Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Þorkell Uppbygging Lækjarskóla var samkvæmt einkaframkvæmdarsamningi. BYGGING íþróttahúsnæðis við Lækjarskóla í Hafnarfirði mun að öll- um líkindum ekki hefjast á næstunni eins og fyrirhugað var því bæjarráð samþykkti í gær að beina því til bæj- arstjórnar að fresta ótímabundið einkaframkvæmdasamningi um byggingu þess. Samningurinn gerði ráð fyrir að íþróttamannvirkin yrðu tilbúin haustið 2004. Að sögn Sigurðar Haraldssonar, forstöðumanns byggingardeildar Hafnarfjarðar, stóð til að reisa íþróttahús og sundlaug við skólann. Samkvæmt einkaframkvæmdasamn- ingi við Nýtak ehf. sé bæjaryfirvöld- um þó heimilt að fresta gildistöku hans og þarf að taka ákvörðun þess efnis fyrir 15. janúar næstkomandi. Á hann von á að nánari ákvarðanir um uppbygginguna verði teknar á fyrstu mánuðum næsta árs. Á fundi bæjarráðs í gær bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að þeir legðu áherslu á að upphaflegum áformum um uppbyggingu á svæðinu yrði fylgt eftir og lögðust gegn því að fresta framkvæmdunum. „Þörf fyrir íþróttahús og kennslusundlaug við Lækjarskóla hefur, ef eitthvað er aukist frá undirritun einkafram- kvæmdasamninga um byggingu skólamannvirkja á Hörðuvallasvæð- inu. Þá er ljóst að íþróttahús og sund- laug munu nýtast öðrum grunnskól- um einkar vel og bæta úr brýnni þörf fyrir íþróttakennslu,“ segir í bókun þeirra. Stækkun Suðurbæjar– laugar í athugun Fulltrúar meirihlutans bókuðu hins vegar að sérstakt ákvæði í samningn- um heimilaði slíka frestun. „Af hálfu bæjarins hefur verið til skoðunar frá því sl. vor mögulegar framkvæmdir við stækkun Suðurbæjarlaugar og/ eða byggingu kennslulaugar við skólahúsnæði í bænum. Ljóst er að brýn þörf er fyrir aukið sundlaugar- rými til að uppfylla kennsluþörf og ýmsir hagkvæmir möguleikar standa til boða sem taka verður ákvörðun um við gerð nýrrar rammaáætlunar á komandi vori,“ segir í bókun þeirra. Nýtak hefur einnig með höndum uppbyggingu nýs skólahúss Lækjar- skóla, sömuleiðis í einkaframkvæmd, en fyrri hluti þess var tekinn í notkun síðastliðið haust. Er gert ráð fyrir að skólinn verði að fullu tilbúinn haustið 2003. Íþróttahúsi við Lækjarskóla verði frestað Hafnarfjörður SKULDIR Hafnarfjarðarbæjar voru hæstar í fyrra af sveitarfélögum á höfðuborgarsvæðinu sé miðað við fjölda bæjarbúa. Lægstar voru þær hins vegar á Seltjarnarnesi. Rekstr- arkostnaður var hæstur í Mosfellsbæ miðað við skatttekjur en lægstur var hann í Kópavogi. Þetta kemur fram í lykiltölum árs- reikninga sveitarfélaganna sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. Er þar sett upp þróun ýmissa lykiltalna á árunum 1998– 2001 eins og þær birtast í ársreikn- ingum sveitarfélaganna. Sé litið á skuldir sveitarfélaganna sést að hjá Hafnarfjarðarbæ hafa þær þróast frá því að vera tæpar 355 þúsund krónur á hvern íbúa árið 1998 í að vera rúmar 430 þúsund krónur í fyrra og voru þær þá hvergi hærri annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Næsthæstar voru þær í Mosfellsbæ eða rúmlega 392 þúsund krónur á íbúa en fjórum árum áður voru þær tæpar 267 þúsund krónur. Kópavogur með lægstan rekstrarkostnað í fjögur ár Lægstar voru skuldir Seltjarnar- nesbæjar eða rúmlega 123 þúsund krónur á íbúa. Næstlægstar voru þær í Reykjavík eða tæpar 133 þúsund krónur sem er heldur minna en árið 1998 þegar þær voru tæplega 169 þúsund krónur á hvern íbúa. Sé litið á rekstrarkostnað sveitar- félaganna sést að rekstur málaflokka var fjárfrekastur í Mosfellsbæ í fyrra eða 87,7% af skatttekjum bæjarins. Fjórum árum fyrr var rekstrarhlut- fallið 85,8% sem einnig var hæsta rekstrarhlutfall á höfuðborgarsvæð- inu á þeim tíma. Rekstrarkostnaður var næsthæstur á Seltjarnarnesi í fyrra eða 87% af skatttekjum bæj- arins en það er nokkru hærra en árið 1998 þegar reksturinn kostaði 82,7% af skatttekjum. Læstur var rekstrarkostnaður sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í Kópavogi í fyrra eða einungis 66,5% af skatttekjum og hefur hann ávallt verið lægstur