Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 39
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert ötul(l) og lætur fátt
standa í vegi fyrir því að þú
náir takmarki þínu. Temdu
þér hógværð.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur lag á að koma að
hlutunum úr óvæntri átt og
það laðar að þér samstarfs-
menn sem kunna að meta
hæfileika þína.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Forðastu að taka þátt í hlut-
um sem eru einskis virði og
því hrein tímasóun. Notaðu
heldur tímann til að byggja
þig upp á jákvæðan hátt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Öllu má ofgera og nú er kom-
inn tími til þess að þú slakir
aðeins á og farir að hugsa um
hvað það er sem skiptir
mestu máli í lífinu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það gefur lífinu lit að hitta
góða vini og ræða lífsins gagn
og nauðsynjar og skiptast á
skoðunum. Þá má líka heil-
mikið af því læra.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Varastu öll gylliboð, sem eiga
að færa þér hamingju og auð-
æfi í einu vetfangi. Sígandi
lukka er best og þeir hlutir,
sem þú vinnur fyrir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér finnst álagið í vinnunni
vera orðið fullmikið. Reyndu
þá að bregðast við því þar, en
láttu ekki pirringinn bitna á
þínum nánustu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert einhvern veginn ekki
alveg með sjálfum þér og
þarft því að taka þér tak.
Líttu málin raunsönnum aug-
um og þá sést að flest er í lagi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er í lagi að treysta sínum
nánustu fyrir sínum framtíð-
ardraumum. En aðrir sjá
ekki öll mál í sama ljósi og þá
er það þolinmæðin sem gildir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það tekur á taugarnar þegar
þeir sem manni eru kærir
sýna þrjósku og afneita stað-
reyndum. Gefstu ekki upp því
þér verður þakkað þótt síðar
verði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú gerir sjálfum þér stóran
greiða ef þú ræðst á þau mál
sem hafa valdið þér hugar-
angri. Þungu fargi verður af
þér létt um leið og þú hefst
handa.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nú er rétti tíminn til þess að
bera upp spurningu, sem hef-
ur lengi verið að brjótast um í
þér. Vertu viðbúinn svari,
sem er á hvern veg sem er.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Frestaðu því ekki til morguns
sem þú getur klárað í dag.
Láttu freistingar lönd og leið
og líttu ekki upp fyrr en þú
hefur lokið því sem fyrir ligg-
ur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
85 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8.
janúar, er 85 ára Páll Guð-
jónsson, kaupmaður, nú bú-
settur á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Páll er að heiman í
dag.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8. jan-
úar, verður fimmtugur Stef-
án Stefánsson, deildarstjóri
háskóla- og vísindadeildar
menntamálaráðuneytisins.
Stefán og eiginkona hans,
Hulda Ólafsdóttir, taka á
móti gestum í dag kl. 18 í sal
Lögreglufélagsins, Brautar-
holti 30.
LJÓÐABROT
ÍSLAND
Grænum lauki gróa túnin,
gyllir sóley hlíða syllur,
færa víkur flyðru á vori,
fuglar syngja í Trölladyngjum,
sauðir strjálast hvítir um heiðar,
hossar laxi straumur í fossi,
bella þrumur á brúnum fjalla,
blár er himinn, snarpur er Kári.
Þorleifur Repp
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
Rf6 4. Rc3 Rd4 5. Ba4 c6 6.
Rxe5 d6 7. Rd3 d5
8. e5 Re4 9. O-O
b5 10. Bb3 a5 11.
a4 b4 12. Re2
Rxb3 13. cxb3
Ba6 14. Rdf4 d4
15. d3 Rc5 16. Rg3
Dd7 17. He1 O-
O-O 18. Re4 He8
19. Rxc5 Bxc5 20.
Bd2 Bb6 21. Df3
Kb8 22. Dg3 g6
Staðan kom
upp á Ólympíu-
skákmótinu í El-
ista sem fram fór
1998 og hafði
Sergei Movsesjan
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
hvítt gegn stórmeistaranum
Bogdan Lalic. 23. Rxg6! og
svartur gafst upp þar sem
eftir 23... hxg6 24. e6+ Bc7
25. exd7 Hxe1+ 26. Hxe1
Bxg3 27. He8+ er fokið í
flest skjól fyrir svartan.
