Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SVÞ - Samtök verslunar
og þjónustu óska
aðildarfyrirtækjum og
samstarfsaðilum gleðilegra jóla
og farsæls nýs árs.
AFGREIÐSLA Orkuveitu Reykja-
víkur var opnuð í nýjum höfuð-
stöðvum fyrirtækisins á Bæjarhálsi
1 í gær. Fjöldi iðnaðarmanna var
að störfum við að leggja lokahönd á
frágang en stefnt er að því að verk-
taki afhendi húsið í fyrstu eða ann-
arri vikunni í janúar og húsið verð-
ur þá formlega opnað.
Í gær var enn frekar hrátt um að
litast. Eftir var að ganga að hluta
frá skilrýmum í opnu skrifstofu-
rými sem er einkennandi fyrir hús-
ið og verið var að ganga frá ýmsum
lauslegum munum innandyra og
sitthvað fleira beið úrlausnar. Í síð-
ustu viku var unnið við að malbika
plan og bílastæði fyrir utan.
Guðjón Magnússon, fram-
kvæmdastjóri skrifstofu forstjóra,
segir að óneitanlega hafi veðurguð-
irnir reynst verktökum hliðhollir
að undanförnu þrátt fyrir þann
drátt sem orðið hefur á afhendingu
hússins. Verkið hafi gengið vel að
undanförnu og nú sé loks komið að
verklokum.
300 manns í 14 þúsund
fermetrum
Það var á þrettándanum, 6. jan-
úar árið 2001, sem fyrsta skóflu-
stungan var tekin að byggingunni.
Hornsteinar ehf. og Teiknistofa
Ingimundar Sveinssonar hf. báru
sigur úr býtum í verðlaunasam-
keppni sem efnt hafði verið til um
byggingu nýrra aðalstöðva OR. Þá
var ráðgert að flytja inn í nýja hús-
ið 17. júní 2002. Um uppsteypu sáu
ÞG verktakar en Íslenskir aðal-
verktakar um innréttingar Ýmsar
aðstæður sem upp komu við bygg-
ingu þess, m.a. dráttur á afhend-
ingu byggingarefnis, urðu hins
vegar þess valdandi að
afhendingardagur á nýjum höfuð-
stöðvum var færður aftar á alman-
akið.
Áætlaður heildarkostnaður við
bygginguna var upphaflega 2 millj-
arðar króna. Í dag er hann 2,5
milljarðar.
Fjár til byggingarinnar er að
stórum hluta aflað með sölu á hús-
eignunum við Suðurlandsbraut 34,
Grensáveg 1, Ármúla 31 og Eir-
höfða 11. Tvær fyrsttöldu eignirnar
voru t.a.m. seldar fyrir 1,5 millj-
arða króna.
Í húsinu, sem er 14 þúsund fer-
metrar að flatarmáli, starfa rétt
um 300 manns. Framkvæmdasvið
OR mun hins vegar flytja þangað
seint á næsta ári, að sögn forsvars-
manna fyrirtækisins, og hafa að-
stöðu í iðnaðarhúsi sem var fyrir á
lóðinni. Það hús keypti OR fyrir
450 milljónir og því er heildar-
kostnaðurinn við flutningana í
kringum þrír milljarðar króna.
Til marks um stórhug Orkuveit-
unnar verða um 900 fermetrar af
höfuðstöðvunum leigðir út sem síð-
an gætu nýst Orkuveitunni síðar
meir.
Guðjón segir að viðræður hafi
verið í gangi við nokkra aðila þar
að lútandi en vill ekki gefa upp
hverjir þeir eru að svo stöddu.
Engar skrifstofur
Nýju höfuðstöðvunum er skipt í
tvær byggingar með tengirými á
milli. Vesturhúsið er stálgrindar-
hús klætt með áli en austurhúsið úr
steini. Á milli þeirra er holrými úr
gleri sem jafnframt er inngangur
byggingarinnar. Húsið er sex hæð-
ir auk kjallara. Í tengirýminu er
hátt til lofts og þaðan liggja gangar
á milli austur- og vesturbyggingar
sem tengja saman hverja hæð fyrir
sig.
Í skrifstofurými er parket á gólf-
um en annars staðar að mestu slíp-
uð steinsteypa.
Guðjón Magnússon segir að leit-
ast sé við að nýta gamlan skrif-
stofubúnað í bland við nýjan sem
kominn var til ára sinna og ákveðið
var að skipta út.
Einkennandi fyrir húsið er eftir
sem áður hið opna rými. Þar eru
engar skrifstofur og yfimenn
deilda sem áður voru faldir á bak
við veggi skrifstofunnar eru nú
sýnilegir öðrum starfsmönnum.
Ívar Þorsteinsson, yfirmaður
dreifingardeildar OR, kallar þetta
fyrirkomulag „hjarðrými“. Hann
hefur unnið hjá OR hátt í 30 ár og
kann vel við nýju húsakynnin en
hefur á orði að það eigi eftir að
koma í ljós hversu mikið næði verði
í húsnæðinu með engar skrifstofur.
Hann bendir hins vegar á að fund-
arherbergi séu nokkur á hverri
hæð sem hægt verði að nýta þegar
menn þurfi að loka sig af í
tengslum við fundarhöld.
Katrín Sigurjónsdóttir er aðstoð-
areildarstjóri þjónustuvers og hef-
ur starfað hjá fyrirtækinu í 27 ár.
Henni líst vel á nýju húsakynnin.
Hún bendir á að verklag þjónustu-
versins breytist nokkuð og nú sé í
auknum mæli lagt upp með að
þjónustuverið svari símtölum til
fyrirtækisins í stað þess að skipti-
borð vísi áfram til þjónustuvers.
Með því sé unnt að hraða af-
greiðslu þeirra sem leita til Orku-
veitunnar. Ekki var annað að sjá í
gær en þetta fyrirkomulag gengi
snurðulaust fyrir sig og tölvur og
annar tækjabúnaður var í fínu lagi.
Orkuveita Reykjavíkur flytur í nýjar og glæsilegar 14 þúsund fermetra höfuðstöðvar á Bæjarhálsi
Opin skrifstofu-
rými einkenn-
andi fyrir húsið
Árbær
Morgunblaðið/Golli
Einkennandi fyrir nýju bygginguna eru opin skrifstofurými. Skrifstofur yfirmanna heyra nú sögunni til.
Ívar Þorsteinsson, deildarstjóri hjá OR, segir að það eigi eftir að koma í
ljós hvernig gangi að vinna í opnu skrifstofurýminu í nýju húsakynnunum.
Katrín Sigurjónsdóttir, aðstoðar-
deildarstjóri þjónustuvers, er
ánægð með nýju húsakynnin.
Byggingarkostnaður við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar á Bæjarhálsi er 2,5 milljarðar.
FYRIR nokkrum dögum var tekið í
notkun í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum svokallað „snuddu-
horn“. Snudduhornið er gert úr
hreindýrshornum og hangir við
kálfastíuna í fjósinu en þangað geta
foreldrar komið með börnin sem
vilja skilja snuðið sitt eftir.
Í tilkynningu frá Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum segir að í mörg
ár hafi reyndar viðgengist að for-
eldrar komi með börn sín í fjósið til
að láta þau skilja við snudduna. Þá
hafa dýrahirðar tekið við þeim og
gefið kálfunum eða svínunum áður
en þau fara að sofa á kvöldin.
Nú gefst foreldrum sumsé kær-
komið tækifæri til að koma með
börnin og snuddurnar í fjósið.
Fram kemur í tilkynningunni að
gott geti verið að koma í eina kynn-
isferð og undirbúa athöfnina áður
en afhendingin sjálf fer fram. Snuð-
in séu síðan hengd upp með fal-
legum borða og stundum fylgi lítið
kort með.
Snudduhorn í
Fjölskyldu-
og húsdýra-
garðinum
Laugardalur