Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opið 10-13
...
er
m
eð
a
llt
f
yr
ir
jó
lin
Gleðileg jól
Gjafabréf Kringlunnar
er frábær jólagjöf.
FYRSTI vetrarsnjórinn féll í gær
í Ólafsvík. Voru börninn í bænum
fljót að taka við sér þegar þau
sáu nýfallinn snjóinn. Þessi
hressu börn voru að leik í sjó-
mannagarðinum og voru í óðaönn
að búa til snjókarl, og renna sér
á sleðum. Hvolpurinn Trína mátti
ekkert vera að því að hugsa um
einhvern snjókarl, þar sem hún
sá í fyrsta skiptið snjó, á sinni
ævi og lék sér áhyggjulaus. Spáð
er vætu víðast hvar um landið á
morgun og jóladag en þó síst
norðanlands og því ljóst að snjór-
inn myndi láta undan síga.
Morgunblaðið/Alfons
Hvít jól í
Ólafsvík
Ólafsvík. Morgunblaðið.
Almannavarnir ríkisins
Ennþá til
en ekki á
fjárlögum
FRUMVARP dómsmálaráðherra
um breytingu á lögum um almanna-
varnir var ekki afgreitt frá Alþingi
fyrir jólahlé og því hefur starfsemi
Almannavarna ríkisins ekki verið
lögð niður og verkefni stofnunarinn-
ar færð til ríkislögreglustjóra eins og
stefnt var að. Samkvæmt frumvarp-
inu áttu lögin að öðlast gildi 1. janúar
2003.
Björn Friðfinnsson, ráðuneytis-
stjóri dómsmálaráðuneytisins, segir
að frumvarpið hafi tafist í meðferð
þingsins en smávægilegar breyting-
ar voru gerðar á því áður en mælt
var fyrir því á Alþingi. Hann vonast
til þess að frumvarpið verði sam-
þykkt á fyrstu starfsdögum Alþingis
eftir áramót.
En þó frumvarpið um breytingar á
lögum um almannavarnir hafi ekki
verið samþykkt þá var gert ráð fyrir
breytingunni á fjárlögum. Sam-
kvæmt fjárlögum fá Almannavarnir
ríkisins engin fjárframlög heldur
fær ríkislögreglustjóri aukna fjár-
veitingu enda átti embættið að taka
við verkefnum stofnunarinnar í árs-
byrjun. Aðspurður segir Björn að
þetta verði leyst með millifærslum á
milli stofnananna. Ekki verði nein
vandræði með að greiða starfsmönn-
um laun.
REKSTRARKOSTNAÐUR
flestra rekstrareininga Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss hefur
lækkað að undanförnu samkvæmt
yfirliti yfir rekstur sjúkrahússins á
fyrstu ellefu mánuðum ársins.
Þó eru undantekningar þar á að
því er fram kemur í greinargerð
Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra fjárreiðna og upp-
lýsinga LSH og eykst vandinn
hlutfallslega á fjórum einingum,
þ.e. skrifstofu, kennslu, vísinda og
þróunar, lyflækningasviði II, slysa-
og bráðasviði og Rannsóknarstofn-
un LSH. Anna segir í samtali við
Morgunblaðið að hér sé þó ekki um
veruleg frávik að ræða. Unnið sé
með sviðsstjórum allra sviða spít-
alans að skoðun á rekstrarkostn-
aðinum.
„Við erum í tengslum við starf-
semis- og rekstraráætlun ársins
2003, í framhaldi af samþykkt fjár-
laga, að vinna með öllum sviðum
spítalans að því að ákveða hvernig
rekstrinum skuli hagað á næsta
ári.
Þá förum við líka ofan í hvað það
er á síðustu mánuðum ársins sem
leiðir til hærri kostnaðar en í mán-
uðunum á undan,“ segir hún.
Landspítali – háskólasjúkrahús
Rekstrarkostnað-
ur flestra eininga
hefur lækkað
ELLEFU af 31 einum framhalds-
skóla á landinu uppfylltu ekki
ákvæði reglugerðar um starfstíma
framhaldsskóla á síðasta skólaári.
Samkvæmt reglugerðinni mega
kennslu- og prófdagar í skólunum
ekki vera færri en 175. Af þeim ell-
efu skólum sem ekki uppfylltu
ákvæði reglugerðarinnar var al-
gengast að 1–5 daga vantaði upp til-
skilinn fjölda daga. Þessar upplýs-
ingar koma fram í tölum sem
Hagstofa Íslands hefur tekið sam-
an.
Í lögum um framhaldsskóla er
kveðið á um að árlegur starfstími
nemenda skuli eigi vera skemmri
en níu mánuðir, þar af skuli
kennsludagar ekki vera færri en
145. Samkvæmt upplýsingum skól-
anna var fjöldi reglulegra kennslu-
daga skólaárið 2001/2002 á bilinu
138 til 152. Meðalfjöldi reglulegra
kennsludaga var 145. Auk þeirra
voru aðrir kennsludagar á bilinu 0
til 9, eða að meðaltali 2. Að jafnaði
voru reglulegir kennsludagar nem-
enda tveimur fleiri á vorönn en á
haustönn. Samkvæmt upplýsingum
skóla var fjöldi daga sem einungis
var varið til prófa og námsmats frá
engum (þ.e. próf og námsmat fóru
fram á kennsludögum) til 34. Hjá 2⁄3
hluta framhaldsskólanna var 29–31
dögum varið til prófa og námsmats.