MJÖG góð þátttaka var í
hinni árlegu bridshátíð
Borgnesinga sem fram fór
um síðustu helgi á Hótel
Borgarnesi. Það er Brids-
félag Borgarness sem
stendur fyrir hátíðinni í
samvinnu við hótelið og
Sparisjóðinn. Á laugardeg-
inum var spiluð sveita-
keppni með þátttöku 32ja
sveita, en tvímenningur á
sunnudeginum þar sem 64
pör kepptu. Sveitakeppn-
ina unnu þau Ljósbrá Bald-
ursdóttir, Matthías Þor-
valdsson, Anton Haralds-
son og Bjarni H. Einars-
son, sem spiluðu undir
nafni Íslenskra aðalverk-
taka. Sigurvegarar tví-
menningsins eru þeir Gísli
Steingrímsson og Sveinn
R. Þorvaldsson. Lítum á
spil frá sveitakeppninni:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ ÁK2
♥ D10982
♦ Á6
♣D74
Vestur Austur
♠ 10543 ♠ 986
♥ ÁK76 ♥ G43
♦ K10872 ♦ DG43
♣-- ♣1096
Suður
♠ DG7
♥ 5
♦ 95
♣ÁKG8532
Spilaðar voru 8 umferðir
af stuttum leikjum raðað
eftir stöðu (monrad). Þetta
spil kom upp í næstsíðustu
umferð þar sem sigursveit-
in keppti við sveit Páls
Valdimarssonar sem end-
aði í öðru sæti. Matthías og
Ljósbrá eru í NS gegn
Þórði Björnssyni og Þresti
Ingimarssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Þórður Ljósbrá Þröstur Matthías
-- -- -- 1 lauf
Dobl 1 hjarta 2 tíglar 3 lauf
3 tíglar 3 spaðar Pass 4 lauf
5 tíglar 6 lauf Pass Pass
Pass
Útspil í tígli er banvænt
en það er erfitt að gagn-
rýna Þórð fyrir að leggja
niður hjartakónginn. Eftir
þá byrjun var einfalt mál
fyrir Matthías að fríspila
fimmta hjartað og losa sig
þar við tígultapslaginn
heima. Unnið spil og 12
IMPar til sigursveitarinnar
en á hinu borðinu létu NS
duga að spila geimsögn.
Sigursveitin skoraði 21,5
stig að jafnaði sem er harla
gott.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson BRÚÐKAUP.
Hinn 28. sept-
ember 2002
voru gefin
saman í hjóna-
band í Grafar-
vogskirkju af
séra Vigfúsi
Þór Árnasyni
þau Ólafía I.
Þorvaldsdóttir
og Steinar
Garðarsson.
Heimili þeirra
er í Reykjavík.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 8.
janúar, er fimmtug María
Sigurðardóttir, Hafnar-
bergi 9, Þorlákshöfn. Af
því tilefni taka hún og eig-
inmaður hennar, Böðvar
Gíslason, á móti ættingjum
og vinum í Versölum, sal
Ráðhúss Ölfuss, laugardag-
inn 11. janúar kl. 17–20.
Bridsdeild Samiðnar
Keppni um járnsmíðabikarinn
lauk fimmtudaginn 12. desember.
Röð efstu para varð:
Ólafur Ingvarsson - Zarioh Hamedi 60,5
Guðni Pálmi Oddsson - Árni Valsson 52,4
Garðar Ólafsson - Óskar Baldursson 51,4
Bridsdeild Samiðnar spilar annan
hvern fimmtudag á Suðurlandsbraut
30, 2. hæð. Spilamennska hefst kl.
