Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
PRÓFESSOR Dick Ringler við
Wisconsin-háskólann í Bandaríkjun-
um er sérfræðingur í enskum mið-
aldabókmenntum og
norrænum fræðum.
Í des. sl. hélt hann
mjög áhugaverðan
fyrirlestur um ljóða-
gerð Jónasar Hall-
grímssonar og þýð-
ingar sínar á ljóðum
hans.
Bókin um Jónas
nefnist „Bard of Ice-
land“ og er frum-
raun til kynningar á
ljóðagerð Jónasar á alþjóðlegum
markaði.
Mér finnst sérlega áhugavert að
prófessorinn leggur höfuðáherslu á,
hve stuðlar eru geysilega mikilvægir í
ljóðum Jónasar. Sérstaka athygli vek-
ur er hann upplýsir að séu ljóðin þýdd
yfir í prósa eða óbundið mál, þá glat-
ast í raun allt, sem mestu máli skiptir.
Þetta er vissulega merkileg og
tímabær hugleiðing, ekki síst með til-
liti til sorglegrar misþyrmingar á
ljóðagerð okkar nú um stundir!
Það er vissulega býsna kaldhæðn-
islegt að mikilsvirtur erlendur fræði-
maður í norrænum fræðum skuli
leggja sérstaka áherslu á að ljóðagerð
okkar hrapar úr efstu þrepum niður í
þau neðstu, ef stuðlanna þrískipta
grein er forsmáð! Flótti frá okkar
merku menningararfleifð í ljóðagerð
getur kollvarpað sérstöðu okkar á
þessu sviði.
Fjölnismenn voru á sínum tíma
kyndilberar í sjálfstæðis- og menn-
ingarbaráttu þjóðarinnar. Jónas Hall-
grímsson skipaði veglegt sæti í þeirra
hópi. Hin snjöllu ættjarðarljóð hans
voru mikilvæg og vöktu þjóðina til
ástar á fósturjörðini. Efldu jafnframt
samhug hennar og baráttuþrek.
Prófessor Ringler leggur mikla
áherslu á að ljóðagerð Jónasar eigi
brýnt erindi á alþjóðlegan markað og
spáir að ljóð hans eigi eftir að vekja
mikla og verðskuldaða athygli.
Hinsvegar munu ýmsum þykja
djarfar hugmyndir hans um að Jónas
eigi skilið heiðurssæti við hlið Snorra
Sturlusonar og Laxness. Engu að síð-
ur er þetta býsna hressileg hugleið-
ing, ekki síst þegar höfð er í huga nið-
ursveiflan sem herjað hefur á hluta
ljóðagerðarinnar frá því um miðja síð-
ustu öld.
Allavega er þetta framtak til vand-
aðrar þýðingar á ljóðum Jónasar
mjög lofsvert og þjóðin stendur í
þakkarskuld við prófessor Ringler,
vegna áhuga hans og virðingar fyrir
ljóðhefð okkar og mikilvægi Jónas
Hallgrímssonar sem ljóðskálds.
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDARSON,
fyrrv. framkvæmdastjóri.
Einstakt menningar-
afrek í ljóðagerðinni
Frá Guðmundi Guðmundarsyni
Guðmundur
Guðmundarson
SIGRÚN Björnsdóttir skrifar grein,
sem hún kallar ,,Skyldi ég tóra til
jóla“ og birtist í Morgunblaðinu 21.
desember sl. Tilefni greinarskrifa
Sigrúnar er afskráning skjaldkirtils-
lyfsins Thyroxin-Natrium frá Nyco-
med Danmark A/S (ND) snemma
árs 2002 og tregða Lyfjastofnunar til
að veita sjúklingum undanþágur
vegna lyfsins. Gremja Sigrúnar er
skiljanleg, fær ekki lyf, sem hún hef-
ur tekið árum saman og hefur
gagnast henni vel, en afstaða Lyfja-
stofnunar er líka skiljanleg, vinna við
undanþágur mann- og tímafrek og
búið að skrá samskonar lyf, m.a. að
frumkvæði Lyfjastofnunar. Sem
framkvæmdastjóri nýbakaðs um-
boðsaðila ND á Íslandi, er mér málið
skylt og því finn ég mig knúinn til að
leggja orð í belg.
Það var í lok árs 2001, sem fulltrú-
ar ND komu að máli við mig og inntu
mig eftir því, hvort Gróco ehf væri
tilbúið að taka við umboðinu fyrir
ND á Íslandi. Málið átti sér nokkurn
aðdraganda, sem ekki er ástæða til
að tíunda frekar hér, og skemmst frá
því að segja að við þekktumst þetta
boð. Það kom mér hins vegar í opna
skjöldu, þegar mér var tilkynnt að
ND hygðist eingöngu halda áfram
markaðssetningu þriggja lyfja á Ís-
landi, önnur lyf fyrirtækisins, þ.m.t.
Thyroxin-Natrium, yrðu afskráð.
Mér fannst þetta misráðið, ekki síst í
tilviki Thyroxin-Natrium, sem var
eina lyfið sinnar tegundar á íslenska
markaðinum, en talsmönnum ND
varð ekki haggað. Þegar þeir voru
inntir eftir því af hverju þeir gripu til
þessara örþrifaráða, var helst á þeim
að skilja að kostnaður við að viðhalda
markaðsleyfum fyrir ódýr, gömul
sérlyf á þessum litla markaði væri
orðinn svo óheyrilegur að það borg-
aði sig ekki. Þegar við tókum við um-
boðinu voru því allar þessar afskrán-
ingar afstaðnar í samráði við fyrr-
verandi umboðsmann.
Eftir því sem leið á árið 2002 fjölg-
aði mjög símhringingum til okkar frá
læknum, lyfjabúðum og síðast en
ekki síst sjúklingum, sem voru að
spyrjast fyrir um Thyroxin-Natrium
og hvort það væri nokkur möguleiki
að afskráning þess yrði afturkölluð.
Eftir nokkurt þóf fengum við leyfi
ND til að sækja um afturköllun af-
skráningarinnar að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Þegar þetta er
ritað er Lyfjastofnun búin að sam-
þykkja málaleitan okkar fyrir sitt
leyti og einungis beðið eftir að Lyfja-
verðsnefnd samþykki umbeðið heild-
söluverð.
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa
hingað til verið óþreytt við að gagn-
rýna lyfjafyrirtækin og helst á heil-
brigðisyfirvöldum að skilja að
hremmingar heilbrigðiskerfisins séu
lyfjafyrirtækjunum að kenna. Þessi
sömu yfirvöld hafa hins vegar drjúg-
ar tekjur af skráðum lyfjum og
kostnaður lyfjaframleiðenda og um-
boðsmanna við að sækja um og við-
halda markaðsleyfum lyfja vex ár frá
ári. Lyfjafyrirtækin eru hluti heil-
brigðiskerfisins og axla fúslega þá
ábyrgð, en þau stunda líka viðskipti
og lyf lúta lögmálum viðskipta, hvort
sem fólki líkar það betur eða verr.
ARI KR. SÆMUNDSEN,
framkvæmdastjóri Gróco ehf.,
Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
Já, þú munt tóra!
Frá Ara Kr. Sæmundsen