Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Knattspyrnufélag Akureyrar sendir félagsmönnum, stuðningsaðilum, velunnurum, KA-klúbbnum í Reykjavík, sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og foreldrum þeirra og dyggum stuðningsmönnum um land allt bestu jóla- og nýárskveðjur. Sjáumst gul og glöð á nýju ári Knattspyrnufélag Akureyrar ALLS voru 6 ungmenni hand- tekin í heimahúsi á laugardags- kvöld, en grunur hafði vaknað hjá lögreglu um fíkniefna- neyslu þar. Við leit í húsinu fundust 20 g af amfetamíni og um 5 g af kókaníni auk lítils- háttar af hassi og tækjum og tólum til neyslu. Talsverður erill hefur verið hjá lögreglu síðustu daga, en 14 umferðaróhöpp er skráð í síð- ustu viku og var fólk flutt á slysadeild úr 6 þeirra þó enginn hafi hlotið alvarleg meiðsl. Tveir árekstrar urðu á sunnu- dagskvöld, annar á hringtorgi á Borgarbraut/Hlíðarbraut laust fyrir kl. 21 og hinn skömmu síð- ar á mótum Strandgötu og Glerárgötu. Bifreiðar skemmd- ust mikið, en meiðsl urðu ekki á fólki. Alls hafa 5 verið teknir grun- aðir um ölvun við akstur síð- ustu daga og 9 voru kærðir fyr- ir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 5 þjófnaði og nokkuð var um minniháttar eignaspjöll. Ungmenni handtekin vegna fíkni- efnamáls María komist úr hjólastólnum. Við höldum í vonina um að með mark- vissri þjálfun muni það takast með tímanum. Þetta er langtímaverk- efni og ekkert gefið fyrirfram um hvernig það muni enda.“ Mikil umskipti fyrir fjörkálfinn Hann segir Sigrúnu Maríu hafa tekist ótrúlega vel að laga sig að breyttum aðstæðum og hún sé í góðu jafnvægi. Eins og hún hafi búið yfir aukastyrk sem komið hafi í ljós eftir áfallið í kjölfar slyssins. „Því þetta hefur orðið meiri röskun á högum okkar allra í fjölskyldunni en maður átti von á.“ Umskiptin hafi verið mikil fyr- ir stúlkuna, sem áður var óvenju mikil fyrir sér, alltaf á ferðinni úti að leika sér eða í heimsókn hjá vinkonum. Óskar segir fjölskylduna hvar- vetna hafa notið stuðnings á erf- iðum tímum og þau eigi marga og góða vini sem létt hafi þeim róð- urinn. „Það sem okkur er efst í huga, eftir að hafa lent í þessum að- stæðum er hinn gríðarlegi sam- hugur og samhjálp sem við höfum fundið fyrir. Ég er djúpt snortinn og þakklátur fyrir að þessi eig- inleiki skuli finnast í þjóðarsálinni. Þá verður seint þakkað það góða heilbrigðiskerfi sem við Íslend- ingar búum við, því það að lenda í aðstæðum líkum þeim sem við lentum í er fjárhagslega ofviða hverri fjölskyldu. Fjölmargir lenda í því að líf þeirra umbyltist á einni sekúndu, þannig var það hjá okkur og getur hent hvern sem er. Þá sannast að stutt er milli feigs og ófeigs,“ seg- ir Óskar og þakkar að allir skyldu komast lífs af úr slysinu. Þau Óskar og Lovísa vildu í lok- in koma á framfæri innilegu þakk- læti til allra sem hefðu veitt fjöl- skyldunni styrk og stuðning eftir umferðarslysið, heilbrigðisstarfs- fólki ytra og hér heima, vinum sem höfðu frumkvæði að stuðn- ingsátaki sem gerði fjölskyldunni kleift að flytja í hentugt húsnæði, einstaklingum, fyrirtækjum og fé- lögum sem á einn eða annan hátt hefðu stutt við bak þeirra. óteljandi iðnaðarmanna vegna þessa, „það eru allir boðnir og búnir að aðstoða,“ Gat notað svolítið táknmál fyrstu dagana Sigrún María hefur farið í skól- ann á