Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BARNABÆKUR undanfarinna ára hafa breyst mikið frá því fyrir rúmum áratug. Meiri léttleiki er yfir þeim og stundum er það þannig að við liggur að þær fari út í hreinan vit- leysisgang. Áður var söguþráðurinn hins vegar með yfirþyrmandi sam- félagslegar greiningar og alls konar vandamál voru í miðpunkti. Mark- miðið nú er hins vegar að gera bækur skemmtilegar til að þær geti talist samkeppnisfærar við aðra afþrey- ingu sem stendur fólki til boða. Það er til að fá börn til að lesa bækur. Bókin Skúli skelfir og leynifélagið lýtur við fyrstu kynni þessum lög- málum. Það er gengið talsvert langt í að gefa sögunni skemmtilegan blæ, en eftir að hafa lesið góða stund áttar lesandinn sig á að að baki búa sterk og skýr skilaboð til hans. Bókin býr nefnilega yfir heil- miklum boðskap og segja má að þetta um- fjöllunarefni hafi verið talsvert ofarlega á baugi hér á landi að undanförnu. Það snýst um einelti. Og þá spyrja menn áreiðanlega sjálf- an sig hvernig nokkur maður geti fundið það út. Bókin Skúli skelfir og leynifélagið fjallar um ósköp venjulegan strák. Hann er talsvert líflegur og fær ýms- ar hugmyndir sem ekki er hægt að segja að séu hefðbundnar. Hann virðist ekki geta látið nokkurn mann í friði og samskipti hans og annarra í fjölskyldunni eru nákvæmlega eins og við viljum ekki að þau séu. Hann er raunverulegur skelfir og telur sig væntanlega vera tals- verðan karl í krapinu. En hann er ekki mikil hetja, til dæmis þegar hann stendur frammi fyrir því að fá sprautu. Þá finnur hann allar mögulegar leiðir til að komast hjá því að vera sprautaður, en það er að sögn frekar algengt meðal karlmanna. Þeir eru frekar hræddir við sprautur. Bróðir Skúla er Finnur og hann er að áliti eldri bróðurins al- gjörlega óþolandi. Hann er nefnilega nánast fullkom- inn, eiginlega svo fullkominn að hon- um sjálfum þykir nóg um. Og þess vegna ákveður hann að grípa til ým- issa prakkarastrika, sem við fyrstu sýn virðast runnin undir rifjum Skúla og þá beinist athyglin strax að honum. Finnur á að vera svo góður og engum dettur í hug að hann geri neitt af sér. Höfundurinn er bandarísk kona, Francesca Simon, sem samkvæmt bókarkynningu er búsett í Lundún- um og er gift breskum manni. Þegar líða tekur á lestur sögunnar verður lesandanum ljóst að þarna er í raun og veru alvöru saga, þar sem verið er að fjalla um raunverulega daglega tilveru fjölskyldna. Mörgum foreldr- um þykja afmælisveislur barna sinna til dæmis fyrirkvíðanlegar og sú er raunin hjá foreldrum Skúla. Og á hverju ári segja þau, að þetta sé sú síðasta. En þau gefa alltaf eftir þegar til kastanna kemur. Teikningarnar eru eftir Tony Ross og gera bókina mun aðgengilegri. Þýðing Guðna Kolbeinssonar er frá- bær eins og löngum áður. Þetta er skemmtileg bók fyrir líflega krakka, en það er kannski ekki rétt að þau læri mikið af hegðun Skúla skelfis. Fjölskylduskelfirinn Skúli Sigurður Helgason BARNABÓK Skúli skelfir og leynifélagið Teikningar eftir Tony Ross. Íslensk þýðing Guðni Kolbeinsson, 96 bls., JPV-útgáfa, 2002 FRANSESCA SIMON Guðni Kolbeinsson ÁTTUNDU og síðustu tónleikar „15:15“ tónleikaraðarinnar fóru fram í Nýja sal Borgarleikhússins undir yfirkriftinni „Næturtón- leikar á sólstöðum“. Mætingin var furðumikil miðað við árstíma, verkefnaval og ranga klukkutíma- setningu [20] í „Stað & stund“ og teldist jafnvel prýðisgóð í háklass- íkinni. Af einhverjum ástæðum fengust ekki einu sinni tilurðarár verka gefin upp í ofurknappyrtri tón- leikaskránni, en trúlega voru þau frá öndverðum síðasta aldarfjórð- ungi. Öll þrjú áttu sameiginlegt hvað tónlistin virtist í heild kyrr- stæð og ómarksækin í vestrænum skilningi; stundum nærri