Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VINIR hans segja að hann sé ákaf-lega rólegur og jafnvel hlédrægur.Fátt geti komið honum úr jafn-vægi ef frá er talinn enski boltinn.Hann sé gallharður Liverpool- aðdáandi og geti látið öllum illum látum yfir spennandi fótboltaleik. Brian Pilkington mynd- listarmaður játar því sposkur á svip að eiga stundum erfitt með að hemja sig yfir boltanum. „Ekki síst þegar jafn illa gengur og upp á síð- kastið – liðið hefur ekki unnið 10 leiki í röð. Ég ligg andvaka á nóttunni og velti fyrir mér öllum hugsanlegum lausnum.“ Ef tekið er með í reikninginn að Brian er al- inn upp í næsta nágrenni við Anfield, heimavöll Liverpool í Englandi, þarf heldur engan að undra að hann hafi sterkar taugar til liðsins. „Liverpool og Everton voru aðalliðin á svæð- inu. Strákarnir skiptust í tvo hópa og héldu hvorir með sínu liðinu. Við vorum auðvitað allt- af í fótbolta og oft gat teygst úr leikjunum, t.d. þótti ekkert skrýtið að einn leikur stæði yfir frá klukkan tíu til þrjú eftir hádegi um helgar. „57-33,“ svöruðum við kannski þegar mamma spurði okkur hvernig leikurinn hefði farið. Hver okkar gat skorað tugi marka í leik. Við vorum alvöru hetjur – ekkert eins og Beckham í dag!“ Krakkarnir í Liverpool litu ekki aðeins upp til fótboltamanna á sjöunda áratugnum. „Þótt ég væri bara 10 ára þegar Bítlarnir urðu heims- frægir og 13 ára þegar þeir fóru frá Liverpool breyttu þeir óneitanlega lífi mínu eins og flestra annarra krakka í Liverpool. Ég hlustaði á lögin og var með sítt hár og kringlótt gler- augu eins og John Lennon. Núna reyna popp- stjörnur að gera allt sem þær geta til að skera sig ekki úr fjöldanum. Ég hálf vorkenni krökk- um að hafa ekki sterkari fyrirmyndir.“ Með mestu villingunum í bekk Brian segir að því fari þó fjarri að uppvaxt- arárin í Liverpool hafi verið dans á rósum. „Fyrstu æviár mín var enn kreppa í Englandi eftir stríðið. Matarskömmtunin hætti ekki fyrr en ég var orðinn fimm ára árið 1955. Við vorum þrír bræðurnir. Ég er miðjubarn. John, eldri bróðir minn, býr í Wales og starfar við golf- kennslu og flest annað í tengslum við golf- íþróttina. Sonur hans, Mark, hefur einmitt náð langt í þeirri íþrótt og keppir á stórmótum eins og English Open. Paul, yngri bróðir minn, er skrifstofumaður í Liverpool. Mamma og pabbi voru bæði hjúkrunarfræðingar. Ég laug því samt oft að pabbi væri læknir því mér fannst svo hallærislegt að hann ynni dæmigert kvennastarf. Hann dó þegar ég var á ellefta ári. Mamma var lengi að jafna sig eftir áfallið. Hún vann á vöktum til að sjá okkur farborða. Oft vann hún á nóttunni, svaf á daginn og vaknaði grátandi í mörg ár af því hún saknaði pabba svo mikið. Ég man ekki eftir að okkur strákunum hafi fundist við búa við erfiðar aðstæður. Við þekkt- um einfaldlega ekki annað og urðum að læra að bjarga okkur sjálfir. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á því hvað þessi tími var ofboðslega erfiður fyrir okkur öll og sérstak- lega Paul, yngri bróður minn. Hann var bara sex ára þegar hann missti í raun bæði pabba sinn og mömmu. Ég var líka á erfiðum tímamótum í lífi mínu því að ég var að skipta um skóla. Skólagangan gekk reyndar býsna brösuglega því að ég er lesblindur og átti rosalega erfitt með að fylgj- ast með í lesgreinunum. Ég held að orðið les- blinda hafi ekki einu sinni verið til í orðabókum á þessum