Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Jólasvein Jólahreyfingar – „Höfuð, h herðar, hné og tær, hné og t nef…“ sungu allir og hreyfð Morgunblaðsins þriðja sunn Óttablandin gleði – Hjartað slær aðeins örar þegar maður mætir stórum skeggjuðum rauðklæddum manni. En hann kemur færandi hendi og mað- ur herðir upp hugann. Kertasníkir – Síðastur til byggða kemur Kertasníkir í dag. Hann kom fyrst til Akureyrar og fór beina lei að dansa í kringum jólatréð með barn í fanginu. Helgi jólanna – Börnin kynnast helgi jólanna smátt og smátt. Eldri börnin eru með á nótunum en þau yngstu síður. Á síðasta sunnudegi í aðventu hittust börn í sunnudagaskóla Egilsstaðakirkju og sungu sálma í altarisþrepunum. HÁTÍÐ LJÓSS OG FRIÐAR – HÁTÍÐ BARNANNA Verið óhræddir, því sjá, égboða yður mikinn fögnuð,sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Þannig tilkynnti engillinn, sem birtist fjárhirðum á Betlehems- völlum fyrir rúmum tvö þúsund árum, fæðingu Krists. Fagnaðar- erindið birtist mannkyninu í litlu barni. Oft eru jólin líka kölluð há- tíð barnanna. Annars vegar fer það ekkert á milli mála að gleði barnanna yfir jólahaldinu er mest og einlægust. Hins vegar á fagn- aðarboðskapur jólanna, hið sanna innihald þeirra, greiða leið að hjörtum barnanna. Í sakleysi sínu og einlægni eru börnin fulltrúar alls hins bezta í manninum, enda lagði Kristur áherzlu á að menn varðveittu barnið í sjálfum sér. Þegar hann var spurður hver væri mestur í himnaríki, kallaði hann á lítið barn, setti það á meðal lærisveina sinna og sagði: „Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verð- ið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki. Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“ Og hann sagði líka: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.“ Á jólunum er full ástæða til að spyrja hvort við höfum tekið á móti Kristi eins og vera ber með því að taka vel á móti börnunum sem við komum í þennan heim. Og ekki síður hvort við höfum leyft börnunum að koma til Krists og kynnast honum. Hvernig umgöngumst við sak- leysi barnssálarinnar? Gerum við okkar bezta til að hjálpa börn- unum að varðveita það? Á aðventunni var hér í blaðinu vakið máls á innihaldi tölvuleikja, sem seljast í þúsundum eintaka og margir foreldrar ýmist kaupa handa börnum sínum eða leyfa þeim að kaupa. Ofbeldið og sið- leysið í sumum þessara leikja er slíkt, að þar eru ekki bara þurrkuð út mörk siðmenntaðrar hegðunar, eins og það hefur verið orðað, heldur gengur innihaldið þvert á markmið kristins samfélags, sem eru samhjálp, friður og náunga- kærleikur. Það er ekki einu sinni hægt að halda því fram að í svæsn- ustu leikjunum eigi leikandinn þó þátt í sigri hins góða á hinu illa, heldur er hann sjálfur kominn í hlutverk illvirkjans. Þessu efni er haldið að börnum og unglingum af peninga- og markaðsmaskínum „afþreyingariðnaðarins“, en það er hlutverk foreldra að taka til varna. Ofbeldistölvuleikir, -myndbönd eða hvers konar ofbeldisleikföng eiga ekki heima í neinum jóla- pakka, sem á að opna í kvöld. Jólin eru hátíð ljóss og friðar, ekki myrkraverka og ofbeldis, jafnvel þótt það sé bara á geisladiski. Á hátíð barnanna hljótum við líka að hugsa til nýlegra frétta um að 1.000 mál hafi komið til kasta Barnaverndar Reykjavíkur á árinu, um 20 á viku hverri. Alltof mörg börn búa við aðstæður, sem stefna þeim í alls konar hættu og hamla þroska þeirra og velferð. Og enn og aftur lesum við fréttir af dómsmálum sem varða ofbeldi gegn varnarlausum börnum, smán- arblett á þjóðfélaginu sem allra sízt má liggja í þagnargildi. Flestir íslenzkir foreldrar gera sitt ýtrasta til að búa sem bezt að börnunum sínum. Mikill meirihluti íslenzkra barna nýtur góðs atlæt- is. Engu að síður eiga mörg börn erfitt uppdráttar. Nú fyrir jólin lesum við fréttir af því að yfir tvö þúsund fjölskyldur þurfi að leita á náðir hjálparstofnana til að hafa í sig og á um hátíðina. Þar eru þús- undir barna, sem eru aðstoðar þurfi. Þeir, sem sitja við gnægta- borð, mættu gjarnan hafa hlut- skipti þeirra í huga og skoða hvernig þeir geti rétt þeim hjálp- arhönd. Börnin, sem búa við allsnægtir, eru þó ekki endilega alltaf bezt sett. Það er dapurleg staðreynd að þótt Íslendingar eignist einna flest börn iðnvæddra þjóða, gefa þeir sér jafnframt einna minnstan tíma fyrir börnin sín, enda vinnum við lengri vinnudag en aðrar vestræn- ar þjóðir til að bera það sama úr býtum. Mörg börn sjá of lítið af foreldrum sínum og skortir fyrir vikið þá umhyggju og siðferðilegu leiðsögn sem er nauðsynleg, ekki sízt þegar þeim stendur til boða alls konar varasamt efni í hinum rafræna sýndarheimi, sem er mörgum fullorðnum lítt kunnur. Einhver bezta gjöfin, sem við getum gefið börnunum okkar um þessi jól, er tími – til að fjöl- skyldan geti verið saman, til að tala saman og rækta sameiginleg áhugamál. Við ættum jafnframt að nota þann tíma til að velta fyrir okkur hinu raunverulega innihaldi jólanna, fagnaðarerindinu um frið og náungakærleika. Við eigum að taka á móti börnunum okkar eins og þau eiga skilið, í nafni Krists. Ekki síður eigum við að kenna þeim að þekkja hann og leyfa þeim að koma til hans, til dæmis með því að fara í messu á jólunum eða nota jólahátíðina til að lesa um verk Krists og boðskap. Það er eitthvert bezta veganestið, sem við getum gefið börnunum. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.