undanfarin fjögur ár. Næstlægstur var rekstrarkostnaður- inn í Garðabæ þar sem hann var 75% af skatttekjum í fyrra miðað við 73,7% fjórum árum fyrr. Hafnarfjörður skuldar mest miðað við höfðatölu Rekstrarkostnaður hlutfallslega hæstur í Mosfellsbæ Höfuðborgarsvæðið ' :&$  ",$-+  &  )7; / &<  6 -  7;                                                                                                                 ! "                 #$$%  &''#     ! (   )       #$$% #$$$ &''' &''# #$$% #$$$ &''' &''# HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 3.2 milljón virkir dílar. Aðdráttarlinsa 38-114mm. Ljósnæmi ISO 100-400. Hreyfanlegur skjár. Notar Compact Flash kort. Notar AA eða Ni-MH rafhlöður. Verð kr. 59.900,- STAFRÆN PENTAX frábær myndgæði og gott verð Það voru þau Halldór S. Jónasson og Ólöf Jónsdóttir sem afhentu Ásthildi Linnet, fulltrúa Rauða krossins, söfn- unarféð með því að hella því yfir í dollu sem Ásthildur fékk með sér. Á milli þeirra er Anna Borg leikskólastjóri. ÞÓ maður sé ekki gamall í hettunni er engin ástæða til að láta það hindra sig í að leggja góðu málefni lið. Þetta sönnuðu krakkarnir á leik- skólanum Norðurbergi í gær þegar þeir afhentu Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands rúmlega 13 þús- und krónur til styrktar fátækum börnum í Tansaníu. Peningarnir eru afrakstur eins árs dósa- og flöskusöfnunar litla fólksins en með henni tókst þeim að slá tvær flugur í einu höggi: annars vegar að safna peningum og hins vegar að vera umhverfisvæn sem- börnunum er orðið umhugað um. Dósavélin hvetjandi „Þau eru raunverulega eins konar „umhverfislöggur“,“ segir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri í samtali við Morgunblaðið. „Norð- urberg er með umhverfismennt sem rauðan þráð í gegnum starfið og þetta er svona partur af því að taka það sem finnst úti og innandyra og fara með það í endurvinnslu. Þannig að þau starfa í umhverfisvænu um- hverfi.“ Anna segir alla krakka í leikskól- anum hafa tekið þátt í söfnuninni. „Þau fara reglulega inn í Samkaup með dósir og flöskur, sem við höfum fundið á förnum vegi og það sem hefur safnast inn frá starfsfólki. Það finnst þeim voðalega gaman því þar er dósavél ennþá og eftir að hafa sett dósirnar í dósavélina fá þau svo- lítinn aur til baka sem þau síðan setja í Rauðakrossbaukinn okkar.“ Og það fer ekki hjá því að það er mikið sport að fá að pota dósunum í vélina góðu. „Jú, það er rosaleg hvatning,“ segir hún og hlær. Fór með heilan sendiferðabíl af dósum Þetta eru þriðju jólin sem krílin á Norðurbergi afhenda slíka gjöf til Rauða krossins en síðastliðin tvenn jól hefur söfnunarféð farið til barna- á munaðarleysingjahæli í Úsbek- istan. Í ár er sú breyting að það rennur til barna í Tansaníu í Afríku. Aðspurð segist Anna ekki viss um að krakkarnir átti sig á tilgangi dósasöfnunarinnar fyrr en í vikunni áður en peningarnir eru afhentir en þá sé spjallað við þá um gjöfina. Á sama tímabili fái foreldrar miða heim þar sem þeir eru hvattir til að koma með dósir að heiman og er vel tekið í þá ósk. „Ég fór með heilan sendiferðabíl í gær og ég er ekki að plata,“ segir Anna með áherslu. „Fólk er mjög jákvætt gagnvart þessu hjá okkur.“ Hún segir að afhendingarstundin í gær hafi verið afskaplega hátíðleg og í samræmi við þann tíma sem fer í hönd. „Við hittumst öll á sal, sung- um tvö jólalög og svo komu tveir fulltrúar í rauðum peysum frá Rauða krossinum sem sögðu okkur hvert peningarnir ættu að fara og sýndu á stóru heimskorti hvar Tans- anía er. Svo afhentum við baukinn formlega eða öllu heldur helltum úr honum í aðra dollu.“ Hún segir að stefnan með þessu sé að átta sig á því að margir séu þurf- andi í kringum okkur. „Þannig að það er bara samhygð og kærleikur sem við erum að reyna að temja börnunum með því að kenna þeim að við getum látið ýmislegt af hendi.“ „Getum látið ýmislegt af hendi“ Hafnarfjörður Börnin á leikskólanum Norðurbergi afhentu dósafé til styrktar börnum í Tansaníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.