Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 47

Morgunblaðið - 12.01.2003, Page 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 47 ENSKA ER OKKAR MÁL Ný námskeið á nýju ári  Talnámskeið: 7 vikur, tvisvar í viku, 15./16. jan.-3./4. mars  Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs  Sérnámskeið í viðskiptaensku og skriflegri ensku, einnig barnanámskeið  Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum Komdu í frítt kunnáttumat og ráðgjöf Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Laura Guerra John Boyce Maxwell Ditta Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun fé- lagsvist í Setrinu kl. 13. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Mánu- dagur: Kl. 15.15 TTT í safnaðarheimilinu. Digraneskirkja. Hjónastarf Digraneskirkju kl. 20.30 í kapellu á neðri hæð. Gestur kvöldsins er Rannveig Einarsdóttir, fjöl- skylduráðgjafi og kennslufræðingur. Það sem Rannveig mun fjalla um er: Ágreining- ur: Að takast á og sættast. Mismunandi þrár og langanir: Þörf á nálægð og fjarlægð. Samskiptamunstur: Tilfinningar og áhrif þeirra á samskipti. (Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13– 15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðar- heimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyr- irbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudög- um. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. KFUM, yngri deild, í Borgaskóla kl. 17–18. Kirkju- krakkar fyrir 7–9 ára í Korpuskóla kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Korpuskóla kl. 18.30–19.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Ung- lingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dag- skrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyr- ir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánudagur: Al- Anon-fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnudag- ur: Samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára. Eftir sam- komu er boðið upp á kaffi og meðlæti selt á vægu verði. Þá er gott tækifæri að hitta fólk og spjalla saman. Allir hjartanlega velkomn- ir. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Mið- vikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks- molar og vitnisburðir. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Vakningar- samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Miðvikud.: Fjölskyldusamvera kl. 18. Fimmtud.: Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. Vegurinn. Bænastund kl. 16. Högni Vals- son prédikar. Brauðsbrotning, krakka- kirkja, ungbarnastarf, lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Ath. skráning á Alfanám- skeiðið er hafið. KFUM&K, Holtavegi 28. Samkoma kl. 17. Upphafsorð: Kristín Möller. Hrönn Sigurð- ardóttir talar. Barnastarfið heldur áfram í Undralandi. Matsala verður að samkomu lokinni. Vaka kl. 20. Guðlaugur Gunnars- son fjallar um framtíðina sem blasir við. Mikill söngur og lofgjörð. Allir innilega vel- komnir. Safnaðarstarf Alfanámskeið hjá Biblíuskólanum BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg efn- ir til Alfanámskeiðs næstu vikurnar og hefst það með kynningarkvöldi þriðjudaginn 14. janúar kl. 20 í húsi KFUM og KFUK á horni Holtavegar og Sunnuvegar. Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur en það er sérstaklega sniðið fyrir fólk sem vill kynna sér innihald kristinnar trúar eða rifja upp þekk- ingu sína á henni í rólegheitum og án þvingunar. Áhersla er lögð á samfélag og um- ræður, ekki síður en fyrirlestra. Alfanámskeiðin eru kennd víða um heim og hér á landi og hafa notið mikilla vinsælda. Á kynningarkvöld- inu verður gerð grein fyrir sögu og uppbyggingu námskeiðsins, fyrrver- andi þátttakendur segja frá reynslu sinni og fyrirspurnum svarað. Léttar kaffiveitingar verða í boði en aðgangur er ókeypis og án nokk- urra skuldbindinga um þátttöku í námskeiðinu sem hefst viku síðar. Nánari upplýsingar eru í síma 588 8899. Einnig verður framhalds- námskeiðið Alfa II kynnt um leið. Morgunblaðið/Þorkell www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.