Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 66
66 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓLASVEINAVÍSUR Jóhannesar
úr Kötlum lifna við í Borgarleikhús-
inu næstu helgi en þær hafa verið
færðar í leikbúning. Einnig verður
ýmislegt tengt jólunum rifjað upp
og hver syngur með sínu nefi.
Fyrsta sýningin var haldin í sam-
vinnu við Kringluna og Kringlusafn
síðustu helgi. Í leikstjórn Guðjóns
Pedersen bregða Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Katla Margrét Þor-
geirsdóttir, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Marta Nordal og
Pétur Einarsson sér í líki þessara
þjóðsagnapersóna.
„Þegar dregur að jólum koma
jólasveinarnir til byggða og gera sig
heimakomna hvar sem von er á mat-
arbita eða ljóstýru. Þeir eiga það
líka til að gera fólki bilt við og
hrekkja það pínulítið,“ segir í til-
kynningu Borgarleikhússins um
jólasveinana.
Sýningin er stutt og ekki síst ætl-
uð yngstu aðdáendum jólasveinanna
en líka öllum þeim sem eldri eru og
vilja sjá karlana bregða á leik.
Strákarnir þora vart í bæinn án
foreldra sinna og er líklegt að Grýla
og Leppalúði láti sjá sig.
Morgunblaðið/Sverrir
Jólasveinarnir heimsóttu Borgarleikhúsið um síðustu helgi.
Jólasveinar bregða á leik
Jólagaman með jólasveinum í Borg-
arleikhúsinu næsta laugar- og
sunnudag. Miðaverð 500 kr.
Sýning úr smiðju Jóhannesar úr Kötlum í Borgarleikhúsinu
ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson leik-
ur og syngur laugardagskvöld.
ASTRÓ: Hljómsveitin Land og syn-
ir skemmtir föstudagskvöld.
AUSTURBÆR: Páll Rósinkranz
með útgáfutónleika laugardagskvöld
kl. 20:00. X-Mas. Árlegir styrktartón-
leikar RadíóX 103,7 þriðjudaginn 17.
desember. Leaves, Botnleðja, Maus,
Ensími, Vínyl, Mínus, Stjörnukisi,
Singapore
Sling, Brain Police, Sign, Búdrýgindi,
Dust og Moonstyx. Ágóðinn rennur til
Regnbogasamtaka – samtaka gegn
einelti og fá þau allan aðgangseyrinn
óskiptan. Miðaverð er minnst 500
krónur (frjálst framlag). Tónleikarnir
hefjast 21:00 en húsið er opnað 20:30.
Miðasala fer fram á tónleikadegi frá
klukkan 13:00 í Austurbæ.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Vestfirð-
ingadansleikur föstudags- og laugar-
dagskvöld með Þúsöld. Dansleikur
sunnudagskvöld kl. 20:00 til 00:00.
Caprí-tríó leikur.
BÍÓHÖLLIN, Akranesi: Land og
synir órafmagnaðir sunnudagskvöld
kl. 20:00.
BJÖRKIN, Hvolsvelli: Land og
synir á próflokaballi laugardagskvöld.
BROADWAY: Elvis-sýning föstu-
dags- og laugardagskvöld. Kjell Elvis
syngur við undirleik hljómsveitar
Gunnars Þórðarsonar.
CAFÉ CATALÍNA: Sváfnir Sigurð-
arson trúbador fimmtudags- og laug-
ardagskvöld.
CAFÉ DILLON: Dj Þórður
fimmtudag. Dj Andrea um helgina.
CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og
Mette Gudmundsen fimmtudag–
sunnudag.
CATALÍNA: Lúdó og Stefán föstu-
dags- og laugardagskvöld.
CHAMPIONS CAFÉ: Hermann
Ingi trúbador fimmtudagskvöld. Geir
Ólafs og Furstarnir ásamt Ragga
Bjarna föstudags- og laugardags-
kvöld.
DÁTINN, Akureyri: Dj Páll Óskar
föstudagskvöld.
DINER-INN: Þorvaldur Jónsson
harmonikkuleikari fimmtud. kl. 17:00
til 20:00.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Einar
Bragi og Daníel sjá um jólatónlistina
laugardagskvöld kl. 19:30 til 3:00.
Gildruboltarnir Birgir Haraldsson og
Þórhallur Árnason með Creedence
Clearwater-dagskrá að loknu jóla-
hlaðborði.
FJÖRUGARÐURINN/
FJÖRUKRÁIN: Feðgarnir spila
föstudags- og laugardagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin
200.000 naglbítar fimmtudagskvöld,
Sálin hans Jóns míns um helgina, Mír
hitar upp. Santiago sunnudagskvöld.
Daysleeper og Vínyl þriðjudagskvöld.
GLAUMBAR: Atli skemmtana-
lögga fimmtudagskvöld.
GRANDROKK: Sesar A heldur út-
gáfutónleika fimmtudagskvöld ásamt
Móra, Bæjarins bestu, Vivid Brain,
Messíaz o.fl. Spaðar með útgáfutón-
leika föstudagskvöld. 200.000 naglbít-
ar laugardagskvöld. Vinyl og Day-
sleeper miðvikudagskvöldið 18. des.
GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs
Páls föstudags- og laugardagskvöld
kl. 23:30 til 3:00.
H.M.-KAFFI, Selfossi: Bandið Mát
fimmtudagskvöld.
