Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg móðursystir okkar,
GUÐRÚN ÞÓRA VÍGLUNDSDÓTTIR
frá Höfða í Biskupstungum,
lést á jóladag á hjúkrunarheimilinu Eir.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórhildur og Helga Sigurðardætur.
Bróðir okkar og frændi,
HAFSTEINN MAGNÚSSON
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30.
Systkini og frændfólk.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 10. janúar kl. 13.30.
Súsanna Kr. Stefánsdóttir, Páll Ólason,
Þuríður Pálsdóttir, Knútur Kristinsson,
Súsanna Kr. Knútsdóttir,
Hólmfríður Knútsdóttir,
Páll Óli Knútsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI GESTSSON,
Efstaleiti 14,
Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi laugardaginn 28. desember, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
9. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er góðfúslega bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH, Kópavogi.
Jónína Árnadóttir, Már Jónsson,
Gestur Árnason, Judith Anna Hampshire,
Börkur Árnason, Lísa-Lotta Reynis Andersen,
Ásta Árnadóttir, Jón Grétar Margeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR,
Sílalæk,
Aðaldal,
verður jarðsungin frá Neskirkju laugardaginn
11. janúar kl. 14.
Vilhjálmur Jónasson, Sigrún Baldursdóttir,
Andrés Sverrir Jónasson, Guðlaug Þóra Bragadóttir,
Halldór Jónasson, Elínborg Rósa Hólmgeirsdóttir,
Elín Jónasdóttir, Emil Ragnarsson,
Hálfdánía Árdís Jónasdóttir, Rafn Hugi Arnbjörnsson,
Guðmundur Karl Jónasson,
Þröstur Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir,
fósturfaðir, afi og langafi,
JÓN BENEDIKTSSON,
Höfnum á Skaga,
sem lést mánudaginn 30. desember sl., verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
9. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Landspítalann.
Sigurlaug Magnúsdóttir,
Birna Jónsdóttir, Eiríkur Jónmundsson,
Guðrún Blöndal,
Lára Bjarnadóttir,
Sigvaldi Thordarson, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Útför móður okkar, systur, tengdamóður og
ömmu,
SVANBORGAR JÓNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
Árskógum 2,
áður til heimilis í Glæsibæ 17,
Reykjavík,
fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn
9. janúar kl. 10.30.
Jarðsett verður frá Stað í Steingrímsfirði laugardaginn 11. janúar
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á FAAS (Félag áhugafólks og
aðstandenda alzheimerssjúklinga.)
Sigmar Bent Hauksson,
Guðrún Björk Hauksdóttir, Rúnar Bachmann,
Jón Víðir Hauksson, Brynhildur Barðadóttir,
Katrín Jónsdóttir
og barnabörn.
Náttúrubarn. Allir sem þekktu
Guðrúnu Víglundsdóttur frá Höfða
í Biskupstungum, geta verið sam-
mála því að þetta eina orð lýsti
henni vel. Rúna ólst upp og bjó í
sveitinni sinni, lengst af ævinni.
Fluttist suður til Settu systur sinn-
ar 1980, er búskapur lagðist af á
býlinu hennar. Bjó á heimili systur
sinnar þangað til hún fluttist á Eir
fyrir tæpum 5 árum.
Rúna frænka gekk ekki sömu
götu og fjöldinn. Ef hún væri að
alast upp í dag, þá hefði hún lík-
lega hlotið einhvers konar ein-
hverfugreiningu. Slíkar skilgrein-
ingar var ekki búið að finna upp á
GUÐRÚN ÞÓRA
VÍGLUNDSDÓTTIR
✝ Guðrún ÞóraVíglundsdóttir
fæddist á Höfða í
Biskupstungum 10.
nóvember 1918. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir, 25.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Víg-
lundur Helgason,
bóndi og búfræðing-
ur, f. 1875, d. 1944,
og Jóhanna Þor-
steinsdóttir, f. 1880,
d. 1954. Systkini
hennar voru Sesselja
Þórdís, f. 1907, Gunnþórunn, f.
1909, Helga, f. 1909, Magnús, f.
1912, Þorsteinn, f. 1922, auk
þeirra Margrét og Þórður er lét-
ust í æsku. Guðrún var síðust eft-
irlifandi þeirra systkina.
Útför Guðrúnar Þóru fór fram í
kyrrþey.
æskudögum hennar,
hún þótti aðeins svo-
lítið sérstök. Snemma
kom í ljós að hún var
vel greind. Lærdómur
var ekki vandamál,
minnið eins og tölva.
Alla tíð las hún mikið
og mundi það vel.
Ævistarf Rúnu var við
búskapinn í Höfða,
þar sem henni leið vel
innan um búsmalann
og náttúruna. Ómælda
virðingu bar hún fyrir
öllu sem lífsandann
dró, allt frá flugum til
stórgripa. Öllum dýrum bar að
sýna virðingu ekki síður en mann-
fólkinu. Hin samhentu Höfðasystk-
ini stóðu sameiginlega að búrekstri
eftir foreldra sína og stóðu að mik-
illi uppbyggingu um miðja öldina,
undir forystu Magnúsar bróður
þeirra. Um 20 ára skeið var ráðs-
maður þeirra Stefán Guðmunds-
son, sem bjó á Höfða ásamt Rúnu
og nöfnu hennar Jónsdóttur. Það
samstarf var farsælt og hafa trú-
lega verið bestu ár Rúnu.
