Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
R-LISTI Í UPPNÁMI
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
ítrekaði í gær, að hún ætlaði í þing-
framboð og kvaðst telja, að hún nyti
áfram trausts sem borgarstjóri.
Fulltrúar VG og Framsóknar tala
aftur um trúnaðarbrest.
Minni kortavelta
Greiðslukortavelta einstaklinga
hefur minnkað um 10% í desember
nú miðað við fyrra ár og um 5% hjá
fyrirtækjum.
Launahækkun
Laun æðstu embættismanna
hækka um 7% 1. janúar nk. en laun
forseta Íslands um 3%. Laun hans
verða þá 1,4 millj. kr. á mánuði, for-
sætisráðherra um 729.000 kr. og
þingfararkaup 368.000 kr.
Skýlaust brot
Vopnaskýrsla Íraka var rædd í ör-
yggisráðinu í gær og sögðu Banda-
ríkjamenn, að í hana vantaði mik-
ilvægar upplýsingar. Hún væri því
skýlaust brot á ályktunum SÞ.
Þúsund minkar drápust
Um eitt þúsund minkar drápust
er eldur kom upp í loðdýrabúinu
Dýrholti í Svarfaðardal í fyrrinótt.
Er tjónið mikið en talið er að kvikn-
að hafi í út frá rafmagni.
Roh náði kjöri
Umbótasinninn Roh Moo-Hyun
var kjörinn forseti Suður-Kóreu í
kosningum í gær. Studdi hann „Sól-
skinsstefnu“ fráfarandi forseta
gagnvart N-Kóreu.
Ósönnuð sök
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
sýknað karlmanna af ákæru um kyn-
ferðisafbrot gegn stjúpdóttur sinni
um margra ára skeið. Þótti dóm-
inum sem ekki hefði verið sýnt fram
á sök hans þrátt fyrir sektarlíkur.
Stórir samningar
Kine ehf., lítið fyrirtæki á heil-
brigðissviði, hefur náð stórum dreif-
ingarsamningum við erlend fyr-
irtæki og á í viðræðum við önnur.
Framleiðsla Kines er hreyfigrein-
ingartækni.
2002 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
DAVÍÐ Örn Ólafsson, hornamaður í Gróttu/
KR, verður ekki með félögum sínum er þeir
mæta ÍR á morgun. Davíð Örn braut bringubein
í leik liðsins við ÍBV í fyrrakvöld. Þetta var
snemma í síðari hálfleik, ég braust í gegnum
vörn ÍBV og skoraði, fann ekki fyrir neinu þeg-
ar ég hljóp til baka í vörnina en strax í næstu
sókn fann ég mikið til,“ sagði Davíð Örn í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist verða
tilbúinn í slaginn þegar deildakeppnin hefst á
ný í byrjun febrúar.
Þess má geta að Grótta/KR leikur 27. leik
sinn á tímabilinu þegar liðið mætir ÍR, eða níu
leiki að meðaltali á mánuði í vetur. „Þetta er
búið að vera mikið álag og nú missum við Dav-
íð, Ingimar Jónsson er veikur og Alfreð Finns-
son er slæmur í nára,“ sagði Ágúst Jóhannsson,
þjálfari liðsins..
Davíð bringu-
beinsbrotinn
Í bréfinu segir: „LeikmanninumRoland Eradze er heimilt að
leika með íslenska karlalandsliðinu í
handknattleik á Heimsmeistara-
mótinu í Portúgal og getur tekið
þátt í fyrsta leik íslenska liðsins 20.
janúar árið 2003.
Í öðru lagi hefur IHF engar efa-
semdir þess efnis að áðurnefndur
l ik ð t i i l ikið ð
íslenska landsliðinu í æfingaleikjum
liðsins fram að HM í Portúgal.“
Guðmundur sagði ennfremur að
þrátt fyrir þessa staðfestingu frá
IHF ætlaði Handknattleikssam-
bandið að láta kanna alla fleti á máli
þessu áður en endanleg ákvörðun
verður tekin. „Það má ekki gleyma
því að Roland Eradze er þessa
t di í l ik hó i Í l d
Hann þarf að sanna sig í keppni á al-
þjóðlegum vettvangi á næstu vikum
líkt og aðrir leikmenn liðsins. Ég
legg á það áherslu að það má ekki
ganga að því vísu að það sé búið að
velja hann nú þegar í lokahóp Ís-
lands fyrir HM,“ sagði Guðmundur.
