Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 59
ÁSTÆÐAN fyrir því að ég sest niður
og skrifa bréf til blaðsins er sú að ég
vil biðja fólk um að kynna sér vel mál
varðandi skiptingu arfs og hverju
það getur lent í ef það gerir það
sjálft. Annars er það sýslumaður sem
á að gæta hagsmuna hinna látnu og
leiðbeina aðstandendum, en eins og í
mínu tilfelli fannst mér ég ekki fá
neinar upplýsingar og reka mig all-
staðar á veggi.
Það er annars ótrúlegt að „ríkið
geti alltaf fríað sig allri ábyrgð“. Mér
skilst að það sé þannig að ef ríkið sér
um skiptingu arfs þá er málinu lokið
og ekkert hægt að hrófla við því eftir
á, en ef aðstandendur gera það sjálfir
þá geti hver sem er gert hvaða kröfur
sem er eftir lát einstaklingsins eins
og í þessu tilviki, að 3 árum eftir lát
móður minnar getur þekkt fjárfest-
ingarfyrirtæki hér í bæ gert kröfur í
dánarbúið hennar. Þetta fjárfesting-
arfyrirtæki hafði keypt víxil af fyr-
irtæki fyrir lítinn pening og ávaxtað
síðan í skúffu sinni í 3 ár. Nú er þessi
víxill orðinn það arðbær að nú er tími
til kominn að innheimta hann. Það er
annars undarlegt að það skuli vera
löglegt hér á landi að versla með
svona bréf, en mér skilst að þetta sé
eina norðurlandið þar sem svona lag-
að er leyft varðandi dánarbú. En Ís-
land er alltaf svolítið sérstakt land,
þar þrífst allur óþverri hvernig sem
hann nú er. Í þessu tilviki er það
þannig að áður en móðir mín lést
hafði hún skrifað upp á víxil fyrir eina
systur mína, sem hefur síðan ekki
staðið í skilum. Af þessu vissu auðvit-
að ekki allir og auðvitað er fólk ekki
alltaf heiðarlegt, því miður. Sem áður
sagði kemur þetta upp á yfirborðið
þremur árum eftir lát móður minnar
og hver sem er getur ímyndað sér
þær tilfinningar sem koma upp í
huga manns þegar maður fær svona í
hendurnar. Nú á semsagt að fara að
græða og viðkomandi sendir börnum
hinnar látnu hvert sitt bréf. Sumir
vilja borga og aðrir ekki og þar af
leiðandi lendir það kannski svolítið á
sama fólkinu að borga. Ekkert virðist
vera hægt að semja við viðkomandi
um greiðslur, það er bara harkan sex.
Ef þú ekki borgar þá bara missir þú
allt. Allt sem þú hefur verið að þræla
fyrir allt þitt líf verður allt í einu að
engu. Aldrei hef ég skrifað upp á fyr-
ir nokkurn mann, en það þarf ekki til,
maður lendir samt illa í því og getur
ekki varið sig. Mér skilst að væri ég
ekki hér á meðal manna þá myndu
mín börn þurfa að borga þetta. Ég vil
leyfa mér að spyrja hverslags laga-
kerfi höfum við hérna á Íslandi? Allt
leyfist með lögum. Ég vil biðja þá
sem stjórna þessu landi að reyna nú
að tryggja það að aðstandendur þurfi
ekki að sitja eftir með svona vanda-
mál. Sem sagt fyrst syrgir maður við-
komandi en svo breytist sorgin í reiði
yfir þvílíku órettlæti. Ekki góð til-
finning það, og gaman væri að vita
hvort það hafa ekki fleiri lent í þess-
um óþægilega vanda. Hvet ég þá til
þess að skrifa til blaðsins um reynslu
sína og ég vil líka hvetja stjórnvöld til
þess að gera nú eitthvað í þessu máli
og tryggja að svona lagað geti ekki
hent.
ELSEBETH ELENA
ELÍASDÓTTIR,
Selfossi.
Græða fjárfestingarfyrirtæki
mest á þeim látnu?
Frá Elsebeth Elenu Elíasdóttur:
SIGMUND, Vestmanneyingurinn
hugmyndafrjói sem í langan tíma
hefur auðgað og glatt samborgara
sína, fékk fáránlega ádrepu frá
kvótakarli í Morgunblaðinu 16.11.
Magnúsi Kristinssyni finnst Sig-
mund höggva nærri sér og kvóta-
félögum sínum og kveður hann á
villigötum. Magnús segist ekki sjá
hvernig hægt sé að kenna kvóta-
kerfinu um að allt sé að leggjast í
dróma á Eyrarbakka og Stokks-
eyri. Hvers vegna verslun, póstur
og bankastarfsemi þrífst ekki leng-
ur þar. Fyrr má nú rota en dauð-
rota og eins má segja um Magnús
að annað er að sjá illa eða vera
steinblindur. Eða það sem er enn
verra, að vilja ekki sjá það sem ligg-
ur í augum uppi en hentar ekki.
Hnignun landsbyggðar er rökrétt
afleiðing þess skaðræðis sem kvóta-
kerfið er. Ekkert hefur leikið lands-
byggðina og þjóðina almennt svo
illa sem það. Undarlegt að kvóta-
karlar skuli ekki hafa vit á að þegja
og láta fara svo lítið fyrir sér sem
þeir mögulega geta. Sigmund er
maður þjóðarinnar og væri Magn-
úsi sæmra að líta sér nær í athuga-
semdum en ráðast svo ómaklega á
þjóðmálaskörung. Sigmund er þjóð-
sagnapersóna, eiginleg þjóðarger-
semi, en hvað er Magnús Kristins-
son?
ALBERT JENSEN,
Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík.
Skopmyndateiknarinn
og kvótakarlinn
Frá Alberti Jensen:
NÚ þegar styttist í árstíma ára-
mótaheita og heilsueflingar langar
mig að vekja lesendur Morgun-
blaðsins til umhugsunar. Ég spyr
einfaldlega: Hvað er það sem rekur
okkur út í hvert heilsuátakið á fæt-
ur öðru? Hverju erum við að leita
eftir? Hvers vegna virðist vera
svona erfitt að taka upp heilbrigðan
lífstíl?
Í þessari grein ætla ég alls ekki
að mæla gegn íþróttum, líkamsrækt
eða heilsueflingu af neinu tagi. Ég
vil hins vegar efast um gildi slíkrar
iðju þegar hún er framkvæmd með
það eitt að markmiði að móta líkam-
ann. Öll getum við orðið sterkari,
liðugri og fengið meira úthald, en
líkamsrækt er ekki til þess fallin að
lækna öll okkar mein. Margir virð-
ast halda að hamingjan sé höndluð
með því að komast í föt sem eru
nokkrum númerum minni en þau
sem þeir ganga nú þegar í eða með
því að líta betur út án fata. Svo er
ekki. Þegar ég vann sem jógakenn-
ari á líkamsræktarstöðvum, áður en
ég hóf minn eigin rekstur, rakst ég
hvað eftir annað á fagurlega skapað
fólk í góðu formi sem upplifði stöð-
uga andlega vanlíðan og varð
óánægðara með sjálft sig eftir því
sem það æfði meira, þar sem við-
miðunarhópurinn var alltaf í betra
formi. Á sama tíma var þetta fólk að
hvetja aðra til dáða á þessu sviði og
sór þess eið að því hefði aldrei liðið
betur.
Leita eftir vellíðan
Þegar ég kenni jóga hvet ég fólk
frekar til að leita eftir vellíðan í
gegnum jógaástundun en að vera
fast í skorðum markmiða og árang-
urstengdra sjónarmiða um aukinn
styrk, færri kíló eða meiri liðleika.
Með því að stunda líkamsrækt
reglulega án væntinga um stórkost-
leg afrek, með því að taka ákveðin
skref og leita eftir vellíðan frekar en
skjótum árangri verður til ánægju-
legur lífstíll sem hjálpar okkur að
koma jafnvægi á lífið. Við öðlumst
sjálfkrafa aukinn styrk og liðleika.
Þeir sem stunda reglulega jóga fara
yfirleitt ekki meira en fimm kílóum
upp eða niður fyrir kjörþyngd.
Áður en þú kaupir þér kort í lík-
amsrækt, pantar þér einkaþjálfara
eða ferð í jóga eftir áramót skaltu
íhuga þetta: Ertu að æfa til að líta
betur út eða til að láta þér líða bet-
ur? Ef þú ert að láta þér líða betur
muntu sjálfkrafa líta betur út, en ef
þú vilt bara líta betur út er ekki
endilega sjálfsagt að þér muni líða
betur. Við getum ekki endalaust
haldið okkur í sama líkamlega form-
inu. Hið óumflýjanlega er að lík-
aminn mun eldast og á endanum
deyja. Til þess að öðlast hamingju
þarf að hugsa jöfnum höndum um
líkama, huga og sál.
Gleðileg jól.
GUÐJÓN BERGMANN,
jógakennari og rithöfundur.
Fallegur líkami
eða vellíðan?
Frá Guðjóni Bergmann:
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
Leitið tilboða
í stærri verk
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.300,-
Verð frá
Stálskápar
Stærð:
D: 100 cm
B: 290 cm
H: 250 cm
Tekur
9 bretti
Brettahillur
kr. 19.920,-
Næsta bil
kr. 15.438,-
Lagerhillur
Stærð:
D: 60 cm
B: 190 cm
H: 200 cm
3 hillur
kr. 15.562,-
Næsta bil
kr. 13.197,-
Stálhillur
í fyrirtæki
og heimili
Stálhillur
Stærð:
D: 40 cm
B: 100 cm
H: 200 cm
5 hillur
kr. 8.765,-
Næsta bil
kr. 6.125,-
en gott
Við bjóðum
ÓDÝRT
10
11
/
TA
K
T
ÍK
-
N
r.:
29
B
óskar landsmönnum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.