Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 50
UMRÆÐAN 50 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEL þekktur lögfræðingur skrif- ar um helgina ádeilu á framboðs- ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Skoðanir úr þessari átt eru jafnan allrar at- hygli verðar. Hins vegar, þar sem hugsun greinarhöfundar stendur oft núverandi ríkisstjórum nærri, er sjálfsagt að leiðrétta fyrir lesendum nokkurn misskilning sem greinin bar með sér! Ingibjörg Sólrún var sl. vor í kjöri til borgarstjórnar og vann þar glæst- an persónulegan sigur sem skilaði sér í yfirburðakosningu R-listans. Engum duldist í aðdraganda kosn- inga að formaður Framsóknar- flokksins latti sína flokksmenn frek- ar til þátttöku, en framsóknarmenn í Reykjavík tóku af skarið og voru ein- huga um sameiginlegt framboð ásamt Vinstri-grænum og Samfylk- ingu. Ingibjörg Sólrún er sá möndull sem virkjar drifkraftinn í málefna- samstarfi þessar flokka líkt og túrb- ína í orkuveri sameinar kraftana og býr til orku. Þetta vita kjósendur í Reykjavík og haga sínum stuðningi eftir því. Pólitískar skoðanir borgar- stjóra hafa alltaf verið opinskáar og öllum ljósar, bæði borgarfulltrúum og öðrum sem að máefnum Reykja- víkur koma, eða eftir hafa leitað. Ingibjörg Sólrún gaf í kosninga- baráttunni sl. vor ótvíræð loforð um að gegna starfi borgarstjóra á kjör- tímabilinu, á því leikur enginn vafi, þetta hefur verið margítrekað und- arfarna daga. Loforð borgarstjóra hefur staðið af hennar hálfu sbr. yf- irlýsingar hennar. Það er því aðeins krafa borgarfulltrúa R-listans sem getur fengið Ingibjörgu Sólrúnu til að víkja, og þá um leið komið í veg fyrir að hún geti efnt loforð til kjós- enda R-listans sem veittu henni sem oddvita framboðsins umboð til starfa næstu fjögur árin. Þær spurningar sem brunnu mest á fréttamönnum á kosningabarátt- unni voru; „hvort hún ætlaði sér að sitja á kjörtímanum sem borgar- stjóri?“ Svörin voru afdráttarlaus eins og áður kom fram. Spurningum um það hvort hún væri á leið í þing- framboð svaraði borgarstjóri neit- andi, ekkert slíkt væri í spilunum né forsendur á þeim tíma. Þetta er mergur málsins. Staðreyndin stend- ur óhögguð; Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir að hún ætli að standa við þau grundvallarloforð sem hún gaf „kjósendum“ í Reykjavík. Ekkert fær því breytt nema einhverjir borg- arfulltrúar hlaupist undan merkjum vegna þrýstings „að ofan“ og svíki þannig kjósendur R-listans í Reykja- vík með hótunum um samstarfsslit eða krefjist afsagnar bogarstjóra. Kjörnir borgarfulltrúar Reykjavíkur verða e.t.v. knúnir til ákvarðana af formönnum og leiðandi landsbyggð- arþingmönnum sem hafa þrengri hagsmuni að verja, eða hafa pólitísk- an ótta af komandi kosningum. Kjarni málsins er að pólitískt landslag hefur gjörbreyst frá því sl. vor. Það hafa orðið margháttuð kaflaskil í pólitík á Íslandi í haust Upp er komin staða í fylgiskönnun- um undanfarna mánuði sem enginn sá fyrir í vor. Í kjölfar umróts í huga landsmanna eftir sveitastjórnar- kosningarnar og ýmis pólitísk tíðindi haustsins, hefur flokkum sem kenna sig við jafnaðarmennsku, fé- lagshyggju og samvinnustefnu auk- ist fylgi í könnunum jafnt og þétt. Stórpólitísk tíðindi nú, hálfu ári fyrir næstu þingkosningar, eru að þessir flokkar geti náð meirihluta á grund- velli