hverjum degi nú frá því fyrr í haust og gengið vel. Meðfram er hún í sjúkraþjálfun á Bjargi þrisv- ar í viku og fer í sund á Kristnes- spítala. Vinstri hönd hennar var alveg föst fyrst eftir slysið og þá talaði hún ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að hún vaknaði á sjúkrahúsinu í Danmörku. „Hún kunni svolítið hrafl í táknmáli, sem hún hafði lært á leikskólanum og gat notað það,“ segir Óskar, en eftir að hún fór í talþjálfun komið málið fljótt. Hann segir að ótrú- lega vel gangi í skólanum og skilningur og tjáning sé í lagi. Höndin hefur einnig lagast með tímanum. Hann segir að nú sé aðal- áherslan lögð á að þjálfa fæturna. „Það verður ströng barátta og við vonum svo sannarlega að hún muni leiða til þess að Sigrún „ÉG BJÓ til alveg ótrúlega flotta gjöf handa mömmu og pabba,“ sagði Sigrún María Óskarsdóttir, 8 ára stúlka á Akureyri, en hún slasaðist alvarlega í umferðarslysi þegar hún var með foreldrum sín- um og systkinum í sumarleyfi í Danmörku í byrjun júlí á liðnum sumri. Sigrún María var í lífs- hættu um tíma eftir slysið, sem varð 5. júlí síðastliðinn skammt sunnan við bæinn Herning. Hjúkr- unarfræðingur sem leið átt hjá kom henni til bjargar, en hún var þá í hjarta- og öndunarstoppi. Fjölskyldan, hjónin Óskar Þór Halldórsson og Lovísa Jónsdóttir ásamt börnunum Kjartani Atla, 11 ára og Dagnýju Þóru, 3ja ára, auk Sigrúnar Maríu dvaldi í Dan- mörku til loka júlí, en þá var stúlkan flutt þaðan og á barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem tók við um mán- aðardvöl. Gekk ekki upp að vera á tveimur hæðum Frá því í haust hefur fjölskyldan leitað að hentugu húsnæði, en tveggja hæða raðhúsíbúð hennar við Dalsgerði hentaði ekki eftir að Sigrún María var komin í hjóla- stól. Þau fluttu svo í einbýlishús á einni hæð, við Reynilund 6, nú fyr- ir skömmu og hafa verið að koma sér þar fyrir síðustu daga. „Það gekk ekki upp að vera á tveimur hæðum og við fórum ekkert með Sigrúnu Maríu milli hæða, upp þar sem svefnherbergin voru og bað- herbergið,“ segir Óskar, en þau hjón bjuggu um dóttur sína í stof- unni á neðri hæðinni og fóru með hana í bað út í bæ. „Svona fyr- irkomulag gengur í einhvern tíma, en ekki lengi,“ segir Óskar og bætir við að fjölskyldan sé ánægð með að vera nú flutt í Reynilund- inn. Þau vildu ekki skipta um skólahverfi, m.a. vegna þess hver gott aðgengi er fyrir hjólastóla í Lundarskóla. Töluverðar breyt- ingar varð að gera á hinu nýja húsnæði fjölskyldunnar, m.a. stækka baðherbergi og breikka hurðir til að bæta aðgengið. Óskar segir þau hafa notið aðstoðar Fjölskylda sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Danmörku flutt í hentugra húsnæði Efst í huga hinn gríðarlegi samhugur og samhjálp Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Mér finnst gaman að tala við Kíkí,“ segir Sigrún María, en hún átti afmæli örfáum dögum fyrir slysið og óskað sér páfa- gauks í afmælisgjöf. Bangsaleikur er þó skemmtilegasti leik- urinn sem hún fer í og í skólanum er það heimilisfræðin og hannyrðirnar sem eiga hug hennar allan. Sigrún María Óskarsdóttir á Akureyri, lengst til hægri ásamt fjölskyldu sinni í nýju húsnæði við Reynilund. Fyrir aftan Sigrúnu er móðir hennar, Lovísa Jónsdóttir, þá Kjartan Atli, Dagný Þóra og Óskar Þór Halldórsson. NÚ fyrir jólin hefur nokkur hópur fólks komið saman á handverks- og tómstundamiðstöðinni Punkt- inum á Akureyri til að búa til eða endurgera „jólatré bernsku sinn- ar“. Sýning með sama heiti hefur svo staðið yfir á Punktinum þar sem gefur að líta fjölbreytt jólatré. Íslendingar fóru að skreyta heimili sín með jólatrjám á seinni hluta 19. aldar. Mörg þeirra voru heimagerð, unnin og skreytt úr efnivið sem til féll. Slík tré hurfu um miðja 20. öld, viku þá fyrir innfluttum jólatrjám. Starfsfólkið á Punktinum vildi endurvekja þessa gömlu hefð, sem var að falla í gleymsku og því var efnt til sýningarinnar og fólk hvatt til að koma og búa til jólatré bernsku sinnar. Jökull Guðmundsson er einn þeirra sem mætti á Punktinn til að endurgera tré bernsku sinnar. Jökull smíðaði jólatré eins og karl faðir hans gerði. Hann átti eftir að vefja greinarnar með grænum kreppappír og skreyta það þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn. „Þetta verður tré eins og ég ólst upp við. Ég lofa því ekki að hætta með lifandi tré en þetta verður jólatréð í ár,“ sagði Jökull. Á Punktinum er því orðið ágæt- is safn ólíkra tráa, gamalla sem og endurgerðra, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Fremst á henni má sjá jólatré sem Sveinn Vigfússon frá Þverá í Skíðadal smíðaði en það er nú í eigu Vignis sonar hans. Hin trén smíðaði Jón Björnsson frá Dalvík 1942. Tréð t.v. var í notkun til ársins 1965 og á því voru raf- magnskertaljós. Það er nú í eigu Ágústínu G. Jónsdóttur. Tréð til hægri á myndinni er í eigu Brynj- ars H. Jónssonar sonar Jóns smiðs og var jólatré fjölskyldunnar á Svertingsstöðum í Eyjafirði þar sem Brynjar ólst upp. Jólatré bernsk- unnar Gervijólatré sem búið var að hressa upp á á Punktinum. Morgunblaðið/Kristján Jökull Guðmundsson smíðar jólatré að hætti föður síns. JÓLASKÁKMÓT Skákfélags Akureyrar fór fram um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið í bænum. Alls tóku 33 krakkar þátt í mótinu. Veittir voru jólapakkar í verð- laun auk þess sem jólasveinninn mætti á svæðið og fengu allir krakkar góðgæti úr poka hans. Mótið tókst í alla staði mjög vel og óhætt að fullyrða að hér verði um árlegan viðburð að ræða. Í yngsta flokknum, flokki 9 ára og yngri, varð Alexander Arnar Þórisson efstur með 4 vinninga úr 6 skákum. Í flokki 10-12 ára sigraði Jón Heiðar Sigurðsson með 4 1/2 vinning og í flokki 13-15 ára varð Ágúst Bragi Björnsson hlutskarpastur með 5 1/2 vinning. Föstudagskvöldið 27. desem- ber kl. 20:00 heldur félagið svo jólahraðskákmót í opnum flokki og er það opið öllum. Daginn eft- ir, laugardaginn 28. desember kl. 13:30 er svo barna- og ung- lingaæfing hjá félaginu að venju. Jólaskákmót FRIÐRIK V. Karlsson matreiðslu- maður og eigandi veitingastaðarins Friðriks V. á Akureyri hefur gefið út bókina V. (fimmti). Í bókinni er að finna fjölda uppskrifta af grænmet- is-, kjöt- og fiskréttum ásamt eftir- réttum og brauðum. Þá er fjallað um vín auk þess sem góð ráð við grillið eru veitt. Bókin er bæði á íslensku og ensku. Hún fæst á veitingastaðnum Friðriki V., í Nettó, Úrvalsverslun- unum og betri bókaverslunum. Matreiðslu- bókin V. komin út Morgunblaðið/Kristján Friðrik V. Karlsson matreiðslumað- ur með konu sína, Arnrúnu Magn- úsdóttur, sér við hlið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.