Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 32
SKOÐUN
32 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Frönskunámskeið
hefjast 13. janúar
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Taltímar
Einkatímar
Námskeið fyrir börn.
Viðskiptafranska
Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: af@ismennt.is
Innritun í síma
552 3870 og 562 3820
Námskeiðin hefjast 13. janúar
UMRÆÐUR um íslenska heil-
brigðiskerfið hafa verið býsna há-
værar að undanförnu. Helstu um-
ræðuefnin hafa verið þessi:
1. Erfiður rekstur heilbrigðisstofn-
ana.
2. Launakjör lækna.
3. Biðlistar og skortur á úrræðum
fyrir nokkra hópa sjúklinga.
4. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
Í öllum nágrannalöndum okkar er
umræðan af svipuðum toga. Ástæð-
an er augljós. Á heilbrigðissviðinu
verða stöðugt til nýjar þarfir og eft-
irspurn eftir hverskonar heilbrigð-
isþjónustu eykst látlaust. Þessu
valda m.a. breytingar á aldurssam-
setningu þjóðanna; langlífi eykst og
hlutfall aldraðra af íbúafjölda hækk-
ar ört. Læknavísindum fleygir fram,
unnt er að takast á við fleiri og fleiri
sjúkdóma. Ný tækni og ný lyf kalla
á meiri og meiri fjármuni.
Staðreyndin er sú, að heilbrigð-
iskerfi okkar og annarra þjóða er
nánast óseðjandi. Á síðustu árum og
áratugum hafa verið reyndar marg-
ar aðferðir til að draga úr kostnaði
heilbrigðisþjónustunnar. Nýjar
kenningar og kraftaverkamenn hafa
komið fram á sjónarsviðið. Nýjar
aðferðir og rekstrarform hafa verið
reynd, en kostnaðurinn hefur stöð-
ugt aukist og vandamálin aðeins
tekið á sig nýja mynd. Allar tilraun-
ir til sparnaðar hafa beinst að
rekstri heilbrigðisstofnana, en þær
hafa ekki snúist um að draga úr eft-
irspurn eftir þjónustunni.
Íslendingar eiga gott heilbrigðis-
kerfi á hvaða mælikvarða, sem not-
aður er. Það er engu að síður eðli-
legt að fram komi kröfur um aukna
þjónustu á hefðbundnum sviðum og
nýjum. Þannig er það og verður á
meðan þjóðin er sammála um að við-
halda og styðja velferðarkerfið.
Annað væri óeðlilegt. Eða man ein-
hver eftir tilteknum árum eða ára-
bili að algjör sátt hafi ríkt um öll
þjónustustig velferðarkerfisins?
Hallarekstur
heilbrigðisstofnana
Þeir, sem harðast gagnrýna halla-
rekstur heilbrigðisstofnana, mættu
stundum kynna sér betur rekstrar-
grundvöllinn og hafa eftirfarandi at-
riði í huga:
Hlutfall launakostnaðar í heild-
arrekstrarkostnaði sjúkrahúsa
og heilbrigðisstofnana almennt
er 65–70%. Hjá öldrunarstofnun-
um getur launakostnaður orðið
80 af hundraði.
Á undanförnum árum hefur
launanefnd ríkisins gert og geng-
ið frá kjarasamningum við flesta
hópa fagfólks. Þar má nefna
samninga við hjúkrunarfræð-
inga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara
(BHM) og lækna. Launahækk-
anir þessara hópa hafa verið um-
talsverðar. Prósentuhækkanir
hafa verið mun hærri en þekkist
á almennum launamarkaði.
Heilbrigðisstofnunum er gert að
fara eftir þessum samningum og
að auki að gera sérstaka stofn-
anasamninga, sem oftar en ekki
hafa í för með sér viðbótarhækk-
anir.
Stéttarfélög fagfólks eru yfirleitt
vel skipulögð og hafa náð veru-
legum árangri í kjarabaráttu
sinni.
Fjárfestingar í nýrri tækni hafa
verið miklar. Þessar fjárfesting-
ar hafa verið nauðsynlegar svo
heilbrigðiskerfið megi halda í við
öra þróun.
Álag á heilbrigðisstofnanir hefur
almennt aukist mikið. Því valda
fleiri og fjölþættari aðgerðir og
endurhæfing, aukning margvís-
legra geðraskana, kröfur um
meiri þjónustu við aldraða, nýjar
greiningar ýmissa kvilla og með-
ferð þeirra.
Allt þetta hefur í för með sér
mikla aukningu útgjalda. Rekstrar-
kostnaður hækkar, fjárhagsáætlan-
ir riðlast og það verður erfitt fyrir
stjórnendur heilbrigðisstofnana að
halda sig innan ramma fjárlaga.
Vandinn kemur oftar en ekki að ut-
an og er ekki heimatilbúinn.