tíma. Kennararnir gerðu einfaldlega ráð fyrir því að ég væri heimskur og settu mig í bekk með mestu villingunum í hverfinu. Allt sem máli skipti var að mæta og koma óbarinn heim klukkan fjögur,“ segir Brian og tekur fram að reyndar hafi honum gengið ágætlega í öðrum greinum en lesgreinum. „Ég var með þeim hæstu í greinum eins og myndlist, stærð- fræði og tækniteiknun. Aðeins lesturinn var vandamál. Ég las í fyrsta skipti heila bók um tvítugt og hef síðan verið að æfa mig og ná betri tökum á lestrinum. Enn á ég þó erfitt með að meðtaka miklar upplýsingar í stuttum texta eins og leiðbeiningar með alls konar tækjum og leikföngum strákanna.“ Út á vinnumarkaðinn 14 ára Brian segist hafa verið þeirri stund fegnast- ur þegar hann losnaði út úr skóla 14 ára gamall. „Fyrsta starfið mitt var í stórverslun. Þú veist – svona verslun þar sem allt fæst; matur, bús- áhöld, gjafavörur og fatnaður. Ég sá um útstill- ingar í gluggunum og aðstoðaði við að útbúa jólaland fyrir jólin. Starfið átti ágætlega við mig þó að ég ynni þarna aðeins í eitt ár. Við John, eldri bróðir minn, beindum hvor öðrum inn á framtíðarbrautina því að ég fékk hann upphaflega með mér á golfvöllinn þótt ég hafi sjálfur ekki slegið golfkúlu í áratugi. Aftur á móti gerðist ég iðnnemi í myndlist eftir ábendingu bróður míns. Samingurinn fólst í því að ég sótti kvöldnámskeið í módelteikningu og almenna tíma í myndlist í listaskólanum í Liv- erpool einn dag í viku með vinnu. Vinnan var í verksmiðju og fólst í því að mála fyrirmyndir til að prenta á hluti eins og ruslafötur, bakka og þvíumlíkt dót úr tini. Þarna fékk ég ágæta þjálfun í að mála þótt vinnan væri ekkert sér- staklega skemmtileg og verksmiðjan bæði subbuleg og gamaldags. Mér kom þess vegna ekkert á óvart þegar fyrirtækið varð gjald- þrota og hætti rekstri skömmu eftir að ég hætti upp úr tvítugu.“ Ást, friður og hamingja Eftir að hafa kynnst listaskólalífinu í Liver- pool stóð hugur Brians til frekara myndlist- arnáms. „Ég vildi ólmur læra meira og byrjaði á því að sækja um skólavist í listaskólanum í Liverpool. Ekkert varð þó úr því að ég settist þar á skólabekk því að skólayfirvöld settu fyrir sig að ég hefði ekki tilskilin próf til að hljóta inngöngu. Harðákveðinn í að komast í lista- skóla sótti ég því um að komast inn í listaskól- ann í Leicester og komst inn á undanþágu fyrir „sérstaka“ nemendur. Listaskólaárin þrjú voru eintóm sæla. Rétt eins og að upplifa himnaríki eftir að hafa óvart verið varpað í helvíti. Hinir nemendurnir hafa örugglega ekki upplifað breytinguna eins sterkt og ég því að þeir komu beint úr skóla og voru ekki búnir að átta sig á því hvað hversdagsleikinn gat verið þrúgandi. Ef ég lít til baka man ég satt best að segja ekki eftir að hafa unnið neitt í skólanum þó vissulega hafi ég lært ýmislegt. Við lærðum reyndar mest hvert af öðru og sjálfur gat ég miðlað töluverðri tæknilegri þekkingu til hinna eftir veruna í verksmiðjunni. Kennslan var því Ekki til skemmt Fáir myndlistarmenn hafa sett jafn sterkan svip á íslenskar barnabækur og Brian Pilk- ington. Anna G. Ólafsdóttir tók hús á Brian í Skerjafirð- inum og varð margs vísari um manninn að baki mynd- skreytingunum og sögunum. Morgunblaðið/Jim Smart Brian og Kate með sonunum Daniel, 7 ára, og Óskari, 4 ára. Fyrir á Brian dótturina Elínu Soffíu, 24 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.