Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 39
OPIÐ HÚS - SÓLHEIMUM 26
Til sölu falleg sérhæð með glæsilegu útsýni til
allra átta. Íbúðin er á efstu hæð í fallegu fjórbýli.
Góð björt stofa, 28 fm sólskáli, 3 svefnherbergi,
rúmgott eldhús og salerni með glugga.
Elísabet Agnarsdóttir
gsm 822 0336
Heimilisfang: Sólheimar 26.
Stærð íbúðar: 123,2 fm.
Brunabótamat: 13,4 millj.
Byggingarár: 1960.
Áhvílandi ca 4 millj.
Verð: 14,5 millj.
Opið hús: frá kl. 15-17.
Hrafnhildur
Bridde
lögg. fasteignasali
SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300
Opið hús - Heiðarhjalla 7 - Kópavogi
Sigurbjörn
Skarphéðinsson
lögg. fasteignasali
Heimilisfang Heiðarhjalli 7,
Kópavogi.
Byggingarár 1994.
Stærð 268 fm.
Verð 32,9 millj.
Opið hús sunnudaginn
12. janúar
frá kl. 14-16.
Frekari upplýsingar:
www.thingholt.is
Glæsilegt og vandað 268 fm parhús á 3 hæðum með fallegu útsýni í suðurhlíð-
um Kópavogs. Húsið er með 6 rúmgóðum svefnherbergjum, 3 baðherbergjum,
glæsilegri eldhúsinnréttingu, stofu og sjónvarpsherbergi og innbyggðum bílskúr
með geymslu. Ofan á bílskúr eru 20 fm suðursvalir og 10 fm svalir út úr eldhúsi.
Í húsinu eru innréttingar og hurðir frá HB úr kirsuberjaviði og
stáli. Íbúðin er innréttuð af innanhússarkitekt og lýsingin er
frá Lumex. Á lóðinni er nýtt 150 fm upphitað bílaplan og á
bak við húsið er náttúrulegur garður með birki og grenitrjám.
Verð 32,9 m. Áhv. 7,6 m. Kristinn Gestsson sölufulltrúi sýnir
eignina í dag á milli kl. 14 og 16. Verið velkomin.
Kristinn
Gestsson
gsm 694 1930
i j
i
l f t i li
EINBÝLI
Haukanes - sjávarlóð Vorum að
fá í einkasölu 311 fm einb. á tveimur
hæðum auk 46 fm bílskúrs. Húsið þarfn-
ast standsetningar. Glæsilegt útsýni. V.
29,5 m. 3001
RAÐHÚS
Móaflöt - raðhús Vorum að fá í
einkasölu glæsilegt 190 fm raðhús á
einni hæð auk 45 fm bílskúrs. Húsið hef-
ur verið standsett á sérlega smekklegan
hátt. Arinn. Möguleiki er á aukaíbúð í
húsinu. V. 22,8 m. 3000
Logaland - endaraðhús Erum
með í einkasölu gott u.þ.b. 195 fm end-
araðhús ásamt 24 fm bílskúr. Húsið
skiptist þannig: 1. hæð stofa, borðstofa,
eldhús, herbergi, snyrting og forstofa.
Jarðhæð/kjallari: þrjú herbergi, (fjögur
skv. teikningu), baðherbergi, þvottahús,
geymsla, hol og bakútgangur. Parket og
góðar suðursvalir. Möguleiki á skiptum á
minni eign. V. 23,5 m. 2995
Urðarbakki - raðhús Gott rað-
hús á pöllum með innbyggðum bílskúr
og stórum vestursvölum. Húsið er vel
skipulagt en þarfnast einhverrar stands-
etningar. Skipti á minni eign koma til
greina. Mjög góð staðsetning og stutt í
alla þjónustu. V. 17,5 m.1470
Bakkasel - endaraðhús m.
aukaíbúð Gott endaraðhús á tveimur
hæðum auk kjallara, samtals 245 fm auk
24 fm bílskúrs. Eignin skiptist þannig að
í kjallara er 3ja herbergja séríbúð. Á 1.
hæð er forstofa, þvottahús, eldhús,
gestasnyrting, herbergi, stofa og borð-
stofa. Á efri hæð eru þrjú herbergi, sjón-
varpshol og baðherbergi. Mjög gott
ástand og viðhald. Skipti möguleg á
minni eign. V. 22,9 m. 2484
Bakkasel - glæsilegt Fallegt og
mjög vel staðsett 242,1 fm endaraðhús
með möguleika á séríbúð í kjallara (m.
fullri lofthæð) auk 19,5 fm bílskúrs og yf-
irbyggðum svölum. Svalir hafa verið yfir-
byggðar. Mjög skemmtileg aðkoma er
að húsinu, sameiginleg lóð er hellulögð
og fallega upplýst (gangstéttar eru hellu-
lagðar og með hita. V. 23,9 m. 2905
Birtingakvísl - fallegt raðhús
Erum með í einkasölu ákaflega vandað
og fallegt raðhús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr, samtals u.þ.b. 200
fm. Vandaðar innréttingar, parket og flís-
ar og yfirbyggður garðskáli. Glæsileg lóð
með pöllum og skjólveggjum. V. 21,9 m.
2730
Falleg og björt u.þ.b. 72 fm íb.í
kjallara í góðu húsi og með sérinn-
gangi. Íbúðin hefur verið töluvert
endurnýjuð m.a. eldhús, bað og
parket. Falleg íbúð á eftirsóttum
stað. Íb. verður sýnd í dag, sunnu-
dag, á milli kl. 14 og 16. Íbúðin er
laus strax. V. 10,5 m. 2780
Tómasarhagi 40 - opið hús í dag, sunnudag
HÆÐIR
Bólstaðarhlíð - góð Mjög
skemmtileg og vel skipulögð 6 herb.íbúð
á 2. hæð í fallegu fjórbýlishúsi. Íbúðin
skiptist þannig: 2-3 stofur, 3-4 herbergi,
eldhús, baðherbergi og hol. 3014
4RA-6 HERB.
Kleppsvegur - mikið útsýni -
laus strax Falleg og björt 100 fm
endaíbúð á 7. hæð í lyftublokk við
Kleppsveginn með frábæru útsýni til
þriggja átta. Eignin skiptist í hol, þrjú
herbergi, stofu, baðherbergi, eldhús.
Stórar vinkilsvalir eru út af stofunni.
Parket á gólfum. V. 11,9 m. 1181
3JA HERB.
Miklabraut 60 fm þriggja herb.íbúð í
kjallara í góðu húsi á horni Miklubrautar
og Engihlíðar. Íb. getur verið laus fljót-
lega. Áhv. 4,5 m. í húsb. V. 7,7 m. 2999
Kötlufell - útsýni Mjög falleg 3ja
herbergja 85 fm íbúð í húsi sem er allt
klætt að utan og með yfirbyggðum svöl-
um. Íbúðin skiptist í hol, tvö herbergi,
stofu, eldhús og baðherbergi. Parket og
flísar á gólfum. Nýleg eldhúsinnr. og flís-
ar á baði. V. 10,7 m. 2997
Álftamýri - góð staðsetning
3ja herbergja björt íbúð á 3. hæð sem
skiptist í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús
og bað. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo
og sameiginlegt þvottahús, hjólag. o.fl.
V. 10,2 m. 2866
Sóltún - nýtt lyftuhús - íbúð
með sérlóð Glæsileg og nýleg 103
fm íbúð í eftirsóttu húsi við Sóltún. Fal-
leg íbúð með vönduðum innréttingum.
Íbúðin skiptist í hol, tvö herbergi, stofu,
eldhús, baðherbergi og þvottahús. Sér-
lóð og verönd til suðurs. 2979
2JA HERB.
Frostafold - m. bílskýli Falleg
2ja herb. um 60 fm íb. á 5. h. í lyftublokk
auk stæðis í bílageymslu í mjög góðu
fjölbýli. Parket á gólfum og suðursvalir.
Húsvörður. Mikið útsýni. Áhv. um 5,0 m. í
byggsj. Íb. er laus strax. V. 10,3 m. 2996
ATVINNUHÚSNÆÐI
Miðhraun - nýtt og glæsilegt
atvinnuhúsn. Erum með í einkasölu
þetta glæsilega og nýja atvinnuhúsnæði.
Um er að ræða hús sem er fullbúið að
utan og með malbikaðri lóð en að innan
er húsið tæplega tilb. til innréttinga.
Húsið selst í nokkrum einingum sem eru
fimm talsins, hver u.þ.b. 500 fm. Hver
eining er með steyptu millilofti og fjórum
innkeyrsludyrum þ.e. tveimur á hvorri
hlið og er hægt að aka í gegnum húsið.
Gott verð. 2608
jöreign ehf
Sími 533 4040
www.kjoreign.is
Ármúla 21, Reykjavík
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali,
SALTHAMRAR - GRAFARVOGI
Glæsilegt og vandað einnar
hæðar einbýlishús ásamt tvö-
földum bílskúr, um 193 fm.
Húsið stendur innst í lokuðum
botnlanga á fallegum útsýnis-
stað. Falleg lóð með skjól-
veggjum og verönd. Gróður-
hús, kjörið tækifæri. Verð
27,9 millj.
Nánari uppl. Ólafur í gsm 896 4090 og Dan í gsm 896 4013
Norður-Héraði – Árleg uppskeru-
hátíð Ungmennafélagsins Ássins
á Norður-Héraði var haldin að
venju í byrjun árs.
Hátíðin hófst með að spiluð var
félagsvist þar sem keppt var í
tveimur aldursflokkum, fjórtán
ára og yngri og fimmtán ára og
eldri.
Íþróttamaður Ungmennafélags-
ins Ássins 2002 var útnefndur
Fannar Ingi Veturliðason. Fannar
setti meðal annars UÍA-met í há-
stökki og langstökki á Unglinga-
landsmóti UMFÍ í Stykkishólmi í
sumar leið og vann þær greinar
báðar. Fannar hampaði einnig Ís-
landsmeistaratitlum á árinu auk
þess að sigra í flestum keppnum
sem hann tók þátt í.