19:30. Alltaf létt og skemmtileg
stemning og heitt kaffi á könnunni!
Fimmtudaginn 9. janúar er spiluð
eins kvölds hraðsveitakeppni. Allir
félagar í Samiðn eru velkomnir.
Hjálpað er til við myndun sveita.
Nánari upplýsingar veita Snorri Ei-
ríksson í síma 567-7140 og Ómar Ol-
geirsson í síma 869-1275.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Góð þátttaka hjá Bridsfélagi
Selfoss og nágrennis
í upphafi nýs árs
Fyrsta keppni nýs árs var eins
kvölds tvímenningur, sem var spilað-
ur 2. janúar sl. Góð þátttaka var í
mótinu, eða 13 pör. Röð efstu para
varð þessi:
Ólafur Steinason – Guðjón Einarsson 186
Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 185
Garðar Garðarsson – Auðunn Herm. 181
Gunnar Þórðarson – Una Árnadóttir 177
Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. 168
Magnús Guðmundss. – Gísli Hauksson 165
Meðalskor var 156 stig.
Næsta mót er aðalsveitakeppnin
sem hefst 9. janúar. Garðar Garðars-
son tekur við skráningu, en pörum
verður raðað í sveitir til að mynda
sveitir sem jafnastar að styrkleika.
Sú breyting hefur verið ákveðin á
dagsetningu Suðurlandsmótins í
sveitakeppni að spilað verður föstu-
daginn 17. og laugardaginn 18. janúar.
Spilað verður í Þingborg. Garðar
Garðarsson tekur við skráningu í síma
862-1860. Skráningarfrestur rennur
út miðvikudagskvöldið 15. janúar.
Bridsfélag Kópavogs
Um leið og Bridsfélag Kópavogs
óskar öllum bridsspilurum landsins
fjær og nær gleðilegs spilaárs með
þökkum fyrir hin liðnu, er vakin at-
hygli á að nú stendur fyrir dyrum að-
alsveitakeppni félagsins.
Nk. fimmtudagskvöld, 9. janúar, kl.
19.30, er fyrirhugað að sveitakeppnin
hefjist og mun það ráðast af fjölda
sveita hversu mörg keppniskvöldin
verða. Aðstoðað verður við myndun
sveita ef með þarf og hægt að tilkynna
þátttöku til Lofts í síma 553 6120 /
554 5186 / 897 0881.
Við minnum á að „það er gott að
spila í Kópavogi“.
Að venju er spilað í Þinghóli,
Hamraborg 11, 3. hæð.
www.starri.is
Sérhæfing í
Intel-vörum
Móðurborð - Örgjörvar
- Flatir skjáir
3ja ára ábyrgð
Hvernig átti ég að vita að öll fjölskyldan væri í felum inni í
runnanum …?
Með morgunkaffinu
(30 rúmlesta skipstjórnarréttinda)
15. janúar til 24. mars. Kennsla í Austurbugt 3
frá kl. 19-23 mánudaga og miðvikudaga.
Ekki missa af þessu námskeiði.
Innritun í síma 898 0599
og 588 3092.
bha@centrum.is
www.siglingaskolinn.net
Siglingaskólinn
Meðlimur í
Alþjóðasambandi
siglingaskóla.
NÁMSKEIÐ TIL
PUNGAPRÓFS
SKEMMTUN FYRIR ALLA
Í DANSHÚSINU KÓPAVOGI
danshusid@islandia.is - www.islandia.is/danshusid
Innritun til 12. janúar, sími 862 6168 eða
Dansfélagið
Hvönn
Enskuskóli Erlu Ara
auglýsir enskunám í Hafnarfirði
Skráning stendur yfir í síma 891 7576 eftir kl. 16 alla daga.
Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara
10 getustig.
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.