Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 19 89 0 01 /2 00 3 „ÉG verð að viðurkenna að þetta eru öllu verri tölur en ég hafði reiknað með,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, um niðurstöðu könn- unar Samtaka atvinnulífsins. Í henni kom fram að fyrirtæki hér á landi ætla að fækka starfsfólki að meðaltali um 1,55% á næstu tveim- ur til þremur mánuðum. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að þessar niðurstöður hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart. Sam- kvæmt könnuninni hyggjast fyr- irtæki í útgerð og fískvinnslu fækka starfsfólki mest, eða um 4%. „Búið er að skera niður afla- heimildir. Einnig höfum við horft upp á útgerðarrisana sameinast. Það er því mjög líklegt að hagræð- ing þýði að fækka verði fólki.“ Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, segir hefðbundið að eftirspurn eftir starfsfólki dragist saman eftir jólin í verslun og þjónustu. Í könn- un SA kemur fram að fækkun starfsfólks verði næstmest í þeirri grein atvinnulífsins. „Það hefur alltaf fjölgað á at- vinnuleysisskrá í janúar og febr- úar,“ segir Gunnar. Vinnuveitend- ur fjölgi hjá sér starfsfólki með haustinu þegar jólaverslunin sé undirbúin. Það nái síðan hámarki í lok nóvember og í desember. Skynjaði samdrátt í haust Sigurður segir að Efling hafi vakið athygli á því í haust að margt benti til þess að erfiður vet- ur væri framundan. Atvinnuleysi jókst hratt frá því í ágúst. „Það var fátt í umhverfi fyrir- tækja og verkefna sem sagði okkur að ástandið væri að batna. Við höfðum hins vegar vonir um að bæði stýrivextir, sem hafa verið að lækka, og eins breyting krónunnar gagnvart Bandaríkjadollara, þegar hún fór úr 110 krónum í 80 krónur, myndi ná að snúa þessari þróun við. Það virðist hins vegar ekki vera að gerast. Þessi niðurstaða, sem Samtök atvinnulífsins kemst að, er í meginatriðum það sem við höfðum tilfinningu fyrir.“ Í haust ríkti hins vegar bjartsýni hjá forystumanni Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Ég var tiltölulega bjartsýnn í haust en eftir því sem leið á veturinn færðist þoka yfir mig. Ég skynjaði samdrátt,“ segir Aðalsteinn. Hann hefur áhyggjur af því að sjá ekki tækifærið sem getur snúið þessari þróun við á næstu vikum og mánuðum. Stórfyrirtæki fari rólegar Sigurður segir að í könnuninni komi fram að stór fyrirtæki séu oft leiðandi í atvinnulífinu um það sem gerist í framhaldinu. „Ég held að stóru fyrirtækin hafi burði til að fara rólegar í sakirnar en þau minni, sem standa frammi fyrir grjóthörðum reikningsniðurstöð- um. Von mín er sú að þessi fyr- irtæki, sem eru í fararbroddi á vinnumarkaði, fari sér hægt í þess- um uppsagnarmálum.“ Aðalsteinn segir að stór fyrir- tæki í sjávarútvegi, sem nýlega hafi sameinast, séu líklegri til að fækka fólki. Það hafi áhrif í þá veru í könnuninni, að fyrirtæki með fjölmennt starfslið ætli frekar að segja upp fólki. Virkjun hefur jákvæð áhrif Að sögn Aðalsteins getur þessi þróun í fiskvinnslu snúist við ef loðnuvertíðin gengur vel. Það hafi margfeldisáhrif út um allt þjóðfé- lagið. „Ef við fáum góða loðnuveiði getur það bjargað okkur. Við erum mjög illa stödd ef við siglum ekki inn í góða veiði.“ Auk þess hafi þróun virkjunarmála áhrif á gang- inn í atvinnulífinu. Sigurður Bessason segir að fyr- irhugaðar virkjunarframkvæmdir muni ekki snúa þessari þróun við á þessu stigi. „Jafnvel þótt allt gengi eftir með eðlilegum hætti erum við ekki að tala um framkvæmdir fyrr en á árinu 2004. Hins vegar getur þetta þýtt að fyrirtækin sjái fram á jákvæðari umbreytingar fyrr. Þar af leiðandi verður jákvæðni, sem skiptir verulega miklu máli í at- vinnulífinu, fyrir hendi. Menn snúa sér þá frekar að uppbyggingarmál- um í stað þess að draga svona hratt saman.“ Gunnar Páll er sama sinnis og Sigurður að þessu leyti. Hann seg- ir ljóst að framkvæmdir við virkj- un og álver auki bjartsýni í þjóð- félaginu. „Þau fyrirtæki, sem telja sig þurfa að herða ólina, fresta því að- eins í von um að viðskiptin aukist. Þegar af þessu verður er þetta það mikil innspýting þótt hún sé mikið til innflutt. Það kallar á aukna þjónustu og hríslast um allt þjóðfé- lagið.