Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 43 Fyrirtæki óskast:  Höfum góða kaupendur að margskonar fyrirtækjum, t.d.:  Matvöruverslun.  Söluturnar.  Stórar og litlar heildverslanir.  Lítil iðnfyrirtæki.  Fyrirtæki í ræstingum, verður að vera með góða verkefnastöðu. Fyrirtæki til sölu:  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Sólbaðsstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi í stór-Reykjavík. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Þekkt lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem við- bót við annan rekstur.  Þekkt fyrirtæki með íþróttavörur.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Dráttarbílaþjónusta. Nýr bíll, góðir möguleikar.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Meðeigandi — framkvæmdasjóri óskast að húsgagnaverslun sem vanur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2—3 m. kr.  Vélsmiðja — þjónustufyrirtæki í föstum verkefnum. Hentugt fyrir 2—3 menn eða sem viðbót við stærra fyrirtæki.  Snyrtileg bónstöð í Skeifunni.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Rótgróin blóma- og gjafavöruverslun miðsvæðis í Reykjavík.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsiefna sem þykja mjög góð. Miklir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Rekstrarleiga með kauprétti. Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is.  Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ásvelta 40 m. kr.  Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins 3,8 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Járn & lykkjur ehf. Vel tæknivætt framleiðslufyrirtæki sem þjónar bygg- ingariðnaðinum. Sameining eða sameign kemur vel til greina.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur í lyflækningum, hormóna- og efnaskiptasjúkdómum opnar stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, mánudaginn 20. janúar nk. Tímapantanir í síma 535 7700 Þorvaldur Magnússon sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum opnar stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6, fimmtudaginn 23. janúar nk. Tímapantanir í síma 535 7700 HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ GUÐSPEKIFÉLAGSINS hefst fimmtudaginn 16. janúar nk. kl. 20.30 í húsa- kynnum félagsins í Ingólfsstræti 22. Námskeiðið verður vikulega á sama tíma í þrettán skipti frá janúar til apríl 2003 og er í umsjá Jóns L. Arnalds (3), Önnu S. Bjarnadóttur (2), Sigurðar Boga Stefánssonar (2), Birgis Bjarnasonar (2), Jóns Ellerts Benediktssonar (2), og Bjarna Björgvinssonar (2), Fjallað verður um mikilvæga þætti hugræktar, hugleiðing- ar og jóga. Námskeiðið er öllum opið og fer skráning fram við upphaf þess. Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar í heild kr. 2.700 fyrir utanfélagsmenn. Upplýsingar í síma 694 2532. www.gudspekifelagid.is Foreldraást fyrir foreldra sem vilja bæta uppeldisaðferðir. Mismunandi uppeldisaðferðir, óljós misnotkun, mörk, tilfinningagreind, val og afleiðingar, gagnleg heilræði o.fl. Fyrirlestur: 15. janúar kl. 19.30 í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2. hæð. Námskeið: 8 kvöld, byrja 22. janúar. Uppl. gefur Gitte Lassen í síma 861 3174. ÚT- SALA hefst á morgun mánudag 13. janúar Lokað sunnudag Minnst 40% afsláttur Kringlunni 7, sími 588 4422 PíanóskóliÞorsteins Gauta Grensásvegi 5 Kennslugreinar: Píanó Tónfræði Byrjendur og lengra komnir. Allir aldurshópar. Upplýsingar í síma 551 6751 og 691 6980. Fyrirlestur um Norræna genbank- ann fyrir búfé Erling Fimland for- stjóri Norræna genbankans fyrir búfé (NGH) heldur erindi á RALA á morgun, mánudaginn 13. janúar kl. 11. Hann fjallar um starf NGH á nor- rænum vettvangi og tengsl við al- þjóðlegt samstarf um sjálfbæra nýt- ingu erfðalinda í búfé. Félagsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykjavík verður haldinn mánudag- inn 13. janúar kl. 20, í Rúgbrauðs- gerðinni, Borgartúni 6. Á fundinum verður tekin til afgreiðslu tillaga upp- stillingarnefndar um fulltrúa félags- ins og röð þeirra á framboðslistum í Reykjavík vegna komandi alþingis- kosninga, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN Íslenskur menningarmarkaður Geir Rögnvaldsson framhaldsskóla- kennari og leiklistarfræðingur held- ur fyrirlestur á vegum Rannsókn- arstofnunar KHÍ miðvikudag 15. janúar kl. 16.15. Fyrirlesturinn sem ber heitið Íslenskur menning- armarkaður og áhrif fjölmiðla á hann verður haldinn í salnum Skriðu í nýbyggingu Kennaraháskóla Ís- lands v/Stakkahlíð og er öllum op- inn. Fjallað verður um hvernig hóp- ar áheyrenda og áhorfenda listviðburða hafa þróast á Íslandi á 20. öldinni og um tölfræði byggða á upplýsingum m.a. frá Hagstofu Ís- lands o.fl. Foreldrafræðslunámskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra hefst mið- vikudaginn 15. janúar. Á námskeið- inu verður farið yfir það sem er sér- stakt við meðgönguna og fæðingu fjölbura. Áhersla er lögð á foreldra- hlutverkið og umönnun barnanna. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Magna Mater, Fákafeni 9. Félag kvenna í atvinnurekstri veitir sína árlegu viðurkenningu í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 16. janúar. Athöfnin hefst klukkan 17. Viðurkenning FKA er nú afhent í fjórða sinn. Hún er veitt þeim aðila, einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, fé- lagssamtökum, eða stjórnvaldi sem þykir best að slíkri viðurkenningu komið fyrir vel unnin störf í þágu at- vinnureksturs kvenna og/eða hefur verið konum í atvinnurekstri sérstök hvatning eða fyrirmynd. Markmiðið með viðurkenningunni er að heiðra þann aðila sem að mati sérstakrar dómnefndar félagsins þykir best hafa til hennar unnið, svo og til að vekja athygli á konum í eigin at- vinnurekstri og þeirra framlagi til efnahags- og atvinnulífs. Á NÆSTUNNI KAUPSKYLDU og forkaupsrétti af félagslegum íbúðum var aflétt í níu sveitarfélögum, í og kringum höf- uðborgarsvæðið, í fyrra að því er kemur fram í fréttatilkynningu fé- lagsmálaráðuneytisins. Með breytingu á lögum um hús- næðismál, sem Alþingi samþykkti í fyrravor, var sett inn ákvæði um að sveitarfélög gætu óskað eftir því við félagsmálaráðherra að aflétt yrði kaupskyldu og forkaupsrétti þeirra. Sveitarfélögin níu eru Akranes- kaupstaður, Garðabær, Grinda- víkurkaupstaður, Hafnarfjarðar- bær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær. Eigendur fé- lagslegra íbúða í þessum sveitar- félögum geta, öfugt við það sem áð- ur var, því selt þær á frjálsum markaði. Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmálaráðuneytinu hefur engu sveitarfélagi verið synjað og ekki liggja fyrir umsóknir frá fleiri sveit- arfélögum vegna afnáms kaupskyld- unnar. Níu sveitar- félög hafa aflétt kaup- skyldu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.