Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK hefur í dæmalaust auknum
mæli snúið sér að methylpenidate
(Ritalin) til að hafa hemil og stjórn á
hegðun barna sinna. Framleiðslan
hefur margfaldast á undanförnum ár-
um og er enn að aukast. Ástandið
sumstaðar í Bandaríkjunum er orðið
þannig, að einn af hverjum fimm
drengjum 6 til 14 ára er á Ritalini.
Þreföld aukning hefur átt sér stað á
notkun Ritalins til þess að hafa stjórn
á hegðun 2 til 4 ára barna.
Nokkur dómsmál sem tengjast
þessu lyfi hafa verið höfðuð gegn
Novartis (framleiðanda Ritalins).
Hætturnar við meðferð
með örvandi lyfjum
Lyfjameðferð með örvandi lyfjum
er mun hættulegri en fólk gerir sér
grein fyrir. Eiturlyfjaeftirlit um allan
heim setur Ritalin í flokk með t.d.
amfetamíni og kókaíni. Þessi lyfja-
flokkur inniheldur lyf sem eru líkleg
til að valda ánetjun og ofnotkun. Dýr
og menn verða á sama hátt háð Rital-
ini sem amfetamíni og kókaíni. Þessi
lyf hafa áhrif á sömu stöðvar í heil-
anum. Þau geta breytt efnabúskap
heilans á áhrifamikinn hátt til fram-
búðar. Rannsóknir á methylpenidate
hafa sýnt fram á lífseigar og stundum
óafturkræfar breytingar á efnabú-
skap heilans. Öll örvandi lyf, þ.m.t.
Ritalin, draga úr vexti, – ekki aðeins
með því að draga úr matarlyst, held-
ur einnig með því að trufla fram-
leiðslu vaxtarhormóna. Meðan barnið
vex úr grasi ógnar þetta hverju ein-
asta líffæri líkamans, þ.m.t. heilan-
um. Þessi lyf setja einnig önnur kerfi
í hættu sem getur t.d. leitt til þung-
lyndis. Örvandi lyf eru í auknum
mæli orðin ávísun á fleiri tegundir
geðlyfja. Dæmi eru um börn 8 til 10
ára, greind með geðhvarfasýki og
komin á fjórar til fimm tegundir geð-
lyfja. Ef foreldrar og annað áhuga-
samt fólk er tilbúið að læra nýjar leið-
ir til að nálgast vandamálið geta þessi
börn yfirleitt hætt á öllum geðlyfjum
og sýnt miklar framfarir í hegðun og
geðheilsu. Það þarf að koma til móts
við þarfir barnsins og aga það án þess
að grípa til lyfjameðferðar.
Það er áríðandi að yfirvöld geri sér
grein fyrir því að þessi ofvirkni-
greining var þróuð sérstaklega til að
réttlæta lyfjanotkun, þar sem þurfti
að stjórna hegðun barna í skólastof-
um. Rannsóknir hafa sýnt að þessari
lyfjameðferð er einkum beitt til að
bæla niður óæskilega hegðun í skóla-
stofum.
Það er ljóst að tilgangur greining-
arinnar er að gera truflandi hegðun í
skólastofum að sjúkdómi. Lokatak-
markið er svo að réttlæta notkun á
lyfjum til að bæla niður eða stjórna
hegðun þessara barna.
Hundruð rannsókna á mönnum og
dýrum sýna svo ekki verður um villst
hvernig lyfjameðferðin virkar. Lyfin
bæla niður hvatvíslega hegðun. Þau
bæla niður viljann til að kanna um-
hverfi sitt og draga jafnframt úr for-
vitni. Félagstengsl minnka og börnin
leika sér minna en áður. Algengt er
að litið sé á þetta sem framför meðal
lækna, kennara og foreldra. Mér
finnst forvitnin í mínu barni einn
skemmtilegasti eiginleikinn.
Barnið gert að rót vandans
Börn eru greind með ofvirkni,
hvatvísi og athyglisbrest þegar þau
lenda í mótsögn við vonir og vænt-
ingar foreldra sinna eða kennara.
Greiningin er einfaldlega skrá yfir
hegðun sem veldur ónæði, t.d. í skóla-
stofum. Með því að greina barnið með
þennan „galla“ er skuldinni skellt á
það. Í staðinn fyrir að rannsaka inni-
hald tilveru barnsins, hvers vegna
það er órólegt og óþægt í skólastof-
unni eða heima er vandamálið tengt
„gölluðum“ heila þess. Bæði skóla-
stofan og fjölskyldan eru fríaðar frá
gagnrýni og þörfinni til að bæta sig. Í
staðinn er barnið gert að rót vandans.