Launakjör lækna
Laun lækna hafa hækkað veru-
lega á síðustu misserum. Í blaði
Frjálsrar verslunar, þar sem gerð
er grein fyrir tekjum 2.400 Íslend-
inga á síðasta ári (2001) kemur m.a.
fram, að 51 forstjóri í fyrirtækjum
er með yfir 1 milljón króna í laun á
mánuði, 38 starfsmenn fjármálafyr-
irtækja, 33 „ýmsir menn úr atvinnu-
lífinu“, 1 sveitarstjórnarmaður, 2
þingmenn, 5 lögfræðingar, 2 endur-
skoðendur, 5 verkfræðingar, 30 sjó-
menn og útgerðarmenn og 42
læknar.
Þessar tölur voru birtar áður en
nýir kjarasamningar voru gerðir við
sérfræðinga í apríl sl. Þeir samn-
ingar færðu sérfræðingum um 25%
launahækkun. Þekkt eru dæmi um
30% hækkun. Það er því ljóst að
margir læknar eru með launahæstu
einstaklingum hér á landi. Hins veg-
ar er skylt að taka það fram, að sér-
fræðinám er langt og starfsævi
lækna tiltölulega stutt. Þess er einn-
ig að geta, að laun lækna fara ekki
ávallt eftir vinnuálagi.
Þegar rætt er um launakjör innan
heilbrigðisgeirans er rétt að leiða
hugann að eftirfarandi atriðum:
Launamunur innan heilbrigðis-
stofnana getur orðið allt að ní-
faldur. Þá eru borin saman laun
lækna annars vegar og starfs-
fólks í eldhúsi, ræstingu og við
almenna umönnun hins vegar.
Skortur á starfsfólki í heilbrigð-
iskerfinu, einkum fagfólki, hefur
haft veruleg áhrif til launahækk-
ana. Þetta á sérstaklega við um
sjúkrastofnanir utan Reykjavík-
ur. Starfsfólk innan nokkurra
faghópa hefur nánast verið á
uppboðsmarkaði.
Það er brýn nauðsyn að endur-
skoða allt launakerfi heilbrigðis-
geirans og ákvarða þrepaskipt-
ingu á milli starfshópa. Heil-
brigðisstofnanir, sem ekki eru í
eigu ríkisins, eiga að afhenda
Samtökum atvinnulífsins samn-
ingsumboð sitt.
Stöðugt vaxandi sérhæfing með-
al fagfólks kallar á ný viðhorf og
verklag.
Það verður að endurmeta störf
tekjulægstu hópanna og stuðla
að því að almenn umönnunar-
störf, einkum meðal aldraðra,
verði eftirsóknarverðari og þá
m.a. tekjulega.
Biðlistar
Biðlistar geta verið mælikvarði á
afköst heilbrigðiskerfisins. Um
þessar mundir er einkum rætt um
biðlista eftir bæklunaraðgerðum,
endurhæfingu og hjá öldrunar-
stofnunum. Einnig hefur komið
fram gagnrýni á úrræðaleysi í mál-
efnum geðsjúkra. En biðlistar gefa
ekki alltaf rétt mynd af ástandi
mála. Í mörgum tilvikum er fólki
komið á aðgerðarlista, ef fyrirsjáan-
legt er, að að aðgerða verður þörf í
náinni framtíð. Biðlistar gefa þó oft-
ast skýra mynd af vaxandi þörf.
Bæklunaraðgerðir geta sparað
mikla fjármuni. Þær geta komið í
veg fyrir að sjúklingar verði ör-
yrkjar og fái bætur samkvæmt
því.
Bæklunaraðgerðir geta skilað
einstaklingum aftur til vinnu og
gert þeim kleift að bjarga sér
sjálfir á heimili.
Bæklunaraðgerðir spara umtals-
verðan lyfjakostnað.
Allar aðgerðir til að hjálpa öldr-
uðum að vera heima sem lengst
eru þjóðhagslega hagkvæmar.
Einn mikilvægasti þáttur heil-
brigðismála er hverskonar end-
urhæfing. Öll endurhæfing, sem
eykur getu einstaklinga til þátt-
töku í virku samfélagi, sparar
mikla fjármuni. Öflugar forvarn-
ir geta einnig haft mikil áhrif til
að draga úr kostnaði.
Rauði þráðurinn í allri umræðu
um forvarnir og endurhæfingu er
sá, að árangurinn fari að verulegu
leyti eftir því hvort unnt verður að
móta og geirnegla þá vel ígrunduðu
staðhæfingu í huga almennings, að
HEILBRIGÐISKERFIÐ – ÓSEÐJ-
ANDI HÍT – EÐLILEG ÞRÓUN?
Eftir Árna Gunnarsson „Allar til-
raunir til
sparnaðar
hafa beinst
að rekstri
heilbrigðisstofnana, en
þær hafa ekki snúist um
að draga úr eftirspurn
eftir þjónustunni.“