Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 23 LEIÐTOGAR Vestur-Afríkuríkja hafa heitið því að senda 1.500 manna friðargæslulið til Fílabeins- strandarinnar innan tveggja vikna en með því vonast þeir til að geta stuðlað að friði í landinu. Átök hafa staðið um þriggja mánaða skeið á Fílabeinsströndinni en uppreisnarmenn ráða nú drjúgum hluta landsins norðanverðs. Leiðtogar samtaka Vestur-Afr- íkuríkja (ECOWAS) hittust á fundi í gær en þeir hétu því fyrst fyrir tveimur mánuðum að senda friðargæslusveitir til Fílabeins- strandarinnar. Hefur hins vegar verið deilt um það fram til þessa hvernig þetta lið ætti að vera skip- að. Munu þessar sveitir leysa af hólmi franska hermenn. Fyrr um daginn höfðu uppreisn- armenn náð á sitt vald mikilvæg- um bæ, Man, í vesturhluta Fíla- beinsstrandarinnar. Man er um 450 km norðvestur af höfuðborg- inni Abidjan. Harðir bardagar geisuðu í fyrrinótt en íbúi Man sagði í gær að uppreisnarmenn réðu þar nú ríkjum. Kyrrt væri um að litast. Þrátt fyrir átök gærdagsins sagðist Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, stefna að því að leggja fram í næstu viku áætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin. Uppreisnarmenn segjast hins vegar enn staðráðnir í að steypa Gbagbo af stóli og koma nýrri stjórn til valda, að afloknum kosningum. Friðargæslu- lið til Fíla- beinsstrandar Abidjan. AFP. GAMALDAGS þvagræsilyf eru jafn góð og jafnvel betri en sum nýrri og dýrari lyf við of háum blóðþrýstingi, samkvæmt niður- stöðum bandarískrar rannsókn- ar er birtar voru í gær. Þvag- ræsilyf, sem lækka blóðþrýstinginn með því að losa líkamann við umframmagn af natríumi og vatni, hafa lengi ver- ið notuð við þessum algenga kvilla. Rannsóknin stóð í átta ár og í henni tóku þátt 33.357 sjúkling- ar, 55 ára og eldri, frá Bandaríkj- unum, Kanada, Puerto Rico og Bandarísku jómfrúreyjum. Rannsóknin var að mestu kostuð af opinberri, bandarískri hjarta-, lungna- og blóðrannsóknarstofn- un. Almennt þvagræsilyf (chlorth- alidone) var borið saman við tvö nýrri og dýrari blóðþrýstingslyf, ACE-hemil (lisinopril) og kalsí- umblokkara (amlodipine). Niður- stöðurnar sýna að blóðþrýsting- ur lækkaði niður fyrir 140/90 hjá lítið eitt hærra hlutfalli sjúklinga sem tóku þvagræsilyfið, saman- borið við dýrari lyfin tvö. Einnig kom í ljós að þvagræsi- lyfið virkaði betur en kalsíum- blokkarinn við að koma í veg fyr- ir hjartabilun og betur en ACE-hemillinn við að koma í veg fyrir heilaáfall, hjartabilun og brjóstverki. Vísindamennirnir, sem unnu rannsóknina, segja að þvagræsilyf séu allt að þrjátíu af hundraði ódýrari en sum nýrri lyfin. Þriðja blóðþrýstingslyfið, alfa- blokkari (doxazosin), var fellt út úr rannsókninni fyrir rúmum tveim árum þar eð ljóst var orðið að það virkaði mun verr en þvag- ræsilyfið. Blóðþrýstingsrannsókn Ódýrustu lyf- in virka best Chicago. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.