Morgunblaðið - 24.12.2002, Page 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
M
ér er til efs að
betur sé hægt að
búa sig undir líf-
ið en með því að
moka flór. Sú
göfuga iðja stælir bæði líkamann
og sálina, eykur innri ró og hent-
ugra námskeið í vana er varla til.
Og vaninn er allt sem þarf, ekki
satt, til að komast af?
Hvað er lífið svo sem annað en
vani, eða í það minnsta einhvers
konar endurtekning? Hjá flest-
um, altjent. Borða yfir sig á jól-
unum, fara á skíði um páskana,
kaupa nammi á laugardögum og
slást um helgar. Er ekki Ísland
svona?
Flórmokstur var þeim sem
þetta skrifar býsna erfiður, ung-
um dreng, en
dýrmætur
með framtíð-
ina í huga.
Upp-
handleggs-
vöðvarnir
stæltust eilít-
ið, þannig að á skólaárunum var
auðvelt að lyfta blýanti, og heil-
inn þjálfaðist samtímis þó að
aldrei yrði hann fljótur að leggja
saman eða draga frá. Svo þegar
farið var að geta af sér afkvæmi;
já, reynslan nýttist einhvern
veginn af sjálfu sér þegar farið
var að skipta um bleyju eða
skeina.
Fyrstu dagana á vorin braut
sveinninn að vísu heilann af illri
nauðsyn í sveitinni; dreifði hug-
anum í þeim tilgangi einum að
koma skynjuninni upp og út fyrir
mörk lyktarinnar, en eftir að
skítalyktin var orðin hluti af
honum sjálfum og hreyfingin
næsta sjálfvirk; rekunni rennt
eftir flórnum, undir mykjuna og
sveiflað yfir að hjólbörunum, var
upplagt að láta hugann reika.
Tóm gafst til íhugunar.
Einn daginn kemur að því að
fjósamaðurinn verður forvitinn
og spyr sjálfan sig: Hver er til-
gangurinn? Við stundum hey-
skap í sumar til þess að skepn-
urnar fái eitthvað að éta í vetur
til þess að við getum étið þær
næsta sumar!
En hvað svo?
Hví þessi dvöl á jörðinni ef
þetta er tilgangurinn; ef í raun
er meira og minna verið að fást
við það sama alla daga? Lifir
ekki stór hluti mannkyns afar
óspennandi lífi? Sofa, éta, vinna.
Ef til vill veltir fólk því ekki
sérstaklega fyrir sér, en sums
staðar þar sem maður hefur kíkt
á mannlífið – hvort það sem er í
fátækrahverfi á Indlandi eða á
túndrum Síberíu – er lífið satt að
segja ansi fábrotið. Sofa, anda.
Og þegar að er gáð er það
sjálfsagt eins hjá fína fólkinu
hvar sem er; að vísu fínni föt,
betri matur, betri hús, betri
bílar, meiri peningar, en jafnan
eitthvað keimlíkt dag frá degi.
Maðurinn annaðhvort leitar í
þetta far eða sættir sig vona vel
við þetta.
Maðurinn, hinn viti borni mað-
ur, er sífellt er að reyna að kom-
ast upp sömu brekkuna.
Það er ekki fyrr búið að þvo
bílinn en orðið er tímabært að
þvo hann aftur. Eða slá lóðina.
Fólk er vart sofnað fyrr en kom-
inn er fótaferðatími. Varla komið
á fætur áður en það þarf aftur að
fara að sofa. Og strangt til tekið
er fólk vart fætt fyrr en það er
dáið. Hver er tilgangurinn fyrst
tíminn er svona naumur?
Ég fæ aldrei svar.
Og vaninn verður að vana.
Eftir flórnum, undir mykjuna
og sveiflað yfir að börunum;
svona gekk þetta á meðan fram-
tíðin var skipulögð við undirspil
jökulárinnar sem streymdi fram
skammt neðan bæjarins.
Ég vissi það ekki þá; það vissi
reyndar enginn þá, en þetta er
ein frægasta á landsins. Jökulsá
í Fljótsdal. Henni er líklega al-
veg sama; rennur í sínum farvegi
af gömlum vana og frændur mín-
ir, þeir fáu sem eftir eru, vakna
við niðinn að morgni og sofna við
hann að kvöldi.
Ég man sjálfur hvað það var
notalegt. Hvernig skyldi nið-
urinn breytast þegar áin verður
blá en ekki brún? Verða ef til vill
meira og minna andvaka.
Máttur vanans er svo mikill.
Eftir flórnum, undir mykjuna
og sveiflað yfir að börunum.
Þessari snjöllu uppfinningu,
hjólbörunum, var svo ekið út og
sturtað í hauginn. Samkvæmt
vana.
Hlandinu var líka ausið úr
flórnum; með gallons blikkbrúsa
undan smurningu frá Esso, sér-
staklega klipptum til þessa verk-
efnis. Fyrst á vorin þurfti átak
til að ganga til starfans, en hann
varð fljótt álíka auðveldur og það
að klappa hundinum.
Framtíðin; þá sneist hún um
sauðburð og rúning, heyskap,
girðingavinnu, bað á laugardag-
inn, kannski að gelda hest.
Nú snýst framtíðin um að
vekja krakkana tímanlega til að
þau komist í skólann á réttum
tíma og að eyða ekki meiru en
sem nemur yfirdrættinum á
tékkareikningnum.
Skyldi vaninn geta elst af
fólki? Er einhver hér á landi full-
komlega sáttur við að ekki byrji
að snjóa fyrir klukkan sex á að-
fangadagskvöld?
Þurfum við að búa okkur undir
að venjast því óvenjulega eða
eru náttúruöflin að gera gys að
okkur tímabundið? Hvað á mað-
ur að halda? Síðan hafist var
handa við byggingu fjölnota
íþróttahúss, sem blasir við út um
eldhúsgluggann hjá mér, – og
það er aðallega reist í þeim til-
gangi að akureyrskir knatt-
spyrnumenn geti æft við sömu
aðstæður og sunnanmenn – hef-
ur sumarið neitað að fara.
Getur það verið einskær til-
viljun að Akureyrarvöllur er
sjaldan jafngrænn í júní og hann
var í gær?
Við, sem teljum okkur til sam-
félags kristinna, vitum að
minnsta kosti að jólin koma allt-
af á sama tíma. Og þau fara líka
alltaf aftur.
Þá hefst fólk handa við að
rembast upp sömu brekkuna og í
fyrra; janúar, febrúar, mars … Í
júní og júlí er komið upp á topp
en svo hallar undan fæti á ný. Og
einn daginn er allt búið.
Hvað svo?
Líkaminn
og sálin
Hlandinu var ausið úr flórnum; með
gallons blikkbrúsa undan smurningu.
Fyrst á vorin þurfti átak til að ganga til
starfans, en hann varð fljótt álíka auð-
veldur og það að klappa hundinum.
VIÐHORF
Eftir
Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR SVEINSSON,
Hlíðargötu 39,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku-
daginn 18. desember.
Jarðsett verður frá Safnaðarheimilinu Sand-
gerði föstudaginn 27. desember kl. 14.00.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Guðmundur G. Haraldsson, Majbritt Haraldsson,
Guðbjörg Haraldsdóttir, Skúli Guðmundsson,
Sigrún H. Haraldsdóttir, Hjálmar Georgsson,
Haraldur B. Haraldsson, Arna S. Árnadóttir,
Helgi Haraldsson, Helga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát okkar elskulega
KRISTINS MORTHENS,
Fjallakofanum í Kjós.
Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
Elsku afi minn. Minningarnar
streyma fram við andlát þitt. Alltaf
var gott að koma til þín og ömmu og
ævinlega létuð þið mig finna hvað ég
var velkomin. Það var oft svo gaman
hjá okkur þegar við fórum í útileg-
urnar og eins man ég allar stund-
irnar sem við áttum upp í Breiðholti
yfir spilum. Alltaf varstu eins og einn
af krökkunum. Ég var á margan hátt
ólík ykkur, til dæmis vantaði alveg í
mig íþróttagenið (og vantar enn), en
þú fyrirgafst mér það. Það vafðist
ekki fyrir þér að mæta mér á mínu
áhugasviði og þú taldir ekki eftir þér
þótt ég þrælaði þér í að útbúa fyrir
mig reikningsdæmi eða þrautir í
tíma og ótíma, alltaf þóttistu hafa
jafngaman af því og öllum fótbolt-
anum og ærlsaleikjunum sem önnur
barnabörn lokkuðu þig fyrirhafnar-
laust í.
Að mæta barni á þess eigin for-
sendum, beygja sig niður í augnhæð
þess sjálfs, er það besta sem hægt er
að gefa því og ómetanlegt veganesti
fyrir hvert barn að njóta þess frá
fullorðnu fólki. Dætur mínar, Agnes
og Diljá, hafa eins og ég átt öruggt
skjól hjá þér og ömmu og þær voru
alsælar þegar þær fengu að heim-
sækja ykkur. Ég er mjög þakklát
fyrir að þær fengu tækifæri til að
kveðja þig á spítalanum eins og við
hin, þetta var dýrmæt stund fyrir
okkur öll.
Það er sárt að kveðja þig, elsku afi
minn, en ég hughreysti mig við orð
Diljár þegar ég sagði henni að þú
værir dáinn. Mamma, ég er sorg-
mædd en samt er ég svolítið glöð í
hjartanu af því að nú er hann ekki
lengur svona veikur. Takk fyrir allt,
elsku afi minn, það er gæfa mín að
hafa átt afa eins og þig.
Ragna Bjarnadóttir.
GUÐ-
BJÖRN
BJARNA-
SON
✝ Guðbjörn Bjarnason fæddist íReykjavík 3. ágúst 1927. Hann
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi hinn 3. desember síðast-
liðinn og var útför hans gerð frá
Grensáskirkju 11. desember.