Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 59 Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvik- myndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Hlemmur Einstök, manneskjuleg heimildarmynd sem varpar ljósi á sárþjáða lítilmagna í hörðum heimi sem við reynum almennt að horfa framhjá. (S.V.) Háskólabíó. En sång för Martin Ein besta mynd Bille Augusts fjallar afdrátt- arlaust um ægilegar afleiðingar miskunnar- lauss sjúkdóms og knýr áhorfandinn til að velta fyrir sér fallvaltleika lífsins. (S.V.) ½ Regnboginn. Harry Potter og leyniklefinn Harry og félagar eru komnir aftur í mynd fullri af frábærum karakterum, ótrúlegum aðstæð- um, spennu og hryllingi. gaman, gaman! (H.L.)  ½ Háskólabíó, Sambíóin. Possession Sannkallað konfekt fyrir augu og eyru, vönduð gæðamynd; skynsamleg blanda af gamni og alvöru: nútíð og fortíð. (S.V.) ½ Háskólabíó. Changing Lanes Vel leikin um afdrifaríkan dag í lífi tveggja manna. Óvanaleg spennumynd því hún veltir fyrir sér siðferði, fjölskylduböndum, heiðri og skyldum, á vitrænan hátt. (S.V.) Sambíóin. Das Experiment Kraftmikil og áhugaverð þýsk kvikmynd sem gerist á hálfum mánuði í fangelsi. Fínir leikarar skapa trúverðugar persónur en hegðan þeirra varpar fram krefjandi spurningum um dýrs- eðlið í manninum. (H.L.)  Háskólabíó. Die Another Day Full löng Bond-mynd þar sem hasarinn ræður ríkjum og húmorinn er kominn í hring. Ágæt- asta afþreying fyrir fólk í góðu skapi og með smekk fyrir fallegu fólki. (H.L.)  Smárabíó, Regnboginn. The Importance of Being Earnest Djörf og lífleg aðlögun á hinu hárbeitta gam- anleikriti Oscars Wilde. Orðaleikir og lúmsk ádeila á gildi aðalsstéttar Viktoríutímans njóta sín í lifandi leik og framsetningu, en sam- þjöppun veldur því að ýmislegt úr leikritinu tapast. (H.J.)  1/2 Regnboginn. Santa Clause 2 Fislétt jólagaman handa yngstu börnunum á bænum. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Ghost Ship Bærilegur hrollur í vönduðum umbúðum en andlaus og endaslepp. (S.V.) Sambíóin. Friday After Next Þessi þriðja mynd Ice Cube og félaga í Friday- seríunni er í senn háðsk og lágkúruleg. Hún nær sér á strik í háðskri framsetningu á nið- urníddu umhverfi fátækra blökkumana í South Central L.A., en fer langt yfir strikið í subbuh- úmor. (H.J.) Laugarásbíó. Knockaround Guys Meðal mafíósamynd með mikla karlmennsku- komplexa. Leikarar á borð við John Malkovich og Dennis Hopper eru tilgerðarlegir brooklyn- töffarar. (H.J.) Smárabíó. The Tuxedo Bardagasnillingurinn Jackie Chan ber vart sitt barr í þessari mjög svohollywoodísku spennu- mynd. Hún er þó á köflum fyndinn útúrsnún- ingur á Bond-hefðinni. (H.J.) Laugarásbíó, Sambíóin. Like Mike Aðeins bandarísk barnamynd þar sem körfu- boltastjörnudraumur munaðarleysingja rætist. Allt í lagi hugmynd, en sagan er þunnildisleg og leikstjórnin léleg. (H.L) Smárabíó. Swimfan Metnaðarlítil, vanmönnuð og glompótt eftiröp- un af Fatal Attraction fyrir unglingamarkaðinn. (S.V.)  ½ Smárabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Einstök, manneskjuleg heimildar- mynd, segir í umsögn um Hlemm. FÁAR íslenskar hiphopsveitir eru eins öflugar á sviði og Bæj- arins bestu, þ.e. þegar þeir félagar eru í stuði og missa ekki stjórn á sér í gassaganginum. Sjaldnast tekst að fanga slíkt stuð á band og því forvitnilegt í sjálfu sér að heyra hvernig þeim tekst að skila stuðinu á plasti. Skemmst er frá því að segja að það tekst bráð- vel, þeir félagar eru kraftmiklir, skrúfa raddirnar í botn og keyra þangað til þær bresta og undir- leikur er allur fyrsta flokks, lögin góð og útsetningar vel heppnaðar. Hljómur á skífunni er sérstak- lega vel heppnaður og skilar kraft- inum vel, til að mynda í tilillagi skífunnar sem fær hjér með mitt atkvæði sem partílag ársins, því- líkt stuð. Önnur lög eru ekki langt undan í fjörinu, til að mynda Í klúbbunum þar sem skemmtilega hallærisleg hljóð undirstrika fjör- mikinn textann, Get ég fengið (1, 2, 3) þar sem þeir fara á kostum í dissinu, Dóri er góður: „Þú gætir ekki afgreitt rappara þótt þú ynnir í Exodus,“ og Kjarri frábær: „Þeir segjast vera underground og rosa margslugnir / eina skiptið sem þið verðið underground er þegar þið verðið jarðsungnir.“ „Ég sem texta“, sem þeir fé- lagar eiga með Birki B, „D.N.A.“ þar sem Dóri kynnir sig („„Ertu Laxness“ úff enn ein spurning frá markaðnum“) og Innanbrjósts sýna að þeir geta líka farið fetið og í Innanbrjósts er ekki verið að gera lítið úr neinum heldur glímt við óendurgoldna ást. Yfirleitt snú- ast rímurnar annars um að dissa aðra rappara, gera að þeim góðlát- legt grín, en þjóðmálin eru líka tekin fyrir, meðal annars í býsna pólitískri stemmu, Málum bæinn rauðan, og í laginu [við erum] sokkin, en í því síðastnefna eru einmitt margir góðir sprettir, til að mynda þessi: „Þetta snýst ekki lengur um vilja fólksins heldur einfalda stærðfræði / sem breiðist út eins og alnæmi, á þeirra máli kallað hagkvæmni.“ Daníel Ólafsson er skrifaður fyr- ir að segja öllum lögunum, nema einu sem þeir félagar semja saman og með aðstandendum Desibel hljóðversins og svo á DJ Gummó eitt lag. Lögin hans Daníels eru öll verulega vel heppnuð og sum framúrskarandi, nefni svalt grúv í „Málum bæinn rauðan“ og „Við erum sokk- in“ þar sem hann notar kassagítara mjög vel. Miklu skiptir fyrir stemmninguna á plötunni að lifandi hljóðfæraleikur kemur víða við sögu, sér- staklega gefur góða raun að nota lifandi bassaleik en ekki tölvubassa, fyrir vikið verður sveiflan í lögunum mýkri og sveigjanlegri og fellur betur að flæðinu í þeim Dóra og Kjarra. Þessi skífa Bæjarins bestu sann- ar að víst eru þeir betri en flestir og ótrúlegt að platan hafi verið tekin upp og hljóðblönduð á tíu dögum, ekki síst þegar við bætist að mörg laganna voru samin á sama tíma. Víst eru hnökrar á skífunni en þeir eru líka til þess fallnir að gæða hana meira lífi. Hugsanlega hefði þó mátt sleppa „þakkalaginu“; það er gaman að heyra það tvisvar til þrisvar en síðan aldrei aftur! Tónlist Betri en flestir Bæjarins bestu Tónlist til að slást við Castor & Pollox Tónlist til að slást við, geisladiskur rapp- flokksins Bæjarins bestu. Liðsmenn eru Halldór „Dóri DNA“ Halldórsson, Daníel Ólafsson og Kjartan Atli „Kjarri“ Kjart- ansson. Arnar Helgi Aðalsteinsson og Villi í Desibel hljóðvinnslu tóku plötuna upp og leika á hljóðfæri, Villi á gítar, bassa og hljóðgervla og Arnar á trommur og hljóðgervla. Skank sá Daníel Ólafsson um. Morgunblaðið/Jim Smart Í umsögn um fyrstu plötu Bæjarins bestu segir að tekist hafi að fanga kraftinn sem býr í sveitinni á sviði. JENS Hansson hefur verið lengi við- loðandi íslenskt tónlistarlíf en þekkt- astur er hann líklegast sem einn meðlima Sálarinnar hans Jóns míns. En það er ekki fyrr en nú sem hann gefur út eigin plötu og eru öll lögin eftir hann. Ber hún nafnið Six Rooms og eru þeir Friðrik Sturlu- son, Jóhann Hjörleifsson, Björgvin Gíslason, Guðmundur Pétursson og Hjörtur Howser honum til aðstoðar við tónlistarflutninginn. „Þetta er svona heimadútlið,“ seg- ir Jens. „Aðdragandinn er langur, ég er búinn að eiga sum lögin nokkuð lengi. Loksins ákvað ég að koma þessu frá mér.