Morgunblaðið - 12.01.2003, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 27
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is
Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því
auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og
menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina.
Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks
strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat og leika golf á góðum golfvöllum?
Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á tvær 11 daga golfferðir til
Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Brottfarir eru 21. febrúar og 25. apríl.
Verð í brottför 21. febrúar er kr. 135.500 á mann í tvíbýli.
Verð í brottför 25. apríl er kr. 144.500 á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 15.000.
Fararstjóri: Sigurður Pétursson, golfkennari.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks
hótelum í 10 nætur með morgun- og kvöldverði, 8 vallargjöld og ein skoðunarferð.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323.
G LF
í Túnis
Microsoft Business Solutions
Allt sem þú vilt vita
um allan þinn rekstur
Nánari upplýsingar
hjá söluaðilum Axapta:
Viðskiptaker fi sem veitir fyrir tæki þínu samkeppnisforskot
Axapta–viðskiptalausnir
UM þessar mundir stendur yfir sýn-
ing í Tórínó á Ítalíu sem nefnist
Masterpieces/Capolavori – lista- og
listhandverksmenn frá Picasso til
Sottsass. Á sýningunni eiga verk
u.þ.b. eitt hundrað evrópskir lista-
og listhandverksmenn sem vinna
með gler, keramik, textíl, skartgripi
og silfursmíði. Meðal listamannanna
eru Sigrún Ólöf Einarsdóttir og
Søren S. Larsen.
Tilefni sýningarinnar er það að
100 ár eru síðan haldin var „Hin al-
þjóðlega sýning 1902“ í Tórínó – við-
burður sem talinn er marka byrjun
listhönnunar, en þar var teflt saman
iðnhönnun (bílum), nytjahönnun
(húsgögnum) og listmunum (grafík-
verkum og ljósmyndum o.fl.).
Sýningin er haldin í 366 ára gam-
alli höll, Palazzo Bricherasio, sem
stendur í miðri Tórínó og var Evr-
ópudeild World Craft Council fengin
til samstarfs við val á sýnendum og
við gerð sýningarskrár.
Sigrún og Søren sýna tvö verk
hvort, en listamennirnir eru ekki
valdir eftir löndum eins og oft er þó
venjan. Meðal sýnenda má m.a.
finna Bert Frijns (gler – Holland),
Paula Bartron (gler – Svíþjóð), Allan
Scharff (hönnun – Danmörk), Bodil
Manz (keramik – Danmörk), Ant-
oine Leperlier (gler – Frakkland).
Vegleg bók var gerð um sýn-
inguna sem stendur til 26. janúar.
Sigrún og Søren
sýna í Tórínó
Annað verka Sørens S. Larsen í
Tórínó, Himinfley.
Í TILEFNI af síðasta degi á
sýningum J.B.K. Ransu og
Giovannis Garcia-Fenech,
Ex-Geo og Six Heads, In-
doors, í Nýlistasafninu verð-
ur efnt til umræðufundar kl.
15–16 í dag, sunnudag, á 2.
hæð safnsins um strauma og
stefnur í málaralist/myndlist
samtímans. Á fundinum flyt-
ur Halldór Björn Runólfs-
son, listfræðingur og lektor við LHÍ,
stutta framsögu og mun svo, ásamt
J.B.K. Ransu, Bjarna Sigurbjörns-
syni og Einari Garibalda Eiríkssyni,
velta upp nokkrum spurningum um
málverkið fyrir frjálsar samræður.
„Myndlistarumræða samtímans
snýst ekki lengur um hreintrúar-
stefnur eða skóla innan málaralistar.
Hún snýst heldur ekki um það hvort
málverk eigi meiri rétt á sér en aðrir
tjáningarmiðlar, sbr. málverk gegn
öðrum miðlum. Þó eimir ef til vill enn
eftir af því viðhorfi að málverkið sé
sérstakt og frábrugðið annarri mynd-
list,“ segir Geir Svansson, fram-
kvæmdastjóri Nýlistasafnsins. „Þeir
sem því trúa geta m.a. vísað til lista-
sögunnar. Og listasagan, sá baggi,
það góss, vekur ýmsar spurningar:
Er eitthvað nýtt að gerast í
málverkinu, er málverkið að
stefna eitthvert annað eða
er ekki hægt að komast und-
an skugga listasögunnar?
Og er það æskilegt? Er lista-
sagan, og vísun til hennar,
forsenda listsköpunar í mál-
aralist? Þessar og margar
aðrar spurningar verða til
umræðu á fundinum í Ný-
listasafninu, ekki síst spurningin um
það hvort hægt sé að efna til umræðu
um málverkið í dag án þess að verða
tuggunum að bráð.“
Aðgangur er ókeypis.
Umræðufundur
um málverkið
J.B.K. Ransu