svefn- gengilsleg, en þó mismikið. Eftir hinn japanska Nestor módernism- ans, Toru Takemitsu (1930–96) var fyrst flutt Rain Tree fyrir „þrjá slagverksleikara“, nánar til tekið á tvær marimbur með víbrafónista sín á milli, en hver auk þess með nokkrar krótalklingjur og einn með 3 nótur af klukkuspili á þræði. Í löndum sem lán eiga til að þekkja lóðrétta rigningu var vel hægt að skynja verkið sem dropa af garðtré í punktastíl (með til- vísun í ummæli tónskáldsins um verkheitið í tónleikaskrá), þó að íbúar kaldtempraða beltisins sæju kannski frekar fyrir sér klakahöll. Undir lokin brast hins vegar á mínímalískur þrástefjakafli, er hleypti undarlegri óeirð í þetta annars blýkyrra en fallega kort- érslanga verk, hársamtaka leikið af þrem slagverksmönnum Bendu- kvartettsins og m.a.s. gætt takt- fast æsandi kúnstum ónefnds dep- illjósastjóra að hætti þungarokks- viðsmeistara. Tvíþætt seinna verk Takemit- sus, Litany fyrir píanó, var þessu næst leikið af píanista hópsins, Snorra Sigfúsi Birgissyni. Í Adag- io (I.) bar mikið á krydduðu im- pressjónísku akkorðuferli er minnt gat ýmist á Debussy eða framsæk- inn djass; kyrrlátt og dulúðlegt út í gegn í vel tímasetinni túlkun. Seinni þættinum (Lento mister- ioso) óx ásmegin um miðbik með vaðandi klasakös en hvarf aftur í griðvæna gaupn sér undir í lokin í afar skáldlegri útfærslu píanist- ans. Síðast var leikið Dream Sequence (Images II) eftir George Crumb fyrir fiðlu, selló, píanó, slagverk (Pétur Grétarsson) og tvær „glasahörpur“ – þ.e. barm- nudduð „tónglös“ eins og börn og rauðvínsunnendur þekkja – sem knúð voru stöðugt inni í opnu rauðlýstu hliðarherbergi af Egg- erti og Steef með annarlegum sær- ingarhreyfingum. Auk þess var pí- anistinn við og við látinn nudda þrjú glös hjá sér. Vofulegur sí- seimurinn – ásamt ofurgisinni áferð hinna hljóðfæranna á litlum styrk (varla nokkurn tíma sterkar en mp) kom manni smám saman í mók sem hvað svæfingarmátt varðar stappaði nærri fiðlukonsert Philips Glass. Ljóst var hvað höf- undur var að fara löngu áður en stykkið var hálfnað, enda sáralitlu bætt við eftir það. Fóru því flestir háttbúnir heim við hæfi. TÓNLIST Borgarleikhúsið Takemitsu: Rain Tree; Litany. Crumb: Dream Sequence (Images II). Slagverks- hópurinn Benda (Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson, Snorri Sigfús Birgisson). Gestir: Zbigniew Dub- ik fiðla, Sigurður Halldórsson selló. Laug- ardaginn 21. desember kl. 22. SLAGVERKSTÓNLEIKAR Svefn- ganga í rigningu Ríkarður Ö. Pálsson VÆGT væri til orða tekið að kalla aðsóknina að fyrstu af þrennum að- ventutónleikum Kórs og Grad- ualekórs Langholtskirkju sl. föstu- dagskvöld „fjölmenna“, því kirkjan var bókstaflega troðfull út úr dyr- um. Og það þrátt fyrir seina tíma- setningu ofan í langa dagskrá, er lauk litlu fyrir hálftvö næsta morg- un; trúlega eina lengstu aðventu- tónskrá er um getur í fjölbreyttu framboði höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin var innrömmuð af tveim syrpuverkum eftir sænska tónskáldið Anders Öhrwall með Gaudete fyrir kór og hljóðfæri í byrjun og Fjögur jólalög í lokin. Lífleg verk og vel unnin, einkum hið fyrra sem byggt var upp úr 10 ým- ist frumsömdum lögum eða útsetn- ingum á minna þekktum jólalögum. Tengt var saman með millispilum þar sem flauturnar og fagottið settu laufléttan hátíðarbakgrunn við tær- an söng beggja kóranna sitt hvorum megin við orgelið. Eftir Englakór frá himnahöll (Gloria in excelsis Deo), elzta jóla- sálm kristninnar sem sunginn var við almennan söng, söng Graduale- kórinn Á jólanótt eftir Jón Ásgeirs- son, ásamt einsöng Ragnheiðar Helgadóttur og Þóru Sifjar Frið- riksdóttur Heil sért þú María (e. Dakar Harley) og franska jólalagið Kemur hvað mælt