Morgunblaðið - 20.12.2002, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 13
„Ótrúleg bók ...
spennandi lesning“
Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bítið:
„Þegar maður kemst í svona bækur
er ekki litið meira upp þann daginn.
Besta bók Óttars ... vel skrifuð ... „kúl“ stíll.
Ótrúleg bók ... spennandi lesning.“
Höskuldur Kári Schram, Morgunblaðið:
„Kennir manni það að oftar en ekki er
raunveruleikinn ótrúlegri en heimur
skáldskaparins. Grípandi og spennandi
... ætti sannarlega að gleðja lesendur Óttars.“
Einar Bollason, sonur loftskeytamannsins á Geysi:
„Bókin er með ólíkindum spennandi,
enda lásum við hjónin
hana í einni striklotu.“
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
2
/0
2
A
L
M
ENNT EF
NI
M
ET
SÖLULISTI M
BL1AL I
I
I M
BL
Óttar áritar
Sími 554 7700
Metsöluhöfundurinn
Óttar Sveinsson hefur ein-
stakt lag á skrifa raunverulegar
spennusögur, sem lesendur geta ekki lagt
frá sér fyrr en sagan er öll.
Nýjasta bók hans, Geysir er horfinn, fjallar um
eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.
Höfundur áritar „Útkall - Geysir er horfinn“ á morgun, laugardag:
- í Hagkaup, Kringlunni milli kl. 14 og 15.30.
- í Eymundsson, Smáralind milli kl. 16 og 17.
Mörkinni 3, sími 588 0640
Glæsilegar
jólagjafir
RÓBERT B. Agnarsson, fram
kvæmdastjóri SÍF Ísland, hefur sagt
starfi sínu lausu og mun hann hætta
um áramótin. Ró-
bert segir að hann
hafi verið farinn
að hugsa sér til
hreyfings eftir
tæp átta ár hjá fé-
laginu og það
hefði síðan farið
vel saman við hug-
myndir um ein-
földun á skipulagi
SÍF hf. á Íslandi.
Starfsemi SÍF Ís-
lands hefur byggzt á innkaupum á
fiski og fiskafurðum og sölu þeirra til
dótturfyrirtækja SÍF og annarra að-
ila. Árleg velta er um 30 milljarðar
króna.
Róbert segir ekki ljóst hvað við taki
hjá honum. Hann ætli að taka sér gott
frí og gefa sér svo góðan tíma til leita
sér að nýju starfi. Hann segir að hann
hafi átt mjög góð og viðburðarík ár
hjá SÍF enda miklar breytingar frá
því hann kom til starfa árið 1995.
„Þetta hefur verið góður tími.
Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað
og veltan líklega tífaldast á þessum
tíma. Ég er viss um að SÍF mun halda
áfram að vaxa og muni verða enn
sterkara fyrirtæki í framtíðinni,“ seg-
ir Róbert. B. Agnarsson.
Róbert var áður framkvæmda-
stjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ og ráðgjafi
hjá Kaupþingi.
Róbert
hættir hjá
SÍF
Róbert B.
Agnarsson
TÆPLEGA 20 bátar voru sviptir veiðileyfi í nóvember-
mánuð síðastliðnum. Bátarnir voru sviptir leyfinu vegna
afla umfram heimildir, vegna vanskila á frumriti úr afla-
dagbók og fyrir að hafa ekki haft um borð virkan búnað
sjálfvirka tilkynningakerfisins.
Eftirtaldir bátar voru sviptir leyfi vegna afla umfram
heimildir. Þeir hafa flestir fengið leyfið að nýju eftir að
aflamarksstaða þeirra hefur verið lagfærð: Mímir ÍS,
Eyjaberg SK, Jón forseti ÓF, Sigurvon BA, Hafursey ÍS
og Jón Páll BA.
Eftirtaldir bátar voru sviptir leyfi tímabundið vegna
vanskila á frumriti úr afladagbók. Leyfið fá þeir eða hafa
fengið þegar frumritinu hefur verið skilað: Kópanes RE,
Síldin AK, Sigurvin GK, Gægir SH, Gylfi BA, Kári SH,
Sæbjörg EA, Hafursey ÍS, Jón Páll BA og Friðrik Ólafs-
son BA.
Loks voru eftirtaldir sóknardagabátar sviptir leyfinu
fyrir að hafa haldið til veiða án þess að hafa um borð virk-
an búnað sjálfvirka tilkynningakerfisins: Mardöll BA,
Sjöfn NS og Ólsen EA. Þeir fá því ekki að stunda veiðar
fyrri helming aprílmánaðar á næsta ári.
20 sviptir
veiðileyfi
FRANSKI bankinn Crédit
Lyonnais hefur samþykkt yfir-
tökutilboð Crédit Agricole upp á
19,5 milljarða evra, eða sem nemur
1.658 milljörðum króna. Forsvars-
menn Agricole hafa lofað að gera
sameinaðan banka að sterku afli á
evrópskum fjármálamarkaði.
René Carron, stjórnarformaður
Agricole, er sagður hafa átt heið-
urinn að því að fullvissa forsvars-
menn 45 sjálfstæðra útibúa bank-
ans um ágæti tilboðsins. „Ætlun
okkar er að gera þennan nýja sam-
einaða banka að óumdeildum for-
ingja í franskri og evrópskri
bankastarfsemi,“ segir hann.
Tilboðið er talið vera það hátt að
keppinautur Agricole um Lyonn-
ais, BNP Paribas, leggi ekki fram
nýtt tilboð. BNP byrjaði að kaupa
hluti í Lyonnais í nóvember, en þá
höfðu staðið yfir sameiningarvið-
ræður milli Agricole og Lyonnais í
þrjú ár. Svo virðist sem skriður
hafi komist á viðræðurnar þegar
BNP Paribas fór að sýna bank-
anum áhuga.
Crédit
Agricole yfir-
tekur Crédit
Lyonnais
♦ ♦ ♦
alltaf á föstudögum