hugsa sjálf í
framtíðinni né hafa skoðanir, það
verður eitthvað sem heitir forræð-
ishyggja, sem tekur við og sér um
okkar mál. Þessu gamla fólki sem
endilega vill vera að aðhafast eitt-
hvað verður skutlað á aðrar þjón-
ustustöðvar – þar sem félagsstarfið
hefir ekki verið dæmt úr leik – en
óvíst er að mikil þátttaka verði í
slíkum hreppaflutningum því ellin
er iðin við að setja hömlur á sitt
fólk.
Fyrirvaralaus tilkynning um að
leggja eigi niður félagsstarf á fimm
þjónustustöðvum aldraðra er full-
stór skammtur fyrir viðtakendur,
en fyrir þá sem ákvarða er það
sennilega ekki meira en að flytja til
nokkur peð á skákborði – jafnvel
þótt það sé á skákborði lífsins, enda
virðist aðgerðin í góðu samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi
þá sem standa höllum fæti í tilver-
unni.
Ég þykist vita að þessar þjón-
ustustöðvar séu ekki arðbær fyr-
irtæki. En miðað við allt hagræð-
ingartalið í þjóðfélaginu væri ekki
úr vegi að hleypa af stokkunum
einni nefnd til að endurskoða rekst-
urinn á þessum fimm stöðvum, þar
sem félagsstarfið hefir nú verið
dæmt úr leik.
Aldrei hefi ég heyrt talað um að
nokkur könnun hafi verið gerð á fé-
lagsstarfinu og því síður að þiggj-
endum þjónustunnar hafi verið boð-
ið að leggja fram óskir eða álit.
En fráleitt finnst mér að trúa því
að ekki sé hægt að hagræða í þess-
um rekstri eins og víða hefir tekist
að gera annarsstaðar.
LÓA ÞORKELSDÓTTIR,
Sléttuvegi 11.
Félagsstarf
Reykjavíkurborgar
Frá Lóu Þorkelsdóttur:
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Froðuþeytari
fyrir cappucino
verð án statífs kr. 2.500
m.statífi kr. 2.995
www.avon.is
Snyrtivöruverslun
opin allan sólarhringinn