Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 53

Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 53 Málfundur verður haldinn um niðurleið efnahags heimsins og af- leiðingar þess, föstudaginn 20. desember kl. 17:30 í Pathfinder bóksölunni Skólavörðustíg 6 b, bakatil, segir í fréttatilkynningu. Meðal annars er fjallað um hvort efnahagur Argentínu sé dæmi um það sem er í vændum, um hertar aðgerðir lögreglu og yfirvalda sem eru undirbúningur átaka við vinn- andi fólk, og um Róger Calero, blaðamann á Militant og aðstoð- arritstjóra Perspectiva Mundial, mánaðarrits á spænsku, sem var í haldi útlendingaeftirlitsins í Bandaríkjunum í tíu daga og gæti átt brottvísun á hættu þrátt fyrir löglega búsetu í Bandaríkjunum frá barnsaldri. Fundinn halda aðstandendur sósí- alíska verkalýðsblaðsins The Milit- ant. Í DAG formaður ÍTR, mun setja mótið og leika fyrsta leik þess. Keppt verð- ur í 4 aldursflokkum, flokki fæddra 1987-1989, flokki fæddra 1990-91, flokki fæddra 1992-93 og flokki fæddra 1994 og síðar. Jóla- pakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki. Auk þess verður happdrætti um 3 jóla- pakka í hverjum aldursflokki Þátt- taka er ókeypis. Sólstöðuhlaupið verður að þessu sinni hlaupið laugardaginn 21. des- ember. Þá verður hlaupið frá sól- arupprás (11:21) til sólarlags (15:30), frá og að Vesturbæj- arlauginni. Í megindráttum verður hlaupin sama leið og farin var í vor og haust-maraþonum FM hin- um fyrri (fyrir Laxnesshlaup), þó þannig að farinn er „öfugur hring- ur“ um Grafarvoginn. Áætlað er að vera við Grafarvogs- laugina ca kl. 13:20 -13.35 og við Árbæjarlaugina ca. kl: 14:20-14:35. Drykkir verða í sundlaugum Graf- arvogs og Árbæjar. Sólstöðuhlaup- ið er „félagshlaup“ til þess fallið að styrkja hlaupara andlega og lík- amlega á skammdegistíma, segir í fréttatilkynningu. Sumir hlaupa alla leiðina eða allan tímann, aðrir hlaupa hluta af leiðinni innan til- tekinna tímamarka eftir vilja og mætti eða hvoru tveggja. Hlaupa- hraði er á að giska 6 mín á km. Laugardagsfundur VG. Stjórn borgarmálaráðs VG í Reykjavík boðar til fundar um samstarfið innan R-listans. Fundurinn verður á Torginu, Hafnarstræti 20, 3.h. og hefst kl. 11:00 laugardaginn 21. desember. Frummælandi verður m.a. Steingrímur J. Sigfússon for- maður VG. Kaffi verður á könn- unni. Fundarstjóri verður Steingrímur Ólafsson formaður VG í Reykjavík. Nánari upplýsingar birtast á vef félagsins, www.reykjavik.vg Jólaskákmót Búnaðarbankans fer fram í aðalútibúi bankans í Austurstræti 5, á morgun, laug- ardaginn 21. desember kl. 15 – 18. Átta af níu stórmeisturum Íslend- inga taka þátt í mótinu, sem er hraðskákmót, en alls taka 14 af sterkustu skákmönnum landsins þátt í mótinu. Þar á meðal er Frið- rik Ólafsson sem nýlega vann ein- vígi við Ivan Sokolov í hraðskák. Áhorfendur eru velkomnir í Bún- aðarbankann og fylgjast með meisturunum að tafli. Jólapakkamót Hellis, Kringlan og Taflfélagið Hellir standa að skákmóti fyrir krakka á grunn- skólaaldri í anddyri Borgarleik- hússins á morgun, laugardaginn 21. desember kl. 11–14 Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi og Á MORGUN Í TILEFNI jólanna hefur Bedco & Mathiesen í Hafnarfirði ákveðið að gefa Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna Rosengrens- peningaskáp í stað þess að senda út hefðbundin jólakort til við- skiptavina sinna. Með þessum hætti og með velvilja viðskiptavina okkar viljum við stuðla að eflingu Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna, til að ná fram markmiðum sínum. Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, tekur við peningaskápnum frá starfsfólki Bedco & Mathiesen. Styrkur til krabbameins- sjúkra barna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Landvernd: „Stjórn Landverndar kallar eftir málefnalegum og upplýsandi um- ræðum um virkjanir og náttúruvernd. Stjórn Landverndar lýsir yfir von- brigðum með þá stefnu sem umræðan um Kárahnjúkavirkjun og Norðlinga- ölduveitu hefur tekið. Umræðunni hefur verið beint frá málefnalegri um- ræðu um meginatriði málsins í ómál- efnalegar umræður um fólk, félög og fyrirtæki, sem hafa látið sig málið varða. Ýmsir aðilar hafa verið með að- dróttanir og niðrandi ummæli í stað þess að halda sig við efnisatriði máls- ins. Það gerir málið enn alvarlegra þegar í hlut eiga menn sem gegna mikilvægum opinberum ábyrgðar- stöðum. Stjórn Landverndar varar við órökstuddum aðdróttunum að nafn- greindum vísindamönnum. Vísinda- menn gegna lykilhlutverki í því að afla nauðsynlegra upplýsinga um áhrif mannvirkja á náttúru og um- hverfi og aðeins á forsendum vísinda- legra gagna er mögulegt að taka skynsamlegar ákvarðanir um land- nýtingu. Það er öllum ljóst að skiptar skoð- anir eru um tiltekin álitamál um um- hverfisáhrif framangreindra fram- kvæmda, eins og eðlilegt getur talist í jafnflóknum og víðtækum fram- kvæmdum eins og hér um ræðir. Það er bæði gagnlegt og nauðsynlegt að framkvæmdaaðili, vísindamenn, stjórnmálamenn, umhverfisverndar- samtök og allur almenningur skiptist á skoðunum og upplýsingum um þessi mál. Slík umræða er upplýsandi og styrkir undirstöður lýðræðisins. Vegna gagnrýni á málflutning nátt- úruverndarsamtaka er ástæða til að taka fram að Landvernd beitti sér fyrir víðtækri skoðun á þeim upplýs- ingum sem lagðar hafa verið fram um áhrif Kárahnjúkavirkjunar, bæði þegar málið var til skoðunar hjá Skipulagsstofnun og til úrskurðar hjá umhverfisráðherra. Niðurstaða þess- arar skoðunar var sú að umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar væru um- talsverð og óafturkræf. Meirihluti stjórnar Landverndar taldi það því óhjákvæmilegt að mæla gegn fram- kvæmdum. Þá er rétt að ítreka að stjórn Land- verndar telur að þær upplýsingar sem fram hafa komið um fram- kvæmdir í Þjórsárverum sýni að Norðlingaöldulón muni valda umtals- verðum umhverfisáhrifum á friðlýstu svæði. Það er álit stjórnar Land- verndar að viðhalda eigi verndun Þjórsárvera og að ástæða sé til að stækka ytri mörk verndarsvæðisins þannig að það verði vistfræðileg, vatnafarsleg og landslagsleg heild. Að mati stjórnar Landverndar er afar eðlilegt að erlend náttúruvernd- arsamtök ekki síður en erlend stór- iðjufyrirtæki láti sig varða landnýt- ingu á hálendi Íslands þar sem náttúrufar og landslag á hálendinu hefur alþjóðlegt gildi. Stjórn Land- verndar telur það því hlutverk sam- takanna að miðla málefnalegum upp- lýsingum um áhrif framkvæmda á hálendinu til erlendra samtaka, fyr- irtækja og einstaklinga og vill með því stuðla að upplýsandi alþjóðlegri um- fjöllun um málið.“ Yfirlýsing frá Landvernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.