Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FLESTIR muna trúlega eftir mynd-
inni í bókinni „Jólin koma“ eftir Jó-
hannes úr Kötlum. Þar sem Grýla er
að elta börnin og teygir fram kruml-
una eftir þeim, svo langt sem hún
getur. Litlum sonarsyni mínum leist
ekki á blikuna um daginn þegar við
vorum að skoða bókina. Litlu brúnu
augun urðu full af hræðslu og hann
sagði: „Amma, þetta er ég, Grýla er
að reyna að ná í mig!“ Ég fullvissaði
hann um að Grýla væri dauð og því
til sönnunar sýndi ég honum mynd-
ina þar sem Grýla liggur í „bólinu“
sínu og hefur gefið upp öndina. Og
hann tók gleði sína aftur. Í kvæðinu
segir:
„Á börnunum valt það hvort Grýla átti
gott,
hvort hún átti mat í sinn poka og sinn pott“
Í dag er þetta ekki svo einfalt. Í
dag veltur það ekki á börnunum
nema að litlu leyti hvort sú Grýla, sú
eiturlyfjakrumla, sem nú teygir sig
eftir börnunum okkar, nær þeim eða
ekki. Við getum ekki ætlast til þess
að börn innan við fermingu hafi
þroska til að skynja þær hörmungar
sem krumla eiturlyfjanna hefur í lófa
sér.
Fyrir nokkru síðan horfði ég á
myndina Devil’s Advocate. Djöfull-
inn leikur þar stórt hlutverk.
Kannski væri vert fyrir þá sem selja
börnunum okkar eitur, og þar með
eyðileggja líf þeirra og margra ann-
arra, að hugleiða fyrir hvern þeir
vinna. Það væri kannski tími til þess
á aðfangadagskvöld þegar þeir eru
komnir í sparifötin og líta í spegil.
Kannski þeir ættu þá að staldra við
og athuga hvort það eru þeir sjálfir
sem sjást í speglinum. Eða er það
kannski einhver ófreskja sem ágirnd
og gegndarlaus sjálfselska hefur
skapað? Sjálfur Myrkrahöfðinginn
kannski? Eins væri gott fyrir þá að
hugleiða hvar börnin sem þeir seldu
eiturlyf á Þorláksmessu væru stödd
þegar þeir setjast við steikina sem
var keypt fyrir eiturpeningana.
Enginn vafi er á því að nú er kom-
inn tími til að staldra við og athuga
hvert stefnir. Ef hinir alræmdu sölu-
menn dauðans geta óáreittir athafn-
að sig á lóðum grunnskólanna, þá
held ég að illa sé komið og meira en
mál að tekið verði á málinu af meiri
alvöru en hingað til. Ég álít að ekki
sé rétt að líta á þetta sem eitthvað
náttúruafl sem enginn getur ráðið
við. Á ekki við um þetta eins og
margt annað, að „vilji er allt sem
þarf“?
Í Mattheusarguðspjalli 6:19-21
segir: „Safnið yður ekki fjársjóðum á
jörðu þar sem mölur og ryð eyðir, og
þar sem þjófar brjótast inn og stela,
en safnið yður fjársjóðum á himni,
þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og
þar sem þjófar brjótast ekki inn og
stela. Því að þar sem fjársjóður þinn
er, þar mun og hjarta þitt vera.“
Í þessu felst meiri sannleikur en
margir kannski sjá, því hvar er hug-
ur þinn nema þar sem gersemar þín-
ar liggja.
Ég hef vissu fyrir því að ef efn-
ishyggja þessarar þjóðar væri minni
en hún er, og dansinn í kringum gull-
kálfinn ekki eins trylltur, væri ekki
svo komið í þessum málum og öðrum
sem börnunum okkar tilheyra.
Hvers vegna er svo margt af unga
fólkinu okkar í þeirri sálarkreppu
sem raun ber vitni. Hvar liggur
meinið?
Brún augu lítils drengs, full af
trúnaðartrausti, horfa á ömmu. Hjá
henni er hann öruggur og ekkert illt
getur náð í hann. Enn um sinn getur
amma passað drenginn sinn en hún
er hrædd. Hún segir að Grýla með
stóru krumluna sé dauð en hún veit
betur!
Meðan þjóðin dansar í kringum
gullkálfinn og skilur ekki hvar henn-
ar mesti fjársjóður er, verður kruml-
an ekki kveðin niður og unga fólkið
finnur ekki þá fótfestu og sálarró
sem þarf, til að takast á við lífið.
ÁSLAUG KJARTANSDÓTTIR,
Mýrarbraut 1,
870 Vík í Mýrdal.
Krumlan
Frá Áslaugu Kjartansdóttur:
ER styttist til jóla og áramóta hugsa
menn oft til atburða líðandi árs og
hvað upp úr stendur.
Þá verður manni enn frekar hugsað
til þeirra er einmana, sjúkir og sorg-
mæddir eru.
Það hefur margt jákvætt skeð í
pólitík líðandi árs t.d hefur Samfylk-
ingin farið í gegnum sveitarstjórnar-
kosningar sem hún kom vel út úr, sér-
staklega þó í Hafnarfirði er hún vann
hreinan meirihluta eftir óstjórn og
ringulreið íhalds og framsóknar þar í
bæ.
Í þeim sveitarstjórnarkosningum
þurrkaðist framsókn meðal annars út
í Hafnarfirði.
Vissulega var tekist á um hreina
pólitík í Hafnarfirði í kosningunum
25. maí síðastliðinn, enn búumst við til
baráttu við íhaldsöflin hvar í flokki
sem þau annars finnast, á vori kom-
anda.
Þar verður væntanlega tekist á um
hreina pólitík að mínu mati, eins og
gert var í Hafnarfirði. Hvort það
verða íhalds- og gróðasjónamið sem
ráða munu ferðinni á næstu árum eða
stefna jafnaðarmanna sem byggist á
samhygð og samhjálp.
Samfylkingin mun á komandi mán-
uðum enn frekar skerpa sína lífssýn í
málefnum þeirra er halloka hafa farið
á þessu ári og gefa þeim betri von um
bjartari tíma á komandi árum, ef jafn-
aðarmenn fá til þess fylgi og það afl í
komandi alþingiskosningum sem þarf
til að breyta þessu þjóðfélagi.
Um leið og ég sendi öllum jafnaðar-
mönnum bestu jóla- og nýarsóskir
sendi ég baráttukveðjur og von um
bjartari tíma í alþingiskosningunum
10. maí n.k.
JÓN KR. ÓSKARSSON,
eftirlaunaþegi,
Smyrlahrauni 25,
220 Hafnarfirði.
Hugleiðing
á jólaföstu
Frá Jóni Kr. Óskarssyni: