Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 11 Laugavegi 53, s. 552 3737 fyrir krakka frá 0-12 ára Ítölsk barnafataverslun Úlpur, kápur, ungbarnaútigallar Mjúkar gjafir í fallegum gjafaumbúðum Frábærar peysur til jólagjafa Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Stærðir frá 36-60 Jólagjöfin hennar NÝTT Í VERO MODA LAUGAVEGI 97 • KRINGLUNNI • SMÁRALIND Ný snyrtivörulína Verð 390-990 Full búð af nýjum, glæsilegum vörum I. Reykjavíkurlistinn er kosn- ingabandalag þriggja flokka, Framsóknarflokks, Samfylking- arinnar og Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs, sem byggir annars vegar á málefnasam- komulagi flokkanna þriggja og hins vegar á samstarfsyfirlýsingu sem fjallar m.a. um skipan fram- boðslistans, skiptingu starfa, grundvöll samstarfsins og fleira. Samstarfið byggir á grundvall- arforsendu um jafnræði milli flokkanna. Auk fulltrúa þessara flokka skipuðu listann nokkrir óflokksbundnir einstaklingar, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipaði áttunda sætið og var sameiginlegt borgarstjóraefni kosningabandalagsins en var ekki tilnefnd af neinum flokk- anna. II. Með hliðsjón af því hvernig til Reykjavíkurlistans var stofnað er ljóst að það er ekki samrýman- legt að vera borgarstjóri í um- boði kosningabandalags þriggja flokka og fara á sama tíma í þing- framboð fyrir einn þeirra og ger- ast þannig keppinautur tveggja samstarfsflokka í borgarstjórn. Með ákvörðun sinni um að taka sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í Reykjavík hefur borg- arstjóri því í raun ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra. III. Málefnasamkomulag flokkanna er í fullu gildi og eru engin tilefni til endurmats á því. Hins vegar er óhjákvæmilegt að taka sam- starfsyfirlýsingu flokkanna til endurskoðunar í framhaldi af ákvörðun borgarstjóra og hefur þegar verið óskað eftir viðræðum þar að lútandi.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Al- freð Þorsteinsson, Anna Kristins- dóttir, sem bæði eru í Framsókn- arflokknum, Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir, félagar í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. „Hefur ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra“ Yfirlýsing borgarfulltrúa VG og Framsóknarflokksins „Í TILEFNI af ákvörðun borgarstjórans í Reykjavík um að taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík í kom- andi alþingiskosningum vilja undirritaðir borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans koma eftirfarandi á framfæri: STJÓRN Kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi norður sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að taka sæti á lista Samfylking- arinnar fyrir alþingiskosningarnar í Reykjavík næstkomandi vor. „Stjórn Kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi norður harmar þessa ákvörðun borgarstjóra og finnst hún ekki samræmast gefnum yf- irlýsingum um að hún muni ekki gefa kost á sér á framboðslista í komandi kosningum. Ennfremur telur stjórn Kjör- dæmasambandsins það ekki sam- ræmast stöðu borgarstjóra að fara í framboð gegn þeim flokkum, og gerast þannig keppinautur þeirra í landsmálum, sem starfa með henni að borgarmálum. Það er því ljóst að sá trúnaður sem áður ríkti um stöðu borgar- stjóra í samstarfinu um Reykjavík- urlistann er brostinn og traust okkar á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur sem sameiningartákn R- listans hefur beðið hnekki. Hún hlýtur því að hverfa úr stól borg- arstjóra Reykjavíkur.“ Harma ákvörðun borgarstjóra Stjórn Kjördæmasambands framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi norður „HÚN er alveg skýr og afdrátt- arlaus,“ segir Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um yfirlýsingu borgarfulltrúa Framsóknarflokks og VG. „Þar er sagt að það fari ekki saman að vera borgarstjóri og að fara í framboð [í komandi Alþingiskosningum]. Það er ekki hægt að finna neina málamiðlun á milli sjónarmiða R-listamanna þegar þessi yfirlýsing er lesin. Um leið og ég heyrði hana þá heyrði ég að búið var að draga alveg skýrar línur í málinu.“ Björn Bjarnason segir að yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þess efnis að hún ætli að sitja áfram sem borgarstjóri og fara í framboð til Alþingis þrátt fyrir umrædda yfirlýsingu fyrr- nefndra borgarfulltrúa sýni mik- inn ágreining innan Reykjavíkur- listans. „Þarna er mjög alvar- legur og djúp- stæður ágrein- ingur á ferðinni og ég hef vakið máls á því í ræðu um fjár- hagsáætlunina að það sé með ólíkindum að opinbera slíkan grundvall- arágreining þegar verið er að taka ákvarðanir um fjármálastjórn næsta árs,“ segir hann og bætir við að engin pólitísk forysta sé hjá R-listanum í Reykjavíkurborg. Í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003 í borgarstjórn í gær sagði Björn Bjarnason meðal annars að til umræðu væri fjárhagsáætlun sem væri byggð á mjög veikum grunni. „Klukkutíma fyrir þessa umræðu er síðan gefin út yfirlýsing, sem vekur spurningar um, hvernig staðið skuli að framkvæmd áætl- unarinnar,“ sagði hann og gat þess að ekki hefði farið framhjá neinum, að samstarfsmenn borg- arstjóra úr öðrum flokkum en Samfylkingunni teldu borg- arstjóra hafa gengið á bak orða sinna með því að bjóða sig fram til þings. Spurður hvort hann sæi mögu- leika á öðrum meirihluta í borg- arstjórn ef samstarfið innan R-listans brysti sagðist hann ekki sjá að þetta snerti Sjálfstæð- isflokkinn. „Þetta er uppgjör á milli R-listafólksins og það á eftir að komast að niðurstöðu sín á milli en við sinnum okkar skyldu af fullri ábyrgð.“ Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Björn Bjarnason Engin málamiðlun GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.