Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐRÆÐUR um framtíð R-lista- samstarfsins hafa verið settar í salt yfir jólin, en í gær funduðu oddvitar flokkanna þriggja ásamt borgar- stjóra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að hún hafi boðist til að taka sér frí, meðan hún færi í þingframboð fyrir Samfylkinguna. Oddvitum flokkanna lítist misvel á það tilboð, en unnið verði með það að leiðarljósi að tryggja framgang Reykjavíkurlistans. „Það sem var rætt um og var aðal- málið var að allir voru samstiga í því að Reykjavíkurlistinn skipti máli og við ætluðum að vinna öll að því að tryggja hann og hafa hagsmuni hans að leiðarljósi. Síðan myndum við bara hittast aftur á milli jóla og nýárs, eins og um var talað,“ sagði Ingibjörg Sól- rún þegar hún ræddi við blaðamenn á tröppum heimilis síns, þar sem fund- urinn fór fram. Hún hefur ekki hnikað frá þeirri ákvörðun að fara í framboð. „Ég hef boðið það fram að ég sé tilbúin að sitja áfram sem borgarstjóri og ég sé tilbú- in að vinna fyrir Reykjavíkurlistann í hans þágu. Það tilboð mitt stendur,“ sagði Ingibjörg. Hún játti því að hún hefði boðið sem málamiðlun að taka sér leyfi frá störfum. Það væri skýrt kveðið á um það í samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar að borgar- ritari væri staðgengill borgarstjóra og ekki kæmi til greina að annar tæki við embættinu, farið yrði eftir reglum borgarinnar hvað það varðaði. Innt eftir því hvort oddvitar flokk- anna hafi tekið vel undir þessa lausn sagði Ingibjörg allan gang vera á því. Vildi Ingibjörg ekki segja hvort borg- arfulltrúar Framsóknarflokksins tækju verr í þann valkost að Ingi- björg færi í frí en Vinstri grænir. „Við ætlum að taka okkur hlé yfir jólin og hugsa okkar gang.“ Aðspurð sagðist Ingibjörg ekki ætla að leggjast undir feld í jólafríinu til að íhuga málin. „Ég ætla bara að fara að halda jól eins og annað fólk.“ Borgarstjóri býðst til að taka sér frí Unnið verði með það að leiðarljósi að tryggja fram- gang R-listans Morgunblaðið/Kristinn ALFREÐ Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgar- stjórn, segir ekki nóg að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri fari í leyfi, haldi hún fast við þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til Alþingis. Hún verði að segja af sér ætli hún fram. Vill Alfreð helst sjá ópóli- tískan borgarstjóra, utan hóps borgarfulltrúanna. Hann segir nauðsynlegt að þessi mál skýr- ist fyrir áramót. Eftir fund með oddvitum hinna R-lista flokkanna og borgarstjóra í gær, sagðist Al- freð bjartsýnn á að hægt verði að finna grundvöll fyrir áfram- haldandi samstarfi Reykjavík- urlistans. „Okkar aðalósk er sú að borg- arstjóri starfi áfram á óbreyttum grundvelli. Ef hún hins vegar treystir sér ekki til þess og vill fara í þetta framboð teljum við að hún verði að standa upp úr stóli borgarstjóra og Reykjavíkur- listinn verði að finna nýjan borgarstjóra í hennar stað,“ segir Alfreð. R-listaflokkarnir eigi þó alveg eftir að ræða hvernig eftirmað- ur yrði fundinn, verði það nauð- synlegt. „Borgarstjóri, Ingi- björg Sólrún, starfaði utan flokka í þessu samstarfi og ég held það yrði farsælast að það yrði leitað að aðila sem stendur ekki að þessum þremur flokkum sem standa að Reykjavíkurlista- samstarfinu til þess að jafnræð- is verði gætt,“ segir Alfreð. Inntur eftir því hvort hann hefði sjálfur áhuga á að gegna emb- ætti borgarstjóra sagðist Alfreð svo ekki vera. Hann neitar því að þreifingar séu hafnar við Sjálfstæðisflokk um myndun nýs meiri- hluta, „enda erum við að vinna að því að þetta Reykjavíkurlistasamstarf haldi áfram,“ segir Alfreð. Hann vildi ekki tjá sig um orð Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á heimasíðu hennar um að með framboði Ingibjargar væri úti um R-listasamstarfið. Það sem skipti mestu máli fyrir borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins sé að samstaða ríki milli þeirra sem vinni að málefnum flokksins í Reykjavík og gott samstarf hafi verið milli manna þar á bæ. Framsóknarmenn funduðu á sunnudags- kvöld um stöðuna í R-listasamstarfinu þar sem stuðningur við borgarfulltrúa Fram- sóknar var ítrekaður og studd sú afstaða þeirra að ósamrýmanlegt sé að Ingibjörg sitji sem borgarstjóri og fari um leið fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna. Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki Ekki nóg að Ingi- björg fari í leyfi Alfreð Þorsteinsson STEFÁN Jón Haf- stein, oddviti Samfylk- ingar í R-listanum, segir að grundvallar- ákvörðun í R-listasam- starfinu muni liggja fyrir áður en árið rennur sitt skeið á enda. Hann útilokar algjörlega að Samfylk- ingin myndi meirihuta með Sjálfstæðisflokki. Oddvitar samstarfs- flokka R-lista funduðu með borgarstjóra í gær. „Við vorum sam- mála um að við værum að vinna að því að Reykjavíkurlistasam- starfið héldi örugglega áfram, það væri mjög mikilvægt pólitískt fyrir okkur öll og fyrir Reykvíkinga,“ segir Stefán Jón. Hann vildi ekki tjá sig um hugsanlegar lausnir á þeim vanda sem upp er kominn eða hugsanlegan eftirmann Ingi- bjargar. Hann segir að menn þurfi að tala saman sín á milli án milli- göngu fjölmiðla. Aðspurður segir hann ummæli Valgerðar Sverrisdóttur og Hjör- leifs Guttormssonar, sem eru fé- lagar í samstarfsflokkum Samfylk- ingar í borgarstjórn, um að R-listasamstarfið sé búið að vera, ekki vera hjálpleg. „Hvort það hef- ur verið meðvitaður fjandskapur eða ekki veit ég ekki en það er allavega ekki hjálplegt. En fólk má segja það sem það vill.“ Útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk Borgarfulltrúar R-listans, að Ingibjörgu undanskilinni, funduðu í fyrradag og var nið- urstaða þess fundar að vilji væri fyrir því að halda samstarfinu áfram. Stefán Jón segir að menn hafi viljað setjast niður eftir flokksfundi Framsóknar og vinstri-grænna og bera saman bækur sínar beint og milli- liðalaust. Nú sé næsta skref að leysa málin. „Stórir fundir munu aldrei leysa málið, það gerist ekki þannig. Það er gott að menn hleri sitt fólk og fái umboð og síðan tekur hin raunverulega vinna við. Skeytasendingar utan úr heimi eru ekki hjálplegar því þetta er okkar mál borgarfulltrúanna og það er- um við sem þurfum að bera ábyrgðina hvernig sem fer,“ segir Stefán Jón. „Við þurfum að ná grundvall- arákvörðun í málinu fljótlega og hún mun liggja fyrir fyrir áramót.“ Aðspurður um hvaða niðurstöðu hann óski eftir segist Stefán Jón umfram allt vilja að Reykjavík- urlistinn starfi áfram. „Borgarbú- ar hafa treyst okkur til að vinna saman og í mínum huga kemur ekkert annað til greina. T.d. úti- loka ég algjörlega meirihlutasam- starf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. [...] Það kemur ekki til greina að Samfylkingin fari með Sjáflstæðisflokknum, við unnum ekki þessar kosningar í vor til að gera Björn Bjarnason borgar- stjóra.“ Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu Málið skýrist fyrir áramót Stefán Jón Hafstein EFTIR fund oddvita R-lista flokkanna og borgarstjóra á heim- ili borgarstjóra í gær, sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar og oddviti Vinstri grænna, að hann væri bjartsýnni eftir fundinn en hann var fyrir hann, um að R-listasamstarfið gæti haldið áfram. „Mér finnst allir þarna í [gær- ]morgun hafa talað á þeim nótum að varðveita R-listann. Það væri keppikefli númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Árni Þór. Aðspurður segist hann telja sig hafa heyrt þennan sáttatón í oddvitum allra flokkanna. Aðspurður hvernig honum litist á þann möguleika að Ingibjörg Sólrún tæki sér frí frá stjórnun borgarinnar meðan hún færi í framboð sagðist Árni ekki vilja tjá sig um það í fjölmiðlum. „Við töluðum um að ræða frekar í okkar hópi um frekari lausnir eða hugmyndir að lausnum sem koma upp. [...] Þetta leysist í samtölum okkar í milli, en ekki í fjölmiðlum.“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- arráðherra, Framsóknarflokki, og Hjörleifur Guttormsson, fyrrver- andi ráðherra, Vinstri grænum, hafa bæði á opinberum vettvangi tjáð sig harðlega um atburði síð- ustu daga og gagnrýnt framgöngu Ingibjargar. „Ég veit ekki hvort svona ummæli hafa nein sérstök áhrif, auðvitað geta einstakir ein- staklingar í flokkum okkar haft skoðanir á þessu og haft leyfi til að setja þær fram. Við erum auðvitað bara að vinna að lausn málsins og verðum að vara okkur við því að láta ekki einstök ummæli trufla það,“ segir Árni Þór. Áfram verði unnið að lausn málsins, en nú ætli borgarfulltrúar að reyna að komast aðeins í jólaskap og jólasteik. Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum Bjartsýnni eftir fund- inn en fyrir hann Árni Þór Sigurðsson Í SAMSTARFSYFIRLÝSINGU Reykjavík- urlistans, sem samþykkt var í byrjun febrúar vegna kosninganna í vor er ekki gert ráð fyrir eftirmanni borgarstjóra hætti hann einhverra hluta vegna. Kosningabandalag Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs samþykkti 2. febrúar sam- starfsyfirlýsingu og málefnasamning vegna sameiginlegs framboðs flokkanna til borgar- stjórnar í vor sem leið. „Kosningabandalagið felur í sér samstarf þriggja jafn rétthárra að- ila,“ segir m.a. „Skal við skipan til starfa á veg- um kosningabandalagsins tryggt að jöfnuður sé milli framboðsaðilanna. Jafnræðisregla er hornsteinn og viðmiðun samstarfsins, hvort sem um verður að ræða samstarf í meirihluta eða minnihluta. Miðast samkomulag þetta við að Reykjavíkurlistinn verði í meirihluta.“ Í yfirlýsingunni er kveðið á um að Samfylk- ingin tilnefni formann borgarstjórnarflokks listans fyrsta og fjórða ár kjörtímabilsins, Framsóknarflokkur annað árið og Vinstri hreyfingin – grænt framboð það þriðja. Samið var um skipan 15 efstu sæta á listanum, emb- ætti forseta og varaforseta og embætti full- trúa flokkanna í borgarráði. Um borgarstjóra segir aðeins: „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skipar áttunda sæti framboðslist- ans.“ Samstarfsyfirlýsing Reykjavíkurlistans Ekki gert ráð fyrir eftirmanni borgarstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.