Nokkrir fastir menningarvið-
burðir voru í lífi Rúnu. Hún fór
alltaf á sumarskemmtunina á Álfa-
skeiði. Þá var ferjað yfir Hvítá,
komið við í Auðsholti og þegnar
trakteringar. Á Álfaskeiði hitti
Rúna ýmsa ættingja, svo sem frá
Þórarinsstöðum. Hundurinn Lubbi
fékk að fara með í þessar ferðir og
stóð spangólandi í brekkunni þegar
sungið var. Skálholtshátíð var fast-
ur liður hjá Höfðafólkinu, það þótti
tilhlýðilegt að sækja hátíðina, enda
á næsta bæ. Það var fastur liður að
skiptast á blöðum við fólkið í
Hrosshaga. Rúna fór með Mogg-
ann í poka á bakinu og fékk Tím-
ann í staðinn. Er Magga í Hross-
haga tók á móti Rúnu, þá spurði
hún oftar en ekki, hvort hún hefði
orðið einhvers vör. Fylgjur og
draugar voru eðlilegur þáttur í
mannlífsflórunni. Álfar og huldu-
fólk voru einnig þekkt og þóttu
jafn eðlileg og mannfólkið. Rúna
hafði séð bláklædda huldukonu við
Lindina og huldubörn við Steðjann
á Melnum. Heyjað var í Tunguey
og komið þar upp engjatjaldi.
Heyið var bundið í bagga og ferjað
yfir Hvítá. Þar hittust menn frá
Höfða, Hvítárbakka, Halakoti og
Bræðratungu en þar voru allir í
sömu erindagjörðum við heyskap.
Þannig var einangrunin rofin með
ýmsum föstum samskiptum, við
fólk á nálægum bæjum.
Rúna hafði gaman af að veiða á
færi í Víkinni. Margir ættliðir
barna muna eftir því að hafa farið
með henni út í Dráttarmýri að vitja
um færin í Víkinni. Hún sagði
börnunum sögur á leiðinni, eina á
leiðinni norður eftir og aðra á
bakaleiðinni.
Rúna kvaddi síðust sinnar kyn-
slóðar og var hún hafsjór af fróð-
leik um fyrri tíð sem nú er glat-
aður. Þó voru örnefni jarðarinnar
skráð eftir henni af Örnefnastofn-
un og á síðustu árum bætti hún við
þá skrá í sumarheimsóknum að
Höfða.
Rúna sem stóð okkur svo nærri,
auðgaði líf okkar með hrekkleysi
og manngæsku. Með söknuð og
þakklæti í huga kveðjum við
frænku okkar.
Við viljum þakka starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Eir, fyrir
frábæra umönnun og hlýhug.
Árni, Þórhildur og Helga.
Elsku mamma, nú
ert þú búin að kveðja
okkur. Við förum að
hugsa um hvað þú
varst okkur mikils
virði í gegnum tíðina, alltaf var
HERMÍNA
MARINÓSDÓTTIR
✝ Hermína Mar-inósdóttir fædd-
ist í Siglufirði 24.
september 1919. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Seli á Ak-
ureyri 21. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Akureyrarkirkju
3. janúar.
hægt að treysta á
mömmu, hún var sem
klettur í hafinu, mið-
punktur tilverunnar.
Mamma var mikil
baráttukona, hún var
ein af stofnendum
stéttarfélagsins Ein-
ingar á Akureyri og
vann fjöldamörg ár á
Útgerðarfélagi Akur-
eyrar og átti þaðan
góðar minningar,
vann hún þar við fisk-
vinnslu í bónus og var
hún talin vera mjög
fær í sínu starfi og
fljót eftir því.
Þau eignuðust fjórtán börn, sex
syni, einn af þeim dó í fæðingu, og
sjö dætur. Hún var rík af and-
legum auð því alltaf sagði hún að
börnin væru það dýrmætasta sem
væri hægt að eignast og við ættum
að hlúa að þeim eins lengi og við
gætum því við værum með þau að
láni og guð hafi valið okkur til
þess að hugsa um þau og varð-
veita. Mamma var trúuð kona og
sagði alltaf þegar einhver mótbyr
varð að við yrðum að yfirstíga
hann því okkur væri ætlað þetta.
Mamma gekk í gegnum ýmislegt á
sínum 83 árum, hún var alltaf
heilsuhraust og skilur maður ekki
hvernig hún komst í gegnum þetta
allt með öll þessi börn.
Við munum alltaf minnast þín
elsku mamma mín með söknuði í
hjarta og eftirsjá. Það var oft glatt
á hjalla og hamagangur í öskjunni
þegar við systurnar vorum að alast
upp og oft þurfti að stilla til friðar
en með þinni stóísku ró gastu allt-
af náð okkur niður. Þú hafðir í
mörg horn að líta og langar okkur
að kveðja þig með bæninni sem þú
kenndir okkur þegar við vorum
litlar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja þínar dætur,
Ragnheiður og Sóley.
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina