Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 43 SVEITARFÉLÖGIN er nú öll hvert á fætur öðru að samþykkja fjár- hagsáætlanir sínar fyrir árið 2003. Eru þær víða fremur seint á ferð þar sem þau eru nú í fyrsta skipti að setja þær fram á nýju reikningsskilaformi. Staðan í Kópavogi Staðan í Kópavogi er þó sérstak- lega slæm þar sem enn hefur ekki verið lögð fram nein áætlun. Það er ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að leggja hana fram á sérstaklega boðuðum auka- fundi bæjarstjórnar 30. desember. En það er ekki nóg með að ekkert gangi með að koma saman fjárhags- áætlun, heldur hefur fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár sem staðfesta átti á hinu nýja formi ekki enn verið lögð fram í heild sinni í bæjarstjórn. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá félags- málaráðuneytinu um að það ætti að vera búið fyrir 1. september. Hér er um einstakt sleifarlag að ræða og er það ótrúlegt að bæjarfulltrúum meirihlutans finnist þetta boðlegt. Auk þess sem hér eru brotin lög og reglur sýnir þetta með skýrum hætti í hve miklum vandræðum sjálfstæðis- og framsóknarmenn eiga með að koma saman fjárhagsáætlun fyrir 2003. Skýringanna er að leita í skorti á skipulagi og stýringu af hálfu forystu- manna sjálfstæðis- og framsóknar- manna sem eru æðstu stjórnendur bæjarins. Þeir virðast að auki ekki geta komið sér saman um stefnu og áherslur. Fjármál sveitarfélaga eru alvörumál og þarf að meðhöndla sem slík. Það ætti ekki að líðast að stórt fyrirtæki eins og Kópavogsbær, með fjölda starfsmanna sem rekur mikla og fjölþætta þjónustu, geti haft skýr- an vilja Alþingis að engu og hagað sér að vild. Í fjárhagsáætluninni verða væntanlega kynntar ýmsar hækknir á þjónustugjöldum bæjarins og víst er að íbúar bæjarins komast ekki upp með að borga þau við hentugleika. Langt á eftir Sveitarfélögin í kringum okkur eru komin mun lengra og eru til að mynda Akureyri, Hafnarfjörður og Garðabær búin að samþykkja sínar áætlanir. Því er ljóst að það er hald- lítil afsökun hjá meirihlutanum að segja að kerfisbreytingin sé svo flók- in – vandinn í Kópavogi er heima- tilbúinn stjórnunarvandi og liggur hjá bæjarfulltrúum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Kópavogur langt á eftir Eftir Flosa Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. „Hér er um einstakt sleifarlag að ræða og er það ótrúlegt að bæjarfulltrúum meiri- hlutans finnist þetta boðlegt.“ ÞAÐ er ekki annað hægt en velta fyrir sér því að það þarf alltaf að vera svo að þeir sem setja sig á móti fram- förum sem miða að því að skapa þjóðinni bjartari tíð öllum til handa, eru ávallt þeir sömu og gera mestar kröfur um öflugt og gott samfélag sem veitir öllum þegnum þá bestu þjónustu sem tækni og framfarir veita á hverjum tíma. Það þarf varla heimspeking til að átta sig á því að ef samfélagið á að veita góða þjónustu þarf að tryggja því fjármagn, það verður varla gert án þess að nýta þær auðlindir sem móðir jörð leggur okkur til handa. Að sjálfsögðu er það okkar skylda að ganga vel um jörð- ina og með það til hliðsjónar megum við Íslendingar vera þakklátir fyrir að geta nýtt okkur auðlindir jarðar- innar á vistvænan hátt. Það mætti því ætla hnattvæddum umhverfis- samtökum að hvetja til þess að við Íslendingar tækjum að okkur það hlutverk að framleiða orkufrekar iðnaðarvörur frekar enn leggjast gegn því. Öll getum við eflaust tekið undir þau sjónamið að náttúran sé ekki einvörðungu einkamál hverrar þjóðar heldur heimsbyggðarinnar allrar, þó verður ekki vikið frá því að hver þjóð verður að halda í sitt sjálf- stæði og má ekki líða þrýstihópum að vega að rétti hennar til sjálfstæðr- ar ákvörðunatöku. Tel ég skyldu landsmanna að standa saman að uppbyggingu atvinnuvega á Íslandi og efla framtíð okkar um leið og við stöndum vörð um sjálfstæði þjóðar- innar. Náttúru- auðlindir Eftir Bjarna H. Matthíasson Höfundur er framkvæmdastjóri Raflagna Íslands og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins. „Tel ég skyldu landsmanna að standa saman að uppbyggingu atvinnu- vega á Íslandi.“ mbl.isFRÉTTIR EUROPE V I Ð K Y N N U M Hillusamtæður og einingar Margir röðunarmöguleikar Framúrstefnuleg ítölsk hönnun Massívar einingar GOTT VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.