Morgunblaðið - 12.01.2003, Side 18
18 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
L
ANDSSÍMI Íslands er
elsta fjarskiptafyrirtæki
landsins og langstærst á
flestum sviðum, sann-
kallaður risi, að minnsta
kosti á íslenskan mæli-
kvarða. Landssíminn sat
lengi einn að kökunni, en nú er búið
að einkavæða Símann og aflétta
hömlum af rekstri fjarskiptaþjón-
ustu. Þótt losnaði um hömlurnar olli
yfirburðastaða Símans því að nýir
aðilar áttu á brattann að sækja en
náðu þó fótfestu. Síminn hefur því
búið við sívaxandi samkeppni undan-
farin ár. Eftir að Tal og Halló fjar-
skipti sameinuðust Íslandssíma ný-
verið hefur Síminn fengið sterkan
keppinaut.
Nýtt stjórnskipulag Símans
Í liðinni viku var kynnt nýtt stjórn-
skipulag Landssíma Íslands hf. Upp-
stokkunin á fyrirtækinu er m.a. gerð
í þeim tilgangi að gera það sam-
keppnishæfara og arðbærara. Brynj-
ólfur Bjarnason tók við starfi for-
stjóra Landssíma Íslands hf. fyrir sjö
mánuðum.
„Frá byrjun var ég staðráðinn í að
gefa mér góðan tíma til að kynnast
starfseminni. Ég hef heimsótt nær
alla vinnustaði Símans. Það eru að-
eins tveir úti á landi sem ég á eftir.
Einnig hef ég reynt að kynnast
starfsfólkinu og setja mig inn í starf-
semina,“ segir Brynjólfur. „Í haust
fórum við að reyna að greina verk-
þættina í fyrirtækinu og nota þá til
að byggja upp nýtt skipulag. Við
settum okkur það markmið, með
þessari skipulagsbreytingu, að ná
fram skýrri aðgreiningu á afkomu-
og stoðsviðum. Í fyrirtækinu hafa
verið vörur, sem eru mældar eftir af-
komu, en í mörgum tilvikum hefur
verið erfitt að greina hvern vöruflokk
fyrir sig og heimfæra þar vald og
ábyrgð.“
Brynjólfur segir að með nýja
stjórnskipulaginu eigi að tryggja að
saman fari völd og ábyrgð. Tryggja á
að ævinlega fari saman ábyrgð á
stofnun og greiðslu kostnaðar innan
fyrirtækisins. Eins á það að auka
arðsemi og kostnaðarvitund, einfalda
stjórnun og samhæfingu milli sviða/
eininga fyrirtækisins. Einnig að
tryggja að viðskiptavinir eigi greiðan
aðgang og að starfsfólk verði hæfara
til að takast á við aukna samkeppni.
Nýtt stjórnskipulag Símans er
svonefnt „matrixuskipulag“, sem
kallað hefur verið fléttuskipulag á ís-
lensku. Afkomusviðin fimm; fjar-
skiptanet, gagnasvið, farsímasvið,
talsímasvið og dótturfélög, starfa
sjálfstætt hvert um sig.
„Framkvæmdastjóra hvers sviðs
ber að sjá til þess að reksturinn skili
arði af því fjármagni sem er bundið í
deildinni,“ segir Brynjólfur. „Til þess
að þjóna afkomusviðunum höfum við
stoðsvið sem vinna þvert á afkomu-
sviðin. Þau eru fjármála- og rekstr-
arsvið, markaðssvið, starfsmanna-
svið og þróunarsvið.“
Þetta stjórnskipulag krefst mikill-
ar samhæfingar innan fyrirtækisins,
að sögn Brynjólfs. Þannig er gert ráð
fyrir því að þegar t.d. stór viðskipta-
vinur óskar eftir margþættri þjón-
ustu þá hitti hann einungis einn full-
trúa Símans. Þessi eini fulltrúi
verður „andlit“ Símans gagnvart við-
skiptavininum. Á bakvið þetta „and-
lit“ er fjöldi starfsmanna á hinum
ýmsu sviðum Símans. Sérþekkingu á
hverju sviði er komið á framfæri við
þennan fulltrúa Símans og öll sviðin
taka þátt í tilboðsgjöf þegar um slíkt
er að ræða.
„Viðskiptavinirnir – konungarnir í
þessum heimi – eru bæði fyrirtæki og
einstaklingar. Eins eru önnur fjar-
skiptafyrirtæki viðskiptavinir okkar.
Viðskiptin við þau annast sérstök
heildsala innan fjarskiptanetsins og
mun hún lúta sérstakri stjórn þannig
að gott traust geti ríkt milli annarra
fjarskiptafyrirtækja og Símans. Með
þessu viljum við tryggja að önnur
fjarskiptafyrirtæki, samkeppnisaðil-
ar okkar, geti verið viss um að þau
séu að fá góða þjónustu hjá okkur og
að viðskiptum þeirra sé haldið frá
viðkomandi afkomusviði okkar.“ Að
sögn Brynjólfs mun heildsalan t.d.
sjá um innlenda og erlenda reiki-
samninga, aðgang að grunnneti Sím-
ans og aðra þjónustu sem veitt er á
þessu sviði.
Mun skipulagsbreytingin leiða til
uppsagna?
„Þessari skipulagsbreytingu
tengjast ekki neinar fjöldauppsagnir.
Starfsfólk verður flutt á milli sviða og
eins verða tilfærslur innan sviða fyr-
irtækisins. Hins vegar hef ég verið
ólatur við að segja að Landssími Ís-
lands hf. á í vaxandi samkeppni. Fyr-
irtækið má gera ráð fyrir að missa
markaðshlutdeild en mun að sjálf-
sögðu reyna að halda arðsemi sinni.
Það þýðir að það þarf að laga sig að
breyttum aðstæðum og beita hag-
ræðingu. Í henni getur m.a. falist að
á einhverjum sviðum og einhvers
staðar verði að fækka starfsfólki. En
það mun gerast í framtíðinni og er
ekki tengt þessari skipulagsbreyt-
ingu.“
Sterkari í samkeppninni
Er skipulagsbreytingin liður í því
að gera Símann grimmari í sam-
keppninni?
„Jú, það er tilgangur. Við lítum svo
á að með sameiningu Hallós fjar-
skipta, Tals og Íslandssíma höfum
við fengið mjög verðugan keppinaut.
Íslandssími er að fá aukið fjármagn
til starfsemi sinnar. Annars vegar
með hlutafjáraukningu, sem þegar
hefur farið fram til að greiða hlut-
höfum Tals fyrir sína hluti. Eftir því
sem þeir hafa sagt opinberlega eru
þeir að ganga í gegnum endurfjár-
mögnun á lánum og á þessu ári eru
þeir að fara í enn frekari hlutafjár-
aukningu til að styrkja fjárhag sinn.
Við teljum að með þessari samein-
ingu muni Íslandssími bjóða fram
miklu víðtækari þjónustu en fyrri
fyrirtækin gátu gert. Síminn hefur
þann styrk að geta þjónað öllum við-
skiptavinum með hinar ýmsu þarfir.
Íslandssími mun eflaust reyna að
komast í svipaða stöðu.
Við höfum gert ráð fyrir því að við
aukna samkeppni muni markaðs-
hlutdeild okkar í ákveðnum vöru-
flokkum og sumum markhópum
minnka. Póst- og fjarskiptastofnun
mun á þessu ári vinna að því að
greina markaðinn í flokka, sam-
kvæmt tilskipun frá Evrópusam-
bandinu. Við teljum að það hafi í för
með sér að Landssími Íslands hf. fái
aukið svigrúm til að keppa á mark-
aðnum, neytendum til góða. Við er-
um að búa okkur undir það.“
Getur þú útskýrt þetta aukna svig-
rúm?
„Okkur er uppálagt af reglugerð-
araðilunum, það er Póst- og fjar-
skiptastofnun og Samkeppnisstofn-
un, að fara ekki í þannig samkeppni
við aðra á fjarskiptamarkaði að við til
dæmis undirbjóðum verð. Við meg-
um í besta falli jafna tilboð annarra.
Við höfum lagt áherslu á að við bjóð-
um alhliða fjarskiptaþjónustu, gæði
og öryggi. Viðskiptavinir okkar hafa
oft metið það meira en sparnað upp á
nokkrar krónur.
Við erum einnig að fara inn í það
umhverfi að fjarskiptafyrirtækin
ákveða lokatengigjald hjá sér. Til
dæmis hækkaði verðskráin hjá Sím-
anum nú um áramótin vegna þess að
Íslandssími hækkaði lokatengigjald.
Viðskiptavinur okkar sem hringir í
Íslandssíma verður því að borga
hærra gjald í ákveðnum tilfellum en
hann gerði áður. Við verðum að
rukka hann um þessar krónur. Þarna
myndast að sjálfsögðu samkeppni.
Það getur verið hagkvæmara að
hringja innan sama kerfis en að
hringja á milli kerfa.“
Í hverju felst sundurgreining
markaðarins?
„Það hefur verið tilhneiging hér til
að bera einfaldlega saman 17,5 millj-
arða veltu Símans og áætlanir Ís-
landssíma um 5,4 milljarða veltu. Svo
er sagt að hlutföllin þarna á milli sýni
markaðinn. Við höfum hins vegar
bent á að í 17,5 milljarða veltu okkar
sé stór hluti sem við skilgreinum sem
alþjónustu. Samkvæmt lögum er
okkur uppálagt að halda ákveðnu
þjónustustigi m.a. á landsbyggðinni.
Það sem meira er, okkur er gert að
rukka sama verð þar og í þéttbýli.
Nýtt fyrirtæki sem kemur inn á
markaðinn setur sig niður í þéttbýl-
inu við mun minni dreifingarkostnað
en við þurfum að sæta á landsvísu.
Við segjum: Dragið alþjónustuna frá
þessum 17,5 milljörðum og svo skul-
um við fara að skipta!“
Brynjólfur segir að við greiningu
markaðarins sé honum ekki einungis
skipt eftir talsíma-, farsíma- og
gagnaflutningsþjónustu heldur þurfi
einnig að flokka viðskiptin eftir því
hvort þau eru við stórfyrirtæki,
minni fyrirtæki og svo framvegis. Þá
er hægt að meta hver er með ráðandi
markaðshlutdeild á hverju sviði. Sem
dæmi nefnir Brynjólfur að Tal hafi
náð mjög góðum árangri í farsíma-
þjónustu meðal unglinga.
Nýtt þróunarsvið Símans mun
gegna mikilvægu hlutverki í nýrri
sókn fyrirtækisins, að sögn Brynj-
ólfs. Undir þróunarsviðið heyrir að
rannsaka og skoða ýmis viðskipta-
tækifæri. Eins vöruþróun og ætlar
Síminn að leggja aukna áherslu á
rannsóknir og viðskipta- og vöruþró-
un. „Þar ætlum við að fara yfir öll við-
skiptatækifæri sem kunna að finnast
hér innanlands og þess vegna erlend-
is. Orri Hauksson verður fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs.“
Að róa jafnt á bæði borð
Brynjólfur hefur mikla reynslu af
stjórnun stórra fyrirtækja. Hann var
forstjóri Almenna bókafélagsins
1976-83 og forstjóri Granda frá 1984
þar til hann varð forstjóri Símans í
fyrra.
„Mér hefur reynst afar vel í fyrir-
tækjarekstri að fá um borð í „árabát-
inn“ samhent og gott lið. Ég tel fram-
kvæmdastjórana sem nú hafa verið
ráðnir til starfa hjá Símanum vera
slíkt lið. Sumir hafa unnið hér og búa
yfir mikilli þekkingu á fyrirtækinu og
rekstri þess, aðrir koma nýir og færa
með sér nýja hluti. Það sem skiptir
máli í svona framkvæmdastjórn er að
ræðararnir rói með samstilltu ára-
lagi. Gerist það ekki og misjafnt er
róið á borðin þá snýst báturinn bara í
hringi. Mitt hlutverk er að halda
þessum hópi í sama takti og ná fram
öllum kostum þeirra sem góðir ræð-
arar.“
Hvenær má vænta þess að sam-
keppni um verð í símaþjónustu verði
harðari en nú er?
„Ég á von á að það opnist fyrir það
hægt og bítandi. Sú hefur orðið raun-
in í öðrum löndum. Fjarskiptafyrir-
tæki, sem áður voru ríkisrekin og
hafa verið einkavædd, taka á móti sí-
vaxandi samkeppni ekki síður frá
öðrum löndum en sínu eigin. Sam-
keppnishömlum sem á þeim voru
hefur verið aflétt. Menn hafa komist
að því að þú þarft ekki endilega að
vera mjög stór til að geta haft mjög
ráðandi markaðsstöðu. Viðskiptavin-
urinn hefur ekki endilega verið að fá
besta verð hjá litla fyrirtækinu. Ef
stóra fyrirtækinu er bannað að taka
þátt í samkeppninni þá hafa hin
markaðinn bara fyrir sig!“
Brynjólfur segir að um leið og
samkeppnin sé að aukast hér innan-
lands þurfi íslensku símafyrirtækin
einnig að vakta erlenda markaði
mjög vel. „Þar er mjög hörð sam-
keppni og tekist á um samninga við
hin ýmsu símafyrirtæki um flutning
á símtölum. Nú ríkir samkeppni á
milli Símans og Íslandssíma um
flutning á símtölum til landsins. Jafn-
Samhent áralag hjá
Stærsta fjarskiptafyr-
irtæki landsins, Lands-
sími Íslands hf., býr sig
undir harðari samkeppni
á fjarskiptasviði. Guðni
Einarsson ræddi við
Brynjólf Bjarnason for-
stjóra um nýtt stjórn-
skipulag Símans, sam-
keppnina og framtíðina.
Morgunblaðið/Golli
„Mér hefur reynst afar vel í fyrirtækjarekstri að fá um borð í „árabátinn“ samhent og gott lið,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands hf.