Kjarasamningar kennara gera ráð
fyrir samtals 175 kennslu- og próf-
dögum á níu mánaða starfstíma
skóla og að auki fjórum vinnudög-
um kennara utan árlegs starfstíma.
Heildarfjöldi vinnudaga kennara á
skólaárinu 2001/2002 reyndist vera
á bilinu 172 til 192. Meðalfjöldi allra
vinnudaga kennara var 180 en 174
þeirra voru á árlegum starfstíma
skóla. Vinnudagar kennara utan ár-
legs starfstíma skóla voru á bilinu 0
til 12 með einni undantekningu.
Ellefu skólar uppfylltu
ekki ákvæði reglugerðar
LOKIÐ er yfirferð yfir samnings-
texta samninganna sem gerðir hafa
verið á milli Alcoa og Landsvirkjun-
ar, ríkisins og Fjarðabyggðar og
hafa samningarnir verið sendir til
höfuðstöðva Alcoa í Bandaríkjunum
til áritunar.
Samninganefndir íslenskra stjórn-
valda, Landsvirkjunar og Fjarða-
byggðar hafa þegar áritað fyrirliggj-
andi samninga og voru allar líkur
taldar á því að fulltrúar Alcoa myndu
árita samningana í gær. Áritun
samninganna er fyrst og fremst
formsatriði skv. upplýsingum Þor-
steins Hilmarssonar, upplýsingafull-
trúa Landsvirkjunar, en stjórnir
Landsvirkjunar og Alcoa fjalla síðan
um málið í heild sinni í fyrri hluta
janúar. Er að því stefnt að öllu
óbreyttu aðsamningar verði form-
lega undirritaðir fyrir lok janúar.
Stjórn Landsvirkjunar kom sam-
an til fundar sl. föstudag þar sem út-
reikningar á arðsemi Kárahnjúka-
virkjunar voru kynntir. Þeir hafa
verið unnir af starfsmönnum fyrir-
tækisins og Yngva Harðarsyni, hag-
fræðingi hjá Ráðgjöf og efnahags-
spám ehf.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður Landsvirkjunar,
sagði engar ákvarðanir hafa verið
teknar á fundinum, enda hefði hann
fyrst og fremst verið til upplýsingar.
Hann vildi ekki upplýsa um arðsem-
isútreikningana en sagði aðeins að
„ekkert óvænt“ hefði komið þar fram
sem kollvarpaði áformum Lands-
virkjunar um að virkja við Kára-
hnjúka og selja orku til álvers Alcoa í
Reyðarfirði. Hann sagði stjórn fyr-
irtækisins næst mundu koma saman
upp úr áramótum en hún hefur sett
sér það markmið að 10. janúar nk.
verði hún búin að komast að niður-
stöðu um orkusölusamninginn við
Alcoa, sem hefur nú verið áritaður.
Um líkt leyti kemur stjórn Alcoa
saman í Bandaríkjunum af sama til-
efni.
Jóhannes Geir sagði yfirferð til-
boða í stíflu og aðrennslisgöng Kára-
hnjúkavirkjunar einnig hafa komið
til tals á fundinum. Hann sagði þá
vinnu ganga samkvæmt áætlun en
starfsmenn ítalska verktakafyrir-
tækisins Impregilo, sem átti lægsta
tilboð í verkið, hafa verið hér á landi
að undanförnu til að fara yfir tilboðið
ásamt starfsmönnum Landsvirkjun-
ar.
Samningar
áritaðir og
sendir til Alcoa
Útboð á
plöntun
500.000
trjáa
RÍKISKAUP hafa, fyrir hönd
Landgræðslu ríkisins, Suður-
landsskóga og Skjólskóga á
Vestfjörðum, óskað eftir tilboð-
um í ýmsar tegundir skógar-
plantna sem til stendur að gróð-
ursetja á árunum 2003 til 2005.
Er óskað eftir tilboði í samtals
um hálfa milljón plantna af
ýmsum gerðum og stærðum.
Fram kemur á heimasíðu
Ríkiskaupa að þess verði krafist
að faglærður garðyrkjufræð-
ingur muni stjórna og hafa um-
sjón með verkinu, að viðkom-
andi hafi tæknilega og/eða
stjórnunarlega getu til að ann-
ast alla þætti útboðsins og að
ræktunarstjóri skuli vera
menntaður garðyrkjufræðing-
ur.
Tilboð verða opnuð hjá Rík-
iskaupum 16. janúar næstkom-
andi.
GERT er ráð fyrir að rann-
sóknaskýrslu um flugatvikið
við Gardermoen-flugvöll í Osló
verði lokið þann 16. janúar
næstkomandi.
Eins og kunnugt var þota frá
Flugleiðum í aðflugi að Gard-
ermoen-velli þann 22. janúar
sl., þegar flugmennirnir hættu
skyndilega við lendingu.
Í ljós kom að umrætt atvik
var alvarlegra en álitið var í
fyrstu.
Norsk flugmálayfirvöld hafa
rannsakað málið í samráði við
Rannsóknanefnd flugslysa á Ís-
landi.
Skýrsla
væntanleg
16. janúar
Flugatvikið
við Gardermoen