Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 28
LANDIÐ
28 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þægilegir
brjóstahaldar-
ar sem styðja
vel við
Undirfatasett,
margir litir og
mynstur
Móðurást,
Auðbrekku 2. Kóp.
modurast.com
Bravado meðgöngu- og
brjóstagjafabrjóstahöld
Fáðu sendan vörulista hjá ymus@islandia.is
Skagfirðingabúð
Ártorgi 1,
Sauðárkróki.
Verslunin
Okkar á milli,
Tjarnarbraut 19,
Egilsstöðum.
Hafnarapótek,
Hafnarbraut 29,
780 Höfn.
Í SÍÐUSTU kjarasamn-
ingum Starfsgreinasam-
bands Íslands og Samtaka
atvinnulífsins árið 2000
var samið um framlag í
starfsmenntunarsjóð sem
fékk nafnið Landsmennt,
fræðslusjóður verkafólks
á landsbyggðinni. Helstu
verkefni sjóðsins eru að
sinna stuðningsverkefn-
um og þróunar- og hvatn-
ingaraðgerðum í starfs-
menntun, styrkja rekstur
námskeiða og nýjungar í
námsefnisgerð og veita
einstaklingum, verkalýðs-
félögum og fyrirtækjum
styrki vegna starfsmennt-
unar. Markmiðið er að
treysta stöðu einstaklinga
á vinnumarkaði og bæta
samkeppnisstöðu ís-
lenskra fyrirtækja. Stétt-
arfélög sem aðild eiga að sjóðnum
og fyrirtæki greiða til sjóðsins sam-
tals um 140 milljónir á samnings-
tímanum sem er til ársloka 2003.
Aðalsteinn Árni Baldursson for-
maður Verkalýðsfélags Húsavíkur
sem jafnframt á sæti í stjórn
Landsmenntar segir að félagar í
stéttarfélögum innan Starfsgreina-
sambands Íslands hafi verið dug-
legir að sækja um endurgreiðslur
úr sjóðnum. Með tilkomu sjóðsins
hafi orðið bylting í sókn verkafólks
til starfsmenntunar. Sem dæmi
nefnir hann að um 200 fé-
lagsmenn í Verkalýðs-
félagi Húsavíkur eða um
22% félags-manna hafi
fengið endurgreiðslur frá
sjóðnum. Styrkurinn sem
félagsmenn Verkalýðs-
félags Húsavíkur hafa
fengið frá því að sjóðurinn
hóf starfsemi haustið
2000, er um 2,5 milljónir
að sögn Aðalsteins Árna.
Fyrir skemmstu ákvað
stjórn Landsmenntar að
hækka endurgreiðslur til
félagsmanna aðildarfélag-
anna vegna kostnaðar við
starfsnám. Helstu breyt-
ingar eru þær að nú eiga
félagsmenn rétt á allt að
35.000 kr. endur-
greiðslum, þó aldrei meira
en nemur 75% af kostnaði
viðkomandi félagsmanns
við námskeiðið eða skól-
ann. Þetta hlutfall var
60% og þá voru hámarksendur-
greiðslur 27.000 kr. Styrkir vegna
meiraprófs haldast hins vegar
óbreyttir áfram eða 42.500 kr.
Þetta nýja fyrirkomulag tekur gildi
um næstu áramót og gildir fyrir ár-
ið 2003.
Um 200 hafa fengið endur-
greiðslur vegna starfsnáms
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þær Björk Breiðfjörð Helgadóttir (fjær) og Svala Björg-
vinsdóttir, félagar í Verkalýðsfélagi Húsavíkur, eru
meðal þeirra sem nýtt hafa sér Landsmennt, fræðslusjóð
verkafólks á landsbyggðinni. Aðalsteinn Árni Bald-
ursson er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur.
NÝVERIÐ fékk slökkvilið
Tálknafjarðarhrepps nýja
slökkvibifreið af gerðinni Ford
F550, 4x4 með 300 ha. dísilvél.
Yfirbygging og búnaður er hann-
að og smíðað af MT-bílum í Ólafs-
firði, en bifreiðin er innflutt frá
Bandaríkjunum. Það var Sigurjón
Magnússon frá MT-bílum sem af-
henti Ólafi M. Birgissyni sveitar-
stjóra bílinn.
Með kaupunum er verið að
endurnýja Bedford-slökkvibíl ár-
gerð 1971, sem hefur þjónað
slökkviliðinu frá árinu 1983. Nýi
bíllinn er búinn 2.000 lítra vatns-
tanki, 70 lítra froðutanki, dælu
sem afkastar 2.700 l/mín., há-
þrýstislöngu, ásamt tveimur
reykköfunarstólum í áhafnarhúsi.
Ólafur er ekki ókunnugur við-
skiptum við MT-bíla, þar sem
hann kom að því, þegar keyptur
var nýr slökkvibíll frá þeim til
Grundarfjarðar í byrjun árs 2000.
Morgunblaðið/Finnur
F.v. Heiðar I. Jóhannsson varaslökkviliðsstjóri, Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóri MT-bíla, Þormóður, starfs-
maður MT-bíla, Björgvin Sigurjónsson oddviti, Egill Sigurðsson slökkviliðsstjóri og Ólaf M. Birgisson sveitarstjóri.
Slökkviliðið fær nýjan bíl
Tálknafjörður
AÐALFUNDUR Barra hf. var hald-
inn á Hótel Héraði á Egilsstöðum hinn
12. des. fyrir starfsárið nóvember 2001
til október 2002.
Stjórnarformaður félagsins, Hilmar
Gunnlaugsson lögmaður á Egilsstöð-
um, gerði grein fyrir störfum stjórnar
á umræddu tímabili. Meðal annars
voru tekin fyrir eftirfarandi atriði.
