Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 298. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 mbl.is
About Fish er hugsuð sem kveðja
frá Íslandi Daglegt líf 4
Roland
löglegur
Má leika í marki Íslands þegar
vegabréfið kemur Íþróttir 1
Dósafé til
Tansaníu
Litlar manneskjur á Norður-
bergi afhentu dósafé 24
Fiskur í
nýju ljósi
Í yfirlýsingunni segir jafnframt að
óhjákvæmilega verði að taka sam-
starfsyfirlýsingu flokkanna til end-
urskoðunar í framhaldi af ákvörðun
borgarstjóra og hefur þegar verið
óskað eftir viðræðum þar að lútandi.
Samkvæmt heimildum blaðsins
munu oddvitar R-listaflokkanna
hittast óformlega með borgarstjóra í
dag til að fara yfir stöðu mála.
Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Með
hliðsjón af því hvernig til Reykjavík-
urlistans var stofnað er ljóst að það
er ekki samrýmanlegt að vera borg-
arstjóri í umboði kosningabandalags
þriggja flokka og fara á sama tíma í
þingframboð fyrir einn þeirra og
gerast þannig keppinautur tveggja
samstarfsflokka í borgarstjórn.“
Ingibjörg Sólrún segist ekki líta
svo á að yfirlýsingin jafngildi van-
trausti á sig sem borgarstjóra. R-
listinn starfi í borgarstjórn á grund-
velli samstarfsyfirlýsingar, málefna-
samnings og stefnuskrár og ekkert
hafi gerst sem ætti að kippa grunn-
inum undan þessu þrennu.
„Þegar Reykjavíkurlistinn varð til
undirgekkst ég það aldrei gagnvart
þessum flokkum að ég mætti ekki
skipta mér af landspólitíkinni. Það
stendur hvergi í þessum yfirlýsing-
um, enda hefði ég aldrei samþykkt
að láta hneppa mig þannig í vist-
arbönd,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar og borgarfulltrúi VG, tal-
ar hins vegar um trúnaðarbrest og
segir taka tíma að byggja aftur upp
traust. „Við höfum einfaldlega sagt
að við teljum að það sé ekki sam-
rýmanlegt að vera í framboði fyrir
Samfylkinguna og vera áfram borg-
arstjóri í þessu kosningabandalagi
hér,“ segir hann.
„Við teljum að það samrýmist
ekki stöðu borgarstjóra að fara í
framboð fyrir einn af þessum þrem-
ur flokkum sem eru í þessu sam-
starfi, segir Alfreð Þorsteinsson,
oddviti framsóknarmanna í borgar-
stjórn. „[É]g tel að það komi alls
ekki til greina.“
Minni líkur á vinstri stjórn?
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, segist hafa
áhyggjur af því að líkurnar á vinstri
stjórn eftir þingkosningar í vor
minnki til muna haldi Ingibjörg Sól-
rún því til streitu að fara í þingfram-
boð. „Ég hef áhyggjur af því að
möguleikar flokkanna til að byggja
upp traust sín í milli um mögulegt
samstarf í landsstjórninni geti einn-
ig skaðast,“ segir Steingrímur.
Trúnaðarbrestur – þingframboð
kemur ekki til greina, segja
oddvitar VG og Framsóknar
„ÉG MUN ekki hætta við þá ákvörðun að fara í þingframboð og ég
tel mig njóta trausts áfram sem borgarstjóri Reykjavíkurlistans,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í samtali við Morg-
unblaðið. Borgarstjóri segir engan bilbug á sér að finna þrátt fyrir
yfirlýsingu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs í gær. Þar segir m.a. að með ákvörðun um
þingframboð fyrir Samfylkinguna hafi Ingibjörg í raun ákveðið að
hverfa úr stóli borgarstjóra.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýt trausts segir Ingibjörg
Viðbrögð Viðtal við borgarstjóra
Leiðari Fréttaskýring 10/11/12/miðopna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lítur að neyðarútgangsskiltinu í borgarstjórn-
arsal Ráðhúss Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gær.
