Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HARALDUR fimmti Noregskon-
ungur hefur útnefnt Matthías
Johannessen, skáld og fyrrum rit-
stjóra Morgunblaðsins, til stórridd-
ara hinnar konunglegu norsku
heiðursorðu. Sendiherra Noregs,
Kjell H. Halvorsen, afhenti Matthíasi
heiðursmerkið í gær. Orðuna hlýtur
Matthías fyrir framlag sitt til að
bæta og þróa samstarf milli Íslands
og Noregs.
Halvorsen sagði mikinn heiður að
afhenda Matthíasi orðuna sem hefur
frá árinu 1985 verið veitt útlend-
ingum eða Norðmönnum búsettum á
erlendri grund fyrir framúrskarandi
störf í þágu norsku þjóðarinnar.
Matthías sagðist taka við við-
urkenningunni með stolti og virðingu
og bað sendiherrann fyrir kveðju og
þakklæti til Haralds konungs.
Norski rithöfundurinn Knut
Ödegaard, sem þýtt hefur ljóð
Matthíasar á norska tungu, sagði í
ávarpi sínu við afhendinguna
Matthías vera ákveðið hugtak fyrir
alla Íslendinga. „Hann ætti eiginlega
að vera í Íslensku orðabókinni. Þar
fletti maður upp á Matthíasi Johann-
essen sem merkir menning-
arstofnun.“
Skáldið Matthías
verður skýrara
Ödegaard sagði marga þekkja
Matthías sem aðalritstjóra Morg-
unblaðsins en að „rithöfundurinn
með sama nafni hefur ekki haft þýð-
ingarminni stöðu en ritstjórinn. Nú
þegar við fáum smáfjarlægð frá önn-
unum og erlinum í blaðamennskunni
er gleðjandi og áhugavert að skynja
hvað skáldið Matthías Johannessen
verður skýrara fyrir okkur og skiptir
æ meira máli. Það hefur aldrei verið
jafnalmennur og sterkur skilningur á
stöðu Matthíasar sem skálds og ein-
mitt nú.“
Benti Ödegaard á að Matthías
hefði ávallt sem ritstjóri og blaða-
maður Morgunblaðsins sinnt mál-
efnum Noregs einstaklega vel en
einnig sýnt samskiptum landanna
áhuga sem rithöfundur og ein-
staklingur og þá sérstaklega hvað
menningu varðar. „Sem aðalristjóri
Morgunblaðsins á Matthías heið-
urinn af því að fjallað hefur verið ít-
arlega um norsk málefni, bæði í leið-
araskrifum og pistlum á þann hátt að
til fyrirmyndar er. Þar er að finna
djúpan skilning og mikið innsæi í
norsk sjónarmið. Á þennan hátt hef-
ur Matthías mótað skilning Íslend-
inga á Noregi í meira mæli en nokk-
ur annar núlifandi Íslendingur.“
Ljóðabók Matthíasar, Sálmar á at-
ómöld, var nýverið gefin út í norskri
þýðingu Ödegaards. Nefnist þýð-
ingin Salmer i atomalderen.
Kemur hún út í tengslum við 850
ára afmælishátíð erkibiskupsseturs-
ins í Niðarósi í Noregi. Af því tilefni
orti Matthías nýtt ljóð er nefnist „I
Nidaros“ og birtist það í fyrsta sinn í
norsku þýðingunni. Matthías mun
flytja ljóðið á afmælishátíðinni í Nið-
arósi næsta sumar.
Við afhendinguna voru viðstaddir vinir og ættingjar Matthíasar Johannessen. (F.v.) Styrmir Gunnarsson, Sigrún Finnbogadóttir, Kristján Karlsson,
Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson, Hanna Johannessen, Ingólfur Johannessen, Matthías Johannessen, Elísabet Jónasdóttir, Knut Ödegaard, Kjell
Halvorsen, Brynhildur Ingimundardóttir, Kristján Johannessen, Margrét Margeirsdóttir, Sigurjón Björnsson og Haraldur Johannessen.
Matthías Johannessen fær stórriddarakross hinnar konunglegu norsku heiðursorðu
Morgunblaðið/Kristinn
Hanna Johannessen gladdist með eiginmanninum Matthíasi er Kjell Hal-
vorsen sendiherra Noregs afhenti honum heiðursorðuna.
„Hefur mótað
skilning Íslend-
inga á Noregi“
JÓN Steinar Gunnlaugsson hrl.
sendi í gær Fjármálaeftirlitinu bréf
í umboði fimm stofnfjáreigenda í
Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn-
is þar sem hann óskar eftir upplýs-
ingum um, hvort leitað hafi verið
samþykkis Fjármálaeftirlitsins við
kaupum Spron á öllu hlutafé Kaup-
þings hf. í Frjálsa fjárfestingabank-
anum hf. og hvaða afgreiðslu erind-
ið hafi fengið.
