Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 39 MIKILL floti lætur úr höfn á leyndum stað á Ítalíu 42 árum fyrir Krists burð. Skipin flytja lýðveldissinna, sem ekki una nýjum stjórnarháttum í Róm. Eftir miklar hrakningar, er landi náð á ókunnu eylandi. Þarna stofna skip- verjar nýtt ríki, lýð- veldið Rómúlíu. Í ný- útkominni bók Stefáns Snævarr, sem Ormstunga gefur út, kynnir Valdemar Septímus Gunn- steinsson cand. mag. íslenskum lesendum bókmenntir þessa fjar- læga lands. Valdemar, sem í bókinni er sagður ættaður frá þessu ímynd- aða landi, fylgir bókinni úr hlaði með því að rekja sögu þess, stærð og staðsetningu auk þess sem les- endur fá að kynnast bæði fána þess og skjaldarmerki. Lesendum gefst kostur á að lesa ævintýri, smásögur, leikrit, ljóð og valda kafla úr meintum skáldsögum frá hinni dularfullu Rómúlíu, sem er álíka stórt og Ísland og liggur 103 kílómetrum austan við meg- inland Suður-Ameríku á um það bil 65. Breiddargráðu suðlægrar lengdar. Meðal annarra stað- reynda um Rómúlíu má nefna að íbúafjöldinn er um 321 þúsund, þar af indíánar um 55 þúsund og kynblendingar 25 þúsund talsins. Rómúlska, afbökuð útgáfa af lat- ínu, er aðaltunga þjóðarinnar og er þjóðsöngurinn skrifaður á því máli. 85% íbúanna eru sagðir rómversk-kaþólskir og helstu at- vinnuvegir eru ban- anarækt og fisk- veiðar. Þjóðhöfðingi Rómúlíu er Áróra Árelíanus og er þjóðhátíðardagurinn haldinn þar hátíðleg- ur 15. október, dag- inn sem lýðveldið var endurreist. Bent er á í bókinni að frekari upplýsingar megi fá á heimasíðu rómúlska ferða- málaráðsins á slóð- inni http:// www.romturist.rom. Vitleysa eða veruleiki Bókin, sem ber titilinn Rómúlía hin eilífa, segir Stefán Snævarr að sé sýnisbók rómúlskra bók- mennta og í raun sé um að ræða tilbúning í kringum heilt þjóð- félag. „Þetta er ekki skáldsaga, smásaga eða fræðirit. Þetta er bara bók, en ef fólk vill endilega staðsetja þetta verk einhvers staðar, má kalla það skáldsögu. Þetta fellur undir svokallað al- bókmenntaverk, sem þýðir að bókin inniheldur allar bók- menntagreinar, sem til eru.“ – Hvað viltu segja með þessari bók? „Ég held að fólk verði bara að lesa bókina sjálft því ég get ekki ráðið því hvernig fólk túlkar hana. Það eru alls konar hug- myndir á sveimi. Ég er svolítið upptekinn af því að sýna fram á hvað geti fallið undir bókmennta- hugtakið. Svo er kannski hægt að finna eitthvað aðeins um Ísland í bókinni. Að minnsta kosti er gef- ið í skyn að Ísland hafi eitthvað að segja. Ég veit hinsvegar ekki betur en að Rómúlía sé algjör tilbúningur. Í lok bókarinnar geta menn svo velt fyrir sér tveimur hugsanlegum lausnum, að öll fantasían sé annaðhvort tóm vitleysa eða hreinn veru- leiki.“ – Hefur nýja bókin verið lengi í smíðum? „Að minnsta kosti í tíu ár og sennilega í tuttugu ár. Ég held að allra elsta efnið í bókinni sé frá árinu 1982, en segja má að hug- myndina að bókinni hafi ég feng- ið árið 1992. Þá lá ég með helling af efni, sem ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að gera við. Ég ákvað þá að skella því öllu saman í einn hrærigraut og leika svo þann leik að eigna öðrum til- búnum skáldsagnapersónum þessi rit mín, enda er þetta sýnisbók bókmennta frá Rómúlíu og þá get ég ekki verið skráður fyrir þess- um ritum. Í formála eru höfundar efnis taldir upp og ævisaga þeirra rekin.“ Kækur í ljóðagerðinni Stefán, sem er doktor í heim- speki, lærði í Noregi og Þýska- landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi til margra ára og kennir við háskóla í Lillehammer. Fyrir utan nýju bókina hefur Stefán gefið út sjö ljóðabækur á íslensku, eitt heimspekirit á ensku, sem er doktorsritgerð og fjallar um listdóma, og svo verður annað heimspekirit eftir hann gefið út í Noregi innan fárra mánaða. „Ætli ég haldi mig ekki mest megnis við ljóðagerð- ina hér eftir. Það er bæði gamall kækur og ég hef hreinlega ekki tíma til þess að skrifa skáldsög- ur,“ segir Stefán og bætir við, að- spurður, að hann sé ekki beinlínis farinn að skjóta rótum í Noregi á meðan hann gefi út bækur á ís- lensku. Fullt af efni í einn hrærigraut Stefán Snævarr Einni öld síðar er skáldsaga eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníels- sonar. Emily Graham kaupir hús sem fjölskylda hennar reisti fyrir meira en hundrað árum en seldi eftir að Madeleine ömmusystir hennar hvarf á dularfullan hátt. Daginn, sem hún flytur inn, finnst lík ungrar stúlku, sem hvarf fyrir fjórum árum, grafið í bakgarðinum og undir því beinaleifar Madeleine. Emily tekur sér fyrir hendur að finna tenginguna milli þessara tveggja morða sem framin voru með meira en hundrað ára millibili. Í ljós kemur að morðin voru fleiri, bæði þá og nú – einni öld síðar. En Emily veit ekki að morðingi nútímans hefur ákveðið að hún skuli verða næsta fórn- arlamb hans. Bækur Mary Higgins Clark hafa árum saman verið metsölubækur í Bandaríkjunum og hérlendis eru þær í hópi allra mest seldu þýddra skáldsagna ár eftir ár. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 330 bls. Verð: 3.780 kr. Skáldsaga Elskið okkur nefnist hefti myndasögu- mannsins Hug- leiks Dagssonar. Í heftinu er safn kaldhæðinna ör- myndasagna sem Hugleikur hefur sýnt á myndlistarsýningum á síðustu tveimur árum. Heftið skar hann og batt inn sjálfur. Hver einasta for- síða er skreytt með mismunandi „blóðslettu“. Formála skrifaði Frið- rik Sólnes rafvirki. Heftið kostar 1.500 kr. Myndasögur Stórglæsileg úr í miklu úrvali Rolex Explorer II. Krónómeter í stáli. LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 glæsilegar jólagjafir fyrir konuna eva kápur - blússur - peysur - pils - kjólar dragtir - töskur - stígvél og skór ný sending skinnjakkar og kápur frá vent couert vandaðar og fallegar vörur Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625 verið velkomin opið til 22:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.