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir geti ekki
verið skipstjóri á
einum báti og há-
seti á öðrum, með
því að vera áfram
borgarstjóri í
Reykjavík sem
fulltrúi R-listans
og taka jafnframt
sæti á framboðs-
lista Samfylking-
arinnar. „Þetta
gengur ekki upp,“ segir Halldór.
Halldór bendir m.a. á að Samfylk-
ingin ætli að reka sína kosningabar-
áttu í andstöðu við núverandi rík-
isstjórn.
Hann segir afstöðu framsókn-
armanna í Reykjavík skýra í þessu
máli; framsóknarmönnum finnist
ekki samrýmanlegt að vera forystu-
maður þriggja flokka í höfuðborg-
inni; vera þeirra borgarstjóri og
borgarstjóri í Reykjavík á ábyrgð
þeirra en fara jafnframt á fullt í
landsmálapólitíkina á vegum Sam-
fylkingarinnar. „Það er að sjálf-
sögðu vonlaust að borgarstjóri, sem
er á ábyrgð þessara þriggja flokka
og þar með Framsóknarflokksins,
geti blandað sér með afgerandi
hætti inn í þessa kosningabaráttu.
Það fer ekki saman.“
Halldór segist telja að Samfylk-
ingin hafi ekki hugsað málið mikið
og það horfði líklega öðruvísi við
þeim flokki, ef framsóknarmaður
væri borgarstjóri og hefði ákveðið
að blanda sér í landsmálabaráttuna
með jafnafgerandi hætti.
„Þetta
gengur
ekki upp“
VOPNAÐIR leynilögreglu-
menn munu verða um borð í
breskum farþegaflugvélum, að
því er Alastair Darling, sam-
gönguráðherra Bretlands,
greindi frá í gær. Sagði hann
þetta koma í kjölfar ákvörðun-
ar fyrr á árinu um að auka ör-
yggisgæslu í flugi sem lið í end-
urskoðun á flugöryggi. BBC
greindi frá þessu.
Darling lagði áherslu á að
þetta hefði ekki verið ákveðið
vegna tiltekinna upplýsinga
eða hótana, en ógnin við bresk-
ar flugvélar væri „raunveru-
leg“.
Vopnaðir
verðir í
flugvélar
HANS Blix, yfirmaður vopnaeftirlits-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði í
gær, að „fátt nýtt“ væri að finna í
vopnaskýrslu Íraksstjórnar og því
gæti enginn verið viss um, að hún réði
ekki yfir gereyðingarvopnum. Banda-
ríkjamenn sögðu í gær, að vopna-
skýrsla Íraka væri skýlaust brot á
ályktunum Sameinuðu þjóðanna.
Blix gaf öryggisráðinu skýrslu í
gær og sagði á eftir með fréttamönn-
um, að það væri lítið, sem styddi þær
fullyrðingar Íraka, að þeir hefðu horf-
ið frá kjarnorkuáætlun sinni og eytt
efna- og lífefnavopnum. Sagði hann,
að skýrslan vekti
því margar spurn-
ingar, sem engin
svör hefðu fengist
við enn. Nefndi
hann sem dæmi
upplýsingar, sem
Írakar hefðu áður
gefið um lífefna-
vopn, en væri nú
hvergi að finna.
John Negroponte, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði í gær, að
með skýrslunni hefði Íraksstjórn
gerst sek um skýlaust brot á álykt-
unum samtakanna. Hún væri aðeins
endurtekning skýrslunnar frá því fyr-
ir fjórum árum og mörgu sleppt.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði, að því færi
fjarri, að vopnaskýrslan hefði aukið
líkur á friðsamlegri lausn. Í raun hefði
sá dagur færst nær, að Íraksstjórn
yrði dregin til ábyrgðar á gjörðum
sínum. Í skýrsluna vantaði miklar
upplýsingar um miltisbrandsvopn,
kjarnorkuáætlanir, taugagas og efna-
vopn.
Vopnaskýrsla Íraka
sögð skýlaust brot
Sameinuðu þjóðunum, Vín. AP, AFP.
Hyggst/16
Colin Powell