Í bréfi Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar kemur fram að umbjóðendur
hans, Ingimar Jóhannsson, Pétur
H. Blöndal, Sveinn Valfells, Gunn-
laugur M. Sigmundsson og Gunnar
A. Jóhannsson, hafi upplýsingar um
að 30. september sl. hafi Spron
keypt allt hlutafé Kaupþings í
Frjálsa fjárfestingarbankanum.
„Ég leyfi mér fyrir þeirra hönd að
óska eftir upplýsingum frá yður
um, hvort leitað hafi verið sam-
þykkis Fjármálaeftirlitsins við
þessum kaupum skv. 2. mgr. 6. gr.
laga nr. 123/1993, sbr. 5. gr. laga
nr. 69/2001 og hvaða afgreiðslu slíkt
erindi hafi fengið hjá yður,“ segir
m.a. í bréfinu. Fram kemur að
þessar upplýsingar séu umbjóðend-
unum nauðsynlegar til að geta gætt
hagsmuna sinna sem stofnfjáreig-
endur í Spron vegna þessara kaupa.
Þegar Morgunblaðið spurði Pál
Gunnar Pálsson, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, hvort leitað hafi
verið samþykkis Fjármálaeftirlits-
ins vegna fyrrnefndra kaupa sagð-
ist hann ekki tjá sig um einstök mál
að öðru leyti en því að vísa til þess
að það bæri að framvísa slíkri um-
sókn þegar um kaup á virkum eign-
arhlut væri að ræða, en um athug-
un eða niðurstöðu vísaði hann á
Spron. „Það hefur borist umsókn
og hún tekin til athugunar en ég vil
ekki tjá mig um það að öðru leyti,“
sagði hann.
Kaup Spron á hlutafé í Frjálsa fjárfestingarbankanum
Óskað eftir upplýsingum
frá Fjármálaeftirlitinu
MEGN reykjarlykt og sót upp um
alla veggi mæta þeim sem koma
inn í stigagang fjölbýlishússins
Hjaltabakka 8 eftir eldsvoða þar í
fyrrinótt. Um 20 manns var bjarg-
að út úr húsinu og sakaði engan,
en skemmdir af völdum sóts og
reyks eru talsverðar. Þetta er
annar bruninn í húsinu á innan
við mánuði, en í lok nóvember var
kveikt í hjólageymslu í húsinu. Að
þessu sinni var í fyrstu talið að
kviknað hefði í út frá rafmagni en
lögreglan hefur nánast útilokað
þau eldsupptök og telur ekki úti-
lokað að um íkveikju sé að ræða.
„Þetta gerðist hratt og það eina
sem við gátum gert var að fara út
á svalir,“ sagði Finnbogi H. Karls-
son, einn íbúa, sem bjargaðist út
úr húsinu ásamt fjölskyldu sinni.
„Við vorum þar uns slökkviliðið
kom. Slökkviliðsmennirnir voru
mjög snöggir hingað og stóðu sig
mjög vel.“
Baneitraður reykur
Á jarðhæð hússins hefur ein-
angrun utan um hitaveiturör
brunnið og fleiri ummerki eftir
eldinn eru sjáanleg. Mikill reykur
og sót dreifðist síðan upp um
stigagang og fór jafnvel inn í
íbúðir. Fáheyrt er að kvikni í
íbúðarhúsum með svo stuttu milli-
bili eins og hér um ræðir. Hefur
Finnbogi fengið nóg og er ákveð-
inn í að flytja. „Ég ætla ekki að
búa hér, það er eitt sem víst er,“
segir hann.
Björn Halldór Björnsson, sem
einnig býr í húsinu ásamt fjöl-
skyldu sinni, varð fyrst var við
eldinn, þegar reykur kom inn með
útidyrahurðinni hjá honum. „Ég
opnaði fram á gang en var snögg-
ur að loka aftur og setja límband
meðfram hurðinni. Á þessum
stutta tíma var komið 50 cm
þykkt reykjarlag í loftið í íbúð-
inni. Við fórum með krakkana út
á svalir og biðum eftir slökkvilið-
inu. Reyndar var ekki mikið betra
að vera úti á svölum vegna reyks
sem steig upp með húsinu ut-
anverðu.“ Hann segir reykinn
hafa verið baneitraðan, enda sé
röraeinangrunin sem brann göm-
ul svampeinangrun með plasthúð.
Tuttugu manns
bjargað úr brennandi
húsi í Breiðholti
Annar
bruninn
í sama
húsinu