Morgunblaðið - 20.12.2002, Side 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 23
LEIÐTOGAR Vestur-Afríkuríkja
hafa heitið því að senda 1.500
manna friðargæslulið til Fílabeins-
strandarinnar innan tveggja vikna
en með því vonast þeir til að geta
stuðlað að friði í landinu. Átök
hafa staðið um þriggja mánaða
skeið á Fílabeinsströndinni en
uppreisnarmenn ráða nú drjúgum
hluta landsins norðanverðs.
Leiðtogar samtaka Vestur-Afr-
íkuríkja (ECOWAS) hittust á
fundi í gær en þeir hétu því fyrst
fyrir tveimur mánuðum að senda
friðargæslusveitir til Fílabeins-
strandarinnar. Hefur hins vegar
verið deilt um það fram til þessa
hvernig þetta lið ætti að vera skip-
að. Munu þessar sveitir leysa af
hólmi franska hermenn.
Fyrr um daginn höfðu uppreisn-
armenn náð á sitt vald mikilvæg-
um bæ, Man, í vesturhluta Fíla-
beinsstrandarinnar. Man er um
450 km norðvestur af höfuðborg-
inni Abidjan. Harðir bardagar
geisuðu í fyrrinótt en íbúi Man
sagði í gær að uppreisnarmenn
réðu þar nú ríkjum. Kyrrt væri
um að litast.
Þrátt fyrir átök gærdagsins
sagðist Laurent Gbagbo, forseti
Fílabeinsstrandarinnar, stefna að
því að leggja fram í næstu viku
áætlun sem vonast er til að bindi
enda á átökin. Uppreisnarmenn
segjast hins vegar enn staðráðnir í
að steypa Gbagbo af stóli og koma
nýrri stjórn til valda, að afloknum
kosningum.
Friðargæslu-
lið til Fíla-
beinsstrandar
Abidjan. AFP.
GAMALDAGS þvagræsilyf eru
jafn góð og jafnvel betri en sum
nýrri og dýrari lyf við of háum
blóðþrýstingi, samkvæmt niður-
stöðum bandarískrar rannsókn-
ar er birtar voru í gær. Þvag-
ræsilyf, sem lækka
blóðþrýstinginn með því að losa
líkamann við umframmagn af
natríumi og vatni, hafa lengi ver-
ið notuð við þessum algenga
kvilla.
Rannsóknin stóð í átta ár og í
henni tóku þátt 33.357 sjúkling-
ar, 55 ára og eldri, frá Bandaríkj-
unum, Kanada, Puerto Rico og
Bandarísku jómfrúreyjum.
Rannsóknin var að mestu kostuð
af opinberri, bandarískri hjarta-,
lungna- og blóðrannsóknarstofn-
un.
Almennt þvagræsilyf (chlorth-
alidone) var borið saman við tvö
nýrri og dýrari blóðþrýstingslyf,
ACE-hemil (lisinopril) og kalsí-
umblokkara (amlodipine). Niður-
stöðurnar sýna að blóðþrýsting-
ur lækkaði niður fyrir 140/90 hjá
lítið eitt hærra hlutfalli sjúklinga
sem tóku þvagræsilyfið, saman-
borið við dýrari lyfin tvö.
Einnig kom í ljós að þvagræsi-
lyfið virkaði betur en kalsíum-
blokkarinn við að koma í veg fyr-
ir hjartabilun og betur en
ACE-hemillinn við að koma í veg
fyrir heilaáfall, hjartabilun og
brjóstverki. Vísindamennirnir,
sem unnu rannsóknina, segja að
þvagræsilyf séu allt að þrjátíu af
hundraði ódýrari en sum nýrri
lyfin.
Þriðja blóðþrýstingslyfið, alfa-
blokkari (doxazosin), var fellt út
úr rannsókninni fyrir rúmum
tveim árum þar eð ljóst var orðið
að það virkaði mun verr en þvag-
ræsilyfið.
Blóðþrýstingsrannsókn
Ódýrustu lyf-
in virka best
Chicago. AP.