Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 66

Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 66
ÚR VESTURHEIMI 66 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ G erald R. Skinner er fyrsti sendiherra Kan- ada gagnvart Íslandi með aðsetur á Íslandi, en hann afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt 27. nóvember í fyrra og sendiráðið tók formlega til starfa í Reykjavík 15. maí síðastlið- inn, tæplega ári eftir að íslenskt sendiráð var formlega opnað í Ott- awa. Starf kanadíska sendiherrans felur meðal annars í sér heimsóknir á Íslendingaslóðir í Kanada og í sinni fyrstu ferð af þessum toga fór sendi- herrann til Toronto, Ottawa, Winni- peg, Gimli, Victoria og Vancouver. „Tilgangurinn var að efla samskiptin í víðum skilningi, kynna mig og kynnast öðrum með sameiginlega framtíð þjóðanna í huga,“ segir hann og leggur áherslu á að þjóðirnar eigi meira sameiginlegt en þegnarnir geri sér jafnvel grein fyrir. „Sam- starfið er að mörgu leyti gott, en við getum eflt samvinnuna og sam- skiptin á mörgum sviðum. Hins veg- ar er gaman að sjá hvað tengslin leynast víða og í því sambandi má nefna að vetnisstrætisvagnarnir, sem á að reyna á Íslandi á næsta ári, eru framleiddir í Vancouver.“ Ræturnar mikilvægar Sendiherrann hitti meðal annars fulltrúa Íslendingafélaga og aðra áhrifamenn í íslenska samfélaginu á yfirreið sinni. Flesta ræddi hann við í Manitoba og þar gaf hann sér tíma til að tala einslega við ansi marga, en dagskráin var vel skipulögð og var hver og einn með sérstakan viðtals- tíma. „Ég hef ekki komið í allar Ís- lendingabyggðir, en það fer ekki á milli mála að Kanadamenn af ís- lenskum ættum eru mjög hreyknir af uppruna sínum,“ segir Gerald. „Það kemur kannski ekki á óvart í Nýja- Íslandi í Manitoba en vakti athygli mína á öðrum stöðum eins og til dæmis í Vancouver við vesturströnd- ina, þar sem sjá má í svonefndu Ís- landshúsi að jafnmikil rækt er lögð við að varðveita íslensku menningar- arfleifðina eins og í öðrum íslenskum samfélögum vítt og breitt um landið. En umfram allt líta þessir þegnar á sig sem Kanadamenn af íslenskum uppruna.“ Gerald hefur komið víða við í Kan- ada vegna náms og vinnu og þekkir land og þjóð vel, en fólkið af íslenska upprunanum kom honum að nokkru leyti á óvart. „Að mörgu leyti má segja að nú sé þriðja til fjórða kyn- slóð fólks, sem flutti til Kanada, víða að vaxa úr grasi. Almennt er föð- urlandið ofarlega í huga þeirra sem fyrst fluttu, afans og ömmunnar, en sama á ekki við um afa- og ömmu- barnið. Því er kunnugt um upprun- ann en það tengist honum ekki sér- staklega, er fyrst og fremst Kanadabúi. Þetta virðist samt yf- irleitt ekki eiga við um Kanadamenn, sem eiga ættir að rekja til Íslands, því þeir tengjast upprunanum mjög sterkum böndum. Þessi munur á tengslum við ræturnar kom mér á óvart, en þessi tenging hefur mikið að segja og er mjög jákvæð.“ Sameiginlegir hagsmunir Viðskipti milli þjóðanna hafa auk- ist síðan sendiráðin voru formlega opnuð og Gerald segist vona að við- ræður sínar í ferðinni leiði til auk- inna samskipta Íslands og Kanada á ýmsum sviðum. Mikil gróska sé í menningarmálunum, einkum hvað íslenska menningu í Kanada varði, en Íslendingar standi framarlega á ýmsum öðrum sviðum eins og til dæmis í hátækni, nýtingu nátt- úrulegra auðlinda og erfðafræði og þar séu miklir samstarfsmöguleikar. Á menningarsviðinu hafi Íslendingar látið gott af sér leiða, meðal annars við íslenskudeild Manitobaháskóla, og íslensk menning sé í hávegum höfð við Victoriaháskóla. Hins vegar hafi Kanadamenn ekki kynnt menn- ingu sína sem skyldi á Íslandi og þá sé hann ekki einungis að tala um bókmenntir heldur t.d. líka rann- sóknir Kanadamanna á norð- urslóðum. Þar eigi þjóðirnar sameig- inlegra hagsmuna að gæta enda sitji Adrienne Clarkson, landstjóri Kan- ada, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þar við sama borð. „Málefni norðurslóða skipta þjóð- irnar miklu máli. Forseti Íslands er frumkvöðull að stofnun Rann- sóknaþings norðursins og hug- myndir hans um þessi málefni eru mjög áhugaverðar.“ Gerald segir að opnun kanadíska sendiráðsins í Reykjavík og opnun íslenska sendiráðsins í Ottawa hafi markað viss tímamót í samskiptum þjóðanna. „Við byggjum á 1000 ára gamalli sögu og það er í okkar hönd- um að treysta þann grunn. Mögu- leikarnir eru margir og það eru spennandi tímar framundan.“ Sendiherra Kanada á Íslandi í heimsókn á Íslendingaslóðum í Kanada „Spennandi tímar framundan“ Gerald R. Skinner, sendiherra Kanada á Íslandi, heimsótti Íslendingabyggðir í Kanada í fyrsta sinn fyrir skömmu. Steinþór Guðbjartsson varð á vegi hans og ræddi við hann um ferðina. Morgunblaðið/Steinþór Fálkarnir urðu Ólympíumeistarar í íshokkíi 1920, en leikmennirnir voru af annarri kynslóð Íslendinga og bjuggu í Winnipeg. Marno Olafson, formað- ur fjáröflunarsjóðsins UIA, færði Gerald Skinner, sendiherra, peysu með merki meistaranna að gjöf. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Að loknum viðtalstímum í menningarmiðstöðinni í Gimli. Frá vinstri: Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðismaður í Winnipeg, Tim Arnason, forseti Íslendingadagsnefndar, dr. Irvin Olafson, einn helsti hvatamaður að byggingu miðstöðvarinnar, Gerald Skinner, sendiherra, David Gislason, formaður Íslendingafélagsins Esjunnar í Árborg, Darcy M. Carter, markaðs- og viðskiptafulltrúi alþjóða viðskiptaskrifstofu kanadíska ríkisins í Winnipeg, Marno Olafson, formaður fjáröflunarnefndarinnar The United Icelandic Appeal (Sameinað íslenskt átak) og Neil Ófeigur Bardal, aðalræðismaður Íslands í Gimli. steg@mbl.is J Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 588 8477 betrabak@betrabak.is www.betrabak.is TEMPUR INNISKÓR TEMPUR HÆGINDASESSA TEMPUR BAKSTOÐ TEMPUR-HÁLSKRAGINN TEMPUR-HEILSUKODDI BARNA Yfir 32.000 sjúkra- þjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. Heilsunnar vegna Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Stórglæsilegir skartgripir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.