Einar Þorvarðarson fram-
kvæmdastjóri HSÍ sagði að næstu
skref í málinu væri að fá lögfróða
menn til þess að líta nánar á yfirlýs-
ingu IHF. „Það er gott að þetta
skeyti hefur borist okkur en hins-
vegar viljum við kanna hvort þeir
Mühlematter og Birkefeld hafi um-
boð IHF til þess að gefa út slíka
staðfestingu. Það er það eina sem
gæti komið uppá í framhaldinu en
ið i kki á öð ð
þessi hluti undirbúnings okkar sé nú
í höfn. Við höfum fengið misvísandi
upplýsingar að undanförnu um
þetta mál sem tengist Eradze.
Handknattleikssamband Evrópu,
EHF, er mun virkari stofnun en
IHF, og það hefur skapað ákveðna
spennu hjá okkur hve seint svör
hafa borist frá IHF. Nú er enginn
vafi lengur, HM í Portúgal er
keppni á vegum IHF, og við höfum
þessa staðfestingu frá þeim Mühle-
matter og Birkefeld þess efnis að
Eradze sé heimilt að leika fyrir Ís-
lands hönd um leið og hann fær ís-
lenskt vegabréf í upphafi næsta
árs,“ sagði Einar.
Eradze verður löglegur
fyrir HM í Portúgal
OKKUR hefur borist bréf þar sem fram kemur að markvörðurinn
Roland Valur Eradze geti leikið með íslenska landsliðinu í hand-
knattleik um leið og hann fær íslenskt vegabréf í hendurnar á nýju
ári,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari íslenska karla-
landsliðsins í handknattleik í gær á fundi með fjölmiðlum. Bréfið er
undirritað af formanni mótanefndar Alþjóðahandknattleiks-
sambandsins, IHF, Peter Mühlematter og Frank Birkefeld fram-
kvæmdastjóra IHF.
■ HM hó i /C3
KRISTÍN Rós Hákonardóttir, 29
ára, sunddrottning úr Fjölni, og
Gunnar Örn Ólafsson, 18 ára,
sundmaður hjá Ösp, voru í gær út-
nefnd íþróttamenn ársins 2002 hjá
Íþróttasambandi fatlaðra á Hótel
Sögu. Kristín Rós er nýkomin frá
Argentínu, þar sem hún tryggði
sér þrenn gullverðlaun, setti tvö
heimsmet í sínum flokki og fékk
tvo silfurpeninga. Kristín Rós á í
dag sextán heimsmet í sínum
flokki – sjö í 50 m laug og níu í 25
m laug.
Gunnar Örn náði einnig frábær-
um árangri á árinu, setti 27 Ís-
landsmet og sjö heimsmet í sínum
flokki í 25 m laug og 14 Íslands-
met og tvö heimsmet í 50 m laug.
Hann vann til fimm gullverðlauna
á opna breska meistaramóti fatl-
aðra og varð þrefaldur meistari á
opna danska meistaramótinu á
árinu.
Morgunblaðið/Golli
Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson með verðlaunagripi sína.
Kristín Rós
og Gunnar
íþróttamenn
ársins
Þrenna
Hjartar
gegn
Fram
ÍA sigraði Fram í gærkvöld,
5:3, í fjögurra liða knatt-
spyrnumótinu sem stendur
yfir í Egilshöll þessa dagana.
Hjörtur Hjartarson skoraði
þrennu fyrir Skagamenn og
Garðar B. Gunnlaugsson
gerði eitt mark en Framarar
skoruðu ennfremur sjálfs-
mark. Sextán ára piltur, Guð-
mundur Guðmundsson, var á
meðal markaskorara Fram-
ara og hin mörkin gerðu þeir
Kristján Brooks og Ragnar
Árnason. ÍA og Fylkir mæt-
ast í úrslitaleik mótsins í
Egilshöll kl. 12 á morgun en
kl. 10 leika Grindavík og
Fram um þriðja sætið.
F Ö S T U D A G U R 2 0 . D E S E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B
MEIRI SÉRVISKUPÚKI EN STELLA/2 VAXLITIR UM VERÖLD
ALLA/3 FANTASÍA UM FISK/4 GULLKORN BARNA/6 LÍFSORKU-
HITABAKSTUR/6 DRAUMAPRINSAR/7 AUÐLESIÐ EFNI/8
JÓLASVEINAR, jólatré ogjólakúlur eru allt í kringumokkur þessa dagana. Hinsvegar vantar alvöru snjó-
korn og snjókarla en myndir af
þessu öllu prýða ýmsan fatn-
að fyrir þessi jól, þá helst
sokka, en einnig nærföt og
náttföt.
Yfirleitt eru sokkarnir með
ýmsu jólamynstri, jólakúlu hér og
snjókarli þar, en í sumum tilvikum
er allur sokkurinn í líki jólasveins
eða hreindýrs. Táin getur til dæmis
verið rauða nefið hans Rúdolfs.
Rauði liturinn stendur
alltaf fyrir sínu
Nærföt með jólamyndum hafa oft
verið til í meira úrvali en bæði kynin
geta þó fundið jólalegan
nærfatnað fyrir þessi jól.
Notkunartími jólalegra fata
er eðli máls samkvæmt held-
ur skammur, varla meira en
desembermánuður. En
mynstrið er margvíslegt;
jólakveðja á ensku, snjó-
korn, jólasveinar og jóla-
pakkar.
Rauð undirföt eru áber-
andi í jólamánuðinum enda
vel brúkleg á öðrum árstím-
um en í desember. Rauð
náttföt einnig, oft köflótt og
jafnvel úr flísefni. Náttföt
fyrir börnin er jólasveina-
búningur úr bómull og nátt-
húfur með. Líklega alveg eins og
náttföt jólasveinsins sjálfs, en hann
hlýtur að eiga náttföt eins og aðrir.
Morgunblaðið/Sverrir
Tveir litlir jólasveinar á leið í háttinn. Nátthúfurnar eru ómissandi í þess-
um búningi. Náttföt úr H&M Rowells.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jólasveinar, snjókarlar og hreindýr
eru meðal þess sem skreytir jóla-
sokkana frá Sock Shop.
Snjókorn og snjókarlar eru á nær-
buxunum en ekki í raunveruleik-
anum fyrir þessi jól. Nærbuxur úr
Top Shop. Jólasveinum prýddar
herranærbuxur úr Hagkaupum.
Á jólamyndum
einum fata
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 44/50
Viðskipti 13/15 Staksteinar 52
Erlent 16/23 Bréf 54
Höfuðborgin 24 Kirkjustarf 57
Akureyri 25 Dagbók 56/57
Suðurnes 26/27 Þjónusta 52
Landið 28/29 Leikhús 58
Listir 30/33, 38/39 Fólk 58/65
Umræðan 40/43 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Viðhorf 38 Veður 62
* * *
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, heimsótti aðsetur
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
í gær þegar síðasta úthlutun fyrir
jól fór fram. Tilgangur heimsókn-
arinnar var að kynna sér starf-
semi nefndarinnar en margir
hafa þegið aðstoð hennar á að-
ventunni í gegnum árin. Fjöl-
margir einstaklingar komu til
nefndarinnar á meðan forsetinn
staldraði þar við í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Forsetinn heimsótti
Mæðrastyrksnefnd
SKOSKAR rjúpur eru komnar í
verslanir Nóatúns og Hagkaupa eft-
ir samþykki yfirdýralæknis við inn-
flutningi á skoskum lyngrjúpum.
Um er að ræða villibráð sem veidd
var í skosku hálöndunum. Hagkaup
eru með rúmlega þúsund rjúpur til
sölu og kostar stykkið 1.399 en Nóa-
tún flutti inn 5 þúsund rjúpur og
selur stykkið á 1.398 kr.
Framboð á íslenskri rjúpu hefur
verið afar takmarkað og er búist
við mikilli sölu á skosku rjúpunni
fram að jólum.
Morgunblaðið/Ómar
Skosku rjúpurnar komnar
LAUN æðstu embættismanna þjóð-
arinnar, annarra en forseta Íslands,
hækka um 7% hinn 1. janúar nk. skv.
úrskurði Kjaradóms. Laun forseta
Íslands hækka um 3% á sama tíma.
Eftir hækkunina verða mánaðarlaun
forseta Íslands um 1,4 milljónir kr,
mánaðarlaun forsætisráðherra um
729 þúsund kr. og þingfararkaup al-
þingismanna um 368 þúsund kr., svo
dæmi séu nefnd.
Í úrskurði Kjaradóms er bent á að
laun á almennum vinnumarkaði og
laun opinberra starfsmanna hækki
almennt um 3% skv. kjarasamning-
um um næstu áramót. Segir Kjara-
dómur að eðlilegt sé að þeir sem taki
laun sín skv. ákvörðunum Kjara-
dóms fái sambærilega launahækkun.
„Hins vegar telur Kjaradómur að
enn sé óbætt nokkur launahækkun
sem opinberir starfsmenn hafa notið
á grundvelli kjarasamninga sem rík-
ið hefur gert við starfsmenn sína og
af tilfærslum sem leiða af kjara-
samningum.“ Í úrskurði Kjaradóms
segir að óhjákvæmilegt sé að taka
tillit til þess. „Því hefur Kjaradómur
ákveðið að laun þeirra sem taka laun
skv. ákvörðunum hans, annarra en
forseta Íslands, skuli hækka um 7%
frá 1. janúar að telja.“
Í úrskurðinum segir jafnframt að
m.a. vegna raka um sjálfstætt mat
Kjaradóms á launum forsetans sé
ákveðið að laun hans taki sömu al-
mennu hækkun og önnur laun um
áramót. „En þær leiðréttingar sem
Kjaradómur gerir nú vegna óbætts
launaskriðs eiga ekki við um forseta
Íslands.“
Embættis-
menn fá 7%
launahækkun
!""
#$%
Laun forseta Íslands
hækka um 3% frá áramótum
STAÐGREIÐSLUHLUTFALL
hækkar um 0,01% á næsta ári í
38,55% en er 38,54% á þessu ári.
Hækkunin er tilkomin vegna hækk-
unar á meðalútsvarshlutfalli sveitar-
félaganna. Hjá stærri sveitarfélögum
hækkar til að mynda útsvarshlutfallið
í Mosfellsbæ úr 12,65% í 12,94% og í
Grindavík úr 12,70 í 13,03% en út-
svarshlutfallið verður óbreytt hjá öðr-
um stærstu sveitarfélögum á Suð-
vesturhorni landsins.
Persónuafslátturinn hækkar um
nær 3,3% og verður 26.825 kr. á
næsta ári. Þetta þýðir að skattleys-
ismörkin verða 69.585 krónur á mán-
uði frá og með áramótum en skatt-
leysismörkin eru nú 67.676 krónur á
mánuði; hækkunin nemur um 2,8%.
Meðalútsvar á árinu 2003 sam-
kvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum
sveitarstjórna verður 12,80% en þetta
hlutfall er 12,79% á yfirstandandi ári.
Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar
á bilinu 11,24% til 13,03%. Af 105
sveitarfélögum ætla 64 að innheimta
hámarksútsvar en fjögur sveitarfélög
verða með lágmarksútsvar. Vegna
sameiningar sveitarfélaga fækkar
þeim um sautján frá fyrra ári.
Meðalútsvar sveitar-
félaganna hækkar
REGLULEG laun hækkuðu að
meðaltali um 4,9% frá þriðja
ársfjórðungi í fyrra til þriðja
ársfjórðungs í ár. Með reglu-
legum launum er átt við grunn-
laun manna í fullu starfi að við-
bættum aukagreiðslum, s.s
vakta-, álags-, bónus- og kostn-
aðargreiðslum. Þá er umbun
fyrir yfirvinnu í sumum tilvik-
um hluti reglulegra launa.
Verðbólga á sama tímabili
mældist 3,3% og því jókst kaup-
máttur launa að meðaltali um
1,6% að því er kemur fram í nið-
urstöðum launakönnunar
Kjararannsóknarnefndar.
Meðaltal reglulegra launa var
180 þúsund kr. en meðaltal
heildarlauna var 246.700 kr.
Lengstan vinnutíma unnu iðn-
aðarmenn og verkafólk eða 49
og 46 stundir á viku en stysta
vinnutímann sérfræðingar eða
40,4 stundir á viku. Laun
kvenna hækkuðu um 5,2% en
karla um 4,7%. Þá hækkuðu
laun á höfuðborgarsvæðinu
5,2% á móti 4,5% á landsbyggð-
inni.
Launakönnun Kjara-
rannsóknarnefndar
Kaup-
máttur
jókst
um 1,6%