“ Bitnar á öllum Forystumenn launafólksins eru sammála um að minni eftirspurn eftir vinnuafli bitni nú jafnt á öll- um. Aðalsteinn segist hafa fylgst vel með á öllu landinu og enginn einn hópur, að minnsta kosti sem vinnur við útgerð og fiskvinnslu, komi verr út en hinir. Líka ef horft sé á dreifinguna um landið. Hann bendir á að koma megi til móts við fækkun starfa í sjávar- útvegi með því að nýta betur af- urðir sem hent er í sjóinn á fiski- skipum kringum landið. Nokkrar útgerðir séu byrjaðar á þessu en betur megi ef duga skal. Setja eigi skýrar reglur um að skip eigi að koma með úrgang, eins og hausa og dálka, í land til vinnslu. „Þarna er á hverjum degi verið að henda fjölda starfa í hafið.“ „Þetta kemur alls staðar illa nið- ur. Það er einfaldlega þannig að sá sem er án atvinnu er illa settur. Mér sýnist þetta vera úr flestöllum geirum innan félagsins,“ segir Sig- urður og bendir á að á samdrátt- artímum eigi ríki og sveitarfélög að fara af stað með stór verkefni. Í því sambandi nefnir hann fram- kvæmdir við Kringlumýrarbraut og Sundabraut. Þegar þenslutímar komi aftur eigi þessir aðilar svo að halda sig til hlés. Gunnar Páll segir að hingað til hafi þeir með minnstu menntunina farið verst út úr atvinnuleysinu. Núna hafi hann það á tilfinning- unni, án þess að hafa um það ná- kvæm gögn, að meira sé um að at- vinnuleysið bitni á öllum hópum. Hann telur að VR geti ekki brugðist við þessari þróun til skamms tíma. Engin allsherjar- lausn sé til en félagið muni sinna þessu fólki og sýna því umhyggju. „Það er ljóst að sú breyting er að verða nú seinni árin hjá verka- lýðshreyfingunni að líta á afkomu atvinnulífsins sem sameiginlegt verkefni með vinnuveitendum. Það kemur launafólki vel ef atvinnulífið er öflugt,“ segir Gunnar. Eina tryggingin fyrir góðum og vel launuðum störfum á Íslandi sé að framleiða betri og ódýrari vöru en þeir sem Íslendingar keppa við. Forystumenn launþega hafa áhyggjur af auknu atvinnuleysi Allir hópar berskjaldaðir fyrir auknu atvinnuleysi Virkjunarframkvæmdir gætu aukið bjart- sýni í atvinnulífinu. Þá sneru menn sér frek- ar að uppbyggingarstarfi í stað þess að draga hratt saman. Þetta er mat forystu- manna í launþegahreyfingunni. Sigurður Bessason Aðalsteinn Á. Baldursson Gunnar Páll Pálsson ’ Ef við fáum góðaloðnuveiði getur það bjargað okkur. Við erum mjög illa stödd ef við siglum ekki inn í góða veiði. ‘ ALLIR sem starfa við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka þurfa að sjálfsögðu að borða. Sér- staklega þurfa þeir sem eru í kulda og vosi, eins og jarðgangagerð er jafn- an, eitthvað staðgott og vel útilátið. Auður Strandberg og Kolbrún Geirsdóttir ráðs- kona sjá um matseldina í vinnubúðum Íslenskra að- alverktaka gegnt Kára- hnjúkum, þær elda ofan í tuttugu manns að jafnaði á dag sem vinna að gerð aðkomuganga við hjá- göng Kárahnjúkavirkj- unar. Elda við Kára- hnjúka LEIGUBÍLSTJÓRI á Sel- fossi sýndi mikið snarræði í fyrrinótt þegar hann dró alelda jeppa frá húsvegg við plastiðju á Selfossi. Kom hann með þessu í veg fyrir stjórtjón en slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að ekki hafi mátt tæpara standa. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um eldinn um klukkan 1.20. Þá hafði leigu- bílstjóranum tekist að binda taug milli leigubílsins og jeppans og draga hann frá húsinu. Að sögn Kristjáns Einarssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, höfðu stórar rúður á veggnum sprungið og eldurinn hafði ét- ið sig í gegnum vegginn þegar slökkviliðið kom á vettvang. Urðu slökkviliðsmenn að rjúfa vegginn til að ráða nið- urlögum eldsins. Kristján segir ljóst að leigubílstjórinn hafi komið í veg fyrir stórtjón enda mikill eldsmatur innan- dyra en fyrirtækið framleiðir m.a. plastflöskur fyrir gos- drykki. Reykur barst um allt húsið en óvíst er um tjón af völdum hans. Jeppinn, sem var óskráður, er gjörónýtur. Lögregla rann- sakar eldsupptök. Leigubílstjóri kom í veg fyrir stórtjón Dró alelda jeppa frá húsinu HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu Ástþórs Magnússonar um að hann fengi afhentar tvær tölvur sem lögregla lagði hald á við húsleit í húsakynnum Friðar 2000 í lok nóv- ember. Ríkissaksóknari hefur ákært Ást- þór fyrir að hafa dreift tilhæfulausri viðvörun með tölvupósti um sprengjutilræði gegn íslenskri flug- vél. Tölvurnar sem lögregla lagði hald á eru taldar hafa verið notaðar við að senda tölvupóstinn og krefst lögregla þess að tölvurnar verði gerðar upptækar. Í dómi Hæstarétt- ar segir m.a. að hald skuli lagt á muni ef ætla megi að þeir hafi sönn- unargildi í opinberu máli eða ef ætla megi að þeir kunni að verða gerðir upptækir. Kröfu Ástþórs var því hafnað. Ástþór fær ekki tölvurnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.