“ Elstu lögin eru frá 1989 en Jens segist hafa byrjað að taka upp grunna fyrir þremur árum síðan. „Ég hugðist gefa plötuna út það árið en þá kom Sálin með 12. ágúst þannig að ég ákvað að slá þessu á frest. En núna er Sálin í fríi, engin plata fyrir jólin þannig að ég ákvað að drífa þetta út núna.“ Tónlistinni lýsir Jens sem létt- djassi. „Þarna eru t.d. tvö Sálarlög, „Ekkert breytir því“ og „Hún mun lýsa lengi vel“.“ Grunnhugmyndin að þessu er að kynna mig á erlendum vettvangi. Koma mér jafnvel á fram- færi sem hljóðfæraleikara þar. Markaðurinn hér er auðvitað gríð- arlega lítill.“ Athygli vekur að Björgvin Gísla- son leggur Jensi lið á plötunni, en gítartilþrif hans hafa verið sjald- heyrð í seinni tíð. „Ég og Björgvin erum gamlir veiðifélagar,“ segir Jens og brosir út í annað. Hann viðurkennir að óneit- anlega sé svona stúss ný reynsla fyr- ir sig. „Manni leið eins og litlum krakka þegar maður fékk diskinn í hendur – þetta var eins og að fá fyrsta leik- fangið sitt. En það er bara mjög gaman að standa í þessu.“ arnart@mbl.is SÖNGLEIKJAMYNDIN Chicago fékk átta tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, þar á meðal sem besti söngleikurinn eða gam- anmyndin. Aðalleikonurnar, Renee Zellweger og Catherine Zeta- Jones, voru báðar tilnefndar til verðlauna, sem besta leikkona í að- alhlutverki í þessum flokki. Til- nefningarnar voru kynntar á fimmtudag. Þá fékk kvikmyndin The Hours, sem fjallar um konur sem allar tengjast skáldsögu eftir Virginiu Woolf, sjö tilnefningar, þar á meðal sem besta dramatíska myndin. Nic- ole Kidman var tilnefnd sem besta leikkona í þeim flokki fyrir leik sinn í myndinni og Ed Harris sem besti karlleikarinn. Aðrar myndir sem tilnefndar voru í flokki dramamynda voru About Schmidt, Gangs of New York, Hringadróttinssaga: Turn- arnir tveir og Píanóleikarinn eftir Roman Polanski. Þá fékk gamanmyndin Adapta- tion sex tilnefningar, þar á meðal sem besta gamanmyndin, fyrir besta handritið og Nicolas Cage var tilnefndur sem besti gamanleik- arinn. Aðrar myndir sem tilnefndar vori í þessum flokki voru Nicholas Nickleby, About a Boy og My Big Fat Greek Wedding. Nia Vardalos var tilnefnd sem besta gam- anleikkonan fyrir leik sinn í síðast- nefndu myndinni. Leikkonan Meryl Streep fékk tvær tilnefningar, aðra fyrir leik sinn í The Hours og hina fyrir leik í aukahlutverki í Adaptation. Alls er tilnefnt til Golden Globe- verðlauna í 13 flokkum kvikmynda og 11 flokkum sjónvarpsefnis en það eru erlendir blaðamenn í Holly- wood sem sjá um tilnefningarnar. Vinir, Beðmál í borginni og Simpson-fjölskyldan eru á meðal þeirra, sem keppa um titilinn gam- anþáttur ársins. Dramaþáttur árs- ins verður hinsvegar 24, Undir grænni torfu, The Shield, Soprano- fjölskyldan eða Vesturálman. Verðlaunahátíðin er í janúar og þykir oft gefa vísbendingar um hvaða myndir og leikarar hljóta Óskarsverðlaunin. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna kynntar Chicago með átta tilnefningar AP Julianne Moore, Meryl Streepog Nicole Kidman leika í TheHours, sem var frumsýnd íBandaríkjunum á miðvikudag. AP Atriði úr kvikmyndinni Chic- ago en Catherine Zeta-Jonesleikur eitt aðalhlutverkanna. Árni Matthíasson Jens Hansson gefur út Six Rooms Heimadútlið á hljómdisk Six Rooms er fyrsta plata Jens Hanssonar með hans eigin efni, en hann er þekktastur sem einn meðlima Sálar- innar hans Jóns míns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.