„Eins og kynnt var á síðasta aðal-
fundi félagsins höfðu framkvæmda-
stjóraskipti verið ákveðin. Núverandi
framkvæmdastjóri, Rúnar Ísleifsson,
var kynntur á þeim fundi um leið og
Jóni Kr. Arnarsyni voru þökkuð góð
störf í þágu félagsins. Þessi fram-
kvæmdastjóraskipti urðu að veruleika
hinn 1. september sl. en áður hafði
Rúnar starfað með Jóni. Er það mat
stjórnar að framkvæmdastjóraskiptin
hafi verið farsæl og öllum hlutaðeig-
andi til sóma.“ Fastráðnir starfsmenn í
lok rekstrarársins voru þeir Rúnar Ís-
leifsson framkvæmdastjóri og Þórhall-
ur Sigurðsson verkstjóri. Á árinu vann
lausráðið verkafólk sem svarar til 6,7
ársverka og jókst um sem nemur 0,6
stöðugildum á ársgrundvelli. Á ann-
atímum hefur fyrirtækið haft á að
skipa traustum og vönum hópi fólks.
Fram kemur á ársreikningi félags-
ins að hagnaður af rekstri á síðastliðnu
starfsári nam um 3,3 milljónum króna
og er því afkoma nokkuð í samræmi
við áætlun og jafnvel betri. Á síðustu
fjárlögum hefur auknum fjármunum
verið varið til skógræktar. Framlög
hafa hækkað til Héraðsskóga og einnig
til nýrra landshlutabundinna verkefna.
Eins og fram kemur í skýrslu for-
manns er reiknað með að afkoma fé-
lagsins verði jákvæð næstu árin. Þann-
ig er gert ráð fyrir að hagnaður
nýbyrjaðs rekstrarárs verði um 1,6
milljón króna.
Eigið fé félagsins er bókfært á kr.
55.971.935, sem er hækkun um kr.
3.299.771 frá síðasta ári.
Sölumál og samningar
Samningar ársins 2003 eru þessir:
Framleiðsla til Héraðsskóga 1.100.000
plöntur. Austurlandsskógar 130.000
plöntur. Norðurlandsskógar 375.000
plöntur. Önnur sala 100–150 þús.
plöntur.
Farið er að huga að föstum samn-
ingum fyrir árið 2004 og er gert ráð
fyrir aukningu upp á 30–40 þúsund
plöntur.
Á síðastliðnu starfsári voru afhentar
1.715.600 plöntur frá fyrirtækinu, sem
skiptist þannig milli tegunda:
Rússalerki 949.693 55,4%
Stafafura 204.976 11,9%
Birki 154.613 9%
Greni 372.473 21,7%
Vörtubirki 11.755 0,7%
Alaskaösp 15.292 0,9%
Annað 6.824 0,4%
Vorafhending til Héraðskóga nam
827.000 plöntum, en haustafhending
419.000 plöntum. Aðrir helstu kaup-
endur voru Norðurlandsskógar með
um 238.000 plöntur og Austurlands-
skógar með um 110.000 plöntur.
Sumarið 2002 var sáð tvisvar í gróð-
urhúsið á Egilsstöðum, alls í um 44.000
bakka og er áætlað að það muni skila
um 1.711.000 plöntum.
Formaður, Hilmar Gunnlaugsson,
baðst undan endurkjöri vegna anna,
svo og Ólafur Sigurðsson. Í þeirra stað
voru kjörnir Vignir Sigurðsson og
Skúli Björnsson. Endurkjörnir í stjórn
félagsins voru Broddi Bjarnason,
Helgi Bragason og Hlynur Halldórs-
son.
Morgunblaðið/Guttormur Þormar
Stjórnarformaður Barra, Hilmar Gunnlaugsson, flytur ársskýrslu félagsins.
Góð afkoma
hjá gróðrar-
stöðinni Barra
Geitagerði
NEMENDUR á miðstigi í Grunnskóla Borgarness unnu
þemaverkefni um hjálparstarf nú á aðventunni. Þema-
vinnan hófst með heimsókn í Borgarneskirkju þar sem
sóknarpresturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason
fræddi nemendur um liti kirkjuársins, klæðnað prest-
anna, heiti og tákn kerta aðventukransins, tilgang að-
ventunnar o.fl.
Eftir heimsóknina var nemendum sem alls eru 112,
skipt í sex hópa, sem fræddust og fjölluðu um hjálp-
arstarf. Nemendur öfluðu sér upplýsinga um starfsemi
Rauða krossins, Hjálparstarf kirkjunnar, mæðra-
styrksnefnd, Hjálpræðisherinn, flóttamannahjálp og
SOS-barnaþorpin og kynntu á plakötum. Hóparnir
kynntu síðan starf sitt hverjir fyrir öðrum, lesin voru
ljóð og sögur, rappað og leikin leikrit í tengslum við
hvert verkefni. Að auki söfnuðu þeir einnig fatnaði,
leikföngum, peningum og jólagjöfum sem þeir gáfu
hjálparstofnunum. Nemendur kynntust því að margir
búa við fátækt og eiga um sárt að binda, en stuðluðu
einnig að því að einhverjir eigi samt sem áður gleðileg
jól. Lokapunktur verkefnisins var þegar nemendur 5.
bekkjar hengdu upp plakötin í Hyrnutorgi, þar sem
viðskiptavinir þar geta kynnt sér vinnu hópanna. Var
mat nemanda og kennara að vel hefði tekist til.
Kynntu sér störf
hjálparstofnana
á aðventunni
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Þessar stelpur kynntu sér starf SOS-barnaþorpa og
heita, frá vinstri, Bergþóra Þórsdóttir, Salome Kon-
ráðsdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir.
Borgarnes