Að setja barnið í lyfjameðferð verður
því að þvingunaraðgerð þar sem veik-
asti hlekkurinn er dópaður niður í
hentugra og þægara ástand.
Endurheimtum börnin
úr klóm lyfjanna
Margir hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að skólar og foreldrar nái
ekki að koma til móts við þarfir
barnanna okkar á ýmsum sviðum.
Með því að greina þau og setja þau á
lyf vörpum við ábyrgðinni frá okkur
sjálfum og félagslega kerfinu okkar
yfir á börnin sem eiga að heita að
vera í umsjá okkar. Við sköðum börn-
in okkar með því að kanna ekki hvað
það er sem þau þurfa raunverulega á
að halda.
Á sama tíma og við dópum niður
börnin okkar forðumst við að horfast
í augu við nauðsynlegar endurbætur í
skólamálum. Við dópum niður börnin
sem eru tjá sig á þennan hátt og segja
okkur að þau séu ósátt. Við þvingum
þau til að sætta sig við ástandið eins
og það er.
Það er kominn tími til að endur-
heimta börnin úr klóm lyfjanna. For-
eldrar sem hafa hugrekki til að af-
þakka lyfjagjöf af þessu tagi eiga
hrós skilið, – foreldrar sem í staðinn
reyna að bera kennsl á og koma til
móts við raunverulegar þarfir barna
sinna í skólanum, heima og úti í sam-
félaginu.
Erum við að dópa
niður börnin okkar?
Eftir Kristin
Jóhannesson
„Á sama
tíma og við
dópum niður
börnin okkar
forðumst við
að horfast í augu við
nauðsynlegar endur-
bætur í skólamálum.“
Höfundur er rafvirki.
HÆKKANIR þjónustugjalda
sveitarfélaga hafa verið töluvert í
umræðunni að undanförnu og sýnst
hefur sitt hverjum. Bæjaryfirvöld í
Mosfellsbæ hafa ákveðið að aðlaga
þjónustugjöld í átt að því sem gerist í
nágrannasveitarfélögunum. Sann-
leikurinn varðandi þjónustugjöld
bæjarins er sá að þau hafa verið afar
lág. Sem dæmi má taka að leikskóla-
gjöld hafa verið um 20–25% hærri í
öðrum sveitarfélögum og gjöld í
skólaseli, verð á skólamáltíðum og
gjöld á gæsluvöllum 25–100% hærri.
Nágrannasveitarfélögin hafa auk
þess boðað hækkanir á leikskóla-
gjöldum um 7–11% um áramótin
ásamt öðrum hækkunum sem eykur
muninn enn. Eftir þá aðlögun sem
kynnt er í nýframlagðri fjárhags-
áætlun er Mosfellsbær enn lægri en
flest nágrannasveitarfélögin.
Hér að neðan er tafla sem sýnir
samanburð á leikskólagjöldum í
sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu eins og þau verða 1. janúar.
Miðað við þessa gjaldskrá greiðir
fjölskylda í Mosfellsbæ með eitt
barn á leikskóla og eitt í skólaseli um
40–50 þús. kr. lægri upphæð á ári
fyrir sín börn en í nágrannasveitar-
félögunum.
Meirihluti sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn hefur einnig boðað tíma-
bundnar breytingar á útsvarspró-
sentu og fasteignagjöldum. Er þetta
gert meðan verið er að ná tökum á
rekstrarkostnaði bæjarins sem verið
hefur alltof hár á undanförnum ár-
um. Meirihlutinn hefur sett sér það
markmið að lækka þennan kostnað
um 15% á kjörtímabilinu eða um 250
mkr. Þetta verður gert með virku að-
haldi og kostnaðareftirliti ásamt for-
gangsröðun verkefna. Fyrsta skrefið
í þessa átt er stigið nú með framlagn-
ingu fjárhagsáætlunar ársins 2003
en þar er gert ráð fyrir lækkun út-
gjalda um 7% að raunvirði milli ára.
Útsvarið og fasteignagjöldin hefur
meirihlutinn hug á að lækka aftur
þegar markmið um lækkun rekstr-
arkostnaðar nást.
