Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 33

Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 33 PETER Jackson færir kvikmynda- aðdáendum hér annan hluta hringa- dróttinsþríleiksins sem svo sannar- lega hefur verið beðið eftir um allar jarðir, en fyrsti hluti þríleiksins var jólamynd síðasta árs og þriðji hlut- inn verður svo jólamynd næsta árs. Eins og flestum er kunnugt, eru myndirnar byggðar á einu vinsæl- asta ævintýri allra tíma, Lord of the Rings, eftir J.R.R. Tolkien þar sem Hobbitinn Fróði heldur áfram för sinni ásamt Gandálfi og öðrum fræg- um persónum bókanna. Fyrsti hlut- inn, Hringadróttinssaga: Föruneyti Hringsins, sópaði að sér fjölda bíó- gesta, og er þess vænst að annar hlutinn verði ekki síður vinsæll, en sú mynd ber undirtitilinn „Turnarnir tveir“ sem farið hefur fyrir brjóstið á ýmsum í kjölfar hryðjuverkanna í New York í september í fyrra. Leikstjórinn Peter Jackson skrif- aði kvikmyndahandritið í samvinnu við Philippa Boyens, en í myndinni er í raun verið að flakka á milli þriggja sagna. Frodo og Sam halda leið sinni áfram að Mount Doom með það að markmiði að eyða hringnum. Merry og Pippin eru í haldi Ork- anna, en eins og menn kunna að muna, voru þeir teknir höndum í lok fyrstu myndarinnar. Svo sjá áhorf- endur söguna með augum Aragorns, Legolasar og Gimla sem elta Ork- ana. Þrátt fyrir að myndirnar séu byggðar á fjörgömlum ævintýrum, telja margir að boðskapurinn sé tímalaus og eigi því vel við í dag. Ekki veiti til dæmis af að minna á gildi og virðingu fyrir náttúrunni gegn ráðandi öflum samtímans þar sem græðgi og peningahyggja fari fremst í flokki auk þess sem óaft- urkræf eyðilegging á náttúrunni standi ekki í vegi fyrir ákvarðana- töku stjórnvalda. Yfirvofandi árásir úti í heimi minni svo óneitanlega á eyðileggjandi afl Saurons í mynd- inni. Stenst tímans tönn Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Kringlubíó, Borgarbíó Akureyri og Bíó- höllin Akranesi frumsýna The Lord of the Rings: The Two Towers á annan í jól- um. Leikarar: Sean Astin, Dominic Mon- aghan, Ian McKellen, John Rhys-Davies, Christopher Lee, Cate Blanchett, John Noble, Elijah Wood, Billy Boyd, Viggo Mortensen, Orlando Bloom, Liv Tyler og Brad Dourif. Annar hluti Hringadróttinssögu ber undirtitilinn Turnarnir tveir, en það hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í kjölfar hryðjuverkanna í New York. HEIMSKAUTAFARINN Roald Amundsen náði fyrstur manna að stíga fæti sínum á suðurpólinn árið 1911. Sú ferð hef- ur lengi verið í minnum höfð, því að honum tókst með miklu harð- fengi að verða mánuði á undan öðrum fræknum pólfara, R.F. Scott, enda þótt hinn síðar nefndi hefði lagt tveimur mánuðum fyrr af stað. Lykillinn að velgengni Amund- sens var sá, að hann hafði 97 græn- lenzka sleðahunda með í för. Frásagnir Amundsens og fleiri af svaðilförum í heimskautaferðum hafa löngum heillað ungt æskufólk. Það eru þó ekki nema tiltölulega fáir, sem láta til leiðast að takast slíka ferð á hendur. Bæði er það, að menn verða að vera mjög sterkir, andlega sem líkamlega, hafa góðan búnað og ekki sízt hafa sterka bakhjarla og styrktaraðila. En það er annað, sem er sameiginlegt þessum afreks- mönnum og það er, að þeir eru haldnir ríkri frásagnargleði. Í nóvember 1997 héldu þrír hug- rakkir félagar á vit mikilla ævintýra. Þeir höfðu ákveðið að ganga á skíð- um á suðurpólinn. Slík ferð krefst mikils og vandaðs undirbúnings og var aðdragandi ferðarinnar bæði langur og býsna erfiður á köflum. Eftirminnileg eru orð móður bókar- höfundar: »Það duga engar úrtölur, þegar vinna þarf afrek.« Hinn tólfta nóvember hófst gang- an mikla og lauk ekki fyrr en á fyrsta degi nýs árs eða 51 degi seinna og þá höfðu þeir félagar gengið rétt rúma þúsund kílómetra við kaldar og erf- iðar aðstæður. Nöfn þeirra, sem lögðu í þessa miklu göngu, eru sennilega flestum kunn, en það voru þeir Ingþór Bjarnason, Haraldur Ólafsson og Ólafur Örn Haraldsson. Ólafur hefur nú skráð sögu þessa leiðangurs. Hann lýsir eins og bezt verður á kosið öllu umstanginu, sem fylgir ferð sem þessari, og einkan- lega göngunni sjálfri. Allri er frá- sögninni mjög í hóf stillt, en hún er skýr og látlaus í hvívetna. Samt sem áður er mjög auðvelt að gera sér í hugarlund við hvílík reginöfl var að glíma. Ekki er ósennilegt, að bókin verði til þess að hvetja upprennandi ofurhuga til dáða. Bókin er prýdd fjölmörgum myndum, bæði smáum sem stórum. Vissulega er myndefnið ekki mjög fjölbreytt og margar myndir æði keimlíkar. Á hinn bóginn gefa þær mjög góða sýn á umhverfið. Að auki eru fáeinar vandaðar töflur og skrár yfir tölulegar staðreyndir. Hönnun og allur frágangur bókarinnar er mjög til fyrirmyndar. BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Ólafur Örn Haraldsson. 160 bls. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík 2002. SUÐUR Á PÓLINN – ÍSLENSKI SKÍÐALEIÐ- ANGURINN Pólfarar Ólafur Örn Haraldsson Ágúst H. Bjarnason Ali can te Ver›lækkun! Sumarhúsaeigendur á Spáni! Beint leiguflug til Alicante -takmarka› sætaframbo›. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Sala hefst á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante 27. desember. Flugdagar eru 11. og 24. apríl, 21. maí og alla miðvikudaga í sumar. Flogið er í beinu leiguflugi með Flugleiðum í morgunflugi. *Verðdæmi: M. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. 36.630 kr. á mann ef 2 ferðast saman . Innifalið er flug og flugvallaskattar. Munið, að hjá Plúsferðum er unnt að greiða með Atlasávísunum 5.000 kr. og VR ávísunum að eigin vild og lækka ferðakostnaðinn. Félagsmenn í Félagi Sumarhúsaeigenda á Spáni fá 2.000 kr. afslátt á mann, ef 20 sæti eða fleiri eru bókuð saman. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Fyrstir bóka fyrstir fá. Ver› frá Opnum kl. 10 föstudaginn 27. desember. 32.245 kr./mann*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.