Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 35
H
efur þú einhvern tímann
heyrt minnst á Línu Lang-
sokk, sterkustu stelpu í
heimi? Stelpuna sem býr ein á
Sjónarhóli með hesti og apa?
Stelpuna sem á fullan poka af
gullpeningum?
Nú ætla ég að segja þér frá
því sem Lína gerði einu sinni.
Það var aðfangadagskvöld og jólaljósin voru tendruð í
öllum gluggum litla bæjarins. Það var búið að kveikja
ljósin á jólatrjánum. Öll börn voru komin í jólaskap.
Nei, eiginlega voru ekki öll börn í jólaskapi. Á annarri
hæð í húsi við Hornstræti sátu þrjú lítil grey í eldhúsinu
og grétu. Það voru börnin hennar frú Larsson, Pési og
Bubbi og Inga litla. Þau grétu vegna þess að mamma
þeirra var á spítala. Hugsið ykkur, á aðfangadagskvöldi.
Pabbi þeirra var sjómaður og var lengst úti í hafi. Og
þau voru ekki heldur með neitt jólatré! Og engar jóla-
gjafir! Það var ekkert gott í matinn! Mamma þeirra
hafði ekki náð að kaupa í matinn áður en hún veiktist.
Það var ekki nema von að börnin grétu! Allt var eins
sorglegt og það frekast gat orðið.
– Þetta eru ömurlegustu jól sem ég hef átt, sagði Pési.
En hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en það heyrðust
gífurleg læti úr stigaganginum.
Hvað í ósköpunum er þetta, hrópaði Bubbi. Þetta
hljómaði undarlega!
En þetta var nú ekkert undarlegt, það er ekki und-
arlegt að það séu mikil læti þegar hestur fer upp tröpp-
ur!
Það var hesturinn hennar Línu sem var að koma upp
tröppurnar. Og á hestinum sat Lína. Og á Línu var
jólatré. Það var í hárinu hennar. Á því var fullt af log-
andi kertum, fánum og karamellum. Það var eins og tréð
hefði vaxið upp úr hausnum á henni. Kannski hafði það
gert það, hver veit. Níels, litli apinn hennar Línu, var
einnig með. Hann hljóp á undan og opnaði dyrnar.
Pési, Bubbi og Inga litla stukku af eldhúsbekknum og
störðu á þau.
Á hvað eruð þið að glápa, sagði Lína. Hafið þið aldrei
séð jólatré áður?
Jú, en aldrei … stamaði Pési.
Hvað er þá málið? sagði Lína og hoppaði af hestbak-
inu. Grenitré eru einhver algengustu trén okkar. Og nú
ætlum við að hoppa í hopplandi þar til gólfborðin svigna.
En fyrst …
Hún skellti poka á gólfið og upp úr pokanum tíndi hún
fullt af gjöfum og fullt af pokum. Í pokunum voru app-
elsínur og epli og fíkjur og hnetur og rúsínur og kara-
mellur og marsípangrísir. Lína raðaði öllum pokunum
upp á eldhúsbekkinn.
Þið fáið engar jólagjafir strax, sagði hún. Fyrst ætlum
við að dansa með jólatrénu.
Áttu ekki við að ætlum að dansa í kringum jólatréð,
sagði Pési.
Það er einmitt það sem ég sagði ekki, sagði Lína. Get-
ið þið frætt mig um hvers vegna jólatré mega aldrei
skemmta sér? Þau mega aldrei vera með í dansinum.
Þau bara standa þarna kyrr og glápa á meðan fólk hopp-
ar og skoppar í kringum þau og skemmtir sér. Vesa-
lings, vesalings litlu jólatrén!
Lína ranghvolfdi augunum til að sjá jólatréð sem hún
var með á hausnum.
Þetta jólatré fær að minnsta kosti að skemmta sér
með okkur, ég er búin að ákveða það, sagði hún.
Ef einhver hefði litið inn um gluggann hjá frú Larsson
skömmu síðar þá hefði hann séð svolítið skrýtið. Hann
hefði séð Pésa og Bubba og Ingu litlu hlaupa og dansa.
Hann hefði líka séð Línu dansa, Línu með jólatré á
hausnum, Línu stappandi stóru skónum sínum í gólfið
og Línu syngja sterkri og glaðværri rödd: „Hér dansa
ég með litla jólatréð mitt, hér dansa ég lengi!“
Það hefur aldrei neitt jólatré skemmt sér eins vel og
þetta, sagði Lína ánægð, þegar hún, Pési, Bubbi og Inga
litla settust við jólaborðið skömmu síðar.
Nei, ég er sammála því, sagði Bubbi og stakk fíkju upp
í sig.
Og við höfum aldrei skemmt okkur eins vel á að-
fangadagskvöld, sagði Inga litla og gleypti heilan
marsipangrís í einum bita.
Og ímyndið ykkur nú þegar kom að jólagjöfunum.
Ímyndið ykkur þegar Pési opnaði pakkana sína og fékk
flugvél og lest og þegar Bubbi fékk gufuvél og bíl sem
gat keyrt um gólfið, með því að trekkja hann upp, og
þegar Inga fann dúkku og lítið gullhjarta!
Ljósin á jólatrénu vörpuðu ljóma á glaðleit andlit
barnanna og allar jólagjafirnar. Líklega var jólatréð
ánægt líka. Þetta var jú fyrsta jólatréð sem fékk að vera
með og dansa!
Lína Langsokkur heldur upp á jólin
Þessi frásögn af jólahaldi Línu
Langsokks birtist sem fylgirit með
jólatímariti fyrir börn árið 1949. Á
forsíðunni var klippimynd af dúkku í
líki Línu og var fylgiritið því
skiljanlega klippt í sundur í flestum
tilvikum. Sagan hefur því fallið í
gleymsku en uppgötvaðist á nýjan leik
er ritari Astrid Lindgren-
stofnunarinnar fann fylgiritið á
Konunglega bókasafninu
í Stokkhólmi fyrir skömmu.
©Saltkråkan AB
Eftir Astrid Lindgren