Auk þess fengu viðurkenningu
á uppskeruhátíðinni systkinin
Karitas Hrönn og Sölvi Baldurs-
börn fyrir góðan árangur og
ástundun í íþróttum á árinu. Kar-
itas vann til 9 verðlauna á árinu,
þar af 7 gull, og Sölvi hlaut 11
verðlaun, þar af 2 gull.
Stökkvari valinn
íþróttamaður Ássins
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Fannar Ingi Veturliðason með far-
andbikar sem fylgir sæmdarheitinu
íþróttamaður Ungmennafélagsins
Ássins ásamt eignargrip.
EKKI er rétt að mörg dæmi séu um
það að dómkvaddir matsmenn hafi
hrakið niðurstöður örorkumats Líf-
eyrissjóðsins Framsýnar. Þetta segir
Bjarni Brynjólfsson, framkvæmda-
stjóri Framsýnar, vegna ummæla Jó-
hanns Alberts Sævarssonar hæsta-
réttarlögmanns í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn en þar sagðist Jóhann
hafa rekið nærri tug mála á hendur
sjóðnum á árunum 1998 til 2000 og að
leiðrétting hafi fengist í langflestum
þeirra með því að sjóðurinn hafi fallist
á niðurstöðu dómkvaddra mats-
manna. „Hið rétta er að frá því sjóð-
urinn var stofnaður árið 1996 hafa
átta einstaklingar rekið mál vegna ör-
orkumats og hafa niðurstöður gengið
í báðar áttir. Svo menn sjái þetta í
réttu ljósi má nefna að það eru um tvö
þúsund einstaklingar á örorkulífeyri
hjá okkur og í fyrra höfum við vænt-
anlega fengið um þrjú hundruð um-
sóknir. Vitaskuld geta komið upp
álitamál enda hér um mat að ræða.
Við gerum okkur grein fyrir að hvert
mál skiptir þann einstakling sem í
hlut á miklu. En sem betur fer eru
þetta ekki fleiri tilvik.“
Spurður um þá tilgátu Jóhanns að
marga skorti þrek til þess að standa á
rétti sínum gagnvart sjóðnum segir
Bjarni að nauðsynlegt sé að Sjálfs-
björg komi með lista yfir einstaklinga
hafi samtökin slíkan lista tiltækan.
„Við erum að sjálfsögðu ekki vísvit-
andi að reyna að hafa réttindi af okk-
ar félögum. En við erum með trún-
aðarlækni, m.a. annars til þess að
tryggja að það sé ákveðin festa og
samræmi í örorkumati.“
Lækkun örorkumats
hjá Framsýn
Fimm fengið
leiðréttingu
á sjö árum
TOGARASKIPSTJÓRI hefur í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í
100 þúsund króna sekt fyrir brot á
lögum um atvinnuréttindi skipstjórn-
ar- og vélstjórnarmanna í byrjun maí
sl. Var honum gefið að sök að hafa
siglt skipi sínu úr höfn vanmönnuðu
vegna þess að stýrimaður og yfirvél-
stjóri höfðu eigi gild atvinnuréttindi
er varðskipið Óðinn kom að skipinu
þar sem það var að veiðum á Reykja-
neshrygg.
Í skýrslu skipherra Óðins segir að
komið hafi í ljós við eftirlit að atvinnu-
réttindi stýrimanns höfðu runnið úr
gildi tveimur mánuðum áður og at-
vinnuréttindi yfirvélstjórans hálfum
mánuði fyrir brottför.
Skipstjórinn neitaði sök og hélt því
fram að skipstjóri bæri ekki refsi-
ábyrgð á því að atvinnuréttindi skip-
verja væru runnin út heldur væri það
á ábyrgð lögskráningarstofunnar að
fylgjast með því og gera viðeigandi
ráðstafanir í þeim efnum.
Á það féllst Héraðsdómur Reykja-
víkur ekki, sagði siglingalög segja að
skipstjóri skyldi annast um að skip
væri haffært og að það væri vel útbúið
og nægilega mannað til fyrirhugaðrar
ferðar. Í því fælist að skipstjóra væri
skylt að gæta þess þegar skipi væri
siglt úr höfn að skipverjar hefðu þau
starfsréttindi sem lög og reglur
krefðust á hverjum tíma. Þá þýðing-
armiklu starfsskyldu væri skipstjór-
anum óheimilt að fela öðrum og
breyttu lög um lögskráningu sjó-
manna engu um skyldur skipstjórans
í þessu sambandi.
Þá segir héraðsdómur að engu máli
skipti sú viðbára skipstjórans að í
áhöfninni hafi verið menn með fullgild
réttindi og skipið því fráleitt van-
mannað, enda voru þeir menn ekki
skráðir þannig á skipið og ekki hefur
komið fram að þeir hafi starfað á því
sem slíkir í þessari ferð skipsins.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
kvað upp dóminn. Verjandi ákærða
var Brynjar Níelsson hrl. Málið sótti
Þorsteinn Skúlason fyrir hönd
ákæruvaldsins.
Togaraskip-
stjóri dæmdur í
100 þús. kr. sekt