mikils fylgis Samfylkingarinnar mánuðum saman, þ.e.a.s allir þrír sem að R-listanum standa, jafnvel aðeins tveir þeirra. Þetta er skýrt af sérfræðingum í fjölmiðlum sem ein mestu pólitísku tíðindi síðustu ára- tuga. Ingibjörg Sólrún Gísladótttir borgastjóri spilar þarna stórt hlut- verk, ítrekaðar skoðanakannanir sýna kröfu kjósenda úr „öllum“ flokkum að hún fari einnig í þing- framboð, því ákalli tók hún nú í vik- unni. Í sögu Reykjavíkur eru ótal dæmi um að borgarfulltrúar hafi setið sam- tímis á þingi, verið einnig ráðherrar, eða jafnvel í nokkrum tilvikum borg- arstjórar og ráðherrar samtímis, þetta eu sjálfstæðismennirnir: Davíð Oddsson, Bjarni Benediktsson, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Auður Auðuns, Pétur Halldórsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson. Það að borgarstjóri gefur kost á sér í núver- andi varaþingsæti til að fylgja eftir því póltíska skriði á vinstri (R)-væng sem hefur verið viðvarandi er rök- rétt. Til þess hefur hún væntingar fjölmargra kjósenda, þeirra sömu sem hún situr fyrir sem borgarstjóri. Hið pólitíska vandamál er öllum ljóst, það er meiri eftirspurn eftir jafnákveðnum og heilsteyptum stjórnmálamönnum sem Ingibjörg Sólrún stendur fyrir heldur en fram- boð. Þetta þýðir að eftirspurn eftir kröftum borgarstjóra er langt um- fram það sem margir aðrir geta sjálf- ir vænst, sem aftur eykur vægi henn- ar. Lögmál hins frjálsa markaðar sannast því líka í íslenskum stjórn- málum og hækkar Ingibjörgu Sól- rúnu sjálfa í „pólitísku verði“. Að hækka sjálfa sig í verði Eftir Pálma Pálmason Höfundur starfar sem markaðsstjóri. „Þetta þýðir að eftir- spurn eftir kröftum borgarstjóra er langt umfram það sem margir aðrir geta sjálfir vænst, sem aftur eykur vægi hennar.“ „ÞAÐ er stór munur á kynlífi og klámi. Mörkin á milli munúðar eða erótíkur og kláms eru óljósari og persónubundnari – en því almenn- ara samþykki sem fæst fyrir því að markaðssetja kynlíf sem hverja aðra neysluvöru – þeim mun meiri hætta er á að klámið nái und- irtökum.“ Dropinn holar steininn. Tilvitn- unin er úr Rabbi Svanhildar Kon- ráðsdóttur í Lesbók Morgunblaðs- ins sem virðist að hluta til vera svar við gagnrýni minni á því að Guðrún Gunnarsdóttir, annar um- sjónarmanna Íslands í dag, fékk verðlaun fyrir að neita að taka þátt í viðtali við „atvinnuriðling“ eins og Svanhildur kallar Ron Jer- emy klámmyndaleikara. Á „tímum þegar andstæðingar kláms eru vændir um tepruskap og gamal- dags forræðishyggju þarf siðferði- legt hugrekki og staðfestu til að spyrna við fótum,“ segir hún. „Guðrún Gunnarsdóttir, flott hjá þér stelpa!“ Svanhildur gleymir því að Guð- rún er í fremstu röð þeirra fjöl- miðlamanna sem borið hafa á borð fyrir fjölskyldur þessa lands, bæði kvölds og morgna, umfjöllun um kynlíf, munúð og erótík (svo að ég segi nú ekki klám). Bersöglir kyn- lífsfræðingar, lausir við alla tepru, hafa verið áberandi viðmælendur hennar bæði í Íslandi í dag og Ís- landi í bítið á undanförnum miss- erum. Gervilimum, limhringjum og sleipiefni var slett framan í þjóð- ina, og stappaði nærri að kátínu- ískrið og flissið í Guðrúnu Gunn- arsdóttur hefði yfirgnæft klámfengna neðanbeltisbrandara kynlífsfræðinganna. Sjálfur hló ég með. Fyrst skellti ég hinsvegar uppúr fyrir alvöru þegar sama sjónvarpskona var verðlaunuð fyr- ir „framúrskarandi dómgreind“ og áberandi „viðspyrnu við klámvæð- ingu í fjölmiðli“, af því hún neitaði að taka fréttaviðtal við Ron Jer- emy. Ef Snorri Már Skúlason, fé- lagi hennar, hefði sýnt sömu „dóm- greind“ og „viðspyrnu“ hefði ekki verið tekið neitt viðtal við Ron og heldur engin viðurkenning veitt því það hefði ekki vakið neina at- hygli. En af því hann gegndi skyldu sinni og tók fréttaviðtalið er hann nú talin klámhundur af þeim sem lofa ákvörðun Guðrúnar Gunnarsdóttur, svo einföld gagn- ályktun sé nú notuð. Ég gagnrýni ekki Guðrúnu fyrir kynlífsumræðu í fjölmiðlum, þótt verið geti að hún fari fyrir brjóstið á sumum. Minni siðferðisvitund var ekki misboðið, þótt vissulega hafi verið svolítið sérstakt að fræðast um tvívirka harðplaststitr- ara með mismunandi hraðastilling- um og gel sem örvar blóðflæði fram í sníp, rétt á meðan ég inn- byrti Kornflexið með stírurnar í augunum um áttaleytið að morgni. Ég hafði bara gaman af enda er kynlífsumræða af hinu góða og það er svo sannarlega munur á henni og klámi. Hins vegar er sú umfjöll- un líklegri til að má út mörkin milli munúðar og kláms og gefa „kláminu óbeint undir fótinn“ heldur en það viðtal sem Snorri Már Skúlason tók við „sóðakarl- inn“. Það var gagnrýnið og upplýs- andi og Snorri Már gegndi skyldu sinni sem þáttarstjórnandi stórvel. Hann hafði í heiðri grundvallar- reglur fréttamanna. Snorri Már, flott hjá þér strákur! Svanhildur Konráðsdóttir er reyndur blaðamaður og brást í fyrstu við eins og ég. Hún taldi viðbrögð Guðrúnar ekki sæmandi fjölmiðlamanni og að það kæmi að lokum niður á tjáningarfrelsinu ef slík viðhorf yrðu almenn í fjöl- miðlastétt. Samt fannst henni þetta „flott“ og til þess að verja Guðrúnu án þess að þurfa að skipta um skoðun á skyldum fréttamanna grípur Svanhildur til þess ráðs að gjaldfella allt dag- skrárgerðarfólk, þ.m.t. undirritað- an umsjónarmann Kastljóss. Ég efast um að Guðrún hafi búist við því, þegar hún neitaði að tala við „atvinnuriðlinginn“, að verða und- anþegin almennum og viðurkennd- um reglum fréttamennskunnar. Svanhildur segir að það sé grundvallarmunur á skyldum og siðaboðum fréttamanna, annars vegar, og dagskrárgerðarmanna og innblaðsfólks, hins vegar. Hún segir t.d. að Kastljós hafi meira ritstjórnarlegt frelsi en fréttirnar. Ég lít ekki svo á. Ég tel mig ekki hafa frelsi til að hunsa grundvall- arreglur og siðareglur blaða- og fréttamanna. Það á ekki að vera minna að marka það sem fram kemur í Kastljósi eða Íslandi í dag en það sem fram kemur í frétt- unum. Um þetta erum við Svan- hildur Konráðsdóttir ósammála. Ef við hins vegar værum sammála um þetta atriði, þá virðist mér sem við værum líka sammála um að Guðrún Gunnarsdóttir, þessi frá- bæra sjónvarpskona, hefði hlaupið á sig þegar Ron Jeremy kom í fréttaviðtal. Eru fréttamenn klámhundar? Eftir Sigmar Guðmundsson „Það á ekki að vera minna að marka það sem fram kemur í Kastljósi eða Íslandi í dag en það sem fram kemur í frétt- unum.“ Höfundur er fréttamaður. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fjármál Mosfellsbæjar á und- anförnum mánuðum. Upphaf þeirrar umræðu má rekja til kosn- ingabaráttunnar í vor en þá var uppi mikill ágreiningur milli þá- verandi meirihluta G og B lista og Sjálfstæðismanna um fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Við sjálf- stæðismenn töldum hana afar dapra en meirihlutinn taldi allt vera í lukkunnar velstandi. Eftir kosningasigurinn var það fyrsta verk okkar sjálfstæðismanna að fá endurskoðendur bæjarins til að gera hlutlausa úttekt á stöðu þess- ara mála til þess að upplýsa bæj- arbúa um hver hin raunverulega staða væri. Meginniðurstöður end- urskoðendanna voru að skuldir bæjarins væru rúmar 3.100 mkr. og að um 97% af skatttekjum færi í rekstur málaflokka. Í skýrslu endurskoðendanna segir orðrétt: „Við teljum mikilvægt að taka fjárhagsáætlun bæjarins til gagn- gerrar endurskoðunar og leita allra leiða til hagkvæmni í rekstri bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins þannig að rekstrargjöld og fjár- festingar gefi svigrúm til niður- greiðslu skulda“. Minnihlutinn í bæjarstjórn brást við þessari skýrslu með því að reyna að gera hana ótrúverðuga, hafði meðal annars á orði að rekstur seinni hluta ársins væri mun gróðavæn- legri en fyrri hluti ársins, tekjur mundu streyma inn og allt yrði eins og blómstrið eina í árslok. Þeir töluðu um að sjálfstæðismenn væru að þyrla upp pólitísku mold- viðri. Þegar þeim var kynnt endur- skoðuð fjárhagsáætlun bæjarins nú í byrjun desember sem stað- festi niðurstöður í árshlutaupp- gjöri endurskoðendanna þá kvað skyndilega við annan tón. Meiri- hluti sjálfstæðismanna hafði misst tökin á fjármálum bæjarins og allt farið úr böndunum seinni helming ársins! Mann setur hljóðan við svona málflutning. Við sjálfstæðismenn höfum brugðist við alvarlegri fjárhags- stöðu bæjarins af ábyrgð og festu. Við höfum frestað og lagt af verk- efni sem ekki eru bráðnauðsynleg, hagræðing og niðurskurður í fjár- hagsáætlun 2003 frá árinu 2002 er um 7% að raunvirði eða um 120 mkr. Við höfum lækkað laun bæj- arfulltrúa og nefndarfólks um 10% og við höfum boðað aðlögun þjón- ustugjalda Mosfellsbæjar í átt að því sem gerist í nágrannasveitar- félögunum. Hver hafa viðbrögð minnihlutans verið? Jú, við hag- ræðingar- og niðurskurðaráform- um voru notuð orð eins og metn- aðarleysi og mannvonska. Um lækkun stjórnarlauna voru þau al- gjörlega andvíg og töldu að þau væru alltof lág fyrir. Og um þver- bak keyrði þegar þau fóru að tala um aðlögun þjónustugjalda. Þá var talað um að sjálfstæðismenn væru m.a. að níðast á barnafjölskyldum og meirihlutinn væri farinn á taug- um. Það skal upplýst að þrátt fyrir hin meintu níðingsverk og tauga- áföll sjálfstæðismanna eru þjón- ustugjöld í Mosfellsbæ enn tölu- vert lægri en í nágrannasveitarfélögunum auk þess að um áramótin verður hafin niðurgreiðsla á gjaldi til dagfor- eldra sem nemur 77.000 kr. á ári til hvers barns sem og að leik- skólar verða opnir í sumar. Hvað hefði minnihlutinn gert? Það er allavega ljóst hvað hann hefði ekki gert. Það hefði ekki ver- ið hagrætt í rekstri og stjórnar- laun hefðu ekki verið lækkuð. Nær öruggt er að sama stefnan hefði verið rekin næstu árin og var við lýði síðustu átta árin. Þetta hefði þýtt að skuldir bæjarins hefðu aukist um 500 mkr. á ári og skuld- ir á hvern íbúa bæjarins yrðu komnar í tæpa milljón í lok kjör- tímabilsins. Dapurlegur málflutningur minnihlutans í Mosfellsbæ Eftir Harald Sverrisson „Við sjálf- stæðismenn höfum brugðist við alvarlegri fjárhagsstöðu bæjarins af ábyrgð og festu.“ Höfundur er formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.