er, Jól, jólasmell Jórunnar Viðar og – við einsöng Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur – Ave María Sigvalda Kaldalóns. Eft- ir almennan söng í Bjart er yfir Betlehem (Good king Wenceslas) var nærri hálftíma hlé þar sem boð- ið var upp á jólasúkkulaði og jóla- piparkökur í safnaðarheimilinu. Gradualekórinn söng þá Hvítu jól Irvings Berlins í hálfgerðri „din- ner“-útsetningu H. McCarthys, og með svipuðum blæ voru þrjú lög fullveðja kórsins í útsetningu Magn- úsar Ingimarssonar, Okkar fyrstu jól e. Helga Þór Ingason, Heilög stund og hátíð er um jólin (Martin) og Hin fyrstu jól (Ingibjörg Þor- bergs) með undirleik á píanó, trommusett og kontrabassa; allt flutt af mjúkum þokka nema hvað tempóvalið var heldur svæfandi. Hin vaggandi litla gómdilla Jóns „bassa“ Sigurðssonar, Jólin alls staðar, var mynduglega forsungin af barnabarninu Ólafi Kjartani Sig- urðarsyni er einnig söng einsöng með kórnum í Konungunum þrem e. Peter Cornelius (úts. Ivor Atkins) með frjálsri laglínu ofan á Bach- kóralnum Sjá morgunstjarnan blik- ar blíð. Jólalögin í útsetningu Öhrwalls voru Nú ljóma aftur ljósin skær (E. Köhler), Þá nýfæddur Jesús (Kirk- patrick), pílagrímslagið Fögur er foldin og Hljóða nótt (Heims um ból Grubers). Ólöf Kolbrún söng þá for- söng í Nóttin var sú ágæt ein (Kaldalóns) og Ó, helga nótt eftir Adam, en loks var almennur söngur í Guðs kristni í heimi. Sem fyrr var ljómandi vel frá flestu gengið og að- eins til baga silalegt hraðaval stjórnandans í léttari lögum sem var illskiljanlegt. Enda ekki við óviðráðanlegan hljómburð að etja í guðshúsi Langhyltinga. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Langholtskirkja Aðventutónleikar Kórs og Gradualekórs Langholtskirkju með inn- og erlendum jólasöngvum. Einsöngvarar: Ólafur Kjart- an Sigurðarson og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Bernharður Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir flauta; Hafsteinn Guðmunds- son fagott, Halldór Torfason einsöngur, Jón Sigurðsson kontrabassi, Kjartan Valdimarsson píanó, Guðmundur Sigurðs- son orgel, Monika Abendroth harpa, Pét- ur Grétarsson slagverk, Ragnheiður Helgadóttir/Þóra Sif Friðriksdóttir ein- söngur. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Föstudaginn 20. desember kl. 23. KÓRTÓNLEIKAR Nóttin var sú ágæt ein Depill í fjársjóðs- leit er eftir Eric Hill í þýðingu Reynis Hlíðars Jóhannssonar. Öll börn elska Depil, sem er þekktur um allan heim. Hér hefur pabbi hans búið til skemmtilegan leik handa honum. Börnin lyfta flipunum á hverri síðu og hjálpa Depli og vinum hans að leita að földum hlutum, og ráða fram úr vísbendingum sem leiða til skemmtilegs og óvænts endis. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 24 bls. Verð: 1.480 kr. Börn Mannkýrin sem dreymir mennska drauma nefnist önnur ljóðabók Kjart- ans Jónssonar. Sú fyrri nefnist Í landi þrífætlunnar og kom út árið 1997. Ljóð MEÐ þessari snotru bók hefur hinn kunni fræðimaður, Jón Torfa- son, samið greinargott yfirlit yfir hlutdeild og sögu ofangreindra hús- dýra í íslenzkri búskaparmenningu, dýra, sem hafa ekki notið sömu virðingar sem hin æðri húsdýr: sauðkind, kýr og hestur, enda ólíku saman að jafna. Það var ólíkt glæsi- legra að teygja vakran jó, karl- mannlegra að ryðja vetrarbeit harðvítugum sauðarhópi heldur en kasta úrgangi fyrir rýtandi svín eða tína saman egg og fleygja rusli fyr- ir pútur. Allt um það hafa þessar tegundir skipt máli í lífsafkomu þjóðar. Bók- in er því fengur fyrir alla fróðleiks- fúsa landsmenn, sem vilja vita skil á hinni margvíslegu uppbyggingu íslenzkrar hagsögu, ekki sízt nú, þegar mannlífið tekur slíkum breyt- ingum, að jafnvel sjálfsögðustu hversdagshlutir í lífi þess