IÐNÓ: South River Band heldur út-
gáfutónleika laugardagskvöld kl.
23:30 til 2:00. Jóel Pálsson saxófón-
leikari heldur útgáfutónleika þriðju-
dagskvöld kl. 20:30.
INGHÓLL, Selfossi: Dj Bjössi
(brunahani) og DJ Kiddi (ghozt) spila
progressive house/trance/techno
föstudagskvöld kl. 22:00. Á móti sól
laugardagskvöld.
KAFFI REYKJAVÍK: Snillingarnir
föstudags- og laugardagskvöld.
KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd: Njalli í
Holti um helgina.
KRINGLUKRÁIN: Cadillac um
helgina frá kl. 23:00 til 3:00. Kvintett
píanistans Sunnu Gunnlaugs með tón-
leika sunnudagskvöld.
ODD-VITINN, Akureyri: Bylting
um helgina.
PASTA BASTA, Blái barinn: Eyj-
ólfur Kristjánsson fimmtudag.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Papar um helgina.
RABBABARINN, Patreksfirði: Dj
Skugga-Baldur laugardagskvöld.
RÁIN, Reykjanesbæ: Danssveitin
Sín um helgina.
SJALLINN, Akureyri: Milljóna-
mæringarnir laugardagskvöld.
SPOTLIGHT: Öðruvísi tónlist,
fimmtudagskvöld kl. 19:00 til 1:00.
Nýi skemmtanastjórinn Dj Baddi
föstudagskvöld. Litlu jólin laugar-
dagskvöld. Fram koma Divas Live og
flytja jólasöngva. Dj Baddi rugl.
VALHÖLL, Eskifirði: Hunang spil-
ar laugardagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Plast
með Gunnar Ólafsson í broddi fylk-
ingar um helgina.
VÍDALÍN: Telma Ágústsdóttir &
hljómsveit fimmtudagskvöld. Raftón-
leikar föstudagskvöld kl. 21:00 til
3:00. Fram koma Einóma, Adrone,
Shaha Mostar, Biogen, Exos. Hiphop
til hjálpar.
Tónleikar til styrktar fátækum á Ís-
landi verða haldnir laugardagskvöld
kl. 22:00. Allur ágóði rennur til Hjálp-
arstarfs kirkjunnar. Miðaverð er
1.000 kr. og aldurstakmark er 20 ár.
Fram koma: XXX Rottweiler, Af-
kvæmi guðanna, Bent&7berg, Bæjar-
ins bestu, TZMP, DJ paranoya og Hr.
kaldhæðni.
ÞÓRSKAFFI: Írafár, Rottweiler og
Dj Robbi Chronic föstudagskvöld.
Próflokadjamm fyrir framhalds-
skólana. 18 ára aldurstakmark. For-
sala hafin í BT, Skeifunni. Írafár,
Furstarnir og Raggi Bjarna leika fyr-
ir dansi laugardagskvöld. Forsala í
Þórscafé frá kl. 14–17 alla daga fram á
laugardag.
FráAtilÖ
Ljósmynd/Hari
Vínyl leikur á Gauknum á þriðju-
dag ásamt Daysleeper.
Sýnd kl. 6, og 10.45. Síðustu sýningar
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
i i
BOND ER MÆTTUR
FLOTTARI EN
NOKKRU SINNI
FYRR
ÍSLAND Í
AÐALHLUTVERKI-
ÓMISSANDI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
DV
RadíóX
YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14.
BOND ER MÆT-
TUR
FLOTTARI EN
NOKKRU SINNI
FYRR
ÍSLAND Í
AÐALHLUTVERKI
- ÓMISSANDI
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
i i
DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.4, 7 og 10
Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i.12 ára
RadíóX
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM
Skuldabréf Kaupþings banka hf.,
1. og 2. flokkur 2002,
skráð í Kauphöll Íslands hf.
Kauphöll Íslands hf. hefur ákveðið að taka eftirfarandi skulda-
bréf á skrá Kauphallarinnar þann 16. desember nk.
1. flokkur 2002
Skuldabréfin í 1. flokki 2002 eru vaxtagreiðslubréf og bera þau
fasta flata 6,50% ársvexti frá útgáfudegi. Útgáfudagur bréf-
anna var 8. október 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuldar-
innar með einni afborgun þann 8. október 2010. Vextir reiknast
frá 8. október 2002 og greiðast á 8 gjalddögum eftir á, hinn 8.
október ár hvert, í fyrsta sinn 8. október 2003 og í síðasta sinn
8. október 2010. Stærð flokksins verður a.m.k. 2.000.000.000
að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Skuldabréfin eru verðtryggð
og bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í október
2002, 222,9.
2. flokkur 2002
Skuldabréfin í 2. flokki 2002 eru vaxtalaus kúlubréf. Útgáfu-
dagur bréfanna var 8. október 2002. Endurgreiða skal höfuð-
stól skuldarinnar í einu lagi á lokagjaldaga þann 10. október
2005. Stærð flokksins verður a.m.k. 2000.000.000 að nafn-
verði. Flokkurinn er opinn. Bréfin eru óverðtryggð.
Skráningarlýsingar og þau gögn sem vitnað er til í þeim er
hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi
banka hf.
Ármúla 13, 108 Reykjavík.
Sími 515 1500, fax 515 1509
www.nowfoods.com SMS FRÉTTIR
mbl.is