Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 66
ÚR VESTURHEIMI 66 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ G erald R. Skinner er fyrsti sendiherra Kan- ada gagnvart Íslandi með aðsetur á Íslandi, en hann afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt 27. nóvember í fyrra og sendiráðið tók formlega til starfa í Reykjavík 15. maí síðastlið- inn, tæplega ári eftir að íslenskt sendiráð var formlega opnað í Ott- awa. Starf kanadíska sendiherrans felur meðal annars í sér heimsóknir á Íslendingaslóðir í Kanada og í sinni fyrstu ferð af þessum toga fór sendi- herrann til Toronto, Ottawa, Winni- peg, Gimli, Victoria og Vancouver. „Tilgangurinn var að efla samskiptin í víðum skilningi, kynna mig og kynnast öðrum með sameiginlega framtíð þjóðanna í huga,“ segir hann og leggur áherslu á að þjóðirnar eigi meira sameiginlegt en þegnarnir geri sér jafnvel grein fyrir. „Sam- starfið er að mörgu leyti gott, en við getum eflt samvinnuna og sam- skiptin á mörgum sviðum. Hins veg- ar er gaman að sjá hvað tengslin leynast víða og í því sambandi má nefna að vetnisstrætisvagnarnir, sem á að reyna á Íslandi á næsta ári, eru framleiddir í Vancouver.“ Ræturnar mikilvægar Sendiherrann hitti meðal annars fulltrúa Íslendingafélaga og aðra áhrifamenn í íslenska samfélaginu á yfirreið sinni. Flesta ræddi hann við í Manitoba og þar gaf hann sér tíma til að tala einslega við ansi marga, en dagskráin var vel skipulögð og var hver og einn með sérstakan viðtals- tíma. „Ég hef ekki komið í allar Ís- lendingabyggðir, en það fer ekki á milli mála að Kanadamenn af ís- lenskum ættum eru mjög hreyknir af uppruna sínum,“ segir Gerald. „Það kemur kannski ekki á óvart í Nýja- Íslandi í Manitoba en vakti athygli mína á öðrum stöðum eins og til dæmis í Vancouver við vesturströnd- ina, þar sem sjá má í svonefndu Ís- landshúsi að jafnmikil rækt er lögð við að varðveita íslensku menningar- arfleifðina eins og í öðrum íslenskum samfélögum vítt og breitt um landið. En umfram allt líta þessir þegnar á sig sem Kanadamenn af íslenskum uppruna.“ Gerald hefur komið víða við í Kan- ada vegna náms og vinnu og þekkir land og þjóð vel, en fólkið af íslenska upprunanum kom honum að nokkru leyti á óvart. „Að mörgu leyti má segja að nú sé þriðja til fjórða kyn- slóð fólks, sem flutti til Kanada, víða að vaxa úr grasi. Almennt er föð- urlandið ofarlega í huga þeirra sem fyrst fluttu, afans og ömmunnar, en sama á ekki við um afa- og ömmu- barnið. Því er kunnugt um upprun- ann en það tengist honum ekki sér- staklega, er fyrst og fremst Kanadabúi. Þetta virðist samt yf- irleitt ekki eiga við um Kanadamenn, sem eiga ættir að rekja til Íslands, því þeir tengjast upprunanum mjög sterkum böndum. Þessi munur á tengslum við ræturnar kom mér á óvart, en þessi tenging hefur mikið að segja og er mjög jákvæð.“ Sameiginlegir hagsmunir Viðskipti milli þjóðanna hafa auk- ist síðan sendiráðin voru formlega opnuð og Gerald segist vona að við- ræður sínar í ferðinni leiði til auk- inna samskipta Íslands og Kanada á ýmsum sviðum. Mikil gróska sé í menningarmálunum, einkum hvað íslenska menningu í Kanada varði, en Íslendingar standi framarlega á ýmsum öðrum sviðum eins og til dæmis í hátækni, nýtingu nátt- úrulegra auðlinda og erfðafræði og þar séu miklir samstarfsmöguleikar. Á menningarsviðinu hafi Íslendingar látið gott af sér leiða, meðal annars við íslenskudeild Manitobaháskóla, og íslensk menning sé í hávegum höfð við Victoriaháskóla. Hins vegar hafi Kanadamenn ekki kynnt menn- ingu sína sem skyldi á Íslandi og þá sé hann ekki einungis að tala um bókmenntir heldur t.d. líka rann- sóknir Kanadamanna á norð- urslóðum. Þar eigi þjóðirnar sameig- inlegra hagsmuna að gæta enda sitji Adrienne Clarkson, landstjóri Kan- ada, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þar við sama borð. „Málefni norðurslóða skipta þjóð- irnar miklu máli. Forseti Íslands er frumkvöðull að stofnun Rann- sóknaþings norðursins og hug- myndir hans um þessi málefni eru mjög áhugaverðar.“ Gerald segir að opnun kanadíska sendiráðsins í Reykjavík og opnun íslenska sendiráðsins í Ottawa hafi markað viss tímamót í samskiptum þjóðanna. „Við byggjum á 1000 ára gamalli sögu og það er í okkar hönd- um að treysta þann grunn. Mögu- leikarnir eru margir og það eru spennandi tímar framundan.“ Sendiherra Kanada á Íslandi í heimsókn á Íslendingaslóðum í Kanada „Spennandi tímar framundan“ Gerald R. Skinner, sendiherra Kanada á Íslandi, heimsótti Íslendingabyggðir í Kanada í fyrsta sinn fyrir skömmu. Steinþór Guðbjartsson varð á vegi hans og ræddi við hann um ferðina. Morgunblaðið/Steinþór Fálkarnir urðu Ólympíumeistarar í íshokkíi 1920, en leikmennirnir voru af annarri kynslóð Íslendinga og bjuggu í Winnipeg. Marno Olafson, formað- ur fjáröflunarsjóðsins UIA, færði Gerald Skinner, sendiherra, peysu með merki meistaranna að gjöf. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Að loknum viðtalstímum í menningarmiðstöðinni í Gimli. Frá vinstri: Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðismaður í Winnipeg, Tim Arnason, forseti Íslendingadagsnefndar, dr. Irvin Olafson, einn helsti hvatamaður að byggingu miðstöðvarinnar, Gerald Skinner, sendiherra, David Gislason, formaður Íslendingafélagsins Esjunnar í Árborg, Darcy M. Carter, markaðs- og viðskiptafulltrúi alþjóða viðskiptaskrifstofu kanadíska ríkisins í Winnipeg, Marno Olafson, formaður fjáröflunarnefndarinnar The United Icelandic Appeal (Sameinað íslenskt átak) og Neil Ófeigur Bardal, aðalræðismaður Íslands í Gimli. steg@mbl.is J Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 588 8477 betrabak@betrabak.is www.betrabak.is TEMPUR INNISKÓR TEMPUR HÆGINDASESSA TEMPUR BAKSTOÐ TEMPUR-HÁLSKRAGINN TEMPUR-HEILSUKODDI BARNA Yfir 32.000 sjúkra- þjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. Heilsunnar vegna Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Stórglæsilegir skartgripir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.