Hér að ofan má sjá samanburð á
útsvari og fasteignasköttum hjá 10
stærstu sveitarfélögunum frá 1. jan-
úar nk. Út úr þessari töflu má lesa að
útsvarsgreiðandi í Mosfellsbæ með
um 3 mkr. árstekjur greiðir um 4.000
kr hærra útsvar á mánuði en að með-
altali í þessum sveitarfélögum. Fast-
eignaeigandi hinsvegar sem á 145 fm
íbúð greiðir 10.000 kr. lægri upphæð
á ári í fasteignagjöld en meðaltalið er
í þessum sveitarfélögum.
Þjónustugjöld í
Mosfellsbæ eru lág
Eftir Harald
Sverrisson
„Útsvars-
greiðandi í
Mosfellsbæ
með um 3
mkr. árstekj-
ur greiðir um 4.000 kr.
hærra útsvar á mánuði
en að meðaltali í þess-
um sveitarfélögum.“
Höfundur er formaður bæjarráðs í
Mosfellsbæ.
Rvík. Kóp. Garðb. Hafnfj. Seltj. Mos. Meðalt.
Leikskólagj. 27.000 26.400 25.340 23.840 25.555 24.000 25.356
Skólasel* 190 238 283 150 200 150 202
Skólamáltíð 220 230 325 220 230 220 241
*Miðað við 1 klst. á dag, á klst.
Rvk. Kóp. Garðb. Hafnfj. Seltj. Mos. Reykjan. Akranes Árborg Akureyri Meðalt.
Útsvar 12,70% 12,70% 12,46% 13,03% 12,46% 12,94% 12,70% 13,03% 13,03% 13,03% 12,808
Fasteignagj. A 0,320% 0,345% 0,310% 0,360% 0,360% 0,360% 0,360% 0,431% 0,400% 0,350% 0,360%
Fasteignagj. B 1,650% 1,628% 1,120% 1,680% 1,120% 1,200% 1,650% 1,275% 1,450% 1,550% 1,432%
Vatnsgjald p.fm.lóðar 0,190% 0,150% 0,120% 0,150% 0,150% 0,130% 0,200% 0,160% 0,210% 0,146%
Lóðarleiga 0,080% p.fm.lóðar 0,500% 0,500% 1,000% 0,400% 2,000% p.fm.lóðar 0,860% 0,500% 0,730%
FRÉTTIR
LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur
segir að engar aukagreiðslur hafi
borist frá Tryggingastofnun rík-
isins (TR) til lækna Landspítala
– háskólasjúkrahúss (LSH)
vegna starfa þeirra þar. Þá segir
félagið að engin svör hafi borist
frá heilbrigðisráðherra þrátt fyr-
ir ítrekuð bréfaskrif til hans en
samningum milli lækna og LSH
hefur verið sagt upp frá áramót-
um.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
félagsins en haft var eftir Guð-
nýju Sverrisdóttur, stjórnarfor-
manni LSH, að til stæði að leggja
niður tvöfalt launakerfi lækna við
spítalann og þannig féllu niður
frá áramótum aukagreiðslur frá
TR vegna læknisverka á spítal-
anum. Læknafélag Reykjavíkur
telur ljóst að stjórnarformaður-
inn hafi fengið rangar upplýsing-
ar um eðli málsins því frá árinu
1988 hafi engar slíkar greiðslur
borist frá TR. Með samningi heil-
brigðis- og tryggingarráðuneyt-
isins hafi fjárlagagreiðslur vegna
svonefndra ferliverka verið flutt-
ar frá TR til spítalanna sem LSH
varð til úr en spítalinn tekið gjald
af sjúklingum á móti.
„Læknafélögin hafa ítrekað
ritað háttvirtum heilbrigðisráð-
herra erindi um nauðsyn sam-
ráðs til farsællar lausnar málsins
en til þessa hafa engar vísbend-
ingar borist um móttöku þeirra.
Kjarni málsins er sá að lög um
heilbrigðisþjónustu voru sett til
þess að vernda hagsmuni hins
sjúka. Það er hlutverk fram-
kvæmdavaldsins að skapa grund-
völl til þess að veita á hagkvæm-
an hátt þá lágmarksþjónustu sem
talin er nauðsynleg á hverjum
tíma. Slíkt verður einungis gert í
samstarfi við þá sem þjónustuna
eiga að veita hvort sem um er að
ræða ríkisstarfsmenn ellegar
verktaka,“ segir í tilkynningu
Læknafélags Reykjavíkur.
Hafa engin svör fengið
frá heilbrigðisráðherra