fólks, sem er sökum tímans rás að hverfa nú á eilífðarbraut, eru óðum að týnast og gleymast. Ekki er víst, að unga kynslóðin þekki orf frá árum eða mun á heyhrífu og mykjukvísl; hins vegar getur hún skipzt á fróðleik og hugmyndum við jafnaldra hinum megin á hnettinum í gegnum gervi- hnetti. Kaflinn um loðdýr – ref og mink – er ítarlegastur; þar rekur höf- undur í stórum dráttum samskipti sauðfjárbænda við erkióvininn, ref- inn, sem gjarna vildi gæða sér á kindakjöti og sýndi ótrúlegan dugn- að í þá veru. Vart er ofmælt, að skæðir dýrbítir gátu einatt ógnað afkomu fátækra bænda, sem voru varnarlitlir þar til traust skotvopn komu til sögunnar, sem varð ekki fyrr en eftir miðja 19. öld. Síðan gerir höf- undur grein fyrir því, hvernig óvinurinn breytist í vinalegt hús- dýr og ný búgrein, refarækt og sala loð- skinna, hófst. Í fram- haldi af því var minkur fluttur til landsins, en það er skringilegur ferill í íslenzkri land- búnaðarsögu, sem á sér helzt hliðstæðu í sögu fjárkláðans. Höfundur tekur hin- ar tegundirnar svipuð- um tökum að því breyttu, að hér er um að ræða húsdýr, s m hafa fylgt mönnum frá upphafi byggðar hér og deilt kjörum með þeim. Hann reku hinn t kmarkaða og tilvilj- unarkennda fróðleik, sem um þau er að finna í fornum heimildum, en gerir síðan grein fyrir þeim breyt- ingum, sem orðið hafa á ræktun þeirra og meðferð á síðustu öld til þessa dags. Víða fléttar höfundur fimlega inn í frásögn sína atvik, þar sem dýrin tengjast menningarsögu. Eins og höfundur getur um er frægasti hani veraldarsögu hins kristna heims sá, sem náði aðeins að gala tvisvar, þegar sánkti Pétur afneitaði meist- ara sínum þrisvar. Hins vegar saknar höfundur þessa pistils þess, að Jón skuli ekki jafn- framt minnast á fræg- ustu hana íslenzkra bókmennta, Árgalans, í einu kunnasta lík- ingakvæði Þorsteins Erlingssonar, sem á á hættu að verða hengd- ur og étinn fyrir bráð- læti að lýsa nýjum degi, það er nýrri öld – nýrri byltingaröld, og um hinn má lesa í Kvæðinu um afdrif hanans, snjöllu háð- kvæði eftir Jón Helga- son. Hani sá var fjötr- aður og færður til tugthúss að skipan sýslumanns fyrir að trufla með gali sínu morgunlúra frægrar leiklist- arhetju danskrar ættar. Haninn gleymdist í dýflissunni meðan þorpsbúar rifust um valdníðslu yf- irvaldsins, en hænurnar grétu ást- vin sinn, og haninn »…lá á gólfinu hordauður nár / og hefur og verið það síðan«. Höfundur hefði mátt leggja meiri áherzlu á mikilvægi þess, að við Ís- lendingar gætum vel að fornum, ómetanlegum arfi sem kann að leynast í genum þess bústofns, sem fluttist hingað fyrir rúmum 11 hundruð árum. Það tókst að bjarga hundinum og e.t.v. hænsnum einn- ig, en hið granna, harðgera land- námssvín er útdautt. Allnokkuð er fjallað um félög bænda og forkólfa, sem stunda ræktun þesara teg- unda. Vissulega hefði mátt stytta þann hluta, enda á hann erindi við fáa lesendur og á öðrum vettvangi. Málfar er eins og við mátti búast yfirleitt gott, letur þægilegt til af- lesturs og pappír góður. Bókaútgáf- an Hofi í Vatnsdal gefur bókina út. Það er allmerkilegt fyrirtæki, sem fer þó ekki mikið fyrir á markaði. Hins vegar hefur það gefið út margar bækur af þjóðlegum toga. Bækur forlagsins bera ávallt sín sérkenni og er það vel. Þó má að því finna, að litgreining mynda er sjaldnast nógu góð og á það við um þessa bók sem ýmsar fleiri. Hvað sem öðru líður er hér á ferð bók, sem gaman er að gefa fróðleiksfúsu fólki og gott að eiga í eigin bóka- skáp. Ágúst H. Bjarnason BÆKUR Náttúrufræðirit Aðalhöfundur: Jón Torfason. 216 bls. Út- gefandi er Bókaútgáfan Hofi, 2002. MELRAKKI – LOÐDÝR, HÆNSN, GEITUR OG SVÍN